24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 86

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 86
Blikur eru á lofti um hvort Ei- ríkur Haukson kemst til landsins í tæka tíð fyrir Frostrósatónleikana í kvöld í Laugardalshöllinni. Til stóð (og stendur enn ef flogið verður) að Eiríkur kæmi fram sem óvænt atriði með dívunum, en einsog landsmenn allir hafa tekið eftir, hafa veðurguðirnir ekki beinlínis verið í jólaskapi. „Ég sit hér fastur á flugvellinum, er búinn að bíða síðan á hádegi,“ sagði Eiríkur seinnipartinn í gær. „Að bíða á flugvelli er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, en ég reyni að stytta mér stund- irnar einhvern veginn,“ sagði Ei- ríkur og tók ekki vel í að fara sjó- leiðina. „Nei, það er líka orðið of seint er það ekki? Annars er þetta allt í biðstöðu, við sjáum hvernig fer.“ Samúel Kristjánsson hjá 1001 Nótt, sem heldur Frostrósa- tónleikana, hefur ekki gefið upp alla von ennþá. „Ef þetta næst ekki í dag þá reynum við að fá hann á tónleikana á sunnudaginn. En þetta lítur ekki alveg nógu vel út. Allt flug er í bið á laugardag en við vonum að það létti til. Frostrósa- tónleikarnir hafa þegar slegið met, en aldrei hafa fleiri keypt miða á ís- lenska tónleika. Samtals hafa yfir 11.000 manns þegar keypt miða og bæta þurfti við þrennum auka- tónleikum til að allir kæmust að. Uppselt er á tónleikana í dag, en einhverjir miðar er enn lausir fyrir sunnudagstónleikana. traustis@24stundir.is Eiríkur Hauksson átti að vera óvænt atriði á Frostrósatónleikunum 24stundir/Kristinn Ingvarsson Veðurtepptur Eiríkur kemst hvorki lönd né strönd sökum veðurofsans. Er veðurtepptur í Noregi sömu sögu að segja. „Það er allt uppbókað,“ segir hún, en neitar því að það sé útilokað fyrir fólk að kom- ast að. „Fólk þarf að hafa ágætis sam- bönd eða góðan sannfær- ingarkraft. Bara vera sniðugt og plata einhvern til þess að vinna lengur,“ segir hún og hlær. Carina, hárgreiðslukona á Mojo, segir að þar hafi fyrsta jóla- klippingin verið bókuð í ágúst. Svo virðist sem engin sérstök tíska ríki fyrir þessi jól, fólk er ýmist að biðja um stutt og sítt hár. Aðalatriðið virðsit hins vegar vera að hafa hár- ið snyrti- legt. „Herrarnir vilja hafa hárið óvenju snyrtilegt,“ segir Edda Sif og Nonni tekur í sama streng. „Fólk vill bara al- mennt vera fínt. Það lætur gera allt við sig í desember.“ SKRÁÐU ÞIG NÚNA Þú færð nánari upplýsingar um Vildarpunkta Glitnis á www.glitnir.is WWW.GLITNIR.IS 86 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is Þeir sem eiga eftir að panta sér jólaklippingu eru ekki í góðum málum því að á flestum vinsælli hárgreiðslustofum landsins er allt uppbókað fram yfir jól. 24 stundir setti sig í samband við nokkra úr faginu og komst að því að fólk þarf að vera með eindæmum forsjált ef það vill hafa hárið snyrtilegt yfir hátíðarnar. Reynt að redda öllum „Það er gjörsamlega pakkað hjá okkur fram á aðfangadag,“ segir Nonni Quest, eigandi hárgreiðslu- stofunnar KRISTU/Quest í Kringl- unni. „Við erum með geðveikislega opnunartíma. Það er opið frá 10 á morgnana til 22 á kvöldin alla daga fram að jólum,“ segir Nonni, en þegar mest er að gera sinnir stofan á annað hundrað kúnnum á dag. Hann ætlar að svipað sé uppi á ten- ingnum hjá kollegum sínum. „Fólk byrjaði að bóka fyrir svona tveimur mánuðum. Síðan hefur þetta farið stigvaxandi og nú erum við með langan biðlista,“ segir hann en bætir við að það sé reynt að koma öllum að. „Ég er með nema og maður reynir að virkja þá eins og hægt er. Við reynum auðvitað að redda öll- um þótt það sé erfitt.“ Umfram allt snyrtilegt Edda Sif Guðbrandsdóttir, eig- andi Toni&Guy á Laugavegi, hefur Jólabrjálæði Nonni Quest tætir hárið af höfð- um landsmanna um jólin. Allt uppbókað á hárgreiðslustofum landsins fram að jólum Yfir hundrað kúnnar á dag Á flestum hárgreiðslu- stofum landsins er upp- bókað fram að jólum og nær ómögulegt að kom- ast að. Þeir forsjálustu pöntuðu jólaklippinguna fyrir mörgum mánuðum. ➤ Fyrsta jólaklippingin á Mojovar pöntuð í ágúst. ➤ Fólk kemst ekki í klippingu ánþess að hafa sambönd eða góðan sannfæringarkraft. JÓLAKLIPPINGAR 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Að bíða á flugvelli er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir, en ég reyni að stytta mér stundirnar ein- hvernveginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.