Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 40

Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 40
40 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Katla Nielsen Ei-ríksdóttir fædd- ist í Reykjavík hinn 19. júní 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 7. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Grethe Níelsen, f. 28. 11. 1915, d. 7.2. 1989, og Eiríkur Marínó Bergsson, f. 15.10. 1919, d. 20.11. 1990. Katla átti einn bróður, Þór Níelsen, f. 26.5. 1941, kvæntur Bjarneyju Guðmundsdóttur, f. 3.5. 1945. Börn þeirra eru 1) Gísli Þór Guðmundsson, f. 29.12. 1962. 2) Sigurður Þór Þórsson, f. 20.3. 1964. 3) Birgir Níelsen, f. 11.2. 1974. 4) Gretar Níelsen, f. 14.4. 1981. Katla átti einnig eina hálfsyst- ur, Guðríði Halldórsdóttur, f. 31.5. 1950, gift Vil- hjálmi Arngríms- syni, f. 30.10. 1947. Hinn 17. október 1970 giftist Katla Agli S. Kristjáns- syni, f. 22.12. 1947, d. 19.12. 1983 og áttu þau saman tvær dæt- ur. Þær eru: 1)Greta Björg Egilsdóttir, f. 6.1. 1975, maki Reynir Þór Guð- mundsson, f. 13.10. 1973, börn: Viktoría Sól Reynisdóttir, f. 31.8. 2000, og Egill Andri Reynisson, f. 8.7. 2003. 2) Olga Perla Egilsdóttir, f. 12.4. 1978, maki Einar Ásgeirsson, f. 23.5. 1967, barn: Arnaldur Ásgeir Einarsson, f. 14.1. 2004. Einnig átti Katla dótturina Líf Önnu Níel- sen Harðardóttur, f. 20.5. 1988. Útför Kötlu var gerð frá Foss- vogskapellu 14. október. Elsku mamma, ég trúi því varla ennþá að þú sért farin.Við fengum svo stuttan tíma eftir að sjúkdóm- urinn greindist. Þú sem varst búin að vera svo dugleg í veikindum þínum. Þú sagðir alltaf að þetta yrði allt í lagi og kannski fyrst núna átta ég mig á því að í rauninni gat það átt við á hvorn veginn sem færi. Þú gerðir allt til þess að stappa í okkur stálinu og fá okkur til þess að vera sterkar, þú vissir örugglega meira um gang mála en þú lést uppi. En alltaf sýnd- irðu þvílíkan baráttuvilja. Ég er svo stolt af þér, elsku mamma, hvernig þú fórst í gegnum þetta og hélst samt alltaf þínu bjarta brosi og hlýja hjarta. Ó, hvað ég á eftir að sakna þín mikið, spjallanna okkar, búða- ferðanna og tímanna sem ég og börnin mín dúlluðum okkur bara heima hjá þér heilu dagana. Þú spil- aðir stórt hlutverk hjá öllum í fjöl- skyldunni og margs er að sakna. Ég veit að hún litla Viktoría Sól (ömmu- stelpan) á eftir að sakna sárt stund- anna ykkar, þar sem þið horfðuð á sjónvarpið, hún bar krem á ömmu og amma nuddaði á henni tærnar. Það var nú ekki svo sjaldan sem hún til- kynnti mömmu sinni að hún ætlaði sko að sofa hjá ömmu Kötlu í nótt. Því miður fékk hann litli Egill Andri ekki að njóta svo margra góðra stunda með þér en þegar hann stækkar fær hann eflaust að heyra margar ömmusögur. Já, þetta verður erfitt og stórt rúm að fylla. Þú varst alltaf fyrst til þess að hlaupa undir bagga með okk- ur systrunum og hjálpa til á allan þann hátt sem þú gast. Alltaf gat ég leitað til þín og við vorum bestu vin- konur. Svo oft sagðir þú mér frá því hvað þú værir stolt af okkur, fjöl- skyldunum sem við höfðum eignast og hvað við værum duglegar. Mikið var gaman þegar við hittumst alltaf öll saman og elduðum og hlógum. Elsku mamma, ég veit að þér líður miklu betur núna þar sem þú ert og ef til vill hefurðu fundið pabba aftur. En í hjarta mínu áttu alltaf vísan stað og minning þín lifir með okkur. Bless, elsku mamma mín, þín verður sárt saknað. Þín dóttir, Greta. KATLA NIELSEN EIRÍKSDÓTTIR Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. www.mosaik.is LEGSTEINAR sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960 Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Vönduð og persónuleg þjónusta Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR K.J. BJARNASON, Snorrabraut 65, Reykjavík. Laufey H. Bjarnason, Ágúst H. Bjarnason, Sólveig Sveinsdóttir, Björg H. Bjarnason, Sveinn Guðjónsson, Jón Hákon Bjarnason, Dagrún Ólafsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, ÍSAKS SIGURGEIRSSONAR, Hvammi, Dvalarheimili aldraðra, Húsavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalar- heimilisins. Kristrún Ísaksdóttir, Erlendur S. Baldursson, Sigurbjörg Ísaksdóttir, Sigurbjörn Finnbogason, Tryggvi Ísaksson, Hrefna M. Magnúsdóttir, Sigurgeir Ísaksson, Sveininna Jónsdóttir, Sigvaldi Gunnarsson, Lilja Jónasdóttir, afabörn, langafabörn og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁRNI BJÖRNSSON læknir, Blátúni 4, Álftanesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mið- vikudaginn 3. nóvember kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Mannvernd, reiknnr. 0101-26-3199. Guðný Theódórsdóttir Bjarnar, Vilborg Sigríður Árnadóttir, Kristín Árnadóttir, Ásgeir Þór Ólafsson, Björn Theódór Árnason, Sigurlín Einarsdóttir Scheving, Einar Sveinn Árnason, Margrét Þorvarðardóttir, Árni Árnason, Vilhjálmur Jens Árnason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, barnabörn og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN BJÖRN GUÐMUNDSSON frá Ísafirði, áður Grandavegi 47, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 24. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur G. Kristjánsson, Svanborg Eyþórsdóttir, Sigurbjörn E. Kristjánsson, Erla Kjartansdóttir, Rolf K.T. Kristjánsson, Ellý A. Kristjánsdóttir, Kristjana J. Kristjánsdóttir, Snorri Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðurbróðir okkar, ROLF KUTSCHER, Hamborg, áður til heimilis á Ísafirði, lést í Hamborg í apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur G. Kristjánsson, Sigurbjörn E. Kristjánsson, Rolf K.T. Kristjánsson, Ellý A. Kristjánsdóttir, Kristjana J. Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.