Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 36
36 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRÓUNIN í ljósvakamiðlum virð-
ist vera á þá leið að Síminn/Skjár-
Einn og Norðurljós/Og
Vodafone geti skipt
markaðnum á milli sín
með því að bjóða heild-
arlausnir fyrir heimilin.
Síminn gæti þurft að
auka efnisúrvalið til að
mæta samkeppninni
frá Og Vodafone.
Heimili munu líklega
geta keypt heildarþjón-
ustu sjónvarpsefnis og
fjarskipta frá sama fyr-
irtækinu og gætu þurft
að velja hvaða sjón-
varpsefni þau fá heim.
Það getur verið freistandi að kaupa
heildarþjónustu með afslætti. Ætla
má að sjónvarpsefnið sem í boði er
ráði mestu um það hvaða fyrirtæki
neytendur velja. Þannig þjónar það
ekki hagsmunum fyrirtækjanna að
bjóða samkeppnisaðilanum gott sjón-
varpsefni. Spurningin er hvort slík
þróun þjóni hagsmunum neytenda.
Eignarhald á fjölmiðlum
Eignarhald á fjölmiðlum getur skipt
máli í slíku umhverfi, sérstaklega
eignarhald á stafrænum ljós-
vakamiðlum. Í stafrænu sjónvarpi
verður hægt að bjóða margskonar af-
þreyingu, svo og verslun og upplýs-
ingaþjónustu með nýrri tækni. Í
Bandaríkjunum hefur þróunin verið
sú að skil milli frétta, fréttaskýringa
og afþreyingar eru að minnka. Fyr-
irtæki á stafrænum fjölmiðlamarkaði
bjóða ekki aðeins sjónvarpsefni held-
ur einnig úrval afþreyingarefnis og
verslunar og reyna að auglýsa þjón-
ustu sína á sem flestum stöðum til að
auka notkun hennar og þar með arð-
semi fyrirtækisins. Þannig kunna
sterk tengsl við þjónustufyrirtæki og
verslanir að skipta máli þar sem lík-
legt er að sum þeirra
njóti forréttinda um-
fram önnur í svokölluðu
„walled garden“ um-
hverfi í sjónvarpi fram-
tíðarinnar. Þessi garður
er einskonar upphafs-
síða fyrir sjónvarps- og
afþreyingarþjónustu í
stafrænu umhverfi þar
sem hægt verður að
fara beint inn á heima-
síður ákveðinna fyr-
irtækja, versla o.s.frv.
Eigendur fjölmiðlafyr-
irtækjanna sem hags-
muna hafa að gæta í verslun og þjón-
ustu gætu þannig beintengt fyrirtæki
sín áhorfendum á upphafssíðu sjón-
varpsþjónustunnar. En geta neyt-
endur verið vissir um að eigendurnir
muni ekki misnota aðstöðu sína?
Margrödduð umræða?
Í breyttu umhverfi ljósvakamiðla
getur fréttaflutningur og hug-
myndafræði orðið afar einsleit ef
neytendur fá mestallt efnið frá einu
fyrirtæki. Í nágrannalöndum okkar
eru fjölmörg dæmi um það hvernig
eigendur fjölmiðla hafa áhrif á frétta-
flutning og hugmyndafræði stöðv-
anna. Nefna má Berlusconi á Ítalíu
sem er í þeirri sérkennilegu stöðu að
eiga ekki aðeins flestar einkareknar
sjónvarpsstöðvar landsins heldur
ráðskast hann einnig með ríkissjón-
varpsstöðvar Ítalíu. Annað dæmi er
sterk staða Ruperts Murdochs á fjöl-
miðlamarkaði í Evrópu, Bandaríkj-
unum og Asíu. Æ fleiri bætast í þann
hóp sem deilir á sjónvarpsstöð Mur-
dochs, Fox í Bandaríkjunum, sem
þykir vera með mjög einsleitan
fréttaflutning á sjónvarpsstöðvum
sínum og styður stefnu George W.
