24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 14

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 14
Umdeildum framkvæmdum við byggingu kjarnakljúfs í írönsku borginni Bushehr verður senn haldið áfram, en samningar náðust í vikunni á milli Íransstjórnar og verktak- ans Atomstroiexport. Miklar tafir hafa verið á fram- kvæmdunum. Rússar hafa haldið því fram að Íranar hafi ekki staðið í skilum, en Íranir vildu meina að Rússar væru að láta undan erlendum þrýst- ingi. Kjarnorkuáætlun Írans hefur mætt andstöðu alþjóða- samfélagsins, en óttast er að hún verði notuð til að þróa kjarnavopn. Sergei Lavrov, utanrík- isráðherra Rússlands, leggur mikla áherslu á að fram- kvæmdirnar í Bushehr fari fram í sátt við Alþjóðakjarn- orkumálastofnunina. aij Rússland og Íran Semja um kjarnakljúf 14 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Líkurnar á því að villtur Kyrrahafs- lax deyi út eru 100%. Eina spurn- ingin er hvenær. Sníkjudýr sem ber- ast frá eldislaxi eru ástæðan fyrir því. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar sem birtist í blaðinu Science. Helsti skaðvaldurinn í Kanada er laxalús. Hún getur fjölgað sér mjög í sjókvíum og dreifst þaðan á villtan laxfisk sem syndir í gegnum eldis- stöðvarnar. Laxalús festir sig við fiskinn með munnkrókum, sem valdið geta sár- um á fiskinum og jafnvel dregið hann til dauða. Fullvaxinn lax getur lifað þótt hann hýsi nokkrar laxalýs, en laxaseiði eru mun viðkvæmari fyrir þeim. Gísli Jónsson, dýralækn- ir fisksjúkdóma hjá Landbúnaðar- stofnun, segir að talið sé að ef seiði fái á sig 9-12 lýs á leið sinni á haf út á vorin eigi þau ekki afturkvæmt. Ónáttúrulegar aðstæður Þar sem mikið er um sjóeldi mynda kvíarnar nokkurs konar síu fyrir seiði á vorin og raska þannig vistkerfi fiskanna. „Laxeldi brýtur lögmál náttúr- unnar,“ hefur BBC eftir Alexöndru Morton, einum höfunda skýrsl- unnar. „Við náttúrulegar aðstæður komast seiðin ekki í tæri við lúsina, því fullorðinn fiskur sem ber smit er á hafi úti. Eldisstöðvar valda ban- vænum árekstri á milli viðkvæms ungfisks og laxalúsar. Þeir eru ekki færir um að lifa þetta af og gera það ekki.“ Leggja skýrsluhöfundar meðal annars til að kvíaeldi verði fundinn staður þar sem lítið er um göngu- fisk. Ekki vandamál hér á landi Á Skotlandi og í Noregi, þar sem mikið er um um kvíaeldi, er laxalús mikið vandamál. Ísland virðist hins vegar vel í sveit sett hvað lúsina varðar. „Laxalúsina sjáum við ekki í sjó- kvíaeldi, nema eitt og eitt tilfelli. Það er eins og umhverfisaðstæður hérna séu ekki mjög hagstæðar fyrir hana,“ segir Gísli. HEFUR ÞÚ ÁBENDINGU? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Útrýming vofir yfir villtum laxi  Villtur lax við strendur Kanada í alvarlegri útrýmingarhættu  Vandamál hjá Norðmönnum og Skotum, ekki á Íslandi ➤ Sérstakt eftirlit er með laxa-og fiskilús í sjókvíaeldi. ➤ Í kringum Ísland er fiskilúsnánast allsráðandi, en í hlýrri sjó er meira um laxalúsina. ➤ Ekki hefur þurft að nota lús-arlyf í íslensku sjókvíaeldi undanfarna áratugi. LAXELDI Í hættu Illa horfir fyrir villtum laxi í Kyrrahafinu. Nordic-Photos/Getty Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.