Morgunblaðið - 07.12.2004, Page 37

Morgunblaðið - 07.12.2004, Page 37
til móts við skoðanir annarra. Hann sagði við mig þennan eftirminnilega dag: „Það þýðir ekkert að vera með fólk sem spilar á vitlaust mark.“ Ég vil fyrir hönd Framsóknar- flokksins þakka vini mínum og fé- laga Sigurði Geirdal fyrir öll hans störf og margar góðar stundir. Við söknum hans sárt en minningin um hann mun jafnframt hvetja okkur áfram. Hann skilaði árangri sem við getum öll verið stolt af og sýnir vel að stjórnmálin skipta máli og eru mikilvæg undirstaða framfara og bættra lífskjara. Þú ein átt að lifa og allt að sjá bætast. Þú átt okkar von. Og þú sér hana rætast. (E. Ben.) Sigurður vann hörðum höndum að því að bæta umhverfi foldar okkar. Hann sá drauma rætast. Nú er það annarra að fylgja öðrum draumum hans eftir með samheldni og einurð. Við Sigurjóna sendum fjölskyldu og ástvinum innilegustu samúðarkveðj- ur okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja þau og Kópavogsbúa alla í sorg og miklum missi. Guð blessi minningu um góðan dreng. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, er fallinn frá langt um aldur fram. Rúmri viku áður en kall- ið kom sá ég hann hressan og kátan í Salnum þegar Jónas Ingimundarson var að kynna ævisögu sína. Sigurður var léttur á sér að vanda og tók tvær til þrjár tröppur í skrefi. Sannarlega átti ég ekki von á því að þetta yrði í síðasta skipti sem fundum okkar bæri saman. Kallið kemur oft þegar síst skyldi. Sigurður var af almúgafólki kom- inn og lærði fljótt að bjarga sér á eig- in spýtur. Hann sagði oft að betra væri að treysta á sjálfan sig en að bíða þess að aðrir kæmu til hjálpar. Hann kom sjálfum sér til mennta. Fyrst hélt Sigurður í Samvinnuskól- ann á Bifröst, síðan tók hann stúd- entspróf og að lokum lauk hann prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Ís- lands. Það nám stundaði Sigurður meðfram fullri vinnu. Sigurður Geirdal var glaðvær maður, léttur í lund og sannur húm- oristi. En hann gat verið fastur fyrir ef honum mislíkaði eða þegar gert var á hans hlut. Hann hafði þann góða hæfileika að kunna að hlusta á það sem aðrir höfðu að segja og vildu koma á framfæri við hann. Hann var líka fljótur til að liðsinna ef eitthvað bjátaði á hjá fólki. Hann mátti ekk- ert aumt sjá. Eins og ég sagði í upphafi þessara kveðjuorða, þá var Sigurður ótrú- lega léttstígur og fór hratt yfir. Mér fannst hann stundum bæði kominn og farinn áður en maður gat litið við. Við Sigurður Geirdal kynntumst þegar við fyrir hönd stjórnmála- flokka okkar mynduðum meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs vorið 1990. Samstarfið stóð samfellt í fjórtán og hálft ár. Og það samstarf var traust og farsælt eins og sjá má á þeim miklu breytingum sem orðið hafa í Kópavogi á þessum árum. Hátt í 15 ár í pólitík er langur tími og það getur reynt á þolrifin þegar mikið er umleikis. Samstarf okkar stóðst alla stjórsjói og allar atlögur sem að okkur voru gerðar. Sam- starfsflokkarnir tveir voru og eru ólíkir og styrkleiki þeirra misjafn. En þetta breytti ekki því að við kom- um ævinlega fram sem ein órofa heild. Ég er afskaplega þakklátur Sig- urði Geirdal fyrir samstarfið og það vinarþel sem hann sýndi mér og minni fjölskyldu á úrslitastundum. Það verður seint þakkað. Sigurður átti einstaka konu, hana Ólafíu, sem reyndist honum sannar- lega betri en enginn á lífsbrautinni. Þau áttu farsælt hjónaband og áttu fjögur börn saman en höfðu átt sitt hvort barnið áður en þau giftust. Ég votta fjölskyldu Sigurðar mína inni- legustu samúð. Megi Guð blessa minningu Sigurðar Geirdals. Gunnar Birgisson. Merkisberi og baráttumaður ís- lenskra hugsjóna er fallinn; Ísland hefur misst einn af sínum bestu son- um. Sigurður Geirdal telst til öflug- ustu og fræknustu félagsmálamanna landsins á síðustu þremur áratugum. Hvar sem hann kom að verki hófst framfaraskeið; nýtt tímabil sem