Bush. Sky-sjónvarpsstöðin í Bret-
landi, sem einnig er í eigu Murdochs,
hefur einnig verið sökuð um að ráð-
ast harkalega gegn BBC og styðja
Tony Blair, sem styður Bush. Í þessu
sambandi hefur hugtakið „foxificat-
ion“ verið notað til að lýsa frétta-
flutningi og hugmyndafræði sjón-
varpsstöðva með svo einsleita
umfjöllun. Er hugsanlegt að þetta
geti gerst hér á landi og nýr Murdoch
líti dagsins ljós?
Sótt að ríkisfjölmiðlunum
Í hinu breytta stafræna umhverfi þar
sem Sky hefur yfirburði á mark-
aðnum hafa æ fleiri bæst í þann hóp
sem vill styrkja stöðu BBC til hlut-
lauss mótvægis við einkastöðvarnar.
Þetta gerist m.a. vegna þess að for-
svarsmenn Sky hafa látið hafa það
eftir sér að BBC sé of sterkt á mark-
aði. Þó að hægt sé að horfa á BBC í
áskriftarpökkum einkaaðilanna þá
hefur BBC þá sérstöðu að geta sjálft
sent út stöðvar sínar á stafrænu
formi í lofti um allt Bretland. Það er
því ekki háð einkaaðilum í stafrænni
dreifingu. Á Íslandi er RÚV í þeirri
stöðu að vera aðeins með eina rás og
dreifikerfi sem er að verða úrelt, en
erfitt og dýrt er að halda því við. Not-
endur vilja fá tugi stöðva, þar sem
boðið er upp á íslenskt efni, fjölda er-
lendra stöðva, kvikmyndir og fleira.
Stafrænt sjónvarp krefst dýrra
myndlykla á hvert heimili og það
svarar ekki kostnaði að byggja upp
stafrænt kerfi með 1–3 ríkissjón-
varpsstöðvar. Ljóst er að RÚV getur
ekki keppt á þessum markaði við nú-
verandi aðstæður. Því þarf að endur-
skoða hlutverk stofnunarinnar og
hvaða stöðu hún á að hafa á breyttum
markaði. RÚV verður í raun enn
mikilvægari sem hlutlaus og óháð
sjónvarpsstöð í breyttu umhverfi.
Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlut-
verki að gegna í lýðræðislegu sam-
félagi. Þess vegna eru þeir sér-
staklega viðkvæmir fyrir hverskyns
hagsmunum eigenda. Þeir eru jú
fjórða valdið og eigendur geta haft
áhrif á fréttamat og hugmyndafræði
starfsmanna og þar með umræðuna í
samfélaginu.
Er lýðræðisleg umræða í hættu
í nýju fjölmiðlaumhverfi?
Elfa Ýr Gylfadóttir fjallar
um fjölmiðla og fjarskipti ’Geta neytendur veriðvissir um að eigendurnir
muni ekki misnota að-
stöðu sína?‘
Elfa Ýr Gylfadóttir
Höfundur hefur lokið MA-prófi í
margmiðlunar- og fjarskiptafræðum
með sérstakri áherslu á stafrænt
sjónvarp frá Georgetown-háskóla í
Washington DC. Höfundur er dokt-
orsnemi og stundakennari við HÍ.
Heimili fasteignasala - þinn hagur er okkar metnaður
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Þorláksgeisli 108
Glæsilegt parhús
frábærlega staðsett í Grafarholtinu
Húsið er 200 fm að stærð með innbyggðum bílskúr. Á teikningu
er gert ráð fyrir allt að 5 svefnherbergjum. Húsið er staðsett innst
í botnlanga á rólegum stað fyrir ofan götu. Frábært útsýni og
góð staðsetning þar sem örstutt er í náttúruna og golfvöllinn. Til-
valin eign fyrir golfarann eða náttúruunnandann. Húsið er afhent
fullbúið að utan og fokhelt að innan. Nánari upplýsingar á skrif-
stofu Heimilis. Sjá einnig myndir og teikningu á www.heimili.is
Verð 22,9 millj.
