Morgunblaðið - 09.11.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.11.2004, Qupperneq 23
Þæfð ull: Hattur og vettlingar, eftir Snjó- laugu G. Sigurjóns- dóttur. HANDVERK og hönnun stendur þessa dagana að sýningu á nytjahlutum úr textíl að beiðni Textílfélags Íslands í tilefni 30 ára afmælis á þessu ári. Efnt var til samkeppni um nytjahluti úr textíl og bárust hátt í 200 hlutir frá 60 aðilum, allt frá dúkum, teppum, kerrupokum, sjölum, peysum, púðum til blómavasa, húfna og vettlinga. Að sögn Fjólu Guðmunds- dóttur, fulltrúa hjá Handverki og hönnun, var öllum áhugasömum heimilt að senda inn muni og valdi þriggja manna dómnefnd verk frá 16 aðilum. Morgunblaðið/Sverrir Trefill: Heklufæla um hálsinn úr ull og tréperlum.  HÖNNUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 23 DAGLEGT LÍF Hvatinn að því að ég ákvað að setjaupp nýja vefsíðu er að safna á einnstað þeirri reynslu, upplýsingum ogþekkingu sem ég hef viðað að mér í þessu starfi á annan áratug,“ sagði Jóna Ingi- björg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur, sem nú hefur opnað vefsetrið: www.jonaingi- bjorg.is þar sem fólk getur kynnt sér þá þjón- ustu sem hún býður almenningi, félagasam- tökum og stofnunum í starfi sínu á sviði fræðslu og ráðgjafar um kynlíf og geðheilbrigði. „Ég býð upp á námskeið af ýmsu tagi, bæði þau sem ég á tilbúin og eins getur fólk beðið mig um að hanna sérstök námskeið um eitt- hvert afmarkað svið, en stór hluti af námi mínu í kynfræðinni var einmitt námsefnisgerð í kyn- fræðslu. Enn fremur get ég haldið fyrirlestra um einhver ákveðin efni og svo er ég einnig með kynlífsráðgjöf. Kynlífsráðgjöf í síma Það nýjasta á því sviði er að nú býð ég, auk ráðgjafar á stofu, upp á ráðgjöf á Netinu og enn fremur símaráðgjöf,“ sagði Jóna Ingibjörg, sem auk menntunar í hjúkrunar- og kynfræði á að baki nám í viðtalsmeðferð. „Kynlíf getur verið feimnismál og fólk á kannski erfitt með að ræða kynlífsvandamál augliti til auglitis við ókunnuga manneskju og þá getur hentað vel að hafa samband símleiðis eða á Netinu. Eins er það til í dæminu að fólk á ekki heimangengt, er statt úti á landi, eða þá að menn vilja kanna málin áður en farið er í við- tal,“ sagði Jóna Ingibjörg og kvaðst hafa hann- að netráðgjöfina og símaráðgjöfina með tilliti til þess að auðvelda fólki að hafa samband. „Samtalsmeðferð er það meðferðarform sem notað er í kynlífsráðgjöf, sem er í raun fræðsla og ráðgjöf til sjálfshjálpar vegna áhyggjuefna í kynlífi. Þetta er sambandsráðgjöf þar sem kyn- lífsvandamál eru í forgrunni og allir sem leita í kynlífsráðgjöf eiga það sameiginlegt að vilja bæta kynlífið og náin samskipti. Kynlífsráðgjöf er fyrir einstaklinga og pör, gagnkynhneigða jafnt sem samkynhneigða. En samtalsmeðferð á borð við kynlífsráðgjöf hentar ekki þeim sem eru að leita að skyndilausnum eða „pillum“ við sínum vandamálum,“ sagði Jóna Ingibjörg enn- fremur. Þegar farið er inn á vefsetur Jónu Ingibjarg- ar kennir ýmissa grasa og er of langt mál að telja upp alla þá fyrirlestra og fjölbreytilegu námskeið sem boðið er upp á. Kynlíf og sjúkdómsvæðing Hún skrifar líka þanka á vefsíðu sína og þar er meðal annars athyglisverð grein sem ber heitið Kynlíf og sjúkdómavæðing, en þar segir Jóna Ingibjörg meðal annars: „Fullnægingarkremin sem komu fram á sjón- arsviðið í kjölfar rislyfja eru gott dæmi um sjúk- dómsvæðinguna. Eftir að lyfið Viagra kom fram á sjónarsviðið datt markaðsséníum í hug að hægt væri að gera út á samsvarandi markað fyrir konur. „Látum okkur nú sjá, ef við getum tryggt þrútinn lim getum við ekki eins tryggt þrútinn sníp? Er þetta sama fyrirbærið? Meira að segja orðalagið í auglýsingunum vísar til að konur og karlar séu eins – talað er um „stinn- ingarvefi“. Með þessu er verið að gefa í skyn að þrútnir kynfæravefir séu það sem báðum kynj- unum finnist jafn mikilvægt í sínu kynlífi og ver- ið að setja kynsvörun kvenna á sama bás og karla og á forsendum karla. Mitt svar er klárt „nei“, konur og karlar eru ekki alveg eins inn- réttuð líkamlega og það er munur á viðhorfum kynjanna til þess hvað telst mikilvægt í kynlífi.“ Síðan segir Jóna Ingibjörg: „Fullnæging- arkremin eru prýðilegt dæmi um lúmska mark- aðssetningu og sjúkdómavæðinguna eins og hún leggur sig – að búa til þörf og búa til nýjan markað til að plokka peninga af konum …“ Kynverund kvenna Af þeim námskeiðum sem Jóna Ingibjörg býður upp á skal hér aðeins tilfært eitt þeirra, það er námskeið sem ber heitið Kynverund kvenna (women’s sexuality), en í þessum mán- uði efnir hún einmitt til námskeiðs um það efni sem hefst 20. nóvember næstkomandi og er tvo laugardaga í röð. „Þetta námskeið er nýjung að því leyti að áherslur byggjast alfarið á veruleika og forsendum kvennanna sjálfra og hvernig þær upplifa sig sem kynverur, en ekki viðmiðum eða hugmyndum annarra um hvernig þær eigi að vera eða hvað þær áttu að upplifa,“ segir Jóna Ingibjörg um námskeiðið. „Hugmyndafræðin á bak við námskeiðið byggist á því að, eins og konur þekkja, þá snýst það að vera kynvera ekki bara um kynlífs- athafnir eða það hvað kynfærin aðhafast hverju sinni, heldur hvernig hjartað hefur það. Með kynverund er átt við heildarupplifun þess að vera kynvera, sjálfsmynd kvenna, hugsanir, reynslu og líðan því tengda, hvort sem fólk er í parasambandi eða einhleypingar. Á námskeið- inu er komið til móts við konur sem vilja styrkja og læra um kynverund kvenna út frá eigin for- sendum og reynslu,“ sagði Jóna Ingibjörg Jóns- dóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur.  FRÆÐSLA | Opnaði vefsetur og býður m.a. námskeið um kynverund kvenna Kynlífs- ráðgjöf á Netinu Morgunblaðið/Þorkell Jóna Ingibjörg Jónsdóttir: Ný vefsíða og námskeið um kynverund kvenna. Vefslóð: www.jonaingibjorg.is Netfang: jona@jonaingibjorg.is svg@mbl.is Nytjahlutir úr textíl Peysa: Endurunnin flík eftir Sigríði Ástu Árnadóttur. Sýningin stendur fram til 14. nóvem- ber í sýningar- sal Handverks og hönnunar í Aðalstræti 12. Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki jafnt sem vinahópa. Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.