Morgunblaðið - 31.10.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 31.10.2004, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 15 800 7000 - siminn.is Við hjálpum þér að láta það gerast Það er sama hver staðan er, þú getur alltaf hringt kollekt Viðskiptavinir Símans geta alltaf hringt kollekt sín á milli úr GSM í GSM með því að slá fyrst inn *888* og síðan númerið sem þeir ætla að hringja í. Ótrúlega einfalt - og móttakandinn greiðir fyrir símtalið. E N N E M M / S IA / N M 13 8 14 fara til starfa í Afganistan taka forn- ámskeið hér heima og fara síðan á tveggja vikna undirbúningsnámskeið í Noregi, þar sem þeir hljóta grund- vallar vopnaþjálfun og ýmsa fræðslu, meðal annars um jarðsprengjur og hvernig eigi að takast á við hindranir eins og vegartálma. Auk þess er þjálfuninni viðhaldið meðan á gæslu- störfunum stendur. Íslensku friðargæsluliðarnir í Kab- úl bera skammbyssur og herriffla til sjálfsvarnar. Að sögn Arnórs er það að kröfu NATO, sem geri það að skil- yrði að friðargæsluliðarnir geti varið sig. Hann segir reglur kveða skýrt á um að þeir megi eingöngu grípa til vopna ef þeir lenda í lífshættu, og tel- ur af og frá að með vopnaburðinum séu friðargæsluliðarnir komnir í hlut- verk hermanna. Arnór segir að hættan sé metin lítil innan flugvallarsvæðisins í Kabúl. Reglur eru til um það hvernig starfs- mennirnir eigi að haga ferðum sínum utan vallarins, en ekki eru neinar al- gildar reglur um hvert þeir megi fara og hvert ekki. Ferðareglur eru al- mennt ákvarðaðar af yfirstjórn frið- argæsluliðsins. Lagt er mat á það á hverjum tíma hvaða svæði eða leiðir eru ótrygg og hversu mikil eða lítil hættan sé. Arnór nefnir sem dæmi að þegar kosningar fóru fram í landinu fyrir skemmstu hafi meiri varúðar verið gætt en venjulega. Gengið inn í herskipulag Ýmsir hafa sett spurningarmerki við að íslenskir friðargæsluliðar beri hernaðarleg tignarheiti og gangi í einkennisbúningum. Arnór svarar því til að þeir gangi einfaldlega inn í það skipulag sem sé til staðar og það sé hernaðarlegt. Íslensku friðar- gæsluliðarnir þurfi að starfa með fjöl- þjóðlegu liði, undir merkjum NATO, og ekki sé hjá því komist að laga sig að því umhverfi. Uppi hafa verið raddir um að ein- kennisbúningarnir geri friðargæslu- liðana að skotmörkum þeirra sem berjast gegn veru erlends herliðs í Afganistan, en Arnór bendir á að óeinkennisklæddir starfsmenn hjálp- arstofnana á borð við Rauða krossinn og Lækna án landamæra hafi einnig orðið fyrir árásum í landinu. Enginn sé óhultur ef því er að skipta. Hann leggur jafnframt áherslu á að það sé engin nýlunda að Íslendingar sem sinni friðargæslustörfum erlendis beri einkennisbúninga, það hafi tíðk- ast allt frá því að þeir fyrstu fóru til starfa í Bosníu-Herzegóvínu fyrir áratug. adalheidur@mbl.is þjóðaverkefnum á sviði þróun- arhjálpar, það er mikilvægt fyrir okkur sem sjálfstæða þjóð að vera einnig sýnileg í tvíhliða samstarfi við þróunarríkin. Það sama á við um friðargæsluna. Það væri til dæmis mjög slæmt ef við legðum ekkert fram á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins. Þótt við séum lítil þjóð hafa litlu stærri ríki, eins og Lúxemborg, lagt sitt af mörkum og við verðum að gera það líka. Við getum ekki bara verið þiggjendur í þessu samstarfi, við verðum líka að axla ábyrgð.“ Hvernig sérð þú fyrir þér að Ís- lenska friðargæslan þróist á næstu árum? „Með þeim hætti sem við höfum ákveðið, að haldið verði áfram að efla friðargæsluna og fjölga þeim sem þar eru á skrá. Allir sem fara til þessara starfa gera það af áhuga og frjálsum vilja. Þeim er gerð ná- kvæmlega grein fyrir því hvað er um að ræða, þeir fara í sérstaka þjálfun til að undirbúa sig og er það ljóst að hætta getur verið til staðar. Mér finnst að það hafi verið mjög vel að þessum málum staðið. Ég hef heimsótt friðargæsluliða í Bosníu, Kosovo og Afganistan og er mjög stoltur af verkum þessa fólks. Það hefur staðið sig frábærlega vel og komið heim reynslunni ríkara. Það hefur haldið áfram við störf hér á landi, hjá lögreglunni, í slökkviliðinu, fjölmiðlum og á ýmsum sviðum þjóðfélagsins. Öllum þeim sem ég hef rætt við finnst þeir hafa öðlast mikla reynslu og þroska. Ég tel að þetta sé ekki bara gagnlegt fyrir einstaklingana heldur fyrir þjóðfé- lagið í heild sinni, því að reynsla þessa fólks nýtist mjög vel þegar það kemur til baka.“ Þekking nýtt Sérstök skrifstofa Íslensku friðar- gæslunnar var sett á fót innan utan- ríkisráðuneytisins í febrúar á þessu ári og telur hún þrjá starfsmenn. „Þátttaka Íslendinga í svona verk- efnum getur fært okkur mjög dýr- mæta reynslu og þekkingu. Unnið verður að því í ráðuneytinu að safna henni saman og mynda eins konar þekkingarbrunn,“ segir Arnór. „Auk þess höfum við af því mikinn ávinning gagnvart bandalagsþjóðum okkar í NATO. Nú erum við líka gefendur í samstarfinu, ekki bara þiggjendur. Íslensk stjórnvöld hafa fengið lof fyr- ir þetta frumkvæði. Það er ástæða til að undirstrika að starfsmenn ís- lensku friðargæslunnar hafa staðið sig mjög vel á vettvangi og þeir hafa getið sér góðan orðstír.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.