Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 47
Morgunblaðið/Einar Falur
Ásdís Ólafsdóttir, listfræðingur Í París.
Á dögunum kom út í Frakk-landi sjöunda eintak tíma-ritsins ARTnord, sem
helgað er listsköpun og hönnun á
Norðurlöndum og í Eystrasalts-
löndunum. Kápu ritsins, þar sem
sjónum er að þessu sinni beint að
ljósmyndun og
mynd-
bandalist,
prýðir verk
eftir Ásmund
Ásmundsson. Í ritinu er kynnt
samtímalistsköpun í þessum nor-
rænu löndum, meðal annars verk
íslenskra myndbandalistamanna.
Ritstjóri ARTnord er Ásdís Ólafs-
dóttir en hún er doktor í listfræði
frá Parísarháskóla og hefur verið
búsett í tvo áratugi í París, þar
sem hún starfar sjálfstætt sem
listfræðingur.
„Árið 1997 var stofnað í París
Félag listfræðinga í norrænni list
og fljótlega var ákveðið að gefa
út þetta tímarit,“ segir Ásdís þeg-
ar hún er spurð um forsögu rits-
ins. „Tilgangurinn er að kynna
norræna list í hinum frönskumæl-
andi heimi. Við gefum út eitt
hefti á ári. Fyrst í stað var ritið
einfalt í sniðum, ljósmyndalaust,
en nú vinnum við þetta með fær-
um grafískum hönnuði og reyn-
um að vanda til allra þátta. Við
lögðum strax áherslu á að birta
góðar greinar, skrifaðar af sér-
fræðingum á því sviði sem er til
umfjöllunar. Við vinnum með
sendiráðum norrænu landanna og
Eystrasaltslandanna og fáum
greinar frá fræðimönnum í
hverju landi.“
Ásdís segir að fyrstu tölublöðtímaritsins hafi fjallað um
alls kyns list frá ólíkum tímabil-
um.
„Þetta er fyrsta heftið þar sem
við leggjum upp með ákveðið
þema og við ætlum að halda því
áfram, því okkur finnst það gef-
ast mjög vel. Við teljum betra að
ná til lesenda þegar sjónum er
beint að ákveðnum greinum. Nú
getur áhugafólk um ljósmyndun
og myndbandalist kynnt sér sumt
það helsta sem er á döfinni í
þessum löndum.“ Hún segir við-
brögð við ritinu almennt vera
góð, en nú í nóvember, á hátíð-
inni sem kallast Mánuður ljós-
myndunar í París, en þá eru ljós-
myndasýningar út um alla borg,
ætla aðstandendur ARTnord að
halda blaðamannafund til að
kynna tímaritið.
Ásdís segir að lengi hafi verið
ákveðin tengsl milli norrænna
listamanna og Frakklands en
engu að síður þekki Frakkar ekki
mjög vel til Norðurlanda, nema
helst þeir sem lagt hafa leið sína
þangað. „Frakkar hafa frekar
óljósar hugmyndir um hvað er að
gerast í norðrinu, en þeir hafa
áhuga á því. Listamannaflóran er
orðin svo alþjóðleg en listamenn
frá öllum þessum löndum eru
sýndir hér í galleríum og eru
þekktir að eigin verðleikum. Það
hefur nokkuð verið gert af því að
halda hér stórar norrænar sam-
sýningar, með eldri og yngri list,
eins og Ljós norðursins, sem var
hér fyrir nokkrum árum. En ég
held að reglulegar sýningar og
flæði upplýsinga, eins og við
kynntumst hér á dögunum í sam-
bandi við íslensku menning-
arkynninguna, hafi meiri áhrif en
svona stórar blandaðar sýningar.