ein- kenndist af dugnaði, ósérhlífni og sókn að settu marki; aldrei nein lá- deyða. Við sem störfuðum í ungmenna- félagshreyfingunni gleymum seint þeim mikla krafti sem fylgdi þeim fé- lögum, formanni hreyfingarinnar Hafsteini Þorvaldssyni og fram- kvæmdastjóranum Sigurði Geirdal, á áttunda áratugnum. Þeir félagar kunnu að fylkja liði, settu markið hátt og sigruðu. Undir þeirra forystu varð íslenska ungmennafélagshreyf- ingin enn á ný það sóknarafl og bar- áttuhreyfing sem sameinaði æsku landsins til öflugra lífs. Íþróttir og þróttmikið félagsmála- starf var haft að leiðarljósi. Hjá ung- mennafélagshreyfingunni fékk margt af öflugasta félagsmálafólki landsins í dag eldskírn sína. Það get ég vottað af persónulegum kynnum við þann fjölda. Þar kynntist það í senn rammíslenskum hugsjónum og nútímaskoðunum; lærði að koma fram, tala úr ræðustóli, flytja tillögur og fylgja málum eftir. Starf Sigurðar Geirdals rís þó hæst í samstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs. Í 14 ár hefur Sigurður verið bæjarstjóri og þeir félagar, Sigurður og Gunnar Birgisson, hafa þennan tíma siglt undir fullum segl- um sóknarbyr í Kópavogi. Sigurður var eini bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins 1990 og var þá þegar falið að gegna stöðu bæjarstjóra. Störf hans sönnuðu manninn og niðurstað- an varð sú að hann bætti við sig manni í hverjum kosningum og staða Kópavogs styrktist til muna. Íbúum þar hefur fjölgað um 1000 á hverju ári að meðaltali. Sigurður Geirdal á þar stóran hlut að máli. Sigurði lét vel að vera í forystu og meirihluta, hann stóð aldrei í vörn eða hrakningum. Hans stíll var sókn, bjartsýni og trú á framtíðina. Hann ræddi það stóra sem hann sá fram- undan og þreytti sig ekki á deilum eða átökum við efasemdar- eða úr- tölumenn. Mörg bæjarfélög horfa nú til Kópavogs og vilja skipa sínum málum eftir sömu lögmálum. Sigurður kunni betur en aðrir menn að fylkja liði, fela mönnum verkefni og dreifa ábyrgð. Hann var ekki foringi sem sveipaði sjálfan sig dýrðarljóma, hann var brosandi og glaður í hringiðu fólks sem átti hans traust og þannig voru sigrar hans sigrar liðsheildarinnar. Þeir sem með honum störfuðu vissu að orð hans stóðu; hans handtak var á við skrifað bréf eða lakkað innsigli. And- stæðingarnir mátu störf Sigurðar og virtu hann. Oft leitaði ég til Sigurðar og fékk hann til að leggja málum lið og varpa ljósi á erfið úrlausnarefni. Fáa menn hef ég þekkt sem svo vel kunnu að aðskilja hismið frá kjarnanum; greina aðalatriði máls og skýra flók- in mál á einfalda vegu þannig að þau urðu almenningi skiljanleg. Fyrir öll hans ráð, vinsemd og traust þakka ég af alhug. Sigurður Geirdal er öllum þeim sem hann þekktu og með honum störfuðu mikill harmdauði. Mikill og sterkur forystumaður er horfinn á braut en við söknum ekki síst hins brosmilda og síglaða félaga sem allt- af átti góða sögu eða kastaði fram léttri vísu til að gleðja viðstadda og létta andrúmsloftið. Eiginkona og börn hafa þó misst mest, föður og afa, sem var farinn að hlakka til að njóta rólegri daga. Við Margrét sendum þeim og öðr- um ástvinum Sigurðar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að varðveita þau í mikilli sorg. Guð blessi minningu Sigurðar Geirdals, hins góða drengs. Guðni Ágústsson. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Sigurðar Geirdal, bæjar- stjóra í Kópavogi og fjölskylduvinar frá því ég man eftir mér. Siggi var alltaf á fleygiferð. Ég minnist hans fyrst í Lundarbrekk- unni í Kópavoginum, hann þá ungur maður en ég smástrákur. Á þeim tíma hefur hann vísast verið versl- unarstjóri í KRON, ég veit það ekki nákvæmlega en ég man eftir Opel Record bílnum sem hann keyrði með þeim hætti að vakti aðdáun ungra drengja. Á tveimur hjólum í beygjur og svo var hann jafnan hærri að framan en aftan. Það töldum við vera vegna þess að Siggi keyrði svo hratt, en eftir á að hyggja eru