Morgunblaðið - 07.12.2004, Side 12

Morgunblaðið - 07.12.2004, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VESTURBYGGÐ fær úthlutað mestum byggðarkvóta á yfirstand- andi fiskveiðiári, alls 218 þorsk- ígildistonnum, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra sem hann kynnti í gær. Samtals er úthlutað 3.200 þorskígildistonnum til fjörutíu byggðarlaga í 32 sveitarfélögum. Auglýst var eftir umsóknum en samkvæmt ákvæðum laga um stjórn fiskveiða skal byggt á tveimur meg- insjónarmiðum við úthlutun byggða- kvóta. Annars vegar var úthlutað byggðakvóta til byggðarfélaga sem lent hafa í vandræðum vegna sam- dráttar í sjávarútvegi og háð eru veiðum eða vinnslu á botnfiski. Við úthlutunina var metinn samdráttur í veiðum og vinnslu botnfisks á við- komandi stöðum. Byggðarlög með fleiri en 1.500 íbúa komu ekki til greina við úthlutunina. Alls var út- hlutað 2.000 þorskígildistonnum til þessara byggða. Hins vegar var úthlutað til byggð- arlaga sem orðið hafa fyrir óvæntri skerðingu á heildaraflaheimildum fiskiskipa sem gerð hafa verið út og landað hafa í viðkomandi byggðar- lögum og sem hafa haft veruleg áhrif á atvinnuástand í byggðarlögunum. Annars vegar var komið til móts við byggðarlög sem hafa treyst á veiðar og vinnslu á rækju og hörpuskel sem veidd er innan íslenskrar lögsögu en hins vegar var tekið tillit til sam- dráttar í úthlutuðum kvóta frá Byggðastofnun. Samkvæmt úthlutuninni fær Vest- urbyggð mestan kvóta allra sveitar- félaga nú, alls 218 tonn. Þar af fær Bíldudalur 138 tonn, Patreksfjörður 75 tonn og Brjánslækur 5 tonn. Þá fær Ísafjarðarbær úthlutað 210 tonnum. Sé hins vegar tekið mið af einstökum byggðum fá Siglufjörður og Stykkishólmur mestan kvóta, alls 205 tonn en í báðum tilfellum er kvótanum ætlað að mæta samdrætti í rækju- og hörpuskelveiðum. Þá er Súðavíkurhreppi úthlutað 150 tonn- um og Sandgerði 145 tonnum. Hefur víða tekist vel Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segir að sér sýnist að út- hlutuninni nú takist betur að bæta stöðu minni sveitarfélaga, sem séu mjög háð botnfiskaflanum, svo sem á Norðaustur- og Austurlandi. Eins sé nú auðveldara að bregðast við áhrif- um samdráttar í innfjarðarrækju- veiðum, enda sé byggðakvótanum nú úthlutað til sveitarfélaga en ekki út- gerða eins og áður. Sagði Árni að mörg dæmi væru um að einstakar byggðir hefðu nýtt byggðakvótann vel og væru ekki lengur háð úthlut- unum uppbótarkvóta. Nefndi hann meðal annars Flateyri og Suðureyri í því sambandi en hvorug þessara byggða fær úthlutað byggðakvóta nú. Árni sagði einnig dæmi að byggðir væru enn í vanda, þrátt fyrir að þau hefðu fengið byggðakvóta en þar væri helst um allra minnstu byggðirnar að ræða. Mestur byggðakvóti til Vesturbyggðar                                 !!  "  # $    % # !!    !!  &   !!  ' # !!  '% (  ")    ')  !!                 )    )  * )  + #  ,  -    !!  .  !!  /  !!    !!  !   !!  "    !!   )  ,  "   !!  +%!  !!             Ætlar að verða geimfari á morgun  Íslenskur nemi í stjarneðlisfræði flottastur í Ameríku HEIMILISOFBELDI er eitt alvar- legasta mannréttindabrot í heimin- um, sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á opnum fundi um kynbundið ofbeldi, sem haldinn var á vegum UNIFEM á Íslandi og annarra samtaka sem standa að 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Kolbrún Halldórsdóttir þingmað- ur sagði mikilvægt að þeir sem fylgdust með þessum málaflokki, þ.e. þeir sem störfuðu á akrinum, héldu umræðunni um þessi mál vakandi og Sólveig Pétursdóttir þingmaður sagði mikilvægt að breyta viðhorfum almennings til þessara mála. Til þess að svo gæti orðið þyrfti opinskáa og hreinskilna umræðu. Þingmennirnir þrír voru allir frummælendur á fundinum sem var haldinn í Odda, húsnæði félagsvís- indadeildar Háskóla Íslands. Á fundinum var m.a. rætt hvort bæta þyrfti