Morgunblaðið - 31.10.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.10.2004, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ L yktin af brenndu gúmmíi rífur í nefið. Það er erfitt að anda í morgunmistrinu sem er mettað olíu, sandi og malarryki. Vind- hviða kemur yfir brautina og léttir loftið í augnablik áður en hitinn kallar aftur fram svita á einbeittu andliti Daniel Pan- oz. Bílarnir urra. Bílstjórarnir hafa hendur á stýri, horfa beint fram, bakið þétt við sætið. Allt verður að vera í lagi. Það drynur í vélunum, og svo! Skot, og bílarnir öskra yfir brautina. Á örfáum sekúndum eru þeir komnir upp í yfir 300 kílómetra hraða á klukkustund. Augu Daniel Panoz fylgja þeim eftir. Hann hvet- ur ekki neinn sérstakan, hann vill bara að bílarnir komist eins hratt og mögulegt er. Það er hann sem hefur hugsað þá upp, teiknað þá og smíðað. Hraðinn á brautinni er besta auglýsingin sem bílategundin Panoz getur fengið. Hann er 42 ára og hefur gengið um og heilsað öllum bílstjórunum í Panoz Racing Series með handa- bandi. Og allir bílarnir eru hand- smíðaðir. – Það persónulega er mikilvæg- ast, útskýrir Panoz. – Það persónu- lega er það sérstaka. Daniel Panoz er að fikra sig inn á vaxandi markað fyrir lúxusbíla. Sala á munaðarvöru snarminnkaði þegar netbólan sprakk árið 2000 og enn frekar eftir 11. september. Þeir sem höfðu fjárfest í verðbréfum, sjóðum og fyrirtækjum, tóku fyrst eftir niðursveiflunni. – Þá þurftum við bara að þrauka. Nú er framleiðslan sem betur fer búin að ná því sem hún var fyrir hryðjuverkaárásirnar. Við sjáum aftur fram á hagnað. Nú þegar hinir vel stæðu hafa náð sér eftir niðursveifluna, eru það hinir fátæku sem taka afleiðingun- um. Fátækum og þeim sem eru án sjúkratryggingar hefur fjölgað undanfarin þrjú ár eftir að þeim hafði fækkað stöðugt allt frá sjö- unda áratugnum. Þá voru 22 pró- sent undir fátæktarmörkum, nú er talan rúm 12 prósent, sambærileg við árið 1969. Í Bandaríkjunum eru fátæktarmörkin 19.000 dalir á ári. Tuttugu prósent ríkustu Banda- ríkjamannanna afla um helmings af tekjum landsins. Þeir ríku leita að táknum sem gefa til kynna að þeir hafi það betra en aðrir í kringum þá. Að verða dollaramilljónamæringur var einu sinni að vera mjög ríkur. Þannig er það ekki lengur. Það er orðið allt of venjulegt að vera milljónamæring- ur. Yfir 200.000 Bandaríkjamenn hafa yfir eina milljón dala í tekjur og frá lokum níunda áratugarins til dagsins í dag hefur fjöldi þeirra Bandaríkjamanna sem eiga eignir metnar á yfir milljón dali tvöfald- ast. Dollaramilljónamæringarnir hafa farið úr þremur í sjö prósent af fólksfjölda og samsvara um sjö milljónum heimila. Árið 1980 keyptu 4,5 prósent Bandaríkja- manna lúxusbíla. Árið 2003 var sama hlutfall 10,5 prósent. Viðskiptavinir Daniel Panoz eru einmitt þeir sem vilja eitthvað alveg sérstakt. Hann smíðar bíla eftir pöntunum frá 100.000 dölum. Á plötu undir húddinu hafa allir sem koma að vinnunni grafið nöfnin sín, verkfræðingarnir og Panoz sjálfur. Hver plata og hver bíll er einstakur. Í stöðugt ríkara samfélagi er orðið erfiðara að finna slíka merkimiða fyrir velgengni, því aukin velmegun hefur gert gömul stöðutákn að- gengileg fleirum. Það sem eitt sinn táknaði yfirburði er nú orðin fjölda- framleiðsla. Eða eins og einn starfsmaður Panoz orðaði það: Þeir sem kaupa bíla hjá okkur eru þeir sem finnst Porsche eitthvað til að gefa börnunum sínum til að keyra á í skólann. Þeir vellauðugu geta aðgreint sig frá öðrum með því að kaupa hlut í góðu íþróttafélagi eða kaupa sér þrjár kappakstursbrautir eins og faðir Daniels, Donald Panoz, gerði þegar hann uppgötvaði að syninum væri alvara með bílaframleiðslu. – Kappaksturinn er ástríða og auglýsing, en þar fyrir utan bara taprekstur. Hann er nauðsynlegur til að skapa sér nafn. Af hverju vill fólk eiga Porsche og Ferrari? Af því þeir eru fallegir og með kraftmiklar vélar já, en markaðssetningin fer fram á kappakstursbrautinni, út- skýrir Panoz. Því var það að Donald Panoz réð bílstjóra og bílasmiði til að gera bíl- ana