Morgunblaðið - 09.11.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 09.11.2004, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 29 UMRÆÐAN Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú staðreynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að viðteknum sannind- um.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigur- inn í Eyjabakkamálinu sýnir að umhverfisverndarsinnar á Ís- landi geta náð miklum árangri með hugrekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Alcoa, er að lýsa því yfir að Kárahnjúkavirkjun, álbræðsl- an í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimild- ir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eignarland, eða eignarland Biskupstungna- og Svínavatns- hreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á land- inu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nem- endur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar ÞÓTT EKKI væri nema útaf einu atriði í sýningu Nemendaleikhússins á Draumnum ætti að vera skyldu- mæting í leikhúsið. Þar sést ómennsk vera syngja engilblíðum rómi. Atriðið gæti líka heitið Fávit- inn syngur Stóð ég útí tunglsljósi. Þessi persóna gæti verið Neró með fiðluna, Hitler að skipa fram herjum sem eru ekki lengur til. Eða Bush í eyðimörk Íraks að syngja Good morning America. Í atriðinu kristall- ast tilvera mannsins, það er sama hversu við náum langt, við erum allt- af sami fávitinn, fáviskan er upphaf- in, eða þekkingin niðurlægð, það kemur útá eitt. Kannski er skýringin að hluta póli- tísk, við samþykkjum hvern harð- stjórann á fætur öðrum, við rísum ekki upp fyrren á þriðja degi til að fara til himna. Upprisan er kannski kjarni mennskunnar, að sjá feg- urðina og jafnréttið, en um leið virð- ist maðurinn hafa annan kjarna, eða veikleika; hina eilífu fósturstellingu. Í þeirri stellingu skríðum við blind áfram eða liggjum grafkyrr. Þetta atriði leikhússins er und- arlega mótsagnakennt, trúarlegt, klámfengið, einlægt, ofbeldisfullt. Mér leið einsog á leikriti eftir Beck- ett þarsem mótsagnirnar bera mann nánast yfirliði, hvorki hægt að hlæja né gráta, en einhver víbringur sem fer um frumur og taugar. Sýningin Draumurinn er ádeila á hina allsherjar orgíu sem virðist knýja samfélagið áfram, orgía neyslu, kláms, dóps, afþreyingar. Nú kann einhver að segja að þetta væri einfölduð mynd en á móti kemur að hverju sætir að við höfum meiri áhuga á örlögum Díönu prinsessu og David Beckham en að mótmæla þátt- töku okkar í Íraksstríði, Kára- hnjúkavirkjun, kennaraverkfalli eða þegar bensínpening- unum okkar er stolið. Hvaða máttleysi er þetta? Krafturinn í sýningu Nemenda- leikhússins skorar þetta máttleysi á hólm og sýnir að þessi stjórnlausa orgía neyslunnar er einmitt máttleysi, klætt í dýrðlegar umbúðir og ofsahraða. Við eigum svo erfitt með að spyrna við fótum, halda áfram, þess í stað er einsog við viljum frekar skjálfa í fullnæging- arkrampa í stellingu ungabarnsins, sígráðug, síhrædd, einsog annað atriðið í Draumnum sýn- ir. Sýningin vekur líka samúð með ungu fólki, að menning sem er varla bara þeirra eigin, heldur einskonar inngönguhlið að heimi fullorðna fólks- ins, er einsog skrímsli sem allt gleypir, dóp sem breytir og af- skræmir tilfinningar, einstaklingurinn týnir sér í tilbúnum heimi, og rétt á milli vöku og svefns kviknar sú spurning hvort svona eigi þetta að vera; og kannski sú mik- ilvægasta: Hver bjó þetta til? Var þetta búið til handa mér. Eða bjó ég þetta til sjálf? Í hvert skipti sem ungt fólk býr eitthvað til kemur markaðurinn æðandi og framleiðir úr því derhúfur. Hvert eiga svo leikaraefnin að stefna? Hverfa inní leikhús sem er búið til handa þeim, eða mega þau birta þennan kraft, skilning og ótrú- leg uppátæki sem finnast í Draumn- um. Þau eiga heiður skilinn fyrir leik og skemmtan og ekki síður fyrir að geta miðlað svo þroskaðri samfélags- ádeilu. Sýningin er karnival, pönk og rómantík, hrá og tæknivædd. Af því hvað sýningin hefur fengið misjafna dóma datt mér í hug að leikhúsið hefði ekki farið varhluta af hreintungustefnunni. Einsog sumir vilji sleikja leikhúsið að innan, með sinni sótthreinsuðu tungu. Þeir sem vilja hreinsa í sér tunguna, kynþátt- inn og trúna ættu að halda því áfram. Hinir ættu að fara að sjá Drauminn í Nemendaleikhúsinu. Óhreint leikhús? Elísabet Kristín Jökulsdóttir fjallar um sýningu Nemenda- leikhússins ’Upprisan er kannskikjarni mennskunnar, að sjá fegurðina og jafn- réttið, en um leið virðist maðurinn hafa annan kjarna, eða veikleika; hina eilífu fósturstell- ingu.‘ Elísabet Jökulsdóttir Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.