Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 20
Land | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Velgengni | Umf. Snæfells í úrvals- deildinni í körfubolta hefur vakið mikla athygli um allt land og um leið hafa heimamenn verið stoltir af sínu liði. Fyr- ir nokkru hafði eftirlitsnefnd KKÍ um launaþak afskipti af málum Snæfells. Nefndin úrskurðaði að liðið bryti reglur sambandsins og borgaði leikmönnum of há laun. Það er mál manna að launaþakið komi illa niður á landsbyggðarfélög- unum. Leikmönnum sem koma til lands- byggðarfélaganna eru áætlaðar tekjur frá félögunum vegna fæðis og húsaleigu þrátt fyrir að í samningum við leikmenn sé ekkert minnst á slík atriði. En þetta snýr öðruvísi við ef leikmenn fara frá landsbyggðinni til liðs við félög á höf- uðborgarsvæðinu. Þá hverfa þeir leikmenn í fjöldann og hvergi kemur debetmegin kostnaður vegna fæðis og húsnæðis hjá viðkomandi félagi jafnvel þó að hann sé greiddur af félaginu. Einn erlendur leikmaður Snæ- fells hefur hætt í kjölfarið svo að nú er launakostnaður Snæfells undir launaþak- inu í bili. Þetta mál hefur farið mjög illa í bæjarbúa og ekki síst leikmenn félagsins. Það hefur komið niður á getu þeirra í síð- ustu tveimur leikjum liðsins. Á fimmtu- daginn verða þeir að komast í rétta gír- inn.    Bónusverslun | Fyrir nokkrum vikum var opnuð ný og glæsileg Bónusverslun í húsnæði þar sem áður starfaði 10–11- verslun. Mikil eru viðbrigðin því mat- vöruverð snarlækkaði og framboð mat- vöru er mun meira. Bæjarbúar þurfa ekki lengur að gera sér ferð til Reykja- víkur til að versla ódýrt. Nýja verslunin styrkir búsetu í Hólminum, þótt alltaf hafi þótt gott að búa þar. Í Stykkishólmi hefur verið starfrækt bókaverslun í tugi ára og veitt bæj- arbúum góða þjónustu. Með tilkomu Bónuss streyma hingað jólabækurnar á gjafprís. Þar á bókabúðin engan mögu- leika á að standast samkeppnina. Bóka- verð í Bónus er lægra en bóksalinn fær bókina á frá útgefanda. Bóksalinn fær 30% afslátt frá útgefanda, en Bónus býð- ur betur, a.m.k. 45% afslátt. Bóksalinn er ráðalaus og getur ekkert gert, þó að hann vildi. Bóksalan í desember hefur haldið þessari litlu bókabúð á floti, en ef jólavertíðin er ekki lengur til staðar, hvað gerist þá? Maður spyr sig er hér um eðlilega og heiðarlega samkeppni að ræða? Eitt er víst, að almenningur nýtur góðs af þessu stríði. Úr bæjarlífinu STYKKISHÓLMUR EFTIR GUNNLAUG ÁRNASON FRÉTTARITARA Þangverktíðinni hjáÞörungaverk-smiðjunni á Reyk- hólum er lokið. Fjórir sláttuprammar voru að störfum til loka og á vef Reykhólahepps kemur fram að það sé frekar óvenjulegt að svo mikið sé slegið svona langt frameftir vetri. Þangsláttumenn héldu upp á tímamótin með borðhaldi. Selshryggur og lundi voru á boðstólum og glatt á hjalla, segir á vefnum. Þangsláttu- prömmunum er lagt til vors. Nú tekur þarinn við, en hann er plægður upp af botni Breiða- fjarðar með Karlsey, skipi verksmiðjunnar. Þangvertíð lokið TónlistarhópurinnÓkyrrð efndi til út- gáfutónleika í Ketilhús- inu á Akureyri nýlega. Ókyrrð varð til haustið 2002 og samanstendur af átta einstaklingum. Á myndinni má sjá Örnu Valsdóttur, söngkonu Ókyrrðar, og Baldvin Ringsted gít- arleikara. Tónleikagest- ir skemmtu sér hið besta. Morgunblaðið/Kristján Ókyrrð á Akureyri Ólafur Stefánssonyrkir um GuðnaÁgústsson, sem býr í Jórutúni norðan Ölf- usárbrúarinnar: Sunnlendinga byggðir bætir bregður svip á föðurtún. Brúarsporðsins Guðni gætir grænn er fáni þar við hún. Svo virðist því sem Guðni sé í svipuðum spor- um og Heimdallur, sem situr við Himinbjörg og gætir Bifrastar, regn- bogabrúarinnar sem ligg- ur í Ásgarð. Heimdallur heyrir grasið vaxa og ull á sauð- um. Sólskríkjan yrkir: Við brúarendann vaskur verst verði þjóð í nauðum, enda að Guðna eyrum berst ef ullin vex á sauðum. Heimdallur á þingi pebl@mbl.is Aðaldalur | Aðventusamkomur með þátttöku barna eru fastur liður í kirkjustarfinu í Aðaldal og koma þá nemendur tónlistar- skólans á Hafralæk og spila tón- list sem tengist jólunum. Um helgina komu sókn- arbörnin saman í Neskirkju þar sem spilað var á blásturs- hljóðfæri, fiðlur og píanó en sóknarpresturinn, sr. Þor- grímur J. Daníelsson, þjónaði fyrir altari. Ekki voru allir háir í loftinu sem þar stóðu fyrir fram- an altarið, en kunnu ótrúlega vel með hljóðfærin að fara svo varla heyrðist feilnóta. Mikil ánægja með frammistöðu þessa unga tónlistarfólks, en auk þessa fengu kirkjugestir að hlýða á aðventuhugvekju Jónasar Sig- urðarsonar frá Lundarbrekku í Bárðardal þar sem lýst var jóla- haldi fyrir meira en hálfri öld. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Andrea Rut Andrésdóttir og Benedikt Natanel Bjarnason með fiðlurnar. Börnin taka þátt í starfinu Aðventan Vestmannaeyjar | Samkomulag tókst nú um helgina milli fulltrúa Vestmannaeyja- bæjar og Vegagerðarinnar um breytingar á vetraráætlun Herjólfs. Ferð- um verður fjölgað um tvær á viku, verða tíu alls, en í gildandi áætlun sigldi ferjan átta sinnum milli lands og eyja í viku hverri. Áætlunin tekur gildi á fimmtudag, 9. desember, og þá verða tvær ferðir á fimmtudögum, föstudögum og sunnudög- um. Vetraráætlunin verður í gildi til loka febrúar á næsta ári. Í samkomulaginu er einnig fjallað um breytingu á fargjöldum skipsins en þau hækka um 6% um áramót, 1. janúar 2005. Fargjöld hafa ekki hækkað síðan 1. júlí árið 2002. Einnig var samið um að Vestmannaeyjabær og Vegagerðin gangi til viðræðna í byrjun næsta árs um ferðaáætlun Herjólfs á næsta samnings- tímabili, en rekstur skipsins verður boðinn út á ný á miðju næsta ári og nýtt tímabil hefst 1. janúar 2006. Arnar Sigurmunds- son, formaður bæjarráðs, lýsir yfir ánægju sinni með breytta vetraráætlun í samtali við eyjafrettir.net.og segir þar að með samkomulaginu hafi tekist að tryggja aukna þjónustu skipsins yfir vetrarmán- uðina. Þörfin hafi verið brýnni nú í kjölfar þess að strandsiglingum hafi verið hætt,en það kalli á aukna vöruflutninga með Herj- ólfi. Ferðum fjölg- að um tvær á viku Húsavík | Húsavíkurbær hefur auglýst eftir þremur framkvæmdastjórum vegna nýrra starfssviða hjá bænum. Samhliða upptöku nýs skipurits verða fimm stjórn- unarstöður lagðar niður; staða bæjarrit- ara, staða fræðslufulltrúa, staða tóm- stundafulltrúa, staða bæjarverkfræðings og staða deildartæknifræðings. Nýju störf- in þrjú sem ráðið verður í eru störf fram- kvæmdastjóra fjármála- og stjórnsýslu- sviðs, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og þjónustusviðs og framkvæmdastjóra um- hverfis- og framkvæmdasviðs. Aukafundur var boðaður í framkvæmdanefnd að beiðni minnihlutans en þar skýrði bæjarstjóri væntanlegar breytingar á starfaskipulagi Húsavíkurbæjar. Þetta kemur fram á vef Skarps. Fimm stjórnendum sagt upp ♦♦♦ Húsavík | Sjóminjasafnið á Húsavík fékk afhent að gjöf tímaritið Ægi frá upphafi, fallega innbundið í alls 109 bindi. Það var Sigurður Sigurðsson sem færði safninu þessa gjöf í tilefni þess að liðin eru 90 ár frá fæðingu föður hans. Sigurður Sigurðsson sagði við þetta tækifæri að faðir sinn, Sig- urður Sigurðsson, skósmiður og bókbindari, hefði bundið inn ár- gangana frá 1905 til ársins 1979. Þórarinn Þórarinsson frá Vogum í Kelduhverfi tók við af honum og batt inn árgangana 1980 til 1990. Annar Keldhverfingur, Adam Jóns- son frá Tóvegg, hefur síðan bundið inn Ægi fyrir Sigurð fram á þennan dag. Óskar Þór Halldórsson ritstýrir Ægi í dag og var hann viðstaddur afhendinguna. Hann sagði þetta ein- staka gjöf því alla árganga Ægis væri óvíða að finna á einum og sama stað og sem dæmi ætti blaðið sjálft þá ekki til. Guðni Halldórsson for- stöðumaður Sjóminjasafnsins sagði gjöf Sigurðar ómetanlega og góða viðbót við þau rit og bækur um sjáv- arútveg sem fyrir væri á safninu. Morgunblaðið/Hafþór Færði Sjóminjasafninu Ægi frá upphafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.