Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 07.12.2004, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Um það leyti sem fram-leiðslu Kísiliðjunnar íMývatnssveit var hættátti Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðarráðherra fund með starfsmönnum þar sem hún rakti aðdraganda þess að fyrirtækið var selt og ákveðið var að hætta rekstri þess. Fjallaði hún einnig um áform um kísilduftverksmiðju og studdist við greinargerð sem samin var m.a. upp úr fundargerðum í iðnaðarráðu- neytinu um málefni Kísiliðjunnar. Samkvæmt henni var það í des- ember árið 1998 sem Eignarhalds- félagið Alþýðubankinn, EFA og bandaríski fjárfestingasjóðurinn Allied Resources Corporation stofn- uðu fyrirtækið Allied EFA hf. Hlut- ur EFA var 40%. Var tilgangur fé- lagsins m.a. sá að fjárfesta í framleiðslufyrirtækjum á sviði orkufreks iðnaðar, efnaiðnaðar og endurvinnsluiðnaðar. Stjórn- arformaður félagsins var Gylfi Arn- björnsson, nú framkvæmdastjóri ASÍ, og framkvæmdastjóri var Há- kon Björnsson. Um svipað leyti keypti félagið meirihluta í norska fyrirtækinu Promeks, sem vann að því að þróa aðferð til framleiðslu á kísildufti eft- ir einkaleyfi í eigu þess. Hákon er nú framkvæmdastjóri þessa fyr- irtækis en miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi á Allied EFA. Eignarhaldsfélagið Alþýðubankinn, EFA, rann inn í sameinað félag Þró- unarfélagsins og Framtaks fjárfest- ingabanka. Í fyrra keypti Straumur Framtak og hefur fjárfestingafélag í eigu Straums, Brú, farið með eign- arhlut í Allied EFA. Reyndar seldi Straumur svo alla hluti sína í Fram- taki til Íslandsbanka en keypti um leið eignir Framtaks sem flokkast til áhættufjárfestinga. Promeks er í 44% eigu Allied EFA og Kísiliðjunnar og afganginn eiga Norðmaður, Svíi og margir litl- ir hluthafar. Fyrst rætt fyrir sex árum Fyrst var farið að ræða mögu- leika á kísilduftverksmiðju um sum- arið og haustið 1998 þegar fulltrúar Allied EFA funduðu með iðn- aðarráðuneytinu um möguleika á að reka tilraunaverksmiðju fyrir kís- ilduft í tengslum við Kísiliðjuna. Var jafnvel nefndur möguleiki á að kaupa sjálfa verksmiðjuna en á rík- isstjórnarfundi í desember 1998 var samþykkt að sala Kísiliðjunnar væri ekki á dagskrá. Eftir að ljóst varð árið 2001 að meðeigandi ríkisins að Kísiliðjunni, World Minerals, vildi loka verk- smiðjunni í áföngum, kom aftur fram áhugi Allied EFA og Promeks á því að reisa og reka kísilduftverk- smiðju með allt að 15 þúsund tonna ársframleiðslu, sem myndi skapa um 40 störf. Sáu félögin hagkvæmn- ina felast í aðgangi að ódýrri gufu- orku, tryggu vinnuafli með þekk- ingu og reynslu af iðnaðarstarfsemi og að nota mætti að hluta byggingar og eignir Kísiliðjunnar. Svo fór að Allied EFA keypti 51% hlut ríkisins í verksmiðjunni. Ráðuneytið segir sjónarmið sitt fyrst og fremst hafa verið að tryggja sem kostur væri áframhald- andi atvinnu við Mývatn. Hug- myndir eigenda Allied EFA um kís- ilduftverksmiðju hefðu fallið vel að þessum sjónarmiðum. Átti fram- leiðslan að byggjast á nýlegum einkaleyfum og lofaði árangur af til- raunarekstri í Noregi góðu. Mark- aðskannanir voru á þeim tíma á byrjunarstigi. Bendir ráðuneytið á að í kaup- samningi ríkisins og Allied EFA hafi fyrirtækið skuldbundið sig beint eða í