samkeppnishæfari. Og hann setti á fót sinn eigin kappakstur – Panoz Racing Series. – Þegar við vinnum kappakstur og setjum þar með markið hærra, sér þess merki í sölunni. Við lærum mest á því að keppa við þann besta, telur hann. En það er dýrt að búa til ofurvélar. -Í kappakstri eru peningar hraði, sagði sigurvegarinn Rod Strub eftir að hafa fengið bikar og sprautað kampavíni. – Sólin steikir. Rauði sandurinn brennur undir iljunum. Panoz býð- ur upp á vín í VIP-tjaldinu. Chard- onnay? Cabernet Sauvignon? Eða kannski Merlot? Úr eigin vínrækt að sjálfsögðu. Mikilvægt fólk frá Ford sem býr til vélar fyrir Panoz, bílasalar, íþróttastjörnur, fyrirsætur og frægðarfíklar úr Hollywood eru um allt. Einn þeirra er leikarinn og framleiðandinn Patrick Dempsey. Hann á Panoz. Silfurlitan Panoz. – Mér finnst mikilvægt að hann er handsmíðaður. Og að hann er bandarískur. Mikil framleiðsla hef- ur verið flutt úr landi. Mér finnst frábært að enn sé til fólk eins og Panoz, sem þorir að keppa við Golí- at, segir Dempsey, sem skaust upp á stjörnuhimininn með myndunum Sweet home Alabama og You can’t buy me love. – Þar að auki er hann áhugasam- ur. Hann hringir til að heyra hvern- ig gangi með bílinn, hvort ég vilji breyta einhverju. Þannig lætur hann mér finnast ég mikilvægur. Dempsey keyrir sjálfur í kapp- akstri fyrir Panoz og kom sjötti í mark í kappakstrinum. Nú langar hann að búa til kappakstursmynd. Hún á að fjalla um lítilmagnann sem keyrir fyrir lítinn bílaframleið- anda og keppir við risana. Þeir stóru leggja steina í götu hans en hann gefst ekki upp, útskýrir Dempsey bakvið sólgleraugun. – En ég verð líka að fá konur til að horfa á myndina. Þess vegna leysist samband hans við kærustuna upp. Hann er alltaf á ferðalögum og set- ur hana ekki í fyrsta sæti, hún hætt- ir að púkka upp á hann og þá er það búið. Hvernig líst þér á? Bílarnir þjóta hjá fyrir neðan okkur. Kappaksturinn heldur áfram allan daginn. – En þau sameinast að lokum, heldur kvikmyndastjörnuandlitið áfram. – Láttu mig vita ef þú lumar á ráðum við handritsgerð. Held- urðu að þetta virki? Panoz nafnið gæti slegið í gegn með þessari mynd, segir hann hægt. Önnur upptaka er að hefjast. Hraði, hönnun og hestöfl eru ekki nóg til að vel gangi. Kynningin skiptir öllu máli. Bílablaðið Makes & Models – Merki og módel ætlar að mynda rauðan Esperante – nýj- asta sportbíl Panoz. Blaðið kom með fyrirsætu. Ljósmyndarinn og tveir aðstoðarmenn leita að rétta bakgrunninum. Í skógarholti í út- jaðri kappakstursbrautarinnar er Jack Criswell loksins ánægður með lýsinguna. Hann stillir Jessicu Hix- on upp í og við bílinn. – Fram með mjaðmirnar! – Snúa höfðinu! Bílasalinn í Braselton Árið 1980 keyptu 4,5 prósent Bandaríkjamanna lúxusbíla. Árið 2003 var sama hlutfall 10,5 prósent. Melanie og Daniel Panoz fylgjast áhugasöm með kappakstrinum á́ einni þriggja kappakstursbrauta sem eru í eigu fjölskyldunnar. Fyrirsætan Jessica Hixon er mynduð af Jack Criswell í bak og fyrir í Panoz Esperante-bílnum fyrir tímaritið Makes & Models. Leikarinn Patrick Dempsey með Panoz-hjónunum. Mér finnst mikilvægt að hann er handsmíðaður, segir Dempsey um sinn bíl. Melanie og Daniel Panoz ásamt dætrum sínum Danielle (t.v.) og Ashling. Danielle er bílabrjálæðingur eins og pabbinn. Braselton, Georgíu. Panoz-fjölskyldan á eigin bílafram- leiðslu, þrjár kappakstursbrautir og vín- rækt. Og margar milljónir í hlutabréf- um og fjárfestingum. Þau eru á meðal þeirra sem eru ánægð með ástand landsins og sækjast ekki eftir breyt- ingum. Þess vegna munu þau kjósa sitjandi forseta. Daniel Panoz með herragarð fjölskyldunnar í bakgrunni. Bíllinn er svo að sjálfsögðu einn hinna handsmíðuðu Panoz-bíla. Yfir 200.000 Bandaríkjamenn hafa yfir eina milljón dala í tekjur og í ríkara samfélagi er orðið stöðugt erfiðara að finna merkimiða fyrir velgengnina. Norski blaðamaðurinn Åsne Seierstad og ljósmyndarinn Paal Audestad veita innsýn í líf hinnar vellauðugu Panoz- fjölskyldu í lokaumfjöllun þessa greinaflokks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.