lög gegn kynbundnu of- beldi. Sólveig benti m.a. á, í því sambandi, að mikið hefði áunnist á síðasta áratug. Hún hefði t.d. sem dómsmálaráðherra beitt sér fyrir ákveðnum réttarbótum fyrir þol- endur ofbeldisbrota. Til dæmis nálgunarbanni. Nú þegar reynsla væri komin á þær réttarbætur væri eðlilegt að skoða hvernig til hefði tekist. Dragi kærur til baka Ágúst Ólafur gerði m.a. grein fyrir þingsályktunartillögu sinni um að heimilisofbeldi yrði skilgreint sérstaklega í hegningarlögum en í núgildandi löggjöf væri hvergi að finna ákvæði sem skilgreindi slíkt ofbeldi. Í heimilisofbeldismálum, sem koma fyrir dómstóla, er því dæmt skv. ákvæðum hegningarlaga sem fjalla um líkamsmeiðingar. Sólveig sagði hins vegar í þessu sambandi að ekki væri víst að sér- ákvæði um heimilisofbeldi leysti all- an vanda. Frekar ætti að líta á hvernig núgildandi ákvæðum lag- anna væri framfylgt. „Ég held að framkvæmd laganna sé oft meira vandamál,“ sagði hún. Drífa Snædal, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, sagði stjórnvaldsaðgerðir nauðsynlegar til að ná umbótum í þessum mála- flokki. Til dæmis þyrfti að taka ráð- in af þeim konum sem yrðu fyrir heimilisofbeldi, þannig að hið op- inbera myndi sjálfkrafa kæra of- beldismanninn en ekki konurnar sjálfar. Hún sagði jafnframt, í þessu sambandi, dæmi um að lögreglan hringdi í konur og færi fram á að þær drægju kærur til baka. Fundargestir ræddu einnig dóma í málum sem tengdust kynbundnu ofbeldi. Kolbrún og Ágúst Ólafur tóku m.a. undir með þeim sem gagnrýndu að dómarar nýttu refsi- rammann í slíkum málum ekki til fullnustu. Ágúst sagði að meðal- lengd dóma í nauðgunarmálum væri um átján mánuðir. Hann sagði refsirammann í slíkum málum skýr- an en dómarar hundsuðu þrátt fyrir það stóran hluta hans. Hámarks- refsing fyrir nauðgun væri sextán ár. „Við þurfum einhvers konar við- horfsbreytingu meðal dómara.“ Hann velti því einnig fyrir sér hvort löggjafinn ætti að setja refsihækk- unarákvæði í hegningarlögin, til að ná fram þyngri refsingu í nauðg- unarmálum. „Heimilisofbeldi eitt alvarlegasta mannrétt- indabrot í heiminum“ Morgunblaðið/Þorkell Fundargestir á fundi um kynbundið ofbeldi. Fremstar á myndinni eru Rúna Jónsdóttir og Kolbrún Pétursdóttir. ÚR VERINU SH HEFUR tilkynnt kaup á franska fyrirtækinu Comigro Geneco SA og að unnið sé að sameiningu þess við Icelandic France. Kaupverð franska félagsins er þrjár milljónir evra og vinna aðeins 3 starfsmenn hjá því. Velta Comigro er um 10 milljónir evra sem er um 1,4% af veltu SH í fyrra. Samkvæmt tilkynningu frá SH hefur Comigro skilað ágætum hagnaði en í fréttatilkynningu frá SH kemur fram að félagið sé með sterka markaðsstöðu í ákveðnum hlutum smásölugeirans, frystibúð- um og heimsendingarþjónustu. Comigro fellur því vel að Icelandic France sem hefur sterka stöðu með- al stórverslana og í veitingaþjón- ustu. Á hluthafafundi SH í gærmorgun var samþykkt að veita stjórn félags- ins heimild til að auka hlutafé þess um einn milljarð króna. Jafnframt samþykkti fundurinn að víkja frá forgangsrétti hluthafa til að skrifa sig fyrir hlutafjáraukningunni. Út- boðsgengi verður ákveðið síðar af stjórn félagsins. Tilgangur heimild- arinnar er að fjármagna nýlegar fjárfestingar í Bretlandi en einnig er ætlunin að nota hlutaféð til áfram- haldandi uppbyggingar. Þá er einnig ætlunin að uppfylla skilyrði Kaup- hallar Íslands um eignarhald og auka viðskipti með hlutabréf félags- ins. Þá var á fundinum tilkynnt að ver- ið væri að ganga frá kaupum á af- ganginum (25%) af Coldwater Sea- food sem mun auðvelda alla hagræðingu í Bretlandi en SH hefur keypt Seachill og Cavaghan & Gray í Bretlandi á árinu. Ætti þetta að styrkja stöðu SH í Bretlandi enn frekar. SH kaupir fyrirtæki í Frakklandi Hlutaféð aukið um einn milljarð króna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.