Morgunblaðið - 07.12.2004, Side 18

Morgunblaðið - 07.12.2004, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FILIPPSEYINGUR virðir fyrir sér hús sem hrundi af völdum skriðu í bænum Kiluluron í Quezon-héraði á Filippseyjum. Hafa náttúruhamfarir, fellibyljir, flóð og skriðuföll valdið gífurlegum skaða og nú er óttast, að allt að 1.400 manns hafi týnt lífi á einni viku. Vinna hjálparstarfsmenn og hermenn hörðum höndum að því að bjarga fólki og koma til þess vistum. Talið er, að skógareyðing eigi sinni þátt í hörmungunum. Reuters Eyðilegging og dauði á Filippseyjum LEIÐTOGAR Kristilegra demó- krata, CDU, í Þýskalandi og systur- flokksins í Bæjaralandi, Kristilega sósíalsambandsins, CSU, hvetja Ger- hard Schröder kanslara til að koma í veg fyrir að Tyrkland fái aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogarnir tveir, Angela Merkel og Edmund Stoiber, segja í bréfi til Schröders að með aðild Tyrklands myndi ESB fara „út yfir takmörk“ sín. Bréfið var birt á sunnudag í dag- blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Þar sagði að yrði fylgt tíma- setningu sem ákveðin hefur verið varðandi viðræður við Tyrki um að- ild, sem sennilega gæti orðið að veru- leika innan tveggja áratuga, myndi fólk fá á tilfinninguna að um sjálf- krafa ferli væri að ræða. Það myndi verða mjög íþyngjandi fyrir sam- bandið. Flokksþing CDU hófst í Düssel- dorf í gær. Merkel ritaði í september leiðtogum helstu hægriflokka í ESB bréf þar sem hún bað þá um stuðning við þá lausn að Tyrkland fengi samn- ing við sambandið um það sem hún nefnir „forréttinda-samskipti“. Schröder hefur mælt eindregið með aðild Tyrklands en tekin verður ákvörðun um upphaf aðildarviðræðna á leiðtogafundi ESB 16.–17. desem- ber og búist við að tillaga þess efnis verði samþykkt. Bela Anda, talsmað- ur kanslarans, sagði á sunnudag að ríkisstjórn jafnaðarmanna og græn- ingja hefði engin áform um að breyta stefnunni varðandi aðild Tyrklands. Mjög umdeilt í Evrópu Málið er mjög umdeilt í Evrópu og skiptast menn í fylkingar þvert á flokka. Margir telja brýnt að verð- launa Tyrki í fyllingu tímans fyrir að hafa komið á ýmsum umbótum í lýð- ræðisátt. En aðrir segja að aðild 70 milljóna múslímaþjóðar geti valdið miklum vanda, meðal annars vegna menningarlegra og trúarlegra ágreiningsefna. Einnig er bent á að Tyrkir séu mun fátækari en nokkur aðildarþjóð og muni íþyngja sjóðum sambandsins og segja að þaðan muni streyma fátæklingar til Evrópu í leit að vinnu og félagslegri aðstoð. Aust- urríkismenn og Kýpur-Grikkir eru samt einu ESB-þjóðirnar sem hafa lýst andstöðu við aðild Tyrklands. Hindri aðild Tyrkja ESB fari ekki „út yfir takmörk sín“ Berlín. AFP, AP. VOPNAÐIR menn, sem grunaðir eru um að tengjast al-Qaeda- hryðjuverkasamtökunum, réðust í gær á bandarísku ræðismannsskrif- stofuna í Jeddah í Sádi-Arabíu. Réð- ust sádi-arabískir þjóðvarðliðar strax gegn þeim og eftir blóðug átök, sem stóðu í þrjár klukkustund- ir, lágu að minnsta kosti átta menn í valnum. Um er að ræða fyrstu árásina í Sádi-Arabíu á aðsetur sendimanna erlends ríkis en liðsmenn al-Qaeda hafa borið ábyrgð á allmörgum árásum og hryðjuverkum í landinu frá því í maí 2003. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær, að árásin sýndi, að hryðjuverkaöflin væru enn að. Tókst ekki að taka gísla Í fyrstu voru fréttir um, að árás- armennirnir hefðu tekið gísla en það var seinna borið til baka. Virðist sem þeir hafi ekki komist inn í að- albygginguna þar sem flestir starfs- mannanna leituðu hælis en í átök- unum féllu þó fimm starfsmenn ræðismannsskrifstofunnar. Voru þeir ekki bandarískir því að fullyrt er, að enginn Bandaríkjamaður hafi fallið. Að auki féllu þrír árásar- mannanna og tveir þeirra voru handteknir. Fullyrt var í gær, að fjórir þjóðvarðliðar hefðu fallið en síðan vildu yfirvöld ekki við það kannast. Mikil gæsla hefur verið við ræð- ismannsskrifstofu Bandaríkjanna í Jeddah og því þykir ljóst, að árásin á hana hafi verið vel skipulögð. Réð- ust mennirnir að vörðunum með handsprengjum og eftir að þeir voru komnir inn á lóðina köstuðu þeir sprengjum inn í húsið. Steig upp úr því mikill reykur í gær. Bandaríkjastjórn ákvað í gær, að „í öryggisskyni“ skyldi bandaríska sendiráðinu í Riyadh og ræðis- mannsskrifstofunni í olíuborginni Dhahran lokað um stundarsakir. Mannfall í blóðugum átökum í Jeddah Menn, sem taldir eru tengjast al-Qaeda, réðust á bandarísku ræðismannsskrifstofuna í borginni Jeddah. AFP. MIKIÐ mannfall hefur verið í liði Bandaríkjamanna