Morgunblaðið - 31.10.2004, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
É
g fékk bókina í lausu og byrjaði að
lesa hana í flugvélinni á leið vest-
urum. Var ekki langt kominn, þeg-
ar ég þekkti sögusviðið Siglufjörð
og söguþráðinn um greinaskrif
Sveins Benediktssonar í Morg-
unblaðið og lát Guðmundar Skarphéðinssonar í
Siglufirði. Síðar las ég um hjónaband Þóru Hall-
grímsson og bandaríska nazistaforingjans
George Lincoln Rockwell og afskipti söguhetj-
unnar af þeim og síðar heimsmeistaraeinvíginu í
skák í Reykjavík. Þótt rithöfundurinn taki
þessa atburði og einstaklinga skáldlegum tök-
um, þá dylst uppruninn ekki. Enda er höfund-
urinn ekkert að fara leynt með hann!
Rithöfundurinn brosir bara, þegar ég gusa
þessu út úr mér. „Við skulum koma hérna niður
og tala saman. Þá skýrist þetta allt saman,“ seg-
ir hann.
Söguhetjan spratt fram í sótthita
„Í nokkuð langan tíma hefur mig langað, þótt
ekki væri nema í spegilbrotsmynd, að gera ný-
liðinni öld einhvers konar skil í bók.
Ég fiskaði mikið til þessarar sögu; punktaði
eitt og annað hjá mér, en það vafðist lengi fyrir
mér í hvers konar tóni sagan ætti að vera. Það er
ákveðinn skyldleiki með bókum mínum Slóð fiðr-
ildanna og Höll minninganna, í byggingu þeirra
og efnistökum, og ég var ákveðinn í því að næsta
bók yrði öðru vísi. Þegar þetta yrkisefni leitaði á
mig, þá velti ég því fyrir mér, hvernig ég gæti á
einhvern hátt gert því skil í skáldsögu, sem yrði
ekki sagnfræði, hvernig heimur þessarar aldar
tónaði. Það var því óhjákvæmilegt, að að-
alpersóna sögunnar hefði sömu einkenni og öldin
sjálf, væri ekki bara óbeinn þátttakandi í atburð-
um aldarinnar, þekktum og óþekktum, heldur
líka að skapferli hans harmóneraði á einhvern
hátt við þessa merkilegu nýliðnu öld.
Þetta kristallaðist þannig fyrir mér og þá um
leið, að ég yrði að taka söguna öðrum tökum en
Slóð fiðrildanna og Höll minninganna. Í þeim
bókum er allt undir niðri. Yfirborðið er slétt,
ólgan er öll undir. En nú dugðu þau tök ekki
lengur. Þessi bók varð að vera í hraðara tempói
og meiri sveiflur í frásögn og karakterum.
Ég fann svo minn tón í flensu! Þannig var, að
það kom flensa hér á heimilið, strákarnir veikt-
ust og að lokum dróst ég í bælið líka. Fyrstu
nóttina rauk ég upp með hita og var þá kominn
með fyrsta bókarkaflann í hausinn, fór fram og
skrifaði fyrstu blaðsíður bókarinnar, funheitur!
Þannig að hann Dagur minn Alfreð Hunt-
ingfield spratt fram í sótthita.
Það tók mig svo þrjú ár að skrifa bókina. Ég
vann hana líka öðru vísi en mínar fyrri bækur.
Áður þrautskrifaði ég hvern kafla, þannig að
þegar upp var staðið, þurfti engar stórstytt-
ingar. Þessa bók skrifaði ég beint út og það tók
tvö ár. Þá var hún hátt í 900 síður. Útgefandinn
spurði, hvort ég ætlaði að koma með tvö bindi í
einu! En ég sagði: Nei. Nú á ég eftir að vinna
hana niður.
Ég vissi alltaf að það yrði eftirvinna. En ég
vildi umfram allt halda dampinum og ná þessari
stóru sögu á pappírinn, fá allt inn, og taka svo til
hendinni við að skera niður og snurfusa. Sú
vinna tók heilt ár.
Þetta var satt að segja helvítis grjótburður,
þegar ég hefði auðvitað átt að vera að spila golf!
Vandinn er hins vegar sá, að ég hef aldrei nennt
því.“
Öld mikilla andstæðna
Hvernig var hún svo þessi öld, sem þú vilt
spegla með þessari nýju sögu?
