Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 46

Morgunblaðið - 31.10.2004, Side 46
46 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Háskóli Íslands útskrifaði á dögunumGísla Pál Pálsson, fyrsta meist-aranemann í heilsuhagfræði, enheilsuhagfræði er grein innan hag- fræðinnar sem rannsakar fjárhag og hagfræði heilbrigðiskerfa. Meistaraverkefni Gísla Páls var rannsókn á þjóðhagslegum áhrifum þess að sjúk- lingar þurfi að bíða eftir gervimjaðmarliðum. Segir Gísli ljóst að biðlistar skaði samfélagið fjárhagslega fyrst og fremst á tvennan hátt. „Meðan einstaklingur er á biðlista er hann í mörgum tilvikum óvinnufær og samfélagið tapar þar af leiðandi vinnuframlagi viðkomandi og þjóðarframleiðslan minnkar,“ segir Gísli. „Þetta er auðvitað ekki algilt og í mörgum tilvikum get- ur einstaklingur á biðlista unnið a.m.k. hluta sinnar vinnu. Hitt atriðið sem ég kemst að í rit- gerðinni er að ef aldraður einstaklingur er of lengi á biðlista eftir gerviliðaaðgerð í mjöðm get- ur slíkt leitt til ótímabærrar innlagnar viðkom- andi á hjúkrunarheimili.“ Gísli segir versnun sjúkdómsins á endanum leiða til bjargarleysis og þörfin fyrir hjúkr- unarrými verði því meiri en ella með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið. En hvað er þá til ráða? „Þegar stórt er spurt er oft fátt um svör. Eins og kemur fram í ritgerðinni eru afköst LSH að aukast og biðlistar hafa styst. Passa verður upp á að fjármagn verði ekki skorið niður á þessum vettvangi því þá koma ofangreind tvö tilvik fram og þjóðfélagslegur kostnaður eykst.“ Hvaða spennandi rannsóknarverkefni sérðu framundan innan fræðigreinarinnar? „Af nógu er að taka. Í mörgum tilvikum er hægt að yfirfæra erlendar rannsóknir yfir á ís- lenskar aðstæður og sjá hvort aðstæður hér séu að einhverju leyti frábrugðnar. Þá er rannsókn eins og sú sem ég gerði mik- ilvæg fyrir stjórnendur LSH og íslenska heil- brigðiskerfisins til þess að sjá kostnaðarhag- kvæmni einstakra læknisaðgerða. Á næstu árum kemur til með að fara fram umræða um for- gangsröðun og kostnaðarhagkvæmni þar sem nýjungar í læknavísindum eru margar hverjar afar kostnaðarsamar. Við komum til með að þurfa að svara mjög viðkvæmum og erfiðum spurningum eins og hverja skuli lækna og hverj- um verði einungis veitt líknandi meðferð. Á að veita fjármagni til þess að lækna ung börn sem eiga framtíðina fyrir sér eða til eldra fólks sem hefur greitt skatta og skyldur alla tíð? Þetta eru siðferðislegar spurningar sem við komumst ekki hjá að svara. Ein leið gæti þó verið sú að auka sífellt fjárframlag til heilbrigðisþjónustunnar þannig að það sé hægt að gera allt fyrir alla. Þá mun skattbyrði einstaklinga aukast og um það þarf að ríkja sátt, sem ég er ekki viss um að sé fyrir hendi. Þá er afar áhugavert að meta kostnað þeirra einstaklinga sem eru á biðlistum eftir lækn- isaðgerðum, en slíkt mat kostar töluverða vinnu.“ Heilbrigðismál | Fyrsti heilsuhagfræðingurinn útskrifast frá Háskóla Íslands  Gísli Páll Pálsson fæddist í Reykjavík árið 1966. Hann útskrif- aðist frá MR 1985, hlaut cand. oecon gráðu í viðskiptafræði frá HÍ 1990 og loks með meistaragráðu í heilsu- hagfræði frá HÍ nú í október. Gísli hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri Dval- arheimilisins Áss í Hveragerði síðan 1990. Hann var einnig forseti bæjarstjórnar Hvera- gerðis um tíma. Gísli er kvæntur Huldu Gísladóttur og eiga þau þrjú börn. Bið eftir aðgerð getur reynst dýrkeypt Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú lætur gamminn geisa, ferð í stutt ferðalög, verslar, kaupir og selur og læt- ur móðan mása við nágranna og systkini. Skemmtu þér vel. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú virðist upptekinn af eignum þínum og fjármálum í dag, kæra naut. Farðu í bankann og gakktu frá þínum málum. Græddur er geymdur eyrir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Njóttu helgarinnar, tunglið er í þínu merki. Þú færð óskir þínar uppfylltar í dag og berð mest úr býtum þar sem þú lætur til þín taka. Þú ert númer eitt. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Leyndarmál og dularfull fyrirbæri valda þér heilabrotum. Þú ert til í að sletta úr klaufunum, en vilt jafnframt vera í ein- rúmi. Kannski felur þú þig. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert algerlega á kafi í málefnum sem tengjast heimili, fjölskyldu og vinum. Þú nýtur þín í félagsskap barna og barna- barna ef það á við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert í brennidepli í dag, því tunglið er ráðandi í kortinu þínu. Klæddu þig upp og heillaðu vini og vandamenn upp úr skónum. Kannski þekkja þeir þig ekki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þig þyrstir í ævintýri í dag. Þú vilt breyta til. Kannski er það ástæðan fyrir því að þú setur upp grímu og reynir að villa á þér heimildir. En gaman. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Veistu að Allraheilagramessa er í raun viðburður að hætti drekans? Fólk felur sig og veldur skelfingu. Beinagrindur láta á sér kræla og líka draugar og blóð- sugur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Tunglið er andspænis þínu merki í dag. Það þýðir að þú þarf að sýna meiri sam- vinnuvilja en ella. Þú nýtur þess til fulln- ustu, enda samkvæmisljón í þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fólk bregður á leik og sprellar en þig langar mest til þess að fara í apótek og kaupa sápu, sjampó og sitthvað smálegt. Allt í lagi með það, svo sem. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ekki laust við að þig þyrsti í að bregða á leik. Vonandi er þér boðið til veislu þar sem þú nærð að daðra við ann- an hvern mann og konu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Foreldrar beina athyglinni að börnum sínum í dag. Gættu þess að þau fari sér ekki að voða og mátaðu búninga þeim til skemmtunar. Stjörnuspá Frances Drake Sporðdreki Afmælisbarn dagsins: Ekkert fer framhjá þér, því þú hefur mikla athyglisgáfu. Þú hefur hæfileika leynilögreglumanneskju og nýtur þess að vera skrefi á undan öðrum. Einbeiting þín er með ólíkindum og hugsunin er skipulögð. Þú gefst ekki upp og eflist þegar á móti blæs. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 útdráttur, 4 bangsi, 7 stífla, 8 hugleys- ingja, 9 blóm, 11 skylda, 13 hagnaðar, 14 þreytuna, 15 sæti, 17 hornmyndun, 20 duft, 22 snúningsás, 23 fiskar, 24 viðfelldin, 25 munnbita. Lóðrétt | 1 spilið, 2 nið- urgangurinn, 3 blæs, 4 hýðis, 5 bárur, 6 bola, 10 hugaða, 12 bors, 13 elska, 15 hungruð, 16 ræsi, 18 sterk, 19 námu, 20 högg, 21 borgaði. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 kærulaust, 8 lýkur, 9 aldin, 10 ann, 11 kúrir, 13 neita, 15 skens, 18 snart, 21 kút, 22 togna, 23 úrinn, 24 karlmaður. Lóðrétt | 2 æskir, 3 urrar, 4 apann, 5 suddi, 6 flak, 7 enda, 12 inn, 14 ein, 15 sótt, 16 eigra, 17 skafl, 18 stúta, 19 atinu, 20 týna. Tónlist Grafarvogskirkja | Óperukórinn í Reykjavík og Karlakórinn Þrestir halda tónleika kl. 16 í Grafarvogskirkju ásamt félögum úr Sinfón- íuhljómsveit Íslands og einsöngvurum. Flutt verður óratorían Elía eftir Mendelsohn. Salurinn | Tíbrá: Píanótónleikar Barry Snyder. Á efnisskránni eru Fantasía í C-dúr eftir Haydn, Valses nobles et sentimentales eftir Ravel, Etudes tableaux eftir Rachm- aninoff, Fantasy-Inventions eftir Carter Pann og Sonata No. 3 í f-moll eftir Jo- hannes Brahms. Myndlist Hafnarborg | Franska listakonan Valerie Boyce verður með leiðsögn um málverka- sýningu sína í Hafnarborg. Á sýningunni eru landslagsmálverk sem Valerie hefur málað í Frakklandi og á Íslandi. Leiðsögnin verður á ensku kl. 14 og frönsku kl. 15. Skemmtanir Hitt húsið | Nú fer Unglist, listahátíð ungs fólks, alveg að bresta á. Það verður rokk, dans, tíska og fleira fjör í Tjarnarbíói frá 5.11.–13.11. og auðvitað allt ókeypis. www.unglist.is. Mannfagnaður SONI | Soni, Samtök nýrra Íslendinga, býð- ur öllum börnum til að fagna hrekkjavöku, kl. 15 á efstu hæð í Alþjóðahúsinu, Hverf- isgötu 18. Fyrirlestrar ADHD samtökin | ADHD samtökin halda fyrirlestur í Safnaðarheimili Háteigskirkju, 2. nóv. kl. 20. Fyrirlesari er Grétar Sig- urbergsson geðlæknir. Fjallar hann um full- orðna með athyglisbrest með/án ofvirkni (ADHD). Allir velkomnir og aðgangur ókeyp- is. (Ath. gengið er inn baka til við Háteigskirkju). Námskeið Mímir – símenntun ehf | Námskeið um Sýr- land og Líbanon með Jóhönnu Kristjóns- dóttur á vegum Mímis – símenntunar verð- ur 4. nóvember kl. 19.45–22. Rætt er um sögu landanna tveggja, borgarastyrjöldina í Líbanon og valdatíma Assadfeðganna. Flutt verður tónlist og sýndar ljósmyndir og víd- eómyndir og kynning á ferðamannastöðum. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bridge frjáls spilamennska alla daga, heitt á könnunni, allir velkomnir. Kl. 9–16:45. Félag eldri borgara í Kópavogi | Félag eldri borgara í Kópavogi, Skrifstofan er opin á morgun, máudag kl. 10 til kl. 11.30. Fé- lagsvist spiluð í Gullsmára á mogun, mánu- dag kl. 20.30. Félag eldri borgara Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyr- ir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Hvern virkan dag opið fólki á öllum aldri kl. 9–16.30, fjölbreytt vetrardagskrá. Upplýsingar á staðnum, sími 575 7720 og www.gerduberg.is. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið í Hæð- argarði er opið öllum. Fundur í Bókmennta- klúbbi er miðvikudaginn 3. nóv. kl. 20. Verið er að lesa Híbýli vindanna eftir Böðvar Guð- mundsson. Skráningu á leiksýninguna Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu er að ljúka. Föstudag- inn 5. nóvember 12 koma gestir frá Þjóðleik- húsinu. Kl. 9–16. Vesturgata 7 | Boðið verður upp á fyr- irlestur um skyndihjálp á vegum Rauða kross Íslands þriðjudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Fyrirlesari Herdís Storgaard hjúkr- unarfræðingur, kaffiveitingar. Fimmtudag- inn 4. nóvember kl. 10.30 verður helgistund í umsjá séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkjuprests. Kór félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. Útivist Ferðafélagið Útivist | Annað myndakvöld vetrarins verður haldið mánudaginn 1. nóv- ember kl. 20 í í Húnabúð, Skeifunni 11. Mar- rit Meintema sýnir myndir sem hún tók á ferðum sínum yfir Sprengisand og yfir Vatnajökul. Verð 700 kr. og innifalið er köku- hlaðborð kaffinefndar. Ferðafélagið Útivist | Mánudagur. Útivist- arræktin, gengið frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaárdalnum kl. 18:00. Fimmtudagur. Úti- vistarræktin, gengið frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18:00. Fundir Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði | Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafnarfirði, heldur jóla-föndurfund, þriðjudaginn 2. nóv. n.k. kl. 20 í safnaðarheimilinu v/ Linnetstíg. Kirkjustarf Háteigskirkja | Kvenfélag Háteigssóknar, fundur þriðjudaginn 2. nóvember klukkan 20. Venjuleg fundarstörf. Félagsvist, kaffi. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Samkoma sunnudaginn 31. okt. kl. 16:30. Ræðumaður Eric Cowley. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lof- gjörð. Aldursskipt barnastarf meðan á sam- komu stendur. Allir velkomnir. Kvenfélag Laugarneskirkju | Fundur í safn- aðarheimili Laugarneskirkju mánudaginn 1. nóvember, kl. 20. Allar konur velkomnar. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Mynd af John Tavener KAMMERKÓR Suðurlands mun í kvöld kl. 20 flytja níu verk eftir sir John Tavener í Kristskirkju á Landakoti. Hilmar Örn Agn- arsson, stjórnandi kórsins, segir í raun um að ræða nokkurs konar heildarmynd af þessu merka tónskáldi. „Elsta verkið er frá því einhvers staðar í kringum 1994 og síð- an erum við að frumflytja alveg splunku- nýtt verk, sem hann tileinkaði okkur,“ segir Hilmar, en verkið sem um er að ræða heitir Schuon Hymn. „Hann skrifaði þetta verk fyrir kammerkór Suðurlands og gerir það miklar kröfur til kórsins. Þar syngur Hrólf- ur Sæmundsson barítónhlutverk, sem er eins og möntrulíki sem tengir allt verkið saman, en verkið er eins og samtenging trúarbragða heimsins.“ Frithjof Schuon, sem samdi textann að verkinu, er múslimi og birtist Tavener í draumi, en Schuon er eitt af fremstu ljóðskáldum músl- imaheimsins, að sögn Hilmars. „Text- inn fjallar um Maríu mey, í raun sem frumkonuna,“ segir Hilmar. Einnig kemur mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir fram ásamt nokkrum hljóðfæraleikurum og flytur verk- ið Iero Oniro (Heilagan draum) eftir Tave- ner, en Guðrún fékk að njóta handleiðslu Taveners þegar hún dvaldi í námi í Bret- landi og vann hann verkið með henni. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 90ÁRA afmæli. Ámorgun, 1. nóvember, verður ní- ræður Guðmundur Hjartarson, fyrrver- andi seðlabankastjóri. Af því tilefni verður opið hús fyrir fjöl- skyldu, vini og sam- ferðafólk í gyllta sal Hótels Borgar kl. 16. sama dag. Guðmundur fæddist á Litla-Fjalli í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Hann var lögregluþjónn í Reykjavík á árunum 1942–46, síðar starfsmaður Sósíalistaflokksins 1946–56 og forstjóri Innflutningsskrifstofunnar 1956–60. Guðmundur vann ýmis störf fyrir Sósí- alistaflokkinn frá 1960. Hann var seðla- bankastjóri í áratug, frá 1974 til 1984. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.