Morgunblaðið - 31.10.2004, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 17
þú gefur Þóru nafnið Lilja Jónsdóttir Rockwell.
„Sums staðar nota ég réttu nöfnin, eins og til
dæmis þegar ég læt aðalpersónu mína koma við
sögu Bobby Fischer, þegar kalda stríðið er háð
á skákborði í Reykjavík. Ég gerði þetta í Höll
minninganna, þar sem William Randolph He-
arst kom fram undir fullu nafni. Fischer og
Rockwell koma fram sem þeir sjálfir – Fischer,
maður sem enginn gat stjórnað, hvorki banda-
rísk stjórnvöld né aðrir og átti þar að auki í
miklum erfiðleikum með að stjórna sjálfum sér.
Afstaða beggja til gyðinga er fróðleg. Móðir
Fischers var gyðingur og ekki hefur hann vand-
að henni kveðjurnar. Rockwell reyndi að vinna
nazismanum brautargengi í Bandaríkjunum.
Fischer varð heimsmeistari, en Rockwell fann
nazismanum engan farveg, enda sagði hann
sjálfur, að menn eins og hann fengju ekki með-
byr, þegar fólk á tvo bíla, rafmagnssláttuvél og
loðfóðraða klósettsetu! Ég ráðskast svolítið með
atburðarásina og ég skrifa upp í þá setningar.
En þeir eru raunverulegir aðilar að raunveru-
legum atburðum, sem ganga upp í samhengi
heimssögunnar og þar með líka samhengi
skáldsögu minnar. Þetta er eins og að mála
mynd af hópi og hafa ákveðin andlit, kunnugleg,
með á myndinni. Þau eru þá ákveðnir tjaldhæl-
ar eða leiðarsteinar í sögunni.
Ég þekki Þóru Hallgrímsson ekki. En ég
þekki til sögu hennar. Ég nota hana í bókinni,
en breyti til vegna skáldsögunnar. Ætli sé ekki
réttast að segja, að Lilja feti í sögunni í fótspor
Þóru.“
Það vefst ekkert fyrir þér að taka svona hluti
til sögunnar?
„Nei. Greinar Sveins Benediktssonar liggja
fyrir í Morgunblaðinu. Og andlát Guðmundar
Skarphéðinssonar og eftirmál öll eru skráðar
staðreyndir. Um hjónaband Þóru og Rockwells
og hvernig hún skildi við hann hefur verið
fjallað í bókum hér vestra. En í Sakleysingj-
unum hnika ég sögu hennar til og þar lýtur hún
lögmálum skáldskaparins.“
Vissu Þóra og aðstandendur hennar af þessu?
„Já. Þegar ég var búinn með uppkastið gerði
ég útgefanda mínum grein fyrir gangi sög-
unnar.
Þá höfðu þær breytingar orðið, að Björgólfur
Guðmundsson, eiginmaður Þóru, sem ættleiddi
þrjú börn hennar og Rockwells, var orðinn aðal-
eigandi að forlagi mínu, Eddu, og félagi hans
Páll Bragi Kristjónsson forstjóri þess. Við
kynntumst í kjölfar þessara breytinga og talið
barst að því, hvað ég væri að skrifa, eins og höf-
undar og útgefendur spjalla jafnan um og hve-
nær það kæmi til útgáfu. Þá sagði ég Páli Braga
frá þessu. Við Björgólfur drukkum svo saman
morgunkaffi og töluðum þá út um þetta mál.“
Engir árekstrar?
„Nei. Alls engir. Auðvitað er þetta viðkvæmt
mál og hefur ekki farið hátt heima. En ég þykist
líka hafa tekið þannig á því, að það, sem er í sög-
unni, eigi ekki að særa neinn, enda var leikurinn
ekki til þess gerður.“
Nú kom það fram á sínum tíma, þegar Höll
minninganna kom út, að það var frekar yngra
fólkið í fjölskyldu fyrirmyndarinnar, sem var
með einhverjar efasemdir. Veizt þú til einhvers
slíks núna?
„Þegar Höll minninganna kom út, gladdist ég
mjög þegar ég fékk viðbrögð frá afkomendum
Árna Benediktssonar, því auðvitað hafði ég haft
af því áhyggjur, hvort ég væri að ýfa gömul sár.
Ég sé enga ástæðu til að þetta fari öðru vísi
að þessu sinni.“
Rótlaus kennileiti
Ólafur Jóhann lætur leið Dags Alfreðs Hunt-
ingfield liggja víða; frá Siglufirði til Englands,
þar sem hann menntast, síðan til Indlands í
kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar, þaðan aftur
til Englands, þar sem hann stundar blaða-
mennsku af óvægnara taginu. Hann fer til Ís-
lands að leita uppi konur, sem brezkir hermenn
hurfu frá barnshafandi, ílendist og gerist rit-
stjóri, en mistekst að gerast Íslendingur aftur.