„Það sýnist efalaust hverjum sitt um það. En
í grunninn held ég, að hún hafi verið öld mikilla
andstæðna. Það urðu miklar framfarir, en um
leið áttu sér stað miklar tragedíur. Mannkyninu
fleygði fram á mörgum sviðum, bæði í vísindum
og listum. Einstein kollvarpaði öllu með afstæð-
iskenningunni. Freud kollvarpaði öllum hug-
myndum um það, hvernig við erum samansett.
Picasso sneri málverkinu á haus og Joyce skrif-
aði bækur, sem brutu í bága við bókmennta-
hefðina. Þannig átti mannsandinn mikið blóma-
skeið á fyrri hluta aldarinnar.
En hvað varð okkur svo úr þessu öllu saman?
Við háðum tvær heimsstyrjaldir, útrýmdum fólki
í þýzkum gasklefum og ekki voru útrýmingarnar
í Rússlandi síðri. Við áttum lengi í köldu stríði.
Við notuðum þekkingu vísindanna til að smíða
sprengjur, sem geta tortímt okkur öllum, ekki
einu sinni, heldur þúsund sinnum. Svona var nú
tuttugasta öldin miklar andstæður; afrek og
hörmungar. Og hlutirnir gerðust hratt.
Í sálarlífi minnar sögupersónu skiptast á skin
og skúrir. Hann orðar þetta einhvern veginn svo,
þegar hann lítur um öxl, að í lífi sínu hafi skipzt á
háir tindar og djúpir dalir, myrkur og ljós.
Mig langaði að bregða ljósi á þessa öld. En
auðvitað er bókin skáldsaga.“
Íslendingar í burðarhlutverkum
Íslendingar leika stórt hlutverk í þessum ald-
arspegli þínum.
„Íslendingar og íslenzkir atburðir koma mjög
við sögu. En aðalpersónan er nú reyndar ís-
lenzk/ensk.“
Hver er fyrirmynd hennar?
„Sumar persónurnar, þar á meðal Dagur Al-
freð Huntingfield, faðir hans og hans fólk á
Englandi, eiga sér anzi margar fyrirmyndir. Þá
nota ég drætti úr mörgum persónum og steypi
þeim í eina, sem er náttúrlega hvergi til nema í
þessari sögu. Og ég nota atburði, suma beint, en
annars staðar hnika ég til eftir geðþótta. Og
stundum krukka ég mikið í karakterana sjálfa.
Ég nefni sem dæmi, að Guðmundur Skarphéð-
insson er augljóslega fyrirmynd að persónu
Björns afa, en um leið er margt í Birni, sem hef-
ur ekkert með Guðmund að gera. Þess vegna er
ekki rétt að draga samansemmerki á milli
þeirra, Sama gildir um Svein Benediktsson.
Hann er bara hluti af sögupersónunni Einari
Davíðssyni.
En samskipti þeirra Guðmundar og Sveins
eru sögulegar staðreyndir, sem ég nota, sum-
part til þess að varpa ljósi á þá hörku, sem gat
einkennt samskipti manna á þessum tíma, og
sumpart til þess að byggja undir þá þróun, sem
verður síðar hjá Degi, og þá stöðu, sem hann
lendir í sjálfur. Það er eins og með dauða móður
hans, sem hann telur sig vera valdan að; hann
setur að einhverju leyti mark sitt á samskipti
hans við konur, þótt ekki ætli ég mér að reyna
að skýrgreina þetta verk mitt. Það verða aðrir
að gera!“
Annar söguþráður, sem liggur í augum uppi,
er samband Þóru Hallgrímsson og bandaríska
nazistaforingjans George Lincoln Rockwell.
Hann kemur fram í sögunni með sínu nafni, en
Aldarspegill sakleys
Haustið er öðruvísi á bragðið í New
York en heima; heitara og rakara,
eiginlega ekkert haust eins og við
þekkjum það. En svo skellur vet-
urinn á. Og þá getur orðið reglulega
skítkalt, segir Ólafur Jóhann Ólafs-
son, rithöfundur, þegar hann tekur
á móti Freysteini Jóhannssyni á
heimili sínu í New York, til viðtals
um skáldsögu sína; Sakleysingjana,
sem er að koma út.
Ljósmynd/Miles Ladin
Ólafur Jóhann Ólafsson í Central Park: Rótlausir tímar voru eitt af kennileitum tuttugustu aldarinnar.