Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 18
18 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sókn íslenska reiðhestsins íútlöndum hófst af þungaupp úr miðri síðustu öld.Nokkuð var þó um hrossa-útflutning eftir miðja 19.
öldina og hestarnir m.a. notaðir í
kolanámum á Bretlandi.
Þó að danska einokunarverslunin
hafi verið afnumin seint á 18. öld var
verslun ekki gefin frjáls að fullu fyrr
en komið var fram yfir miðja 19. öld
og mun nánast enginn hrossaút-
flutningur hafa átt sér stað til þess
tíma. Þó er vitað að Orkneyingar
fengu leyfi til að kaupa hér allt að
áttatíu kynbótahross árið 1828 en
óvíst er hvort af einhverjum kaupum
varð. Árið 1851 var breskum skipum
loksins leyft að sigla hingað til
hrossakaupa, þó með því skilyrði að
þau flyttu engar vörur með sér til
landsins, og hófst þá reglulegur út-
flutningur hrossa héðan. Menn fóru
fljótt að velta fyrir sér þeim mögu-
leikum er fælust í ræktun og sölu
hrossa til útflutnings og árið 1858
vitnar blaðið Þjóðólfur í verðlauna-
ritgerð Húss- og bústjórnarfélagsins
en höfundur hennar sér fram á „að
stóðhrossaræktin megi verða lands-
mönnum ábatasamr atvinnuvegr og
til mikills arðs í mörgum sveitum,
því ár frá ári eykst eptirsókn út-
lendra manna eptir hrossum héðan“.
Eftir að hrossaverslunin hafði
komist á nam fjöldi útfluttra hrossa
nokkrum hundruðum á ári til að
byrja með en jókst jafnt og þétt og
var brátt farinn að skipta þúsund-
um. Mest varð salan tæplega 5.700
hross á einu ári en heildarsalan á ár-
unum 1851–1900 nam liðlega 65 þús-
und hrossum. Langflest hrossin fóru
til Bretlands en svo þaðan víðar um
Evrópu og að öllum líkindum vestur
um haf líka. Sum skipin komu oft á
ári og tóku um 50–70 hross í hverri
ferð en hitt þekktist einnig að stærri
skip sigldu á nokkrar hafnir hér-
lendis og var farmurinn þá mun
stærri, stundum mörg hundruð
hross.
Ekki hefur aðbúnaður hrossanna
alltaf verið upp á marga fiska og
stundum var forkastanlega staðið að
flutningi þeirra. Guðmundur Stef-
ánsson, faðir Stephans G. Stephans-
sonar skálds, segir svo frá högum
hrossa á leið til Skotlands árið 1873:
„Nú vóru hestar farnir að drepast,
því meðferðin var sú bölvaðasta, og
óskaði ég oft að þeir dræpist allir.
Heyinu var kastað undir þá einu
sinni í sólarhring, og það var svo lítið
að sumir fengu ofurlitla næring, en
sumir ekkert sem meinlausastir
vóru, og aldrei nokkurn dropa af
vatni, og sárnaði mér þegar þeir
vóru að bera vatn eftir skipinu, en
aumingjarnir vóru að teygja sig eftir
því, þeir sem á dekkinu vóru, en ég
gat hvergi bætt úr því né öðru, því
þeir liðu það ekki Íslendingum; þeir
lofuðu þeim að brjótast um þangað
til þeir gáfu upp andann. Síðan að
góðum tíma liðnum vóru þeir halaðir
uppí reiðann og kastað fyrir borð. 6
drápust, sem ég vissi víst, fallegir
gripir.“
Í kolanámunum
Bresku kaupmennirnir greiddu
fyrir hrossin í beinhörðum pening-
um og var það fyrirboði peninga-
væðingar hér á landi.
Allur þorri þeirra hesta sem seldir
voru til Bretlands á nítjándu öld og í
upphafi þeirrar tuttugustu mun hafa
verið ætlaður til dráttar í kolanám-
um, en „ofurlítið eru þeir þó einnig
notaðir til reiðar af þeim sem ekki
hafa annað að gera en stytta sér
stundir með útreiðum“ svo notuð séu
orð Páls Zóphóníassonar, síðar bún-
aðarmálastjóra. Eflaust hefur
hrossasalan verið búsílag sem um
munaði hjá fátækum fjölskyldum og
víst að sumir seldu hross sín oftar af
nauð en vilja. Fátt er vitað um raun-
verulegan aðbúnað námuhrossanna
og virðist sem afdrifum þeirra hafi
almennt verið lítill gaumur gefinn
hér á landi. Þessi verslun var þó
ýmsum þyrnir í augum og fannst
sumum umskipti hestanna, sem alist
höfðu upp í frelsi íslenskrar víðáttu
en máttu nú púla í sídimmum rang-
hölum námanna, hin ömurlegustu.
Skáldin stungu niður penna og má
vera að ljóð sumra hafi viðhaldið
þeim andblæstri sem útflutningur
hrossa mætti lengi fram eftir 20. öld-
inni. [...]
Útflutningur víða um heim
Um aldamótin 1900 var í auknum
mæli farið að selja íslensk hross til
smábænda í Evrópu og í kjölfar vél-
væðingar dró úr sölu námuhesta.