gegnum dótturfélög til að beita meirihluta sínum í stjórn Promeks ASA til að tryggja að næsta kísilduftverksmiðja yrði byggð og rekin við Mývatn. Ráðu- neytið segir það aldrei hafa farið á milli mála að Allied EFA hafi haft staðföst áform um að byggja kísil- duftverksmiðju. Fleiri iðnaðarkostir hafi verið til skoðunar til viðbótar kísilduftinu og voru þeir ræddir nokkrum sinnum á milli ráðuneyt- isins og Allied EFA. Í byrjun sumars 2002 fór að bera á minni áhuga fjárfesta á kís- ilduftverksmiðjunni en reiknað hafði verið með. Kom Allied EFA þá að máli við iðnaðarráðuneytið og óskaði eftir aðstoð ríkisins við fjár- mögnun. Var það hugsað sem hvati fyrir aðra fjárfesta og til að sýna stuðning við verkefnið og svo fór að ríkisstjórnin veitti heimild til að verja allt að 200 milljónum króna til hlutafjárkaupa í félögum sem upp- fylltu kröfur um arðsemi og bú- setuáhrif. Var heimildin tengd framkvæmd byggðaáætlunar og ekki bundin við byggingu kísil- duftverksmiðjunnar. Var Nýsköp- unarsjóði atvinnulífsins falið að kanna framleiðslutækni og arðsemi fyrirhugaðrar verksmiðju og varð niðurstaðan jákvæð. Í framhaldinu var sjóðnum falið að taka þátt í við- ræðum með öðrum fjárfestum um byggingu og rekstur verksmiðj- unnar. Um svipað leyti áttu sér stað við- ræður við innlenda og erlenda fjár- festa frá Noregi og Hollandi og fyrir vilyrði um þátttöku frá þeim, að því er segir í greinargerð ráðuneytisins. Gerðu áætlanir ráð fyrir að stofn- kostnaður yrði um 18,5 milljónir dollara, eða um 1.200 milljónir króna á núvirði, og þar af yrði eigið fé 70% eða um 13 milljónir dollara. Á þeim tíma voru einnig áætlanir um að stækka kísilduftverksmiðj- una í Noregi en hætt var vi henni lokað fyrir rúmu ári. argerðinni segir að áhugi fj hafi látið á sér standa og sn þessu ári hafi Landsbankin að sér að uppfæra kostnaða ingu og kynna verksmiðjun kvæmt greiningu bankans semi eiginfjár áætluð 25 til Samkvæmt greinargerð aðarráðuneytisins taldi Alli í apríl sl. að miðað við fyrirl vilyrði vantaði um fjórar m evra, eða um 340 milljónir k núverandi gengi, til að enda saman. Í júní kom svo í ljós hafði miðað í fjármögnunin hafði iðnaðarráðherra þá sa við fjárfesta sem sýnt höfðu efninu einhvern áhuga. Kom skriður á málið, segir í grei inni, en heildarkostnaður v ingu verksmiðjunnar hafði hækkað frá fyrstu áætlunu hann kominn í 21 milljón ev ágúst síðastliðinn, eða um 1 milljónir króna. Þar af áttu ónir evra að vera eigið fé en urinn lánsfé. Á þessum tím ið að um hálfan milljarð kró vantaði upp á, eða sex millj evra. Vilyrði fyrir 1.10 milljóna króna hlut Í greinargerðinni segir a komið hafi verið fram í októ hafi allir talið nægan áhuga fengist á kísilduftverksmiðj m.a. frá nýjum aðilum, og a lega tækist að fjármagna ve una. Vilyrði voru komin fyr 1.100 milljónum króna í hlu segir í greinargerðinni að m nýrra fjárfesta hafi verið Sk staðahreppur. Ekki eru aðr festar en hreppurinn og Ný unarsjóður atvinnulífsins ta í greinargerðinni en samkv heimildum Morgunblaðsins að til fjölmargra slíkra hér sem erlendis. Meðal áhuga fjárfesta, sem lýstu yfir vilj töku að gefnum nokkrum s voru Burðarás, aðilar tengd Baugi, fjárfestingafélagið F KEA og Gunnar Björgvins Lúxemborg. Á þessum tíma var talið a 100 milljónir króna