ónýtir demp- arar líklegri skýring. Siggi og Óla bjuggu á hæðinni fyr- ir ofan okkur árum saman. Oft var glatt á hjalla í blokkinni okkar á þessum tíma og samgangur mikill. Siggi var einn þeirra manna sem gáfu sér tíma til að kasta kveðju á okkur krakkana, þótt á hlaupum væri, og alltaf með bros á vör. Þann- ig kom hann mér fyrir sjónir, hress, kátur og kraftmikill. Löngu seinna lágu leiðir okkar saman á ný. Við höfðum þá báðir tek- ist á við Bakkus og haft betur í dag- legri umgengni við þann karl. Þann- ig vissum við af og fylgdumst með hvor öðrum á þessu sviði. Ég fylgdist líka með honum í samskiptum við yngri bróður minn Pál. Þeir tóku saman pólitískan slag í Kópavogi á sínum tíma og oft var aðdáunarvert með hvaða hætti Siggi fól kornung- um manninum sem var þá innan við tvítugt, umfangsmikil trúnaðarstörf í þágu Kópavogsbúa. Síðar átti ég sjálfur eftir að njóta reynslu og þekkingar Sigga þegar kom að því að ég settist í bæjarstjórn Hveragerðis. Aldrei kom ég að tóm- um kofunum hjá honum og alltaf gaf hann sér tíma til að ráðleggja mér. Það sama var uppi á teningnum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2002. Þá gaf hann sér tíma til að hitta okk- ur framsóknarmenn fyrir austan fjall og gaf okkur ráð sem gögnuðust okkur vel, lögðu raunar grunn að eft- irtektarverðum árangri okkar þar. Ég átti einnig góðan Hauk í horni í Sigga í starfi mínu sem félagsmála- ráðherra og síðast hittumst við fyrir nokkrum vikum á heimilislegum matsölustað í miðbæ Hafnarfjarðar. Staðurinn fannst mér lýsandi fyrir Sigga, hann barst ekki á og ef við borðuðum saman hádegisverð var það helst á Umferðarmiðstöðinni eða öðrum álíka stöðum þar sem fá mátti venjulegan heimilismat án óþarfa íburðar. Mér var eins og öllum, verulega brugðið þegar mér bárust fréttirnar af alvarlegu áfalli Sigga, daginn sem það reið yfir. Ég fylgdist daglega með baráttu hans, baráttu sem því miður lauk þannig að nú kveðjumst við að sinni. Með Sigga Geirdal gengur góður félagi. Leiðsögn hans og vinátta fylgja okkur áfram sem hennar nutum. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 37 MINNINGAR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Bróðir okkar, SIGURÐUR EÐVARÐ PÁLSSON, Leifsgötu 32, lést á líknardeild Landspítala Kópavogi laugar- daginn 4. desember. Útförin verður auglýst síðar. Guðríður Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Páll Ólafur Pálsson, Hreinn Pálsson, Guðmundur Pálsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON fyrrverandi iðnskólakennari, Álfaskeiði 91, Hafnarfirði, lést á Landspítala Hringbraut laugardaginn 4. desember. Bryndís Stefánsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Guðrún Jónasdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Kristinn Ágústsson, Daníel Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Kæru vinir og sveitungar. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför STEFÁNS DANÍELSSONAR frá Tröllatungu. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Aðstandendur. Eiginmaður minn, BJARNÞÓR EIRÍKSSON, Oddabraut 11, Þorlákshöfn, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 3. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Jóhannesdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, DAVÍÐ HELGASON, Laufási 3, Egilsstöðum, áður til heimilis í Fellsási 5, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu laugardaginn 4. desember. Auður Ragnarsdóttir, Dagný Davíðsdóttir, Edda Davíðsdóttir, Kristján Magnússon, Kristín Hrund Davíðsdóttir, Thron Alm, Davíð Kári Kárason, Jónas Thronson Alm, Nora Iris Alm. Elskuleg móðir mín og fósturmóðir, INGIBJÖRG JÓNA HANSDÓTTIR, Fellaskjóli, Grundarfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 3. desember. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Matthildur Kristrún Friðjónsdóttir, Guðlaug Björgvinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.