24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 80

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Af 85 nafngreindum mönnum í skýrslunni eru hvorki fleiri né færri en sjö talsins sem hlotið hafa MVP verðlaunin eftirsóttu sem sam- svara því að vera íþróttamaður árins í greininni. Kinnar eru tárvotar á fjöl-mörgum aðdáendumReal Madrid eftir að upp komst að Ruud van Nis- telrooy hefur hjarta úr gulli. Þótti þetta sannað eftir að hann bauð hollenskri konu sem stutt á eftir vegna veikinda á leik Real Madrid og Lazio í Meistaradeildinni. Lét hann ekki þar við sitja heldur kyssti og knúsaði hana að leik lokn- um auk þess að gefa henni peysu sína. Er kappinn sem oft- ar er kenndur við einstaklings- hyggju, sem var ein ástæða þess að hann var látinn fara frá Manchester United, kominn í guðatölu. Ricardo Izecson dos San-tos Leite, öðru nafniKaká hinn brasilíski, segir í viðtali við spænska blaðið Marca að Real Madrid hafi verið draumaliðið að spila fyrir á sín- um yngri árum en AC Milan hafi aldrei verið inni í mynd- inni. Milli línanna má lesa að einhvern daginn er hann meira en lítið klár í að klæðast peysu liðsins. Forvitnileg úttekt er á heima- síðu Frjálsíþróttasambandsins en þar hafa menn reiknað út að þetta árið gæti verið sett met í fjölda Íslandsmeta séu allir aldursflokkar taldir með. 147 Íslandsmet hafa fallið á árinu en metið er frá árinu 2005 þegar heil 150 Íslands- met voru bætt. Enn eru nokk- ur mót eftir fram að áramót- um og því ekki útilokað að fjöldametið falli. Íslandsmet í Íslandsmetum Forsvarsmenn McLaren Mercedes liðsins í Formúlu 1 hafa loks eftir miklar fortölur og pressu látið sig hafa að biðjast opinberlega afsökunar á framferði liðsins og starfs- manna varðandi njósnamálið alræmda frá því í sumar. Sorrí Stína Jón Arnór Stefánsson fékk fína dóma fyrir sinn þátt í mjög óvæntum 85-67 sigri Lottomatica Roma á Panathi- naikos í C-riðli Meistaradeild- arinnar í körfubolta. Grikk- irnir höfðu fyrir leikinn ekki tapað leik í riðlinum en Roma aðeins unnið einn. Jónshús Tíðindin eru ekki glæsileg fyrir hafnaboltaíþróttina í Bandaríkj- unum. Rannsóknarnefnd á vegum þingsins hefur komist að því að minnst 85 leikmenn, þar af flest stærstu nöfnin í greininni, notuðu og nota jafnvel ennþá stera og önnur ólögleg efni af þeim meiði og hafa gert um langa hríð. Skýrslan, sem beðið hefur verið eftir lengi, sýnir að staðan er síst betri en vonir stóðu til. Af 85 nafn- greindum mönnum í henni eru hvorki meira né minna en sjö sem hlotið hafa MVP-verðlaunin sem samsvarar því að vera íþróttamað- ur ársins í greininni. 31 til viðbótar hefur leikið í svokölluðum Allstar- leik. Versta útreið fær Roger Cle- mens, kastari hjá New York Yan- kees, en alls 20 leikmenn þess liðs eru nefndir á nafn. Rannsókn á steranotkun í hafnaboltanum Stórstjörnur bryðja stera í tíma og ótíma Sem fyrr er heimur íþrótta mun víðfeðmari en svo að takist að dekka það með góðu móti á íþróttasíðum dagblaða. Filippeysk stúlka fékk topp- einkunn fyrir gólfæfingar með reipi í fimleikum á Suðaustur- Asíuleikunum. Than Tra náði þriðja sæti í dýfingum á sama móti Rallheimsmeistarinn Loeb var hylltur af heimamönnum í París eftir titilvörn sína. Skíðaskotfimi nýtur vaxandi vin- sælda á norðurslóðum. Fjölmennt mót var nýlega haldið í Síberíu. Sviðsljós á Loeb SKEYTIN INN ANDARTAKIÐ Gleraugnaverslunin PLUSMINUS Optic, Suðurlandsbraut 4 er með sérstaka sportgleraugnadeild. Þar fást ótal vörumerki og tegundir fyrir flest allar íþróttagreinar og aðstæður. M.a. skíði, golf, veiði, útivist, frjálsar, mótorsport o.fl. Verslunin sérhæfir sig í sportgleraugum með styrk (RX). Við val á sportgleraugum er ekki bara spurning um rétta stílinn/ útlitið, heldur frekar hvernig gleraugun henta andlitsfalli hvers og eins. Það skiptir einnig mjög miklu máli hvaða tegund sjónglerja er valin, þannig að sportgleraugun henti við þær aðstæður sem þau eiga að notast við. Fjölmörg sportgleraugu eru þannig hönnuð að skipta megi milli sjónglerja og henta því vel til margra mismunandi íþróttagreina. Rec Specs eru sérstök öryggisgleraugu sem eingöngu fást í PLUSMINUS Optic. Vörumerkið býður flóru gleraugna bæði fyrir börn og fullorðna. Málið snýst um að sjá vel, vera vel varin og með gleraugun föst á sínum stað sama hvað á gengur. Það er ansi sárt að taka ekki framförum vegna þess að þú sérð ekki almennilega hvað um er að vera. Aldur og kyn skiptir þar engu máli. Fólk er í auknu mæli að uppgötva þægindi og nauðsyn þess að vera með gæða sportgleraugu sem henta þeirri hreyfingu sem það iðkar. Má nefna að sá hópur fólks sem kannski umfram aðra hefur opnað augun undanfarið fyrir nauðsyn þess, er fólk sem er nýkomið úr laser/ augnaðgerðum. Starfsfólk PLUSMINUS Optic veitir sérfræðiráðgjöf við val á réttu sportgleraugunum. Eins er öllum séróskum tekið fagnandi. Sjáið - Upplifið - Njótið með Sportgleraugum frá: PLUSMINUS Optic Suðurlandsbraut 4 Sími 517 0317 plusminus@plusminus.is www.plusminus.is Mesta og besta úrval landsins af sportgleraugum! Nannini – Motorcycle Division SportVision – kynning Adidas Elevation – Outdoor Rudy Project Ekynox sx Nannini Adidas Roxor Nike Rudy Project Tifosi Rec Specs Cebe Rodenstock Porsche
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.