Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 39
RÚNAR Sigtryggsson var í
vikunni ráðinn þjálfari þýska
2. deildarliðsins ThSV
Eisenach. En Rúnar er
landsliðs-maður í
handknatt-leik.Hann hefur
leikið með Eisenach síðan í
sumar. Liðinu hefur hins
vegar ekki vegnað sem
skyldi á leik-tíðinni, aðeins
unnið þrjá leiki en tapað
fjórum. Fyrir leik-tíðina
höfðu forráða-menn
Eisenach sett stefnuna á
að endur-heimta sæti í 1.
deild, en úr þeirri deild féll
liðið í vor.
Rúnar fékk skamman
tíma til að velta fyrir sér
tilboði liðsins. „Ég ákvað
slá til enda hef ég verið
spenntur fyrir því að taka að
mér þjálfun. Það var ekkert
annað að gera en stinga
sér strax til sunds í djúpu
lauginni,“ sagði Rúnar.
„Það verður mitt hlutverk
að ná meira út úr þeim
leikmönnum sem skipa liðið
enda margir þeirra að leika
langt undir getu.
Leikmanna-hópurinn er ekki
stór. Sjö atvinnu-menn og
aðrir leikmenn eru ungir
áhuga-menn. En ég hef
ákveðnar hugmyndir um
hvað þarf að laga. Það
fyrsta er að láta liðið leika
hraðari sóknar-leik,“ sagði
Rúnar. En hann reiknar með
að hafa leikið sinn síðasta
landsleik í handknatt-leik,
að minsta kosti í bili.
Rúnar
þjálfar
Eisenach
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 39
AUÐLESIÐ EFNI
! " #
$ !
#% &
'
# !
!
"
!
" # #
!
$ " # #
!
% " # #
)
" !
!
#
%%
!
'
# $
!
"
% *
!
$
! '
!
'$ %
+!
"
'
,
&
'(
)&!!*(
SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK
SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998
FÉLAG FASTEIGNASALA
TIL LEIGU/SÖLU
SKYNDIBITASTAÐUR
WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali
Til leigu/sölu skyndibitastaður með öllum tækjum og tólum sem þarf í
daglegan rekstur. Borð eru fyrir 40 manns í sal, gott eldhús og aðstaða hin
snyrtilegasta.
Upplýsingar gefur Þórir á skrifstofu.
Netfang: auefni@mbl.is
VERKFALLI kennara hefur
verið frestað eftir að
ríkis-sáttasemjari lagði fram
miðlunar-tillögu í vikunni.
Kennsla hefst í grunn-skólum
landsins á mánudag, sjö
vikum eftir að verkfallið
hófst. Hafa 45 þúsund
nemendur verið án kennslu
þann tíma.
Nú fer fram
atkvæða-greiðsla meðal
kennara um tillöguna og á
henni að ljúka mánudaginn
8. nóvember. Atkvæði verða
þá talin. Verði tillagan
samþykkt hefur nýr
kjara-samningur komist á
milli kennara og
sveitar-félaganna.
Ríkis-sáttasemjari hefur ekki
upplýst um inni-hald
tillögunnar. Verði hún felld
Morgunblaðið/Þorkell
Verkfalli kennara frestað
Vetrar-fríi sem átti að vera í
mörgum skólum eftir helgina
hefur verið aflýst, meðal
annars í Reykjavík.
hefst verkfall að nýju
þriðjudaginn 9. nóvember og
samninga-viðræður þurfa að
hefjast aftur.
BANDARÍKJA-MENN kjósa
forseta á þriðju-daginn. Fólk
þar er orðið mjög spennt.
Kannanir sýna að mennirnir
tveir sem bjóða sig fram eru
með næstum því jafn-mikið
fylgi.
Í framboði eru George
Bush og John Kerry. Bush er
nú-verandi forseti en sækist
eftir að vera endur-kjörinn.
Kosið verður á þriðjudag.
Sennilega kjósa meira en
hundrað milljónir manna.
Bandaríkin skiptast í 50 ríki.
Kosið er í hverju ríki.
Kosningarnar verða mjög
spennandi. Fylgst er með
þeim um allan heim. Forseti
Bandaríkjanna er sennilega
sá maður sem ræður mestu í
heiminum. Bandaríkin eru
líka risa-veldi.
Enginn veit hver vinnur.
Ómögulegt er að spá um það.
Margir eru óánægðir með
Bush. Á innrásin í Írak þar
ekki hvað síst hlut að máli.
En illa hefur gengið að koma
á friðsamlegu stjórnar-fari
þar í landi. Aðrir segja að
Kerry skipti of mikið um
skoðun. Það sé ekki hægt að
treysta honum.
Mikil
spenna í
Banda-
ríkjunum
Reuters
John Kerry, til vinstri, og
George Bush. Myndin var
tekin þegar þeir ræddu kosn-
inga-málin í sjónvarpi.
ÞRÍR íslenskir
friðargæslu-liðar slösuðust í
sprengju-árás í borginni
Kabúl í Afganistan fyrir viku.
Komu þeir til landsins í
sjúkra-leyfi á föstudag og var
fagnað af fjölskyldum sínum.
Einn þeirra, Stefán
Gunnarsson, fékk mörg
sprengju-brot í fætur og andlit
en hinir slösuðust minna.
Þegar árásin var gerð af
einum manni voru
friðargæslu-liðarnir í
einka-erindum í verslun.
Hallgrímur Sigurðsson,
yfir-maður flugvallarins í
Kabúl, lýsti atburðinum svo í
Morgun-blaðinu:
„Þetta gerist allt á innan
við 20 sekúndum. Hann
kastar tveimur sprengjum
áður en hann kemur að þeim
og um leið og þær springa
þyrlast upp gríðar-legt rykský
og reykur. Það verður allt
svart. Hann hleypur trúlega
áfram inn í reyk-skýið og
alveg inn að þeim og sprengir
þá sjálfan sig. Þetta gerist
allt á örfáum sekúndum.“
Íslenskir friðargæslu-
liðar slösuðust
TÓNLISTAR-HÁTÍÐIN Iceland
Airwaves var haldin í
Reykjavík um síðustu helgi. Í
kringum 120 íslenskar og
erlendar hljómsveitir komu
þar fram.
Tónleikarnir fóru fram í
miðbæ Reykjavíkur á
næstum öllum þeim
skemmti-stöðum og
samkomu-húsum sem þar
eru í boði. Þar á meðal léku
hljómsveitir í Lista-safni
Reykjavíkur – Hafnar-húsinu,
á NASA við Austurvöll og á
Gauki á Stöng.
Mörg hundruð blaðamenn
og fulltrúar erlendra
tónlistar-fyrirtækja komu til
landsins gagngert til að
fylgjast með
tónlistar-hátíðinni. Vöktu
margar af íslensku sveitunum
athygli þeirra. Má þar nefna
ísfirska tónlistar-manninn
Mugison, reggí-sveitina
Hjálma, hljómsveitirnar
Leaves, Maus, Reykjavík,
Skáta, Mínus og rappsveitina
Forgotten Lores. Dæmi eru
um að íslenskir
tónlistar-menn hafi fengið
boð um að leika erlendis,
eftir að vekja athygli á
Airwaves.
Tónlistar-hátíðin Iceland
Airwaves er haldin árlega.
Þetta var í sjötta skiptið sem
hátíðin fór fram.
Tónlistar-
hátíð
í Reykja-
vík
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tom Chaplin, söngvari
bresku hljómsveitarinnar
Keane, sem lék á Airwaves.