Morgunblaðið - 31.10.2004, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
● Sala og útleiga atvinnuhúsnæðis hefur stóraukist undanfarið.
● Erum með stóran kaupendalista og óskir um leigutöku.
● Vinnum fyrir mörg fjársterkustu fasteignafélög landsins sem ávallt
eru tilbúin að skoða kaup á öllum gerðum og stærðum
atvinnuhúsnæðis. 100% trúnaður.
Atvinnuhúsnæði - Fjárfestingar
Stórar og smáar
Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan
áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og
ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi.
Franz Jezorski
Sími: 893 4284
Jón Víkingur
Sími: 892 1316
Davíð
Sími: 846 2792
Kristberg
Sími: 892 1931
Sími 595 9000
Bæjarhraun - Hf. - Til leigu
Nýkomið sérlega gott ca 800 fm
atvinnuhúsnæði, sem skiptist
þannig: Ca 550 fm lagerpláss
með innkeyrsludyrum og ca 250
fm verslunar/skrifstofupláss
samtengt. Afhending nk. ára-
mót. Frábær staðsetning og gott
auglýsingagildi.
Opið hús - Berjavellir 2 - Hafnarfirði
Opið hús sunnudag milli kl. 14 og 16.
Stórglæsileg 4ra herb. íbúð á þessum
góða útsýnisstað á Völlunum. Íbúðin
er 103 fm og er á þriðju hæð. Skipting
eignar: Stofa, 3 rúmgóð svefnh., bað-
herbergi, eldhús, geymsla og þvotta-
hús. Stæði í bílageymslu fylgir. Sér-
lega vandaðar innréttingar og gólf-
efni. Verð 17,2 millj.
Bjarni og Elísabet bjóða ykkur
hjartanlega velkomin.
Þ
að voru skýr og
mikilvæg skilaboð
frá mennta-
málaráðherra á
dögunum, að skrif-
uð skyldi íslenzk
myndlistarsaga á
næstu árum, yfirlit frá upphafi
fram til nútímans.
Eðlilega fara heilasellurnar á
fleygiferð við slíkar fréttir, einkum
í ljósi þess að mikill skortur hefur
verið á raunsönnu yfirliti íslenzkr-
ar myndlistar og heimildum al-
mennt. Ekki einvörðungu varðandi
síðustu tvær aldir, jafnvel síðustu
áratugi, heldur einneginn þróun-
inni frá
landnámi.
Hið síðast-
nefnda
heyrir
kannski
frekar und-
ir almenna sjónmenntasögu, hún
þó vitaskuld hluti myndlistarsögu
allra þjóða og skal ekki forsómuð.
Þá hefur myndlistarmannatal í
bókformi ekki litið dagsins ljós,
sem einnig og jafnvel enn frekar
má heimfæra á andvaraleysi
myndlistarmannanna sjálfra og
vanmáttugra félagssamtaka þeirra.
Listasafn Íslands er 120 ára um
þessar mundir, en hefur allt til
þessa hvorki haft bolmagn né
möguleika til að rækta sem skyldi
hlutverk sitt um kynningu eignar
sinnar vegna takmarkaðra húsa-
kynna og fjárskorts. Erum hér
langt á eftir grannþjóðum okkar
um sjálfsagða upplýsingaskyldu
þjóðríkis, hvorutveggja hvað varð-
ar að búa myndlistararfinum
sómasamlega umgerð sem og í
skipulagðri bókaútgáfu. Árbækur
voru gefnar út um skeið en því
lofsverða framtaki hætt, þá ber og
sérstaklega að nefna að veglegt
ágrip af sögu safnsins var tekið
saman í tilefni aldarafmælisins
1984, gefið út 1985, eins konar yf-
irlit með greinargóðum og knöpp-
um annálum á íslenzku og ensku,
ríkulega prýtt litmyndum. Seldist
upp fyrir 6 árum en ekki endur-
útgefið í endurbættu formi, aug-
ljósir vankantar sniðnir af ásamt
mistökum sem jafnaðarlega hættir
til að skjóta upp kollinum þegar
frumútgáfur sem þessar eru
komnar úr prentun. Ofar mínum
skilningi að ekki skyldi framhald á
þessu mjög þarfa og lofsverða
framtaki, sem almenningi líkaði
augljóslega betur en faglegar
vangaveltur með allri virðingu fyr-
ir slíkum. Kynningarrit í þá veru
þarf helst að liggja frammi á
nokkrum tungumálum enda bendir
sterklega til að markaður sé fyrir
það, einkum þegar litið er til þess
að hátt í 80% safngesta yfir sum-
artímann eru útlendingar. Um að
ræða mikilvæga hlið þess að
styrkja ímynd íslenzkrar listar
útávið, lyfta undir og gera sýni-
lega, jafnframt hlutgenga í al-
þjóðlegu samhengi. Þetta eru þau
meginatriði sem söfn víðast hvar
leitast við að rækta af alúð og
metnaði, um leið tilefni að vísa enn
einu sinni til endurbygginga og
endurnýjunar þjóðlistasafna um
alla álfuna, Norðurlönd ekki und-
anskilin. Að sinna þessum hlutum
af nokkurri reisn, halda arfinum
lifandi, er grunnur og forsenda
þess sem menn nefna útrás mynd-
listar og tómt mál að tala um hana
meðan þeim er í litlu og engu
sinnt. Allt framlag ríkisins til inn-
kaupa dugir varla til að Listasafn
Íslands geti fest sér verk í frí-
merkjastærð eftir hina nafnkennd-
ari núlistamenn í heiminum í dag,
og hvaða möguleika hafa menn að
keppa við listamenn stærri þjóða
meðan þetta er uppi á teningnum?
