Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 21 MINNSTAÐUR Laugarvatn | Skálholtskórinn stendur að venju fyrir metn- aðarfullu tónleikahaldi á jólaföst- unni með miklu úrvali hljómlist- armanna og söngvara. Örlygur Benediktsson tónskáld sem ný- kominn er heim frá tónlistarnámi við Tónlistarakademíuna í Péturs- borg í Rússlandi, samdi sérstakt jólalag af þessu tilefni við mið- aldajólatexta. Lagið er sérstaklega samið fyrir söngvarann Egil Ólafsson sem tekur þátt í tónleikunum ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Auk þeirra koma fram Barna- og Kammerkór Biskupstungna, 12 manna strengja- og blásarasveit, allt einvalalið. Konsertmeistari er Hjörleifur Valsson en öll lögin sem flutt verða eru útsett sér- staklega af Þóri Baldurssyni, stjórnandi er Hilmar Örn Agn- arsson, organisti í Skálholti. Á dagskránni eru 20 verk, allt frá því að vera háklassísk yfir í létt amerísk. Að sögn stjórnand- ans er kórinn nú í annað sinn með sérsamið jólalag á dagskránni og stefnan að halda því áfram þar til þau verða nógu mörg til að fylla geisladisk. Tónleikarnir verða tvennir og fara fram 11. desember kl. 14 og 16.30. Síðast var uppselt viku fyrir tónleikana en kirkjan í Skálholti tekur 300 manns í sæti. Morgunblaðið/Kári Jónsson Á æfingu Skálholtskórinn ásamt Hilmari Erni Agnarssyni, lengst til vinstri á myndinni, á æfingu fyrir jólatónleikana. Samdi jólalag við mið- aldatexta LANDIÐ Biskupstungur | Listaverkið Skeifukast eftir Stefán Geir Karlsson var afhjúpað við frí- stundahúsið Laufbrekku í landi Efri-Reykja í Biskupstungum síð- astliðinn laugardag. Verkið er skeifa í stækkaðri mynd, rúmur metri á kant og gerð úr áli. Listamaðurinn er þekktur fyrir verk sem byggjast á stækkun hversdagslegra muna. Eigendur bústaðarins eru Kristín Jóhanna Kjartansdóttir og Stefán H. Stephensen. Stefán Geir segir að nafni hans hafi unn- ið fyrir sig í Reykjavík og óskað eftir að fá listaverk eftir sig í staðinn. „Hann sagðist vera með tvö áhugamál, hestamennsku og trjárækt. Mér datt í hug að blanda þessu saman og vinna þetta út frá skeifukastinu þar sem stungið er niður hæl og reynt að hitta í kastinu á hælinn. Listaverkið er um þriggja metra stálstaur með hatti og það er bú- ið að kasta skeifunni og hitta í mark,“ segir Stefán Geir og bæt- ir við að hægt sé að fara undir skeifuna og óska sér. Stefán Geir hefur gert fjölda stórra listaverka, svo sem stærsta herðatré í heimi sem og blokk- flautu. Þau verk eru skráð í heimsmetabók Guinness. „Ég hef þá áráttu að stækka hlutina og gera þá sýnilegri,“ segir Stefán Geir. Hann segist hafa hugleitt að gera tífalt stærri skeifu, tólf sinnum tíu metra að stærð, og gæti hugsað sér að setja hana upp við keppnissvæði hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Listaverkið Skeifukast afhjúpað Skeifan hitti í mark Skeifukast Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra afhjúpaði listaverkið. Hann stendur á milli listamannsins og eigandans, Stefáns Geirs Karlssonar og Stefáns H. Stephensen, með listaverkið í baksýn. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Notið þægindin Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni. H ön nu n: G ís li B . Bergstaðir Á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs. 154 stæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.