Glæsibær - salur
Til sölu er 846 fm eign í einni
glæsilegustu verslunarmiðstöð í Reykjavík.
Eignin er í kjallara við hliðina á hinni vinsælu
verslun Útilífi. Eignin hentar fyrir hvers konar
verslun, þjónustu og félagsstarfsemi. Í plássinu
eru stórir salir, veislueldhús, kælar o.fl. Á næst-
unni verður byggt 8 hæða hús ásamt bílhýsi á 3
hæðum á lóðinni vestan megin og verður þá að-
koman að eigninni önnur og betri en hún er í
dag. Góð staðsetning og mjög gott verð. Allar
nánari upplýsingar veita Sverrir og Óskar. 1358.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Einbýlishús, parhús eða raðhús í Grafarvogi óskast.
Óskum eftir húsi í Grafarvogi með góðu sjávarútsýni. Sverrir veitir nánari
upplýsingar.
Hús í Vesturborginni eða gamla bænum óskast.
Traustur kaupandi óskar eftir 200-300 fm raðhúsi eða einbýlishúsi á of-
angreindum stöðum. Staðgreiðsla.
HÚS VIÐ SJÓINN ÓSKAST.
Arnarnes - Skerjafjörður - Seltjarnarnes.
Hús á bilinu 300-400 fm skv. ofangreindri lýsingu óskast. Staðgreiðsla.
Einbýli eða raðhús í Kópavogi óskast.
Höfum verið beðnir að útvega gott 200-300 fm einbýlishús eða raðhús í
Kópavogi. Sterkar greiðslur í boði.
Grafarvogur - einbýli eða parhús.
250-300 fm einbýlishús eða parhús í Grafarvogi. Staðgreiðsla í boði.
Raðhús eða einbýli á Seltjarnarnesi óskast.
Höfum kaupanda að góðu 200-300 fm raðhúsi eða einb. á Seltjarnarnesi.
Sterkar greiðslur í boði.
Höfum kaupanda að einbýlishúsi á svæði 200, 201 og 203.
Verðbil frá 30-50 millj. Góðar greiðslur. Uppl. veitir Óskar.
Sérhæð við Hvassaleiti, Stóragerði eða Háaleitishverfi óskast.
Traustur kaupandi óskar eftir sérhæð skv. framangreindri lýsingu. Góðar
greiðslur í boði. Nánari uppl. veita Kjartan og Sverrir.
Óskum eftir 2ja-3ja herb. íbúðum á svæðum 109, 110 og 112.
Ákveðnir kaupendur. Áhugasamir hafi samband við Óskar.
Sérhæð í Hlíðunum óskast fyrir ákveðinn kaupanda.
Staðgreiðsla í boði.
3ja herbergja íbúð með bílskúr óskast.
Traustur kaupandi óskar eftir 3ja herb. íbúð með
bílskúr. Allar uppl. veita Sverrir og Óskar.
Skrifstofuhúnæði óskast.
Okkur vantar 150-250 fm skrifstofupláss
fyrir traustan kaupanda. Nánari uppl. veitir
Sverrir.
Sverrir Kristinsson,
löggiltur fasteignasali.
Vegna mikillar sölu um þessar mundir vantar
okkur eignir fyrir nokkra af okkar góðu og
traustu viðskiptavinum.
Hér á eftir fer sýnishorn úr kaupendaskrá:
(Athugið að þetta er aðeins sýnishorn úr kaupendaskrá).
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
www.hofdi.is
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali.
Suðurlandsbraut 20
Sími 533 6050
Bæjarhrauni 22
Sími 565 8000
Ármúli 18 -
Atvinnuhúsnæði til leigu
Vorum að fá til leigu 410 fm
skrifstofuhæð á 2. hæð í þessu vel
staðsetta húsi. Sérinngangur.
Eignin er laus til afhendingar um
áramót. Eignin er innréttuð sem
skrifstofur og fundarsalir.
Verð samkomulag.
Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur á Höfða
í síma 565 8000 eða 895 3000