Reglulega hef ég vísað til þess að
útlendir ferðalangar stórfurða sig
á ástandi mála í þessum efnum hér
á landi, leitandi uppi tæmandi yf-
irlit íslenzkrar listar en reka sig á
að hvergi er slíkt að finna, nema í
formi brotabrota og smásýninga.
Áhuginn er vissulega fyrir hendi
og mega menn minnast þess að
þeir sem leita uppi menningar-
miðstöðvar á heimsflakki sínu eru
mikilvægustu ferðalangarnir sem
þjóðirnar hagnast langmest á til
lengri tíma litið, ekkert dægur-
gaman, hjóm og loft í fögrum um-
búðum á þeirra stefnuskrá. Þetta
virðast allar þjóðir álfunnar hafa
uppgötvað nema Íslendingar, vísar
sterklega til einangrunar þeirra á
hjara veraldar, hvað sem öllum
skrautlegum pakkningum, skála-
ræðum og tuggum um alheims-
þorpið viðkemur. Næsta auðvelt að
færa gild rök að því að um leið og
við förum að sinna þessum hlutum
að marki innávið muni áhugi út-
lendinga margfaldast útávið, og
markaðir fyrir íslenzka list opnast
nær fyrirhafnarlaust. Vera má að
einungis 2–3% hverrar þjóðar hafi
marktækan áhuga á að festa sér
gild og framsækin myndlistarverk,
en sagan segir að þetta séu þunga-
viktarprósent sem marka á hverj-
um stað djúp og afgerandi spor á
vettvangi þjóðreisnar. Um leið er
óþarfi að vísa enn einu sinni til
þess, að aðsókn almennings á mik-
ilsháttar söfn og listviðburði hefur
víða margfaldast, aðkoman inn á
þau flest allt önnur og hlýlegri en
fyrir aðeins nokkrum áratugum.
Einnig að mikils háttar söfn eru
farin að skila beinum hagnaði til
viðbótar þeim óbeina, sem reiknað
hefur verið út að sé stórum meiri
ef ekki margfaldur í beinhörðum
peningum, að ógleymdu blóð-
streyminu út í mannlífið. Loks
skal sú upptendrandi þekking sem
almenningur sækir til safnanna
ekki vanmetin, hún fæst án nokk-
urra útgjalda hins opinbera og í sí-
vaxandi mæli farið að viðurkenna
hana til námseininga í skólum.
Meira að segja held ég að það sé
hátt í öld síðan bandarískir háskól-
ar uppgötvuðu ávinning þess að
prófessorar þeirra dveldu tíma-
bundið, jafnvel á fullum launum, í
Evrópu og skoðuðu sig um. Veitti
nýjum og ferskum straumum frá
gamla heiminum til hins nýja, um
leið gild og viðurkennd leið til
mannvirðinga og hærri launa inn-
an menntakerfisins. Hafði rótfest
sig er ég dvaldi í Þýskalandi fyrir
margt löngu og amerískur skóla-
félagi minn á slíku ársleyfi sagði
mér að eiginlega þyrftu menn að-
eins að flakka um og hafa það
gott, Evrópa svo hátt metin, nokk-
urs konar þroskagrundvöllur haf-
inn yfir allar viðteknar mennta-
gráður.
Útgáfa íslenzkrar myndlist-
arsögu er hvernig sem á málið er
litið gríðarlega mikilvægt verkefni
og hér má hvergi kasta til hönd-
unum, þó nokkuð spursmál hvort
Listasafn Íslands eigi eitt að koma
að henni. Innan veggja þess hafa
menn vafalítið nóg á sinni könnu
við að kynna sjálfa safneignina,
hlú að henni og miðla til fjöldans,
þótt ekki bætist jafn viðamikið
verkefni við.
Minni á að fornvarnadeild safns-
ins var í lamasessi um þriggja ára
skeið vegna fölsunarmálsins, sem
verður að teljast óráð. Kem að
þeim sérstaka þætti hér vegna
þess að vanþekking almennings á
íslenzkri listasögu og myndlist-
ararfinum í það heila átti hér ekki
svo lítinn hlut að máli. Einnig
skortur á reglulegum uppstokk-
unum í formi mikilsháttar samsýn-
inga frá ári til árs samfara ónógri
fræðslu í víðu samhengi. Almenn-
ingur sem og erlendir ferðamenn
eiga að geta fræðst um íslenzka
myndlist upp á eigin spýtur og
hafa sem gagnsæjast aðgengi að
úrvali íslenzkrar listar, jafnframt
tæmandi yfirlit í bókaformi og
myndmiðlum, ekki síður en tíðkast
erlendis.
Erfiðasti hjallinn varðandi sam-
antekt íslenzkrar listasögu hlýtur
óvefengjanlega að vera, að við eig-
um enga listsögufræðinga sér-
menntaða í innlendri myndlist. All-
ir sótt prófgráður sínar til útlanda
og langflestir með samtímalist sem
kjörsvið, eða eins og menn líta á
fyrirbærið á hverjum stað, á ein-
um kann það að vera öll fram-
sækin list frá stríðslokum 1945 en
öðrum róttæk framúrstefna ára-
Íslenzk listasaga
Í tilefni aldarafmælis Listasafns Íslands 1984 var tekið saman ríkulega myndskreytt yfirlit sem út kom 1985. Ófá-
anlegt í 6 ár.
SJÓNSPEGILL
Bragi
Ásgeirsson
bragi@internet.is
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið