Morgunblaðið - 09.11.2004, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Óli Helgi Anan-íasson fæddist á
Hríshóli í Reykhóla-
sveit 28. desember
1919. Hann lést á
Dvalarheimilinu
Höfða 2. nóvember
síðastliðinn. Hann
var sonur hjónanna
Ananíasar Stefáns-
sonar, f. 7. okt. 1888,
d. 4. maí 1952, og
Herdísar Þórðardótt-
ur, f. 23. maí 1884, d.
28. febrúar 1946.
Bræður Óla Helga voru Óli Krist-
inn er lést í æsku og Stefán Jón, f.
21. febrúar 1925, d. 25. des. 1999.
Óli Helgi kvæntist 1. september
1945 Sigurbjörgu Sæmundsdóttur,
f. 3. ágúst 1922. Foreldrar hennar
voru Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, f.
11. janúar 1892, d. 1. mars 1983, og
Sæmundur Brynjólfsson, f. 12. maí
1888, d. 13. júlí 1974. Börn þeirra
Óla og Sigurbjargar eru: 1) Matth-
ías Fanndal, f. 16.2. 1945, maki
Olga Sigvaldadóttir, f. 17.2. 1951,
2003. b) Ragnar Baldvin, f. 3.8.
1982, unnusta Sigrún Inga Guðna-
dóttir, f. 20.1. 1985. c) Haraldur Jó-
hann, f. 15.1. 1984, unnusta Þóra
Hlín Þórisdóttir, f. 11.7. 1986. 4)
Soffía, f. 4.12. 1958, dóttir hennar
Berglind Harpa, f. 21.4. 1994. 5)
Arnar Guðmundur, f. 25.11. 1966,
maki Valgerður Halldórsdóttir, f.
7.1. 1969, börn þeirra eru Kári, f.
19.11. 1998, og Kristín Björg, f.
5.12. 2002.
Óli Helgi hlaut hefðbundna
skólagöngu barna þess tíma, sótti
nám á Héraðsskólanum að Reykja-
nesi við Ísafjarðardjúp og útskrif-
aðist sem búfræðingur frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri árið 1941,
tók við búi á Hamarlandi af föður
sínum 1945 og bjó þar til 1973 er
hann flutti á Akranes, þar vann
hann við fiskvinnslu fyrstu árin, en
hóf síðan störf á Grundartanga er
framkvæmdir hófust þar og starf-
aði þar fram til eftirlaunaaldurs.
Óli Helgi var alla tíð ötull talsmað-
ur landræktar og framfara í land-
búnaði og beitti sér í þeim málum
eftir því sem aðstæður leyfðu, bæði
meðan hann stundaði búskap og
eins eftir að hann hóf önnur störf.
Útför Óla Helga fer fram frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
dóttir þeirra er Herdís
Erna, f. 9.1. 1971, maki
Gústaf Jökull Ólafsson,
f. 31.7. 1969, börn
þeirra eru Olga Þórunn,
f. 12.7. 1991. Matthías
Óli, f. 27.4. 1993, og
Sandra Rún, f. 24.9.
2002. 2) Hermann Fann-
dal, f. 18.9. 1946, maki
Lovísa Steinunn Gunn-
arsdóttir, f. 29.6. 1949,
börn þeirra eru: a)
Gunnar, f. 26.3. 1969,
maki Anna María Ein-
arsdóttir, f. 12.11. 1971, dóttir þeirra
er Sóley Björg, f. 8.4. 2001. Fyrir átti
Gunnar soninn Hermann, f. 18.12.
1996. b) Jónína Helga, f. 16.9. 1972,
sambýliskona Benedicte Lie. c) Óli
Ásgeir, f. 17.5. 1980. 3) Sæmundur
Óskar, f. 8.2. 1954, maki Katrín
Björk Baldvinsdóttir, f. 27.1. 1959,
börn þeirra eru: a) Sigurbjörg
Helga, f. 23.12. 1978, maki Óskar
Rafn Þorsteinsson, f. 18.9. 1973,
börn þeirra eru Katrín María, f. 23.3.
2001, og Sigurður Andri, f. 24.12.
Ég kynntist Óla Helga fyrir 12 ár-
um þegar ég fór að venja komur
mínar upp á Skaga ásamt yngsta
syni hans, Arnari. Ekki leið á löngu
þar til ég fékk að kynnast skopgáfu
hans, enda var hann ávallt bæði
glettinn og stríðinn.
Oftar en ekki kallaði Óli mig öðru
nafni en mínu eigin og þá yfirleitt
einu af nöfnum svilkvenna minna. Ef
ég leiðrétti hann, þá sagði hann allt-
af: já, já, Olga/Kata/Vala hvernig á
maður að muna öll þessi nöfn á
tengdadætrunum? Ef hann svo
þurfti að kynna mig fyrir öðrum var
það: þetta er yngsta tengdadóttirin.
Árið 1996 varð ég þeirrar ánægju
aðnjótandi að fá að fljóta með þeim
hjónum vestur á Hamarland, eitt af
síðustu skiptum sem Óli keyrði alla
leið vestur. Reyndist þetta hin
skemmtilegasta ferð, því að ég fékk
mjög nákvæma leiðsögn á öllum
kennileitum alla leið frá Akranesi og
vestur í Reykhólasveit. Allar þessar
upplýsingar lituðu ferðina mjög og
hef ég síðan reynt að muna allt sem
sagt var.
Óli hafði oft gaman af því ef ég
skildi ekki eitthvert orð sem hann
notaði og spurði hvað það þýddi. Þá
skellihló hann og spurði hvurslags
tungumálamanneskja ég væri, fyrst
ég skyldi ekki almennt talað mál.
Annað sinn sátum við tvö og vorum
að horfa á franska mynd, þegar
hann segir allt í einu: sko, ég veit þú
talar þetta hrognamál, en segðu
mér nú alveg eins og er: geturðu
virkilega skilið hvað fólkið er að
segja? Óli vænti ekki mikils af öðr-
um og því var afskaplega auðvelt að
gleðja hann. Þegar við hjónin til-
kynntum einhverju sinni sem oftar
að við vildum halda jól með þeim
Boggu, þá lýstu augu hans upp eins
og stjörnur, ekki síst eftir að við
eignuðumst börnin okkar tvö. Kári,
sonur okkar, á vonandi eftir að
muna eftir afa sínum á komandi ár-
um og minnast þeirra samveru-
stunda.
En nú er komið að leiðarlokum og
Óli var eflaust búinn að bíða þeirrar
stundar í nokkurn tíma. Ég vil því
nota tækifærið og þakka Óla fyrir
þá samveru sem við höfum átt og er
þess fullviss að nú líði honum vel.
Þín tengdadóttir,
Valgerður.
Þegar ég skrifa hér kveðjuorð til
Óla Helga Ananíassonar tengdaföð-
ur míns og vinar, hverfur hugurinn
aftur til ársins 1976 þegar ég sá
hann fyrst. Þá var ég kornung stúlka
að hitta tilvonandi tengdaföður í
fyrsta sinn. Hann var svipmikill
maður með miklar svartar auga-
brúnir og dökkt fallegt hár. Á þeim
tíma kynntist ég því hvað Óli var
traustur, heilsteyptur og ráðagóður
maður. Einnig var hann víðlesinn um
land og þjóð. Hann var gestrisinn, en
bar þó ekki tilfinningar sínar á torg
og hafði hag fjölskyldunnar alltaf í
fyrirrúmi. Barnabörnin sóttu til
hans, hann var góður afi. Þær voru
ófáar ferðirnar sem hann og synir
mínir fóru í fjársjóðsleit niður á
Langasand. Síðustu æviárunum
eyddi hann á Dvalarheimilinu Höfða
og þar veittist mér sú ánægja að fá
að hlúa að honum þegar þrek hans
og kraftar voru farin að dvína.
Elsku Óli, hafðu þökk fyrir allt og
allt. Kæra Bogga, ég bið algóðan
Guð að styðja þig og styrkja í sorg-
inni.
Ykkar tengdadóttir,
Katrín Björk Baldvinsdóttir.
Elsku afi. Þá er komið að kveðju-
stund. Og er ég búin að kvíða þessum
degi dálítið frá því á þriðjudaginn sl.
þegar ég kvaddi þig. Þótt ég sé í
hjarta mínu fegin að þú fékkst hvíld-
ina og þurftir ekki að kveljast, þá er
svo sárt og erfitt þegar það gerist.
Allar mínar minningar tengdar afa
eru góðar. Og minningin um pípuna
hans afa stendur mér ljóslifandi í
minningunni, og fannst mér hún
rosalega spennandi og stalst ég
stundum í hana og mátaði, ekki það
að ég hafi orðið nein reykingamann-
eskju, því er fjarri. Og má kannski
segja að pípan hans afa hafi verið
besta forvörnin. Hver veit?
Minningin um afa í ullarpeysunni
sinni sem var farin að trosna á oln-
bogunum er líka sterk og afi í ull-
arpeysunni uppi í sumarbústað var
mjög kunnugleg sjón, en ég og mín
fjölskylda höfum notið góðs af sum-
arbústaðnum sem við fengum lánað-
an alltaf þegar við vildum. Þaðan eig-
um við góðar minningar enda sá
staður æðislegur og búið að nostra
við hann af mikilli alúð hvort sem það
er utan eða innan dyra.
Afa fannst voða gott að hvíla sig á
bekknum í herberginu sínu eftir
vinnu eða eftir mat. Þá var stundum
gluggað í bók og ekki var það verra
ef þær voru smá kryddaðar og grall-
aralegar, því þá glotti afi.
Alltaf var gott að eiga ömmu og
afa í nágrenninu og fór maður oft til
þeirra á leið í og úr skóla og mætti
maður alltaf sömu hlýjunni. Þegar
kom að því að ég tók bílpróf var mín
æfingakennsla á ömmu og afa bíl, og
mínir fyrstu rúntar á bíl eftir að ég
fékk bílpróf voru farnir á eðalvagn-
inum þeirra. Eftir að afi fór inná
Höfða reyndum við að fara sem oft-
ast þannig að maður hitti afa s.s í
hverri viku og fannst honum alltaf
gaman ef maður sagði einhverjar
sögur og fíflaðist aðeins, þegar heils-
an leyfði, þannig að það var alltaf
jafngott að hitta afa.
Í dag kveðjum við afa og veit ég að
vel verður tekið á móti þér, elsku afi.
Elsku amma, guð veiti þér styrk til
að takast á við þína sorg og veit ég að
þér verður hjálpað við það.
Kveðja.
Þín sonardóttir
Sigurbjörg Helga
Sæmundsdóttir.
Þegar ég hugsa um Óla afa koma
upp fjölmargar góðar minningar um
fjöruferðirnar og sumarbústaðinn
þeirra uppi í Stóra-Fjalli. Afi var
duglegur að fara með okkur systk-
inin í gönguferðir þrátt fyrir að á
mínum yngri árum hafi hreyfing
ekki verið í uppáhaldi hjá mér. Ég
vildi helst lítið hreyfa mig enda sést
það á myndum af mér síðan ég var
bara smápolli að ég var frekar þykk-
ur eða stórbeinóttur eins og ég vildi
alltaf halda fram. Ég man líka eftir
því þegar við bræðurnir vorum uppi
í sumarbústað og ég fór í eina af
mínum fjölmörgu fýlum og ég ætlaði
að labba heim en komst aldrei
lengra en nokkur hundruð metra, þá
gafst ég upp og sneri við.
Afi var skemmtilegur og góður
maður. Hann var fullur fróðleiks og
góðra sagna. Hann hafði gaman af
því að segja okkur sögur úr sveit-
inni. Ég var aldrei svo heppinn að
þekkja hinn afa minn, hann Baldvin.
En Óli afi fyllti vel upp í það hlut-
verk að vera tvöfaldur afi.
Amma og afi voru alltaf mjög dug-
leg við að ferðast og höfðu alltaf góð-
ar sögur og fallegar myndir úr
ferðalögunum. Ég held að það sé
óhætt að segja að frá þeim hafi ég þá
ástríðu að vilja ferðast og skoða
heiminn.