Eftir það liggur leið hans í utanríkisþjónustuna,
til Bandaríkjanna, þar sem leiðir hans og Lilju
Jónsdóttur Rockwell liggja saman. Hann bland-
ast svo inn í einvígismál í Reykjavík, kemur
Fischer til Íslands, og er kvaddur heim í byrjun
einvígisins, þegar allt er í uppnámi.
Rithöfundurinn hefur setið sallarólegur undir
ingjanna
þessari stuttu samantekt á sögu hans. Þetta er
mikið rót, segi ég.
„Þetta voru líka rótlausir tímar. Þeir eru eitt
af kennileitum tuttugustu aldarinnar.
Veröldin var að opnast og menn kynntust
löndum, sem fram að því voru ókortlagðar
óbyggðir, nýlendur til síns brúks, en ekki hluti af
heimsmyndinni. Það er svo dæmigert fyrir allt
það rót sem var í heiminum, að drengur, sem er
alinn upp á Siglufirði, skuli fara til Indlands í leit
að enskum föður sínum. Og sjálfum sér um leið.“
Bókin heitir Sakleysingjarnir. Einhver lykill
þar?
„Já, og varla rétt að höfundur reyni að skýra
það fyrir lesendum, sem munu efalaust draga
sínar eigin ályktanir.
Dagur Alfreð er spurður í upphafi bók-
arinnar, hvort hann sé saklaus. Ég ætla, að bók-
in sé að ákveðnu leyti svar við því, en þar, sem
svo oft, munu lesendur eiga lokasvarið.“
Dagur fann ekki alltaf þá eða það sem hann
leitaði að. Og hafi hann týnt sjálfum sér, þegar
hann fór frá Siglufirði, þá sýnist áhorf um, hvað
hann fann af sjálfum sér annars staðar. Hefur
Ólafur Jóhann Ólafsson fundið sjálfan sig?
„Maður er alltaf að finna eitthvað nýtt. Og um
leið og maður finnur eitthvað, þá er maður far-
inn að leita að einhverju öðru.
Ég vona að ég hætti aldrei að leita.“
freysteinn@mbl.is
Skotveiðiútsala
Gæsaveiðitímabili lýkur senn - Veiðihornið
býður til 11 daga útsöluhvells á skotveiðivörum
• Gervigæsir. 12 skeljar í kassa ásamt festijárnum - Aðeins 6.900.
• Allar gæsaflautur, pokar, felunet með 25% afslætti.
• Ofurtilboðsgæsapakki - Stoeger, hálfsjálfvirk haglabyssa, byssuskápur fyrir 7
byssur, 12 gervigæsir, 250 skot, byssupoki og ól. Aðeins 99.900. (Ath. aðeins
10 pakkar í boði).
• Norinco 22 cal lr. riffill. Boltalás, 5 skota magasín, hörð plasttaska, sjónauki,
festingar og 100 skot. Aðeins 29.900.
• Stoeger 2000 hálfsjálfvirk haglabyssa. Bakslagsskift með snúningsbolta. 5
þrengingar. Meðan á útsöluhvelli stendur bjóðum við ókeypis ól og poka
með byssunni. Aðeins 59.900.
• Browning Fusion, hálfsjálfvirk gasskift. Taska, 5 þrengingar, dropplötur,
gikklás, ólarfestingar. Aðeins 89.900.
• Sellier & Bellot gæsaskot. 3" 53 gr. aðeins 28 krónur skotið ef keypt eru 250
skot. 2 ¾" 42.5 gr. aðeins 24 krónur skotið ef keypt eru 250 skot.
• Örfáar byssur á sértilboði í fáa daga. Remington 11-87 kr. 69.900 stgr.,
Benelli S90 99.900 stgr., Benelli Centro 119.900 stgr. Einnig Winchester,
Browning, Mossberg, Franchi o.fl.
• Norinco pumpa. Góð byrjendabyssa, 3 þrengingar. Við bjóðum þessa byssu
með ól og poka á aðeins 29.900 stgr.
• 25% afsláttur af jökkum og buxum í felulitum.
Enn eru nokkrir byssuskápar óseldir úr næstu sendingu sem væntanleg er um
miðjan nóvember. Hvergi betra verð á byssuskápum. Sjá www.veidihornid.is
Opið í dag frá kl. 12-16
Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sendum samdægursMunið gjafabréfin
Fréttasíminn 904 1100