Morgunblaðið - 07.12.2004, Side 19

Morgunblaðið - 07.12.2004, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 19 ERLENT STUÐNINGSMENNIRNIR dýrka hana og dá, telja hana nánast goð- um líka veru en andstæðingarnir væna hana um lýðskrum og spill- ingu. Júlía Tímosjenko er nú einn þekktasti leiðtogi „Appelsínugulu byltingarinnar“ í Úkraínu og marg- ir telja að hennar bíði enn frekari upphefð í stjórnmálum þar. Ýmis- legt er hins vegar á huldu um feril hennar og hún hefur verið sökuð um að hafa makað krókinn ótæpi- lega að hætti gjörspilltra úkr- aínskra auðjöfra; mannanna sem hún hefur barist gegn og uppskorið alþýðuhylli fyrir. Tímosjenko hefur verið áberandi á undanliðnum vikum eða frá því að stjórnarandstaðan í Úkraínu hóf andóf til að mótmæla kosn- ingasvikum í síðari umferð forseta- kosninganna þar sem fram fóru í liðnum mánuði. Hún hefur reynst einn kröftugasti liðsmaður og mál- svari Víktors Jústjenkos, leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem margir telja að hafi í raun farið með sigur af hólmi í síðari umferð kosning- anna. Hún hefur talað til þúsunda stuðningsmanna hans sem haldið hafa til í miðbæ Kíev, höfuðborgar Úkraínu, og svarið þess dýran eið að láta ekki af mótmælum fyrr en stjórnvöld hafi viðurkennt svikin. Raunar munu vinsældir hennar vera slíkar að hermt er að margir vildu gjarnan að hún tæki við for- setaembættinu. Hún er gjarnan nefnd „gyðja byltingarinnar“ og til marks um alþýðleika hennar er haft að hár sitt greiði hún jafnan og leggi að hætta úkraínskra bænda- kvenna. Verðandi forsætisráðherra? Júlía Tímosjenko er ekki ný- græðingur á sviði stjórnmála í Úkraínu. Hún er 44 ára fædd í Dniepropetrovsk í austurhluta landsins árið 1960. Hún varð að- stoðarforsætisráðherra á árunum 1999–2001 þegar Jústsjenko var forsætisráðherra. Henni var þá fal- ið, á grundvelli reynslu sinnar, að blása til herfarar gegn hags- munavörslu auðjöfra sem lagt höfðu undir sig gjörvallan og gjörspilltan orkugeirann í Úkraínu. Hermt er að starf hennar hafi skilað andvirði tveggja milljarða Bandaríkjadala í ríkiskassann og veitti stjórnvöldum ekki af þeim fjármunum. Nú telja ýmsir að Tímosjenko hyggist nýta sér vinsældir sínar og hreppa sjálft forsætisráðherraemb- ættið eftir sigur stjónarandstöð- unnar í endurteknum forsetakosn- ingum sem fram eiga að fara 26. þessa mánaðar. Þar með gefist henni tækifæri til að ná fram hefndum og gera auðjöfrunum lífið leitt. Ekki er víst að leið hennar til valda verði svo greið. Gjörspilltur gasforstjóri? Júlía Tímosjenko fór með orku- mál í stjórn Jústsjenkos vegna sér- þekkingar sinnar á þeim mála- flokki. Á síðasta áratug liðinnar aldar fór hún fyrir „Sameinaða orkukerfinu“, helsta gasfyrirtæki Úkraínu. Hún beitti sér fyrir ýms- um breytingum á því sviði sem flokkaðar voru sem „umbætur“ á Vesturlöndum. Hún er hins vegar sökuð um að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast gífurlega í þessu starfi. Hermt er að árið 1996 hafi hagn- aður sem svaraði til eins milljarðs Bandaríkjadala „horfið“. Hún hefur jafnan vísað ásökunum þessum á bug og fjendur hennar hafa ekki getað lagt fram óyggjandi sönn- unargögn í þessu efni. Ásakanirnar urðu til þess að Leoníd Kútsma, fráfarandi forseti, svipti hana embætti aðstoðarfor- sætisráðherra árið 2001. Þá mynd- aði Tímosjenko flokk á þingi lands- ins og tók að beina spjótum sínum mjög að forsetanum. Fullyrt er að á milli þeirra tveggja ríki fullkomið hatur. Í febrúarmánuði 2001 var Júlía Tímosjenko handtekin, sökuð um spillingu. Ákærendur fullyrtu að hún hefði sem stjórnandi gasfyr- irtækisins mikla greitt Pavlo Laz- arenko, annáluðu spillingartrölli, alls andvirði 80 milljóna dollara í mútur er sá var forsætisráðherra Úkraínu á tíunda áratugnum. Að auki var hún sökuð um pen- ingaþvætti og að hafa misnotað að- stöðu sína í starfi. Skömmu áður en þetta gerðist hafði Júlía Tímosj- enko hafið herferð í því skyni að knýja Kútsma forseta til að segja af sér á þeim forsendum að hann tengdist morði á þekktum blaða- manni, Georgíj Gongadze. Henni var sleppt eftir stutta dvöl innan fangelsismúra og ákæran var síðar látin niður falla. Hins vegar dylst engum að valdastéttin í Úkraínu vill gjarnan ná sér niður á Júlíu Tímosjenko og margvíslegar rann- sóknir á framgöngu hennar í starfi hafa verið hafnar. Alþýðufylgið virkjað? Almennt er litið svo á að Víktor Jústsjenko sé heldur varfærinn maður sem leita vilji sátta. Júlía Tímosjenko er fulltrúi hins arms stjórnarandstöðunnar, þeirra sem telja að ekki komi til greina að fall- ast á neinar tilslakanir í sam- skiptum við stjórnvöld. Sumir ótt- ast að stjórnarandstaðan komi til með að klofna og víst þykir að Júlía Tímosjenko njóti meira alþýðufylgis en Jústsjenko. Hún er enda vænd um ómerkilegt lýðskrum og oftar en ekki hefur henni tekist að kveikja í stjórnarandstæðingum á fjöldafundum þeirra í fimbulkuld- anum í Kíev á undanliðnum vikum. Líkur eru á að hún hafi ekki sagt sitt síðasta orð í stjórnmálum í Úkraínu. Svo virðist sem alþýða manna kæri sig kollótta um að hún hafi eitt sinn fyllt flokk auðjöfranna sem hún berst nú gegn. Reuters Júlía Tímosjenko í hópi aðdáenda í miðborg Kíev. Hún þykir alþýðleg í framgöngu og háttum þrátt fyrir að hafa forðum verið gasforstjóri og, eftir því sem sagt er, hagnast gífurlega í því starfi. Valdastéttin í Úkraínu vænir hana um lýðskrum en sagt er að hún hyggist nýta sér miklar vinsældir til frekari frama í úkraínskum stjórnmálum. Lýðskrumari eða byltingargyðja? Trúlega er Júlía Tímosjenko vinsælust þeirra sem nú fara fyrir stjórnarandstöðunni í Úkr- aínu. Margir telja að hennar bíði enn aukin áhrif í stjórnmálum landsins þrátt fyrir feril sem virðast kann vafasamur. ’Nú telja ýmsir að Tím-osjenko hyggist nýta sér vinsældir sínar og hreppa sjálft forsætis- ráðherraembættið.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.