24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 42

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir MENNINGBÆKUR menning@24stundir.is a Lögreglan ber aldrei vopn og það á við um fíkniefnalögregluna sem aðra. Sérsveit- armenn eru einu lögreglumennirnir hér á landi sem bera vopn í starfi. Hvar kemur hún að landi? Lögreglumenn úr fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu óku austur á firði miðvikudag- inn 19. september. Þeir vissu að skútan, sem þeir biðu eftir, var á leiðinni til landsins, eftir rúmlega viku stopp í Færeyjum. Þetta var stór aðgerð, hér eftir sem hingað til. Kollegar þeirra úr handtökuhópi sérsveitar ríkislög- reglustjóra höfðu líka verið kallaðir til og voru fluttir austur á firði með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan lenti á Egilsstöðum skömmu eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags- ins 20. september. Vel skipulögð móttaka Innan sérsveitarinnar sérhæfa menn sig og þarna voru þeir mætt- ir, mennirnir sem vissu nákvæm- lega hvernig best væri að yfirbuga menn á sem sneggstan og örugg- astan hátt. Þetta er ekki árennilegur hópur, alvopnaður og þrautþjálf- aður. Yfirstjórn lögreglunnar ákvað að óska liðsinnis handtökuhópsins, því enn og aftur varð að gæta þess að standa eins vel að málum og nokkur var kostur. Lögreglan ber aldrei vopn og það á við um fíkni- efnalögregluna sem aðra. Sérsveit- armenn eru einu lögreglumennirn- ir hér á landi sem bera vopn í starfi. Raunar er allur gangur á því hvort sérsveitarmenn bera alvæpni, þótt þeir hafi heimild til þess; það fer eftir verkefninu hverju sinni. Hvort sem menn tilheyrðu fíkniefnalögreglunni eða sérsveit- inni vissi hver og einn nákvæmlega hvað hann átti að gera. Fíkniefna- lögreglan var löngu búin að skipu- leggja móttökurnar, sem skútu- mennirnir fengju þegar þeir loks kæmu í land. Þar reyndu menn að sjá alla hugsanlega möguleika fyrir og eftir að málin höfðu verið rædd fram og til baka voru allir á eitt sáttir. Loksins virtist komið að endapunktinum á rannsókninni miklu, sem þeir höfðu unnið að frá því síðla árs 2006. Um 10 mánuðir í eitt og sama málið. Handtökuhópur sérsveitarinnar hafði verið kallaður á fund vegna þessa máls nokkru áður. Þar var út- skýrt hvað fíkniefnalögreglan taldi vera á seyði: Að líklega myndi skúta, lestuð fíkniefnum, koma að landi einhvers staðar við Austfirð- ina. Mennirnir um borð væru hugsanlega vopnaðir, það væri alla vega ekki hægt að útiloka að svo væri. Hvorki Hummer né Ferrari Fíkniefnalögreglan var á ferð um Austfirðina á ómerktum bílum. Þessi deild lögreglunnar á nokkra bíla og það sem er eftirtektarverð- ast við þann bílakost er hversu óskaplega venjulegur hann er. Fíkniefnalögreglan brunar ekki um á risavöxnum Hummer-jeppum eða öðrum hertólum, sem gætu stökkt hvaða fíkniefnasmyglara sem er á hraðan flótta. Bílarnir eru svo venjulegir, að þeim er vart hægt að lýsa. Einn er kannski fremur ný- legur, silfurlitaður Toyota-skutbíll, annar öllu eldri rauð Mazda. Þeir skera sig á engan hátt úr bílaflota landsmanna. Í útlendum bíó- myndum aka lögreglumenn jafnvel um á hárauðum Ferrari-sportbíl- um eða öðrum ofurfarartækjum. Þeir grínast stundum með það inn- an fíkniefnalögreglunnar að það væri nú ekki amalegt að eiga slíkan bílakost. En þeir meina ekkert með því. Ætli það tæki allan íslenska fíkniefnaheiminn meira en hálfan dag að frétta af slíku farartæki? Þá er nú betra að aka um á venjulegu bílunum og geta um leið gert sér vonir um að komast óséður á milli staða og ná árangri í rannsókninni. Stundum grípur lögreglan til þess ráðs að leigja bíla, til dæmis þarf stundum jeppa ef færð er slæm. 19. og 20. september 2007 var fíkniefnalögreglan á ferð á Austfjörðum í eigin bílum og bíla- leigubílum, enda veitti ekki af að hafa mörg farartæki undir allan mannskapinn. Enginn hefði getað áttað sig á að þarna færu lögreglu- menn, þeir héldu sig ekki saman, ferðust einn eða tveir í hverjum bíl, bílarnir voru auðvitað ómerktir og lögreglumennirnir ekki auðkennd- ir á nokkurn hátt. Þetta voru bara einhverjir náungar, sumir áreiðan- lega að fara heim í frí af sjónum, aðrir að aka til vinnu í álverinu á Reyðarfirði eða á leið til eða frá Kárahnjúkavirkjun. Á Austfjörð- um eru menn ólíklegir til að velta fyrir sér hvaða ferðalag er á ósköp venjulegum karlmönnum, sem aka um þjóðvegina á ósköp venjuleg- um bílum. Stuttar og skýrar boðleiðir Yfirmaður fíkniefnadeildarinnar var í Reykjavík, en í beinu sam- bandi við þann sem stýrði aðgerð- um fyrir austan. Menn leggja mikla áherslu á að hafa allar boðleiðir stuttar og skýrar. Fíkniefnalögregl- an talaði ekki við skipherra Tritons. Skipherrann á Ægi talaði við Triton og fíkniefnalögreglan talaði við Ægi. Það borgar sig ekki að allir tali við alla, það skapar óþarfa flækjur og stefnir málum í voða. Ægir fékk upplýsingar frá Triton um ferðir skútunnar og sagði svo fíkniefnalögreglunni. Sá möguleiki var vissulega fyrir hendi að skútan færi til Hafnar í Hornafirði, eða kannski til Djúpavogs. Þangað var styst frá Færeyjum. Ægir tilkynnti að litlu hefði munað að skútan lenti í árekstri við línubátinn Kristínu skömmu fyrir klukkan tvö. Menn heyrðu bölvið og ragnið í áhöfnum línubátanna í talstöðinni, þeir höfðu fleiri orðið varir við þessa litlu, hvítu skútu og Kafli úr bókinni Aðgerð Pólstjarna eftir Ragnhildi Sverrisdóttur Í nýútkominni bók, Að- gerð Pólstjarna, rekur Ragnhildur Sverrisdóttir hina ítarlegu rannsókn lögreglunnar, sem bar ár- angur 20. