Morgunblaðið - 07.12.2004, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ég votta Ólu og börnunum mína
dýpstu samúð.
Árni Magnússon.
Fundum okkar Sigurðar Geirdal
bar saman nokkrum dögum fyrir lát
hans. Það var á góðum degi í Kópa-
vogi, við opnun læknamiðstöðvar
fyrir tæknifrjóvgun. Hann var eins
og venjulega hress í viðmóti og fullur
af hugmyndum og krafti. Nokkrum
dögum síðar barst svo fregnin að
hann væri látinn langt um aldur
fram. Svona getur lífið verið hverfult
á stundum. Missir hans nánustu er
mestur, en missir vina hans og sam-
starfsmanna er mikill og hans er sárt
saknað af öllum sem kynntust hon-
um og áttu við hann samskipti.
Ég kynntist honum fyrst þegar
hann var framkvæmdastjóri Fram-
sóknarflokksins. Það var upplífgandi
að koma á skrifstofuna og spjalla við
hann. Hann var einn af þeim sem
hafa einstaklega góða nærveru og
drífa menn áfram. Hann lagði
áherslu á liðsandann og góðan fé-
lagsskap, enda voru hans rætur í
ungmennafélagshreyfingunni og
hann hafði áður stjórnað hinum öfl-
ugu samtökum Ungmennafélagi Ís-
lands með glæsibrag.
Af flokksskrifstofunni lá leið Sig-
urðar í sveitarstjórnarmálin, og þar
hefur starfsvettvangur hans verið
síðustu áratugina. Á vettvangi sveit-
arstjórnarmála var hann áhrifamik-
ill, var einn af forustumönnum
Framsóknarflokksins þar, en hann
var þeirrar gerðar að mikið var á
hann hlustað af okkur sem unnum á
landsvísu. Hann var stjórnmálamað-
ur fram í fingurgóma, en Kópavogur
naut krafta hans og það var mikið lán
fyrir byggðarlagið og árangurinn
glæsilegur. Uppgangurinn þar er
ævintýri líkastur. Ég minnist þess á
fyrstu árum Sigurðar þar að hann
tjáði mér áætlanirnar um framtíðar-
uppbygginguna þegar Smára-
hvammslandið hafði verið keypt.
Mér fannst þetta minna á loftkast-
ala, en allt er það nú orðið að veru-
leika sem hann sá í hillingum og
miklu meira.
Hann var öflugur framkvæmda-
og athafnamaður sem hafði hugsjón-
ir í farteskinu um ræktun lands og
lýðs svo notað sé hið gamla slagorð
ungmennafélaganna. Hann samein-
aði félagsandann og kraft athafna-
mannsins með glæsilegum árangri.
Hann átti virðingu allra.
Ég sendi þessi fátæklegu kveðju-
orð til minningar um góðan dreng. Í
starfi að félagsmálum og að stjórn-
málum er það gæfa að hitta margt
gott og eftirminnilegt fólk. Sigurður
Geirdal fyllir þann flokk. Nú er hann
allur en góðar minningar lifa.
Við Margrét sendum fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Jón Kristjánsson.
Það er dýrmætt að eiga góða vini
og sárt að missa þá, ekki síst þegar
menn hafa frá jafnmiklu að hverfa og
Sigurður Geirdal. Ég kynntist hon-
um þegar ég gekk til liðs við Fram-
sóknarflokkinn í Kópavogi árið 1990
og sá fljótt að hann var óvenjufjöl-
hæfur og vel gerður maður. Síðan
hef ég notið vináttu hans og leið-
sagnar í störfum mínum sem bæj-
arfulltrúi í Kópavogi og fyrir það vil
ég þakka.
Þrátt fyrir erilsamt starf sem bæj-
arstjóri í Kópavogi gaf Sigurður sér
ávallt tíma til að spjalla við fólk á
förnum vegi og var fljótur að leysa
úr málum sem bárust honum þannig
og tölvupósti svaraði hann ævinlega
samdægurs.
Hann fylgdist vel með bæjarlífinu,
leit oft við hjá fyrirtækjum vítt og
breitt um bæinn og börnin í bænum
hittu oft bæjarstjórann sinn því að
hann var tíður gestur í leikskólum og
félagsmiðstöðvum og gaf sér góðan
tíma til að tala við unga sem aldna.
Sigurður Geirdal var virtur og vin-
sæll bæjarstjóri, jafnt hjá samherj-
um sem pólitískum andstæðingum
og sveitarstjórar um land allt áttu
hauk í horni þar sem Sigurður var
enda leituðu þeir margir ráða hjá
honum og öðrum sveitarstjórnar-
mönnum reyndist hann ráðhollur,
burtséð frá flokksböndum.
Hann gekk ungur til liðs við
Framsóknarflokkinn enda sam-
vinnumaður eins og þeir gerast best-
ir. Hann var óumdeildur foringi okk-
ar framsóknarmanna í Kópavogi og
til marks um það má nefna að undir
forystu hans þrefaldaðist bæjarfull-
trúatala flokksins. Hann sinnti
flokksstarfinu vel og lét sig sjaldan
vanta á opna húsið í framsóknarsaln-
um á Digranesveginum á laugar-
dagsmorgnum. Þar naut hann sín
vel, fór gjarnan með frumsamdar
vísur og gamanmál en eðlislægur
léttleiki og glaðlyndi var honum í
blóð borið. Fordild og hroki var eitur
í hans beinum.
Um störf Sigurðar Geirdal sem
bæjarfulltrúa og bæjarstjóra ætla ég
ekki að fjölyrða. Verkin tala. Það er
ekki ofmælt að hann hafi verið vak-
inn og sofinn yfir velferð bæjarins
okkar á öllum sviðum. Kópavogsbú-
ar munu um langa framtíð njóta
verka hans og framsýni.
Saknar nú margur vinar í stað því
að skarð er fyrir skildi. Óvenju ein-
lægur og gegnheill maður er geng-
inn. Fari hann vel.
Ólafíu konu Sigurðar og fjölskyldu
þeirra flyt ég fyrir hönd framsókn-
armanna í Kópavogi einlægar sam-
úðarkveðjur.
Hansína Ásta Björgvinsdóttir
bæjarfulltrúi.
Í dag er borinn til grafar Sigurður
Geirdal, bæjarstjóri Kópavogs, en
hann andaðist fyrsta sunnudag í að-
ventu, hinn 28. nóvember.
Sjálfstæðisflokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn hafa starfað sam-
an af heilindum í meirihluta í bæj-
arstjórn Kópavogs í 14 ár og þar
hefur aldrei borið skugga á. Á hinum
langa og farsæla ferli sínum sem
bæjarstjóri hafði Sigurður öðlast
miklar vinsældir meðal starfsmanna
bæjarins og ekki síður meðal bæj-
arbúa. Hann hafði einstakt lag á að
ræða við og eiga samskipti við fólk
óháð aldri enda voru allir velkomnir í
hans hús. Hann hafði yfirburða
þekkingu á málefnum og stjórnsýslu
bæjarins sem nýttist bæjarfélaginu
vel. Sigurður var bóngóður og alltaf
reiðubúinn að gefa góðar og vel
ígrundaðar ráðleggingar þegar leit-
að var til hans. Sigurður var mikill
menningarunnandi og gaf sér ætíð
tíma til að vera við opnanir myndlist-
arsýninga í Gerðarsafni og hlusta á
tónleika í Salnum eða í kirkjum.
Ljóðelskur var hann og virkur með-
limur í Ritlistarhópi Kópavogs. Sig-
urður var sjálfur gott ljóðskáld og
varpaði oft fram vísum á fundum um
menn og málefni.
Á lífsins göngu kynnist maður
mörgum og ólíkum einstaklingum.
Þrátt fyrir að við Sigurður værum
ekki samflokka í stjórnmálum höfð-
um við líka lífssýn. Allt frá okkar
fyrstu kynnum var samstarf okkar
sérlega gott. Ég er forsjóninni þakk-
lát fyrir að hafa fengið að starfa við
hlið Sigurðar og fá að njóta þekk-
ingar hans og vináttu.
Ég kveð þennan mæta dreng með
miklum trega og sorg í hjarta.
Ég votta Ólafíu og fjölskyldu hans
mína dýpstu samúð og bið guð að
gefa þeim styrk. Jafnframt votta ég
starfsmönnum Kópavogsbæjar og
öllum Kópavogsbúum samúð mína.
Sigurrós Þorgrímsdóttir
bæjarfulltrúi.
Það er dauf birta á skrifstofu bæj-
arstjóra í Kópavogi. Kertaljós og
mynd af Sigurði Geirdal bæjarstjóra
mætir okkur þegar við förum hjá.
Við starfsmennirnir höfum enn ekki
fyllilega áttað okkur á því að hann sé
farinn. Þegar við heyrum að dyrnar
á skrifstofunni hans opnast lítum við
ósjálfrátt upp og búumst við að Sig-
urður komi á fullri ferð brosandi.
Söknuðurinn er mikill, Sigurður var
ekki aðeins frábær yfirmaður, held-
ur einnig góður félagi. Sigurður var
ótrúlega fjölhæfur og víðlesinn.
Hvergi var komið að tómum kofun-
um og hann hafði skoðanir á flestu.
Oft ræddum við um framandi staði
sem hann hafði heimsótt og ekki síð-
ur þá sem hann átti eftir að heim-
sækja. Mörgu var ólokið. Sigurður
var mikill unnandi lista og hann lét
sig aldrei vanta á sýningar í Gerð-
arsafni, þar mættum við honum og
Ólu ávallt hlýjum og brosandi. Þetta
voru góðar stundir. Þó að annríki
væri mikið gaf Sigurður sér tíma til
að taka þátt í spaugi og margar
hnyttnar stökurnar urðu þá til.
Margar minningar koma upp í hug-
ann.
Lífshlaup Sigurðar var ótrúlega
fjölbreytt og því verða ekki gerð skil
í stuttri grein. Hann var ástsæll og
virtur bæjarstjóri í um 14 ár. Sig-
urðar mun verða minnst sem bæj-
arstjórans sem stýrði Kópavogi á
mesta uppgangstíma í sögu bæjar-
félagsins. Sigurður eignaði sér ein-
um aldrei þann mikla árangur sem
hvarvetna blasir við hér í bænum,
heldur þakkaði hann góðu samstarfi
í forystu bæjarfélagsins. En það er
ekki aðeins á þessum vettvangi sem
verkin varða veginn. Ljóð hans í
bundnu og óbundnu máli eru lista-
verk og munu lifa með okkur áfram
ásamt minningunni um góðan dreng
og félaga.
Það er stutt í að daginn fari að
lengja og þá birtir aftur. Við biðjum
guð að blessa og veita fjölskyldu
hans styrk í sorginni.
Þórður Clausen Þórðarson
og Anna Stella Snorradóttir
Dimmu.
Það er ótrúlegt og næstum óger-
legt að sætta sig við þá harmafregn,
að vinur minn og samstarfsmaður til
margra ára, Sigurður Geirdal, sé lát-
inn, aðeins 65 ára gamall. Ungur að
árum helgaði hann sig málefnum
ungmennafélaganna og íþróttastarfi
í landinu. Hann var einn af öflugustu
leiðtogum Framsóknarflokksins og
um tíma framkvæmdastjóri flokks-
ins.
Sigurður kaus að helga sig sveit-
arstjórnarmálum í sinni heima-
byggð, Kópavogi, þar sem hann hef-
ur átt óvenju glæsilegan feril í 14 ár.
Fyrst man ég eftir Sigurði á lands-
mótinu eftirminnilega á Laugarvatni
1965. Þar var hann ungur og glæsi-
legur frjálsíþróttamaður í keppnis-
liði UMSK. Ég sá hann í sigursveit
UMSK í 1000 m boðhlaupi, hann
hljóp endasprettinn og hreinlega
flaug í gegnum markið, fremstur
meðal jafningja. Þannig hef ég séð
Sigurð allar götur síðan. Hann
stefndi jafnan hátt og fataðist aldrei
flugið. Árið 1969 var undirritaður
kosinn formaður UMFÍ og þar var
valinn maður í hverri stöðu með mér
í stjórn, en okkur vantaði fram-
kvæmdastjóra, og raunar verðugt
húsnæði fyrir þjónustumiðstöð
UMFÍ.
Um þetta leyti hafði Sigurður
Geirdal skrifað athyglisverða bar-
áttugrein í Skinfaxa, sem ég var
mjög ánægður með. Ég leitaði Sig-
urð uppi, sem ég var tæpast mál-
kunnugur þá, og tjáði honum að ég
vildi fá hann sem framkvæmdastjóra
fyrir UMFÍ hjá nýkjörinni stjórn.
Það gekk og áratuga samstarf
okkar hófst. Höfuðstöðvar samtak-
anna fluttust úr litlu kjallaraher-
bergi á Hjarðarhaganum í Reykja-
vík og áður en samstarfi okkar lauk
vorum við komin í eigið húsnæði á
heilli hæð í Mjölnisholti 14.
Á þeim áratug sem við Sigurður
unnum saman gekk okkur flest í
haginn fyrir samtökin. Fjárhagurinn
styrktist, félagafjöldinn tvöfaldaðist,
markviss erindrekstur tekinn upp,
Félagsmálaskólinn varð til og erlend
samskipti endurvakin, svo fátt eitt sé
talið. Engum manni vandalausum
hefi ég kynnst sem mér hefur þótt
jafnmikið til um. Við Sigurður vorum
svo rækilega tengdir hugsjónalega,
en faglega og framkvæmdalega höf-
um við líklega bætt hvor annan upp.
Sigurður var einstakur gleðigjafi
og fræðari hvar sem hann fór, hann
var með ólíkindum sjáandi fram í
tímann og snöggur að sjá aðalatriðin
í því sem við var að fást, og vörslu-
maður fjármuna með afbrigðum. Þá
var hann hagyrðingur góður. Vinnu-
þjarkur var Sigurður og gerði tæp-
ast greinarmun á því hvenær sólar-
hringsins sú vinna var látin í té.
Í öllu sínu fjölþætta félagsstarfi
naut Sigurður þess að eiga góða
konu og skilningsríka og sama má
auðvitað segja um börnin hans.
Ólafía Ragnarsdóttir stóð við hlið
manns síns á hverju sem gekk og
hafa þau hjón verið áberandi dugleg
að mæta á mannfundum á þeim fjöl-
þætta akri félagsmála sem Sigurður
hefur starfað á í gegnum árin.
Ungmennafélagshreyfingin sér nú
á bak einum virtasta leiðtoga sínum
frá upphafi vega. Mikill stuðnings-
maður öflugs íþróttastarfs í landinu
er á braut. Framsóknarflokkurinn
missir einn öflugusta leiðtoga sinn.
Kópavogskaupstaður missir dáðan
leiðtoga og bæjarstjóra og mér er til
efs að nokkur bæjarstjóri á Íslandi
hafi átt slíkan feril að baki, þegar við
horfum til uppbyggingar Kópavogs-
kaupstaðar á öllum sviðum á liðnum
tæpum 14 árum.
Sigurður átti líka sem fyrr því láni
að fagna að vera virtur að verðleik-
um af samstarfsmönnum sínum á
vettvangi bæjarstjórnar. Það mun
taka okkur vini og samstarfsmenn
Sigurðar Geirdals langan tíma að
sætta okkur við að hafa hann ekki
lengur á meðal okkar. Minningin
mun lifa um góðan dreng sem stóð
fyrir djörfum og fögrum hugsjónum
og vann þeim brautargengi af sann-
færingu og sannri gleði. Þess vegna
átti Sigurður Geirdal alls staðar vin-
um að fagna.
Elsku Ólafía, við Hildur og fjöl-
skylda okkar flytjum þér og aðstand-
endum öllum innilegar samúðar-
kveðjur við fráfall Sigurðar.
Hafsteinn Þorvaldsson,
fyrrverandi form. UMFÍ.
Kveðja frá Reykjavíkurborg
Látinn er langt um aldur fram
sómamaðurinn Sigurður Geirdal,
bæjarstjóri í Kópavogi.
Sigurður varð bæjarstjóri í Kópa-
vogi árið 1990 og hafði því lengstan
starfsaldur allra framkvæmdastjóra
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu. Íþróttamaður var hann
mikill og starfaði lengi hjá Ung-
mennafélagshreyfingunni auk þess
sem hann sinnti fjölda annarra trún-
aðarstarfa á vegum opinberra aðila.
Innan Framsóknarflokksins var
hann alla tíð öflugur talsmaður sveit-
arfélaganna enda ekki nema rétt lið-
lega þrítugur að aldri er hann fyrst
var kjörinn varabæjarfulltrúi árið
1970.
Kynni okkar Sigurðar hófust árið
1994 þegar ég tók fyrst sæti í borg-
arstjórn Reykjavíkur og var kjörin í
stjórn Samtaka sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu þar sem Sigurður
var formaður. Þar störfuðum við
saman í allmörg ár að ýmsum málum
fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Sig-
urður var mikill Kópavogsbúi og bar
hag bæjarins mjög fyrir brjósti,
hafði metnað fyrir hönd bæjarfélags-
ins og talaði oft um höfuðborgar-
svæðið sem Stór-Kópavogssvæðið
sem var öðrum þræði gert til að
stríða okkur Reykvíkingunum. Und-
ir hans stjórn hefur mikil uppbygg-
ing átt sér stað í Kópavogi enda ungt
sveitarfélag sé miðað við mörg önn-
ur. Á vettvangi sveitarfélaganna var
hann öflugur talmaður þess að efla
sveitarstjórnarstigið og skapa sveit-
arfélögunum meira sjálfstæði varð-
andi tekjustofna. Hann var fé-
lagshyggjumaður fram í fingurgóma
og maður sátta og málamiðlana.
Þegar mörg stór sveitarfélög koma
saman eru hagsmunirnir oft nokkuð
ólíkir þótt í grunninn séu viðfangs-
efnin þau sömu. Sigurður hafði lag á
því að sætta ólík sjónarmið og var oft
í erfiðu hlutverki á þingum Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga þar
sem þurfti að ná sameiginlegri nið-
urstöðu. En vegna reynslu sinnar og
þekkingar á sveitarstjórnarmálum
naut hann trausts langt út fyrir eigin
flokksraðir. Persónulega vil ég
þakka vináttu og trúnað í fjölmörg-
um verkefnum sem við unnum að á
liðnum árum. Sem bæjarstjóri var
Sigurður maður fólksins, hann var
blátt áfram og sagði það sem hann
meinti og meinti það sem hann sagði.
Hann var skemmtilegur og glettinn
maður með fallegt blik í auga sem
lýsti vel góðmennsku hans.
Fyrir hönd Reykjavíkurborgar
þakka ég Sigurði Geirdal samvinnu á
undanförnum árum. Ég votta eigin-
konu hans, börnum og fjölskyldu
dýpstu samúð. Guð blessi minningu
Sigurðar Geirdal.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Það var fyrir um 13 árum að Sig-
urður Geirdal bæjarstjóri hringdi í
mig og spurði hvort ég gæti hitt sig á
kaffihúsi í miðbænum, í stutt spjall.
Hann átti lausa stund og vildi hitta
mig sem fyrst. Ástæðan var umsókn
mín um vinnu hjá Kópavogsbæ og
það var hans stíll að sleppa form-
legheitum. Mér leist vel á að hitta
bæjarstjórann á mínum heimavelli,
því ég starfaði í miðbænum á þeim
tíma. Því varð ég hissa eftir örstutt-
an göngutúr yfir Arnarhólinn og nið-
ur á Austurstræti, að sjá Sigurð
skima eftir mér í dyragættinni. Ég
taldi víst að hann hefði hringt úr
skrifstofunni skömmu áður og ég
hafði á orði, hálfafsakandi fyrir að
koma seint á fundinn, hvort hann
hefði ekki slegið hraðamet úr Kópa-
voginum. Hann svaraði því til, sposk-
ur á svip, að það væri styttra í Kópa-
voginn en margir héldu. Auðvitað
hlaut hann að hafa hringt úr bíla-
símanum hugsaði ég með mér síðar.
En þannig hófst samtal okkar á
kaffihúsinu og þetta upphaf samtals-
ins er mér minnisstætt því það lýsti
honum svo vel. Hann var kíminn,
röskur og sannspár. Það var svo
sannarlega stutt í Kópavoginn, hvort
sem hann keyrði á methraða eða
hringdi úr bílasímanum. Kaffispjall-
ið var upphafið að starfsferli mínum
hjá Kópavogsbæ og varð til þess að
ég fluttist þangað búferlum úr Foss-
voginum. Fyrir marga aðra reyndist
stutt í Kópavoginn, því þessi tími
markaði upphafið að miklum fólks-
flutningum til bæjarins og uppbygg-
ingu. Það var engin tilviljun að Sig-
urður sat í stóli bæjarstjóra þegar
uppgangurinn hófst, hann hafði
metnað fyrir hönd bæjarfélagsins.
Sigurður var mjög aðgengilegur
bæjarstjóri. Ófáir voru þeir bæj-
arbúarnir sem gengu á hans fund
brúnaþungir og mæðulegir, en ég
held mér sé óhætt að fullyrða að
flestir voru þeir sporléttari eftir
spjallið. Það var engin tilviljun held-
ur. Sigurður var spakur maður, fróð-
ur og lét sér fáa málaflokka óviðkom-
andi. Hann gat fléttað saman
frásagnir af ólíkum toga af stakri
snilld og svo gátu menn átt von á
samantekt í lokin, í bundnu máli. Ég
er sannfærður um, að margir bæj-
arbúanna hafi lagt leið sína til bæj-
SIGURÐUR GEIRDAL
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast.
Og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Með þessum ljóðlínum kveð
ég traustan vin og félaga, Sig-
urð Geirdal, með djúpri virð-
ingu og þökk fyrir öll holl-
ráðin, heilindin og stuðninginn
í hvívetna.
Elsku Óla, börnin ykkar og
fjölskyldur þeirra, svo og aðr-
ir syrgjendur, við Haukur
biðjum Guð að blessa ykkur
öll og veita ykkur styrk til að
takast á við lífið sem heldur
áfram.
Blessuð sé minning Sig-
urðar Geirdals.
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Þegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, Hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kr. Pétursson.)
Birna Árnadóttir.
HINSTA KVEÐJA