vantaði talið líklegt að ríkissjóður v til að bera hluta þeirra til vi við fyrrnefndar 200 milljón Eftir var að ganga frá skily fjárfesta og hliðaraðgerðum framt að ganga frá þeim þr stofnkostnaðar sem fjárma Fjárfestar sýndu fyrst áhugaleysi á kísilduftverksmi Kísilduftið fokið b Kísiliðjan í Mývatnssveit hefur hætt starfsemi og svo virðist sem smiðju, sem nota átti húsnæði og tækjabúnað Kísiliðjunnar að hlu Fréttaskýring | Sam- kvæmt greinargerð iðnaðarráðuneytisins um Kísiliðjuna settu aðstandendur kísil- duftverksmiðju fram fyrirvara við aðkomu sína á síðustu stundu. Líkur eru nú á að ekkert verði af rekstrinum. Björn Jóhann Björnsson kynnti sér bak- grunninn. KÍSILDUFT er notað sem fylliefni í margs konar iðnaði og er tal fínna og verðmætara efni en kísilgúrinn, sem aðallega er notaðu síun á bjór og fleiri vökvum. Til framleiðslu á kísilduftinu í Mýva átti að nota kvarts, innflutt frá Noregi, og hefur Promeks haft ei á tiltekinni framleiðsluaðferð. Er duftið m.a. notað sem fylliefni plast og málningu. Í hvað fer kísilduft? PRÓFESSORSSTÖÐUR OG SKÓLAGJÖLD Stefán B. Sigurðsson, forsetilæknadeildar Háskóla Íslands, var í Morgunblaðinu í gær spurður að því hvers vegna ekki hefði verið kom- ið á fót prófessorsstöðu í barna- og unglingageðlækningum við deildina. Svar hans var að það strandaði á fjár- veitingum. „Það þyrfti meira fjár- magn til háskólans og þá til lækna- deildarinnar um leið en við fáum úthlutað samkvæmt ákveðnu reikni- líkani menntamálaráðuneytisins. Deildin er rekin með um 30 milljóna króna halla á þessu ári og erum við að reyna að ná endum saman,“ sagði Stefán. „Eins og staðan er í dag eru einar tíu sérgreinar sem ekki eru með neina prófessorsstöðu og eru barna- og unglingageðlækningar ein af þeim, en af öðrum greinum má nefna bráðalækningar, myndgreiningu, háls-, nef- og eyrnalækningar og húð- og kynsjúkdómalækningar. Að okkar mati þarf að efla öll þessi svið og ekki síst barna- og unglingageðlækningar. Hins vegar strandar þetta á fjár- magninu.“ Stefán bætti því við að deildin hefði einnig leitað til fyrirtækja til þess að fjármagna stöður á meðan beðið væri eftir auknu fjármagni frá ráðuneyt- inu. Í Morgunblaðinu á sunnudag var haft eftir Helgu Hannesdóttur, dr. med. í barna- og unglingageðlækn- ingum að framgangi og þróun barna- og unglingageðlækninga væri ógnað, m.a. sökum skorts á prófessorsstöðu við Háskóla Íslands. Vafalaust á það sama við, í mismiklum mæli, um aðr- ar sérgreinar, sem Stefán Sigurðsson nefnir. Það er auðvitað óviðunandi staða fyrir háskóla, sem vill vera í fremstu röð. Háskóli Íslands á þrjár leiðir til að bæta þessa stöðu. Stefán nefnir tvær; að sækja á um meiri fjárveitingar frá menntamálaráðuneytinu og leita eft- ir styrkjum frá fyrirtækjum. En hann nefnir ekki þriðju leiðina, sem er þó farin við ótal háskóla víða um heim, sem er að innheimta skólagjöld af nemendum. Má ekki ætla að læknanemar, sem áhuga hafa á þeim sérgreinum, sem hér er um að ræða, væru reiðubúnir að taka lán hjá Lánasjóði íslenzkra námsmanna fyrir hóflegum skóla- gjöldum, sem notuð yrðu til að fjár- magna prófessorsstöður þannig að þeir gætu lagt stund á þá sérgrein, sem þeir hefðu mestan áhuga á? Má ekki ætla, miðað við laun sérfræði- lækna, að þeir yrðu tiltölulega