Morgunblaðið - 07.12.2004, Page 50

Morgunblaðið - 07.12.2004, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Forvitnin ber þig ofurliði í dag og þú drekkur í þig fróðleik eins og svampur. Þetta er góður dagur fyrir hvers kyns nám eða menntun, þú sérð veröldina í mjög skýru ljósi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hæfileikar þínir til rannsókna eru með mesta móti í dag. Þú getur veitt nánast hvað sem er upp úr hverjum sem er. Þér tekst hvaðeina sem þú ákveður að taka þér fyrir hendur. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Samræður við maka eða nána vini verða óvenju ákafar í dag. Þú gætir laðað að þér fólk sem er staðráðið í því að sann- færa þig um eitthvað. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ekki hika við að kynna nýjar hugmyndir þínar um umbætur á vinnustað. Þú veist hvað þú ert að tala um og ert bæði út- sjónarsamur og laginn núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekki er ólíklegt að þú fáir einhvern á heilann. Þú hreinlega losnar ekki við við- komandi úr kollinum. Kannski fellur þú fyrir einhverjum sem þú þekkir, eða manneskju í mikilli fjarlægð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Umræður í fjölskyldunni eru kraftmikl- ar og ákafar um þessar mundir. Ekki láta sannfæra þig um eitthvað sem þér er á móti skapi. Ekki heldur reyna að tala um fyrir öðrum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Reyndu að vera eins mikið á ferðinni og þú getur í dag. Þú ert full af krafti, vog, og vilt hafa mikið fyrir stafni. Breyttu út af vananum og bryddaðu upp á ein- hverju nýju ef þú getur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú færð snjallar viðskiptahugmyndir í dag, ef af líkum lætur. Þær eru ekki svo galnar. Ekki hika við að deila þeim með öðrum, sjáðu hvað fólkinu í kringum þig finnst. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú sérð í gegnum holt og hæðir í dag, það sem leynist undir niðri blasir við þér. Þegar sannleikurinn blasir við er allt annað eins og léleg eftirlíking. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leyndarmál og leynilegt samkomulag eru lykilorð dagsins. Þig langar til þess að starfa bakvið tjöldin. Búðu þig undir að uppgötva leyndarmál og finna týnda hluti. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Eitthvað sem vinur þinn lætur út úr sér nær algerum tökum á þér. Engu er lík- ara en að þú sért heltekinn. Þú heillast af áhrifamiklu fólki núna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ekki reita áhrifafólk til reiði í dag. Það er mikill kraftur í þér núna, en hið sama gildir um aðra. Ekki bíta í þig eitthvað sem þú getur ekki bakkað með síðar. Stjörnuspá Frances Drake Bogmaður Afmælisbarn dagsins: Þú ferð jafnan þínar eigin leiðir og því lítur fólk stundum á þig sem sérvitring. Þú laðast að sérkennilegum persónum og hefur dálæti á óhefðbundnum hlutum. Afmælisbörn dagsins blómstra stundum seint, þar sem þau eiga erfitt með að taka ákveðna stefnu í lífinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 tilkynnir, 8 stafagerð, 9 duglegar, 10 fljót, 11 híma, 13 deila, 15 heilnæmt, 18 heilbrigð, 21 bókstafur, 22 setjum, 23 hringl, 24 andlátsstund. Lóðrétt | 2 kæpur, 3 fersk- ara, 4 í vafa, 5 út, 6 kjáni, 7 máttur, 12 skaut, 14 málmur, 15 gat, 16 óveru- lega, 17 þjálfa, 18 næstum allt, 19 klakinn, 20 hnött- ur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 doppa, 4 hófar, 7 gárum, 8 risum, 9 tám, 11 rósa, 13 bana, 14 notar, 15 munn, 17 álka, 20 snæ, 22 túnin, 23 ræðin, 24 rauða, 25 niður. Lóðrétt | 1 dugur, 2 parts, 3 aumt, 4 harm, 5 fossa, 6 rimma, 10 ástin, 12 ann, 13 brá, 15 matur, 16 nunnu, 18 lið- ið, 19 Agnar, 20 snúa, 21 ærin. Kafað djúpt. Norður ♠Á96 ♥D75 ♦Á5432 ♣108 Suður ♠K108743 ♥– ♦K106 ♣ÁKDG Suður spilar sex spaða og fær út hjartagosa. Hvernig er best að spila trompinu? Við fyrstu skoðun virðist þetta vera tiltölulega einfalt spil, en það er víða fiskur undir steini. Ef hægt er að vinna úr trompinu tapslagalaust má leggja upp og snúa sér að næsta spili. En hvort á að taka spaðaásinn eða kónginn fyrst? Komi mannspil (gosi eða drottning) frá vörninni í fyrsta trompið er rétt að svína fyrir hitt mannspilið sé það á annað borð hægt. Frestum þessum pælingum og íhug- um hvort vinna megi slemmuna ef vörn- in á trompslag. Það er reyndar hugs- anlegt. Miðað við útspilið lítur út fyrir að austur sé með ÁK í hjarta, og ef hann á lengdina í tígli líka má kannski þvinga hann í rauðu litunum. Lokastaðan yrði sú að blindur ætti hjartadrottningu og Áx í tígli, en heima væri sagnhafi með K10x í tígli. Austur er þá í vondum mál- um hafi hann byrjað með þrílit í tígli og ÁK í hjarta. En kastþröngin er ekki alveg sjálf- gefin. Þegar vörnin kemst inn á tromp getur hún hugsanlega brotið upp þving- unina með því að spila tígli. Ef austur lendir inni og spilar tígli verður hann að hafa byrjað með DGx(x). En ef vestur lendir inni á tromp kostar það vörnina slag ef hann spilar tígli frá Dx eða Gx. Og líkur á því eru tvöfalt meiri en að austur sé með DGx. Trompíferðin ætti að ráðast af þessu. Sem sagt, sagnhafi ætti að byrja á því að leggja niður ásinn. Komi gosi eða drottning í slaginn frá vestri er rétt að svína til hans. Sagnhafi er þá enn á lífi ef vestur hefur byrjað með DG í spaða og annað litlu hjónanna í tígli í tvíspili. Hér er vissulega kafað djúpt, en það leynast oft fallegir fiskar á botninum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Ídag, 7. desem- ber, er fimmtug Sig- ríður Finnbjörns- dóttir, hárgreiðslu- meistari, Norðurbrú 6, Garðabæ. Eigin- maður hennar er Hall- dór Hilmarsson. Þau eru stödd í Las Vegas í Bandaríkj- unum. Myndlist Akranes | Gylfi Ægisson sýnir um 60 akrýlmyndir í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi. Alliance Francaise | Marie–Sandrine Bej- anninn – málverk. Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Gallerí 101 | Daníel Magnússon myndlist- armaður – Matprjónagerð lýðveldisins kynnir: Innihald heimilisins. Gallerí Bananas | Hrafnkell Sigurðsson – Verkamaður / Workman. Gallerí i8 | Kristján Guðmundsson sýnir „Arkitektúr“. Gallerí Sævars Karls | Hjörtur Marteins- son – Ókyrrar kyrralífsmyndir. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – „Efnið og andinn“. Hafnarborg | Jólagjafir hönnunarnema í Iðnskólanum í Hafnarfirði til þjóðþekktra Íslendinga. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk í forkirkju Hallgrímskirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Sólveig Eggertz Pétursdóttir sýnir í Menningarsalnum. Hönnunarsafnið | Sænskt listgler – þjóð- argjöf. Kaffi Sólon | Kristín Tryggvadóttir sýnir olíumálverk – „Leikur að steinum“. Kling og Bang gallerí | Sigurður Guð- jónsson – „Hýsill“. Listasafn Árnesinga | Tumi Magnússon – Innsetning. Listasafnið á Akureyri | Patrick Huse – Encounter. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: Um veruleikann, manninn og ímyndina. 20 listamenn sýna. Listasafn Kópavogs Gerðarsafn | Ný ís- lensk gullsmíði í Austursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og verk úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð safnsins. Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yf- irlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Listasafn Reykjav., Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Stendur til áramóta. Erró – Víðáttur. Stendur til 27. feb. nk. Listasafn Reykjav., Kjarvalsstaðir | Text- íllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Mynd- ir úr Kjarvalssafni. Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán listamanna og -kvenna. Nýlistasafnið | Ráðhildur Ingadóttir „Inni í kuðungi, einn díll“. Björk Guðnadóttir „Eilífðin er líklega núna“. Suzuki Bílar | Björn E. Westergren sýnir myndir málaðar í akrýl og raf Thorvaldsen | Linda Dögg Ólafsdóttir sýnir –sKæti–. Tjarnarsalur | Ráðhús Reykjavíkur. Ketill Larsen – Sólstafir frá öðrum heimi. Tónlist Hveragerðiskirkja | Nemendafélag Garð- yrkjuskólans stendur fyrir tónleikum kl. 20.30, í Hveragerðiskirkju með þeim Guð- rúnu Gunnarsdóttur og Valgeiri Skagfjörð. Þau flytja m.a.lög af geislaplötunni „Eins og vindurinn“. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Bækur Þjóðarbókhlaðan | Kl. 12 lesa höfundar úr þessum verkum í fyrirlestrasal Þjóð- arbókhlöðu: Halldór Laxness, Klisju- kenndir, Barn að eilífu, Í samræðum við þig, Gullkornasandurinn, Hvar frómur flækist, Truflanir í vetrarbrautinni. Allir velkomnir. Kvikmyndir Bæjarbíó | Kvikmyndin 79 af stöðinni (Pigen Gogo) verður sýnd kl. 20. Myndin er gerð árið 1962 eftir samnefndri skáld- sögu Indriða G. Þorsteinssonar en í leik- stjórn Danans Erik Balling. Leikarar í aðal- hlutverkum eru Gunnar Eyjólfsson, Róbert Arnfinnsson og Kristbjörg Kjeld. Miðasala opnar hálftíma fyrir sýningu og miðaverð ar kr. 500. Fundir Félagsheimili Seltjarnarness | Kven- félagið Seltjörn heldur jólafund kl. 20. ITC Korpa | Jólafundur á morgun kl. 20 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þver- holti 3, 3. hæð, Mosfellsbæ. Gestir vel- komnir. Uppl. í síma 5667169. Kvenfélag Langholtssóknar | Jólafundur í safnaðarheimilinu kl. 20. Gestir velkomn- ir. Veitingar og skemmtiatriði. Happdrætti til styrktar gluggasjóði. Grand hótel Reykjavík | Neytenda- samtökin halda opinn fund kl. 20, undir yf- irskriftinni Olíumengun í íslensku við- skiptalífi. Á fundinum verður farið yfir í hverju ólögmætt samráð olíufélaganna fólst og afleiðingar þess á íslenskt efna- hagslíf og fyrir neytendur. Fyrirlestrar Karuna Búddamiðstöð | Kennsla og hug- leiðsla um ókosti sjálfselsku og hvernig hægt er að vinna bug á henni. kl. 20–21.15 á Ljósvallagötu 10. www.karuna.is. Fréttir Bókatíðindi 2004 | Númer þriðjudagsins 7. desember er 27378. Menntaskólinn í Kópavogi | Ný önn fyrir verðandi flugfreyjur og flugþjóna hefst 10. janúar nk. Skráning er hafin. Nánar sjá www.mk.is. Mæðrastyrksnefnd Kópavogs | Mæðra- styrksnefnd Kópavogs er opin alla þriðju- daga kl. 16–18. Fatamóttaka og úthlutun á sama tíma. Listasýning Handverk og hönnun | Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…“ Sölusýning þar sem 32 aðilar sýna íslenskt handverk og listiðnað. Námskeið www.ljosmyndari.is | 3 daga námskeið fyrir stafrænar myndavélar 7.–9. des. kl.17–20. Skráning og nánari uppl. á www.ljosmyndari.is. Skemmtanir Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson skemmtir frá kl. 23. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaárdal kl. 18. Börn www.menntagatt.is | Opinn jólakortavef- ur á menntagatt.is. Allir nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum geta sent inn myndir og verða þær sjálfkrafa að jóla- kortum. Hver sem er getur skoðað mynd- irnar og sent þær sem jólakort til vina og ættingja. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Ís- lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um land allt hafa sam- einast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Árnaðheilla dagbók@mbl.is  1. c4 Rf6 2. Rf3 b6 3. d4 Bb7 4. d5 e6 5. dxe6 fxe6 6. a3 a5 7. g3 Rc6 8. Rc3 Bc5 9. Bg2 Re5 10. b3 0–0 11. 0–0 Rf7 12. Dc2 Rd6 13. Bb2 De8 14. Ra4 Be4 15. Dc3 Rf5 16. Rxc5 bxc5 17. Rd2 Rd4 18. Hae1 Bxg2 19. Kxg2 d6 20. e3 Rc6 21. f4 e5 22. Rf3 Hb8 23. fxe5 dxe5 24. Hd1 Dg6 25. Rxe5 De4+ 26. Rf3 a4 27. bxa4 Staðan kom upp í fyrrihluta Íslands- móts skákfélaga sem lauk fyrir nokkru í húsakynnum Menntaskólans í Hamrahlíð. Arnar E. Gunnarsson (2.437) hafði svart gegn Sigurði Páli Steindórssyni (2.227). 27. … Hxb2+! 28. Dxb2 Rg4 29. Hde1? Hvítur hefði getað haldið taflinu gangandi eftir 29. Db1. 29. … Rce5 30. De2 Rxf3 31. Hxf3 Re5 32. Hef1 g5! 33. h3 h5 og hvítur gafst upp enda er hann óumflýj- anlega að verða manni undir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. UM þessar mundir stendur yfir í Listasafni Árnesinga í Hveragerði sýning á nýjum verkum eftir Tuma Magn- ússon. Sýningin er innsetning, með stafrænum ljósmyndum, málverkum og hljóðverkum. Verkin í rýminu og rýmið með verkunum er síbreytileg upplifun með ferköntuðum fiskum og tveggja metra háum blómum. Í umsögn um sýninguna í Morgunblaðinu sagði Ragna Sigurðardóttir meðal annars: „Þetta er sterk og heilsteypt sýning hjá Tuma sem fer létt með að fylla nokkuð stóra sali safnsins lífi. Óhætt er að segja að Lista- safn Árnesinga er mjög góð viðbót við sýn- ingarmöguleika íslenskra listamanna og stutt að skreppa yfir heiðina. “ Tumi hefur verið ötull við sýningar bæði hérlendis og erlendis. Sýndi í Kaupmanna- höfn síðastliðið vor í Paintbox extensions og 2003 í Toronto og Boreas New York. Á heimasíðu hans, www.tumimagnusson.com er að finna frekari upplýsingar um feril hans og verk. Listasafn Árnesinga er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13.30–17. Kaffistofan er opin á sama tíma. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um safnið má finna á heimasíðunni www.listasafnarnesinga.is. Tumi sýnir í Listasafni Árnesinga í Hveragerði FRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.