Mikilvægur markaður opnaðist í
Danmörku á fyrsta áratug aldarinn-
ar og voru Danir stærstu kaupendur
íslenskra hrossa á árunum 1910 til
1920. Þannig voru ríflega 3.600 hross
seld til Danmerkur árið 1915 og voru
flest hrossin ætluð til dráttar og
áburðar en sum einnig til reiðar. Í
Danmörku voru tvö félög stofnuð í
þeim tilgangi að útvega dönskum
smábændum íslenska hesta og gefin
voru út rit um lifnaðarhætti hrossa
hér á landi og ábendingar um með-
ferð þeirra eftir komuna til Dan-
merkur. Valtýr Stefánsson, seinna
ritstjóri Morgunblaðsins, dvaldist á
Jótlandi um skeið og kynntist vihorfi
heimamanna til íslenska hestsins:
„Þeir eru líka augasteinar smá-
bændanna á Vestur-Jótlandi. Ef
maður er spurður á förnum vegi,
hvað hann kosti íslenski hesturinn,
sem hann hafi fyrir vagninum, þá er
svarið venjulega á þá leið: Þú færð
hann hvorki fyrir gull né góð orð.“
Á fyrri helmingi 20. aldar jókst
beinn útflutningur hrossa héðan til
ýmissa landa en fram að því hafði
nær eingöngu verið flutt út til Bret-
lands og Danmerkur. Árið 1901 fóru
81 hross til Noregs, árið 1914 er get-
ið um sendingu 74 hrossa til Þýska-
lands og 1917 voru hross í fyrsta
skipti flutt beint héðan til Banda-
ríkjanna. Á þriðja áratugnum var
einnig smávægileg sala til Færeyja,
Grænlands, Svíþjóðar og Finnlands,
en árið 1934 fóru um 200 hross til
Þýskalands. Um líkt leyti voru svo
fyrstu íslensku hestarnir seldir beint
til Ítalíu og Hollands.
Árið 1907 voru sett sérstök lög um
útflutning hrossa og var megin-
markmið þeirra að tryggja lág-
marksgæði hrossanna. Þrátt fyrir
setningu þessara laga virðist langt í
frá að útflutningshrossin gæfu rétta
mynd af hestinum sem ræktaður var
í landinu. Útlendingar sem komu til
Íslands þegar líða tók á 20. öldina
voru oft undrandi er þeir sáu fallega
og föngulega hesta hér á landi, sér-
staklega í samanburði við íslensku
hrossin sem þeir höfðu kynnst í
heimalandi sínu. Undir lok fjórða
áratugarins fóru hestamenn og
bændur að vakna til vitundar um
mikilvægi þess að tryggja gæði út-
flutningshrossanna og árið 1939
sendi hestamannafélagið Fákur er-
indi til Búnaðarþings varðandi
hrossaútflutning og ræktun. [...]
Á sama þingi var einnig lagt fram
erindi Theodórs Arnbjörnssonar
ráðunautar, „Tillögur um hrossasölu
til Danmerkur, til reynslu“, sem
hann hafði gengið frá skömmu fyrir
andlát sitt í ársbyrjun 1939. Var báð-
um erindunum vísað til búfjárrækt-
arnefndar sem steypti þeim saman
og lagði til að gerðar yrðu tilraunir
með að flytja út úrvals hross á besta
aldri, gallalaus að öllu leyti og tamin.
Ekkert varð þó úr þeim áformum,
um haustið skall seinni heimsstyrj-
öldin á og nánast allur útflutningur
hrossa lagðist af. Höfðu þá rúmlega
83 þúsund hross verið flutt úr landi
frá árinu 1901 og heildarútflutning-
ur áranna 1850–1949 var rúmlega
150 þúsund.
Reiðhestar til útlanda
Hafa ber í huga að flestir reiðhest-
ar fyrr á öldum voru í raun að sinna
störfum; þeir voru samgöngutæki.
Aðeins fáir höfðu ráð á að halda reið-
hesta til skemmtiferða eingöngu,
hvað þá að almenningi gæfist tóm til
slíks munaðar. Þess eru líka dæmi
að reiðhestar hér á landi, jafnvel
gæðingar og úrvals vekringar, hafi
einnig verið notaðir til dráttar og
áburðar ef svo bar undir, einkanlega
í heyskap. Afdráttarlaus greinar-
munur á reiðhestum og vinnuhest-
um er því ekki alltaf við hæfi og
verður ekki annað séð en að þetta
eigi líka við um þá hesta sem fluttir
voru utan.
Fljótlega eftir að reglulegur
hrossaútflutningur hófst var farið að
selja reiðhesta héðan og þá aðallega
til Danmerkur. Þótt reiðhestarnir
væru ekki stórt hlutfall þess mikla
fjölda hrossa sem seldur var utan,
vakti sala þeirra athygli íslenskra
blaða, enda gaf hún mun meira af
Bókarkafli – Íslenski hesturinn er eitt af sérkennum landsins, en þetta hrossakyn hefur fylgt þjóðinni frá upphafi vega; öll reiðhross nútímans eru af-
komendur þeirra hesta sem fylgdu landnámsmönnunum yfir hafið. Á þeim rúmu 1100 árum sem liðin eru síðan hefur íslenska hestakynið lifað í ein-
angrun frá öðrum hrossastofnum og því hafa upprunalegir eiginleikar þess varðveist. Hér er gripið niður í frásögn Þorgeirs Guðlaugssonar.
„Þú færð hann hvorki
fyrir gull né góð orð“
Íslenskt stóð í Skotlandi, myndin er að öllum líkindum tekin við bæinn Penicuik,
skammt frá Edinborg, sumarið 1895.
Snemma á 20. öldinni riðu dönsk börn í skólann á íslenskum hestum, hér situr
pilturinn Lasse hestinn Blakk sem kom frá Íslandi 1903.
Fágæt ljósmynd af íslenskum námuhesti í Wales um aldamótin 1900 en lýsingu til myndatöku var oft ábótavant niðri í
námunum enda óráðlegt að nota leifturpúður vegna sprengihættu af gasi sem þar var að finna.
Á framandi slóðum, myndin er tekin í
Þýskalandi um miðja síðustu öld.