fljótir að borga þau námslán til baka? Þetta er aðeins eitt dæmi af mörg- um um að skólagjöld ættu að vera val- kostur, sem kemur til greina við fjár- mögnun ríkisháskólanna rétt eins og einkareknu háskólanna. Staðreyndin er sú að stúdentar eru iðulega reiðu- búnir að borga skólagjöld fyrir nám, sem þeir telja að geti aukið framtíð- armöguleika þeirra, í stað þess að bíða eftir því að meiri peningar fáist á fjárlögum. Af hverju ættu þeir ekki að eiga þann kost? FRAMTÍÐ VESTUR-SAHARA Um suma staði á jörðunni erstöðugt fjallað í fréttum.Aðrir virðast vart vera til. Hingað kom í liðinni viku Lamine Baali, fulltrúi Polisario-hreyfingar- innar, sem berst fyrir sjálfstæði Afr- íkulandsins Vestur-Sahara, á Norð- urlöndum. Vestur-Sahara er stórt land og strjálbýlt og var eitt sinn spænsk nýlenda. Þegar Spánverjar höfðu sig á brott árið 1975 hugsuðu Marokkómenn sér gott til glóðarinn- ar. Hálf milljón manna var send í Grænu gönguna svokölluðu að landa- mærum Vestur-Sahara. Marokkó- menn lögðu undir sig höfuðborg landsins og fosfatnámur þess. Polis- ario-hreyfingin hóf baráttu gegn yfir- ráðum Marokkómanna, sem stóð allt þar til samið var vopnahlé 1991. 25 þúsund Marokkómenn féllu að talið er og helmingur íbúa landsins flosn- aði upp og flúði til Alsír. Þar búa enn um 160 þúsund manns í útlegð ásamt börnum sínum í flóttamannabúðum, sem eru undir stjórn útlagastjórnar Polisario, án sambands við ættingja heima fyrir. Stjórn Marokkó lokkaði Marokkó- menn til að flytja til landsins með ýmsum bitlingum. Brátt voru Vestur- Saharamenn orðnir minnihluti í eigin landi og þeim hefur verið haldið niðri með ýmsum aðferðum. Marokkó- menn reistu gríðarmikinn sandmúr, sem liggur rúmlega 2000 km með fram landamærum Máritaníu og Als- ír, lögðu jarðsprengjur og settu upp varðturna. „Allir sem styðja sjálfsákvörðunar- rétt þjóða ættu að styðja kröfur Palest- ínumanna,“ segir Baali í samtali við Morgunblaðið í gær. „En Marokkó- menn hafa reist dýran múr, miklu meira fyrirtæki en múr Ísraela og eng- inn talar um þennan múr. Svona eru þverstæðurnar í alþjóðamálum. Við viljum að Marokkómenn séu beittir al- þjóðlegum þrýstingi og þeir látnir fara að alþjóðalögum.“ Vestur-Saharamenn bíða þess nú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð landsins og hafa reyndar beðið í 13 ár. Marokkómenn vilja að marokk- óskir landtökumenn fái að greiða at- kvæði. James Baker, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna og sátta- semjari í deilunni, vill fara þá millileið að 10 þúsund landtökumenn fái að greiða atkvæði. Baali segir að nú verði að knýja málamiðlunina fram, ella verði aftur tekin upp vopn gegn yfir- ráðum Marokkómanna. Ísland er meðal 75 þjóða, sem hafa viðurkennt Sahrawi-lýðveldið, sem Polisario lýsti yfir að hefði verið stofnað 1976 og svo er nefnt eftir þjóðflokknum Saharawi, innfæddum íbúum Vestur-Sahara. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs heldur heilli heimsálfu í spennitreyju, í Vestur- Sahara hefur sinnuleysi umheimsins valdið því að ekkert hefur gerst. Ís- lensk yfirvöld þurfa að beita sér áfram fyrir því að Marokkómenn láti af yfirgangi sínum við Vestur-Sahara og viðurkenni sjálfsákvörðunarrétt íbúa landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.