Síðustu vikur hafa verið erfiðar
fyrir afa og ömmu en núna er afi
kominn á betri stað. Núna fær hann
hina hinstu hvíld. Takk fyrir öll árin
og góðu stundirnar sem þú gafst
okkur, elsku afi.
Haraldur Jóhann Sæmundsson
(Haddi).
Elsku afi minn, nú er komið að
kveðjustund en ég mun alltaf sakna
þín. Ég veit að þú ert kominn á góð-
an stað meðal vina og bræðra þinna.
Þegar ég hugsa til þín er svo mik-
ið af minningum sem ég og þú einir
eigum saman. Ég man eftir öllum
göngutúrunum okkar og alltaf átt-
irðu svör við spurningum mínum og
þegar við sátum inni í þvottahúsi og
vorum að tálga eða ég að reyna að
hjálpa þér að smíða eitthvað af þess-
um ótrúlega fallegu hlutum sem
virtust leika í höndunum á þér. Ég
man eitt skipti þegar við vorum á
leiðinni í fallega bústaðinn ykkar
ömmu, þegar þú sagðir að við yrðum
að koma við í Axelsbúð og kaupa
vasahníf því allir karlmenn yrðu að
eiga hníf. Ég man þú réttir mér
fimmeyring og sagðir að ég yrði að
kaupa af þér hnífinn því þú myndir
aldrei gefa hníf.
Manstu eftir því þegar við byrj-
uðum að sá og gróðursetja í melinn
uppi á Stórafjalli? Ég held að við
megum vera stoltir af fallega skóg-
inum sem er sprottinn þar núna.
Manstu eftir rjúpunni okkar sem
alltaf hélt til undir pallinum á bú-
staðnum. Við Sigrún gistum eina nótt
í honum í fyrra. Þá kom rjúpan og þá
mundi ég eftir öllum stundunum okk-
ar þegar við sátum úti á palli á kvöld-
in og hlustuðum á hana og ræddum
allt á milli himins og jarðar.
Þetta eru yndislegar minningar
um þig, elsku Óli afi. Það eru alger
forréttindi að hafa fengið að kynnast
ÓLI HELGI
ANANÍASSON
PÉTUR ÞÓRSSON,
Marbakkabraut 38,
Kópavogi,
sem lést á heimili sínu 1. nóvember, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en
þeim sem vilja minnast hans, er bent á Heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8,
sími 540 1944.
Hulda Finnbogadóttir,
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir,
Þórný Pétursdóttir, Baldur Bragason,
Atli Mar Baldursson,
Þór Pétursson,
Guðrún Pétursdóttir,
Rán Pétursdóttir.
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andát og útför okkar ástkæra,
HILMARS ÓLAFSSONAR,
Berjarima 10,
Reykjavík.
Ólöf Ragnarsdóttir,
Garðar Hilmarsson, Sigríður Benediktsdóttir,
Ragnar Hilmarsson,
Sigurlaug Hilmarsdóttir, Ómar Torfason,
Freyja Hilmarsdóttir,
Ólafur Hilmarsson, Hrefna Ingvarsdóttir,
Sigurður R. Ólafsson, Kolbrún Daníelsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug vegna andláts og útfarar
GUNNARS HAUKS EIRÍKSSONAR,
Flétturima 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 13D,
Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaka
umönnun og til Sjómannafélags Reykjavíkur
fyrir þá virðingu sem þeir sýndu.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gíslína Erna Einarsdóttir.
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og hlýhug
við andlát og útför
GUÐNÝJAR INGUNNAR ARADÓTTUR,
Kópnesbraut 5,
Hólmavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn-
unarinnar á Hólmavík fyrir góða umönnun.
Ari Stefánsson, Sigurveig Helgadóttir,
Guðný Ingunn Aradóttir, Bogi Svanberg Thorarensen,
Eyrún Helga Aradóttir,
Ólafía Aradóttir,
Steinar Arason, Helga Jónasdóttir
og barnabarnabörn.
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
www.englasteinar.is