Morgunblaðið - 31.10.2004, Síða 52

Morgunblaðið - 31.10.2004, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. j i ll i l i . i í í . Kvikmyndir.is H.J.Mbl.   S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. Rás 2 Tom Hanks NÆSLAND LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Sýnd kl. 8. M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Ó.Ö.H. DV  „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu." M.M.J. kvikmyndir.com Catherine Zeta Jones Sýnd kl. 4 og 10.15. Sýnd kl. 3 og 5. Ísl tal. / Sýnd kl. 3, 5 og 8. enskt tal. Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15. Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Taktu sporið út úr hverdagsleikanum! EINNIG SÝND Í LÚXUS VIPKL. 8 og 10.15.    Ó. H. T. Rá s 2 Shall we Dance? ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2, 4, 5.45, 8 OG 10.15. Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon ÁLFABAKKI 2, 4 og 6. Ísl tal./2, 4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal. Taktu sporið út úr hverdagsleikanum! Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Sýnd kl. 6. Kvikmyndir.is Frábær rómantísk gamanmynd með Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í aðalhlutverki. Frábær rómantísk gamanmynd með Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í aðalhlutverki. H.J: Mbl.     Ó .H .T . D V LITLA KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Sýnd kl. 8 og 10. V G . D V     H.L. Mbl.   Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3, 8 og 10.05. Sérstakt Yu Gi Oh! Safnkort fylgir með öllum miðum. 4 tegundir til að safna! ÁLFABAKKI kl. 2 og 4. Ísl tal. KRINGLAN Sýnd kl. 6. KRINGLAN kl. 12, og 2.15. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2 og 4. The Yes Men sýnd kl. 6. The Corporation sýnd kl. 10. HÁDEGISBÍÓ MIÐAVERÐ KR MYNDIR KL. KRIN Kvikmyndin Sky Captain andthe World of tomorrow, semfrumsýnd var hérlendis um helgina, hefur vakið nokkra athygli fyrir flott útlit. Ekki síst kemur þar til að leikarar leika alla myndina fyrir framan bláskjá en allt umhverfi hennar er gert í tölvu, fyrir utan nokkra muni. Eitt er þó ekki hægt að gera í tölvu en það eru fötin sem aðal- leikararnir Jude Law og Gwyneth Paltrow klæðast í myndinni. Hönn- uðurinn þekkti, Stella McCartney, dóttir Pauls, hannar búninga í mynd- inni og er þetta í fyrsta skipti sem hún fæst við svona verkefni. „Þegar Jude og Sadie Frost [með- framleiðendur myndarinnar] og Gwyneth báðu mig að hanna fötin fyrir aðalpersónurnar, las ég hand- ritið og það varð strax ljóst fyrir mér í hvernig fötum þau þyrftu að vera. Persóna Gwyneth, Polly Perkins, er blaðamaður og súperspæjari. Ég sá hana fyrir mér sem kynþokkafulla Lois Lane. Jude er myndarlegi og hugrakki flugmaðurinn, Höfuðs- maður háloftanna,“ sagði Stella í samtali við breska Vogue. Perkins kemst að því að hinn illi dr. Totenkopf standi á bakvið dul- arfullt hvarf fjölda þekktra vísinda- manna. Polly gengur um með blokk í hendi, á háum hælum og ljósa lokka í anda Veronicu Lake og ferðast um heiminn með flugmanninum til að reyna að bjarga heiminum frá glötun. Myndin er í anda vísindatrylla frá fjórða og fimmta áratug síðustu ald- ar, og þá helst King Kong. Vogue segir Stellu McCartney hafa hannað föt í anda þessara áratuga og þá líka vetrartískunnar í ár. Aðalföt hennar eru tvíddragt með þröngu pilsi og jakka sem er með víðum „lambalær- is“-ermum, eins og það er stundum kallað. Við er hún í tvídskóm og við jakkann er belti í mittið. Líka er hún oft með hatt, sem hallar á ská og að sjálfsögðu á hún ljósa, síða kápu eins og allir spæjarar. Persóna Jude Law er íklædd flug- mannalegum gæruskinnsjakka og hermannabuxum og segir Stella að með hann hafi þetta verið meira spurning um stílfæringu. Kynþokkafullir búningar „Á einum stað rífur Perkins pilsið sem hún er í og ég vildi hafa hana í háum silkisokkum með stöfunum PP. Í annarri senu í Mongólíu klæddi ég hana í silkináttslopp og loðstígvél. Gwyneth sagði að þetta væru kyn- þokkafyllstu búningar, sem hún hefði nokkru sinni verið í,“ er einnig haft eftir Stellu, sem er mjög ánægð með viðbrögð vinkonu sinnar. McCartney segist hafa rannsakað kvikmyndir frá fimmta áratugnum til að undirbúa sig og lesið teiknimynda- sögur frá Marvel. Líkt og í gömlum svarthvítum myndum er mikið um útlínur af manneskju á tjaldinu. „Ég vildi hafa útlínurnar sterkar, háa kraga, ská- settan hatt, svo hægt væri að þekkja skuggann af Perkins,“ sagði Stella. Leikstjóri og höfundur sögunnar er Kerry Conran og fékk hann þessa sérstöku hugmynd. Myndin kostaði í framleiðslu 70 milljónir bandaríkja- dala, eða um 4.900 milljónir króna, sem er um helmingur þess sem venjuleg stórmynd kostar. Tíska| Stella McCartney gerði búningana í Sky Captain and the World of tomorrow Stíll og sterkar útlínur Súper-spæjarinn, Polly Perkins, sem Gwyneth Paltrow leikur. Hér eru bæði Perkins og höfuðs- maðurinn með skáhallandi hatta. Hetjan sjálf, höfuðsmaður há- loftanna, sem Jude Law leikur. McCartney lagðist m.a. í rann- sóknir á gömlum kvikmyndum. ingarun@mbl.is Jóna nokkur Þorsteinsdóttir, ungReykjavíkurmær, ætlar að leggja það á sig að horfa á vís- indahrollinn Alien vs. Predator 50 sinnum á þrjátíu dögum. Ekki nóg með það heldur hefur hún samþykkt að fara á myndina með 50 mismun- andi strákum. Þessi uppákoma er leikur sem útvarpsstöðin X-ið 977 stendur fyrir í samvinnu við Skífuna í kynningarskyni fyrir myndina. Auglýst var á X-inu eftir stúlkum sem tilbúnar yrðu til að leggja „erf- iðið“ á sig og var Jóna valin úr hópi umsækjenda. Standist hún þolraun- ina fær hún að launum 50 þúsund kr. peningaúttekt og marft fleira góð- gæti. Jóna sá myndina þrisvar sinn- um á frumsýningardaginn fimmtu- dag og er fylgst vel með því hvort hún haldi sér við efnið. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.