Þessi íslenska menningarhátíð
vakti talsvert mikla athygli og
áhuga fólks á því sem er að ger-
ast á Íslandi í dag.“ Ásdís kom að
hátíðinni og var m.a. sýning-
arstjóri sýningar á íslenskri
myndbandalist. „Finnar hafa ver-
ið duglegir við að kynna lista-
menn sína á þennan hátt. Í fyrra
voru þeir með verkefni þar sem
þeir kynntu ljósmyndarana sína á
ýmsum stöðum í París, og reynd-
ar víðar út um landið.“
Ásdís segir að fyrir utan menn-ingarhátíðina hafi íslenskir
myndlistarmenn verið nokkuð
áberandi í borginni upp á síðkast-
ið. „Það er nýlokið sýningu á
verkum ungra listamanna í gall-
eríinu Public. Sigurður Árni
Sigurðsson er á mála hjá galleríi
hér í borginni, auk þess að kenna
við listaskólann í Montpellier, og
þá er Bjargey Ólafsdóttir líka hjá
galleríi hér. Þessi nálægð ís-
lenskra myndlistarmanna virðist
vera að styrkjast. Svo er Erró
alltaf á staðnum og það er gaman
að sjá að hann gerir veggspjaldið
fyrir Mánuð ljósmyndunar í París
að þessu sinni.“
Auk þess að ritstýra ARTnord
segir Ásdís að ýmiskonar verk-
efni reki á fjörurnar. „Ég vinn
reglulega með Alvar Aalto-
stofnuninni í Finnlandi en ég
skrifaði doktorsritgerðina mína
um Aalto. Nú er ég að taka þátt í
bók um gríðarlega fallegt hús
sem Aalto teiknaði, Maison
Carré, en það stendur um 50 km
fyrir utan París og var reist árið
1959. Alvar Aalto-akademían
gefur bókina út en hún á að vera
sú þriðja í röð 28 bóka þar sem í
hverri verður tekin fyrir ein
bygging. Þótt það fylgi því
stundum óvissa að starfa svona
sjálfstætt er ég yfirleitt að takast
á við mjög skemmtileg verkefni.“
Frakkar hafa
áhuga á norðrinu
’Ásdís Ólafsdóttir rit-stýrir tímaritinu ART-
nord á frönsku sem
helgað er listsköpun og
hönnun á Norðurlönd-
um og í Eystrasalts-
löndunum.‘
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfs-
son efi@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 47
MENNING
KAMMERSVEIT Reykja-
víkur heldur fyrstu tón-
leikana á vetrardagskrá sinni
í kvöld, í Þjóðmenningarhús-
inu. Reyndar var tekið for-
skot á dagskrána í París hinn
10. október sl. en þá spilaði
sveitin í Théâtre Mogador í
París á íslensku menning-
arkynningunni, sem tileinkuð
var landi íss og elda. Kamm-
ersveitin, sem átti 30 ára
starfsafmæli á síðasta ári,
hefur leikið stórt hlutverk í
tónlistarlífi landsmanna um
árabil og m.a. staðið að metn-
aðarfullri útgáfu á geisla-
diskum. Frá árinu 1991 hefur
sveitin gefið út 12 diska, en
ríflega helmingur þeirra er
helgaður verkum íslenskra
tónskálda.
Það kemur því tæpast á
óvart að rækt skuli vera lögð
við íslensk verk í efnisskrá
vetrarstarfsins, en flutt verða
verk eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, Jón Leifs, Jón
Nordal, Pál P. Pálsson, Kar-
ólínu Eiríksdóttur, Tryggva
M. Baldvinsson, Gunnar
Andreas Kristinsson, Atla
Heimi Sveinsson og John
Speight, auk verka eftir er-
lend tónskáld frá ýmsum tímum. Rut
Ingólfsdóttir, fiðluleikari, sem hefur
verið í forsvari fyrir Kammersveit
Reykjavíkur um þriggja áratuga
skeið, segir sveitina enda hafa lagt
áherslu á íslenska tónlist í mörg ár.
„Við erum í upptökuverkefni sem
mun ná yfir 10 geisladiska. Í þeirri
röð er núna fjórði diskurinn að koma
út, með verkum eftir Hafliða Hall-
grímsson. Yfirleitt leikum við verkin
fyrst á tónleikum og tökum þau síð-
an upp, en svo eru þau gefin út þegar
búið er að vinna efnið. Þetta er sam-
starfsverkefni við Ríkisútvarpið,
Tónverkamiðstöðina og Smekk-
leysu.“ Rut segir Kammersveitina
hafa sett sér það markmið um alda-
mótin að gefa út og gera aðgengileg
fyrir áheyrendur á geisladiskum 50–
60 verk sem sveitin hefur spilað mik-
ið og samin hafa verið fyrir hana.
Listinn yfir íslensk verk
til upptöku alltaf að lengjast
Í vetur verða frumflutt þrjú verk;
„Tryggvi Baldursson er að semja
verk fyrir Kammersveitina og Rún-
ar Óskarsson bassaklarinettuleikara
og svo verður líka frumflutt hér á Ís-
landi nýtt verk eftir Gunnar Andreas
Kristinsson, sem reyndar verður þó
flutt í Hollandi fyrir jólin. Síðan er
John Speight að skrifa klarinettu-
kvintett fyrir Einar Jóhannesson og
okkur, sem fluttur verður í lok febr-
úar. Svo vorum við náttúrulega með
stóra dagskrá með íslenskum verk-
um úti í París um daginn og á Myrk-
um músíkdögum.“ Rut segir tón-
leikana í París hafa tekist
sérstaklega vel í alla staði, frá þeirra
bæjardyrum séð og viðtökurnar við
þessum íslensku verkum hafi verið
mjög góðar.
Spurð um hvaða megináherslu
Kammersveitin leggi við val sitt og
flutning á íslenskum verkum segir
Rut að serían sem þau, Rík-
isútvarpið, Íslensk tónverkamiðstöð
og Smekkleysa eru í samvinnu um,
hafi orðið til vegna þess að þau átt-
uðu sig á að til var svo mikill fjöldi
verka sem þau höfðu spilað en voru
ekki til aðgengileg í upptökum.
„Okkur langaði að bæta úr því og
fengum því þessa aðila til samstarfs.
Tríóið eftir Sveinbjörn Sveinbjörns-
son, sem flutt verður í kvöld, er lík-
lega elsta verkið af þeim sem við tök-
um upp. Svo er auðvitað Jón Leifs,
en þau verk sem búið er að gefa út
eftir hann með okkur eru verk sem
við spiluðum á hundrað ára afmæl-
inu hans en þau höfðu ekki verið gef-
in út áður – og jafnvel heldur ekki
verið spiluð.“ Verk annarra ís-
lenskra tónskálda eru yngri, en eins
og Rut bendir á er „listinn sífellt að
lengjast af því það er alltaf verið að
semja eitthvað nýtt fyrir okkur.
Þetta verður því greinilega aldrei
tæmandi listi. Við munum því líka
áreiðanlega stefna að því að taka upp
þau verk sem verið er að semja fyrir
okkur í vetur“.
Jólatónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur eru fastur liður í jóla-
haldi margra tónlistarunnenda, og
Rut segir efnisskrána að þessu sinni
sem endranær miðast við að gleðja
andann rétt fyrir jólin. „Við
ákváðum núna að flytja einn Brand-
enborgarkonsert, af því að við feng-
um Íslensku tónlistarverðlaunin í
janúar fyrir geisladiskana
sem Smekkleysa gaf út með
þeim. En fyrir þá diska höfð-
um við fengið svo frábæra
dóma í breskum tímaritum.“
Eins og Rut bendir á er það
nokkuð óvenjulegt vegna
þess að til eru mörg hundruð
útgáfur af Brandenborg-
arkonsertunum, en þegar
verið er að ræða um íslenska
diska erlendis þá er því yf-
irleitt þannig farið að um er
að ræða fyrstu upptökur af
verkunum og því enginn sam-
anburður við aðrar upptökur
til staðar. „Að fá svona frá-
bæra dóma – fjórar stjörnur
fyrir flutning og fimm fyrir
upptöku – fyrir verk sem allir
þekkja, þótti alveg sérstak.
Við viljum því rifja þetta að-
eins upp með því að bjóða,
auk annarra verka, upp á
Brandenborgarkonsert nr. 1
á jólatónleikunum.“
Sellókvintett Schuberts
þungamiðjan
Að sögn Rutar er þunga-
miðja tónleikanna í kvöld
strengjakvintett Schuberts.
„Hann er eitthvert stórbrotn-
asta kammerverk sem hefur
verið samið, bæði að lengd og inni-
haldi. Hann samdi þetta verk rétt
áður en hann dó og það er mjög
þekkt – oft kallað sellókvintettinn af
því að hann notar tvö selló. En áður
þegar Mozart og aðrir skrifuðu kvin-
tetta þá voru yfirleitt tvær víólur og
eitt selló. Schubert notar þarna tvö
selló sem gefa verkinu mjög sér-
stakan blæ vegna þess að annað
sellóið spilar þá svo mikið djúpt niðri
að það er næstum því eins og það sé
kontrabassi með.“ Á sellóin í kvöld
spila Sigurður Bjarki Gunnarsson og
Hrafnkell Orri Egilsson. Aðrir sem
leika kvintettinn á tónleikunum auk
Rutar eru þær Sigurlaug Eðvalds-
dóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir.
Auk þeirra kemur Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, píanóleikari, fram.
Tónleikarnir hefjast kl. 20.
Tónlist | Sellókvintett Schuberts þungamiðjan á fyrstu
tónleikum vetrarins hjá Kammersveit Reykjavíkur
Þrjú íslensk verk
frumflutt í vetur
Rut Ingólfsdóttir, Sigurður Bjarki Gunnarsson,
Hrafnkell Orri Egilsson, Sigurlaug Eðvaldsdóttir
og Þórunn Ósk Marinósdóttir.