í Írak að undanförnu og það næstmesta frá upphafi í nóvember síðastliðnum, einkum vegna átakanna í Fallujah. Er þessi mynd frá minningarathöfn um 10 bandaríska hermenn en hún var haldin í herstöð í Mið-Írak. Reuters Fallnir hermenn SJÖ litlar sprengjur sprungu í gær í jafnmörgum spænskum borgum. Ollu þær að minnsta kosti fimm manns lítillegum meiðslum en mað- ur, sem kvaðst tala fyrir hönd bask- nesku aðskilnaðarsamtakanna ETA, hafði áður varað við þeim. Sprengjur sprungu í borgunum Leon, Avila, Valladolid og Santillana del Mar á Norður-Spáni; í Ciudad Real í miðhluta landsins og í Alicante og Malaga í sunnanverðu landinu. Hringt var í baskneska dagblaðið Gara og varað við sprengingunum en það var einnig gert síðastliðinn föstudag, nokkru áður en fimm litlar sprengjur sprungu við bensínstöðv- ar í Madrid. Á sunnudag gerði lög- reglan óvirka sprengju í borginni Almeria á Suður-Spáni. Mikill viðbúnaður Spænska lögreglan var með mik- inn viðbúnað í gær en þá var almenn- ur frídagur, 26. afmælisdagur stjórn- arskrárinnar. Með henni var lagður grundvöllur að verulegu sjálfstæði einstakra héraða, til dæmis Baska- lands. ETA berst hins vegar fyrir al- geru sjálfstæði héraðsins og hefur drepið meira en 800 manns í þeirri baráttu sinni. Sprenging- ar í spænsk- um borgum Madrid. AP. UM 600 frammámenn meðal sjíta í Írak komu saman til fundar í gær í hinni helgu borg Najaf til að ræða stofnun sérstaks sjálfstjórnarlýð- veldis sjíta í landinu. Verði hún að veruleika gæti hún leitt til þess, að Írak liðaðist í sundur, en við því hafa margir varað. Í upphafi fundarins hvatti Adnan al-Zorfi, ríkisstjóri í Najaf-héraði, til stofnunar ráðs, sem hefði meiri völd en héraðaráðin nú, og ætlað væri að samræma stefnu sjíta í stjórn-, efnahags- og öryggismál- um. Þá hvatti Ukail al-Khozai, að- stoðarríkisstjóri í Karbala, til að sjítar byggju sig undir, að Írak yrði sambandslýðveldi. Hugmyndir um að stofna sér- stakt sjálfstjórnarlýðveldi sjíta í Írak hafa lengi verið á kreiki en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru ræddar formlega. Sjítar eru taldir vera um 60% landsmanna en voru kúgaðir í valdatíð Saddams Huss- eins og hafa lengi mátt lúta súnn- ítum. Þeir eru því mjög áfram um, að fyrirhugaðar kosningar í Írak fari fram 30. janúar næstkomandi eins og að er stefnt. Varað við sundurlimun Abdelaziz Bouteflika, forseti Als- írs, hvatti í gær alþjóðasamfélagið til að koma í veg fyrir, að Írak sundraðist. „Sundurlimun Íraks mun hafa al- varlegar afleiðingar í öllum Mið- Austurlöndum og því verða Sam- einuðu þjóðirnar að hafa forystu um að berjast gegn henni,“ sagði Bouteflika á fundi með Nobutaka Machimura, utanríkisráðherra Jap- ans, í Tókýó. Hafa margir aðrir tek- ið í sama streng, ekki síst Tyrkir, sem óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda í Norður-Írak.Enn er stefnt að þingkosningum í Írak 30. janúar og ætla Bandaríkjamenn að fjölga í herliði sínu í landinu, úr 138.000 í 150.000, til að tryggja betur, að þær geti farið fram. Ghazi al-Yawar, bráðabirgðaforseti Íraks, sagði í gær, að ekki kæmi til greina að fresta þeim enda yrði það bara sig- ur fyrir „myrkraöflin“. Lakhdar Brahimi, sérstakur ráð- gjafi Kofis Annans, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, í Írak efast hins vegar um, að unnt sé að halda kosningarnar. Hætta sé á, að þátttaka í þeim verði mjög lítil með- al súnníta og því sé líklegt, að flokk- ar sjíta verði einráðir að þeim lokn- um. Það gæti aftur ýtt undir bein átök milli trúflokkanna. Sjítar ræða stofnun sjálfstjórnarlýðveldis Ýtir undir ótta við að Írak muni liðast í sundur Bagdad. AFP. KARL Bretaprins hvatti í gær til, að komið yrði í veg fyrir ofveiði og rán- yrkju á alþjóðlegum hafsvæðum. Sagði hann, að ella stefndi í „stór- slys“ fyrir vaxandi mannfjölda í heiminum. Karl segir þetta í grein í dag- blaðinu Daily Telegraph en í dag kemur út í Bretlandi skýrsla um áhrif ýmissa veiðiaðferða á lífríkið í sjónum. Sagt er, að höfundar hennar muni leggja fram 60 tillögur og með- al annars, að breska manneldisráðið hætti að hvetja fólk til að hafa fisk á borðum tvisvar í viku. Í grein sinni segir Karl, að til séu ýmsar aðferðir til að koma í veg fyrir ofveiði, meðal annars sú regla á Ís- landi að takmarka árlega veiði við 25% hrygningarstofns. Þá segir hann, að aukin möskvastærð hafi gefist vel við að reisa við fiskstofna við austurströnd Bandaríkjanna. Karl prins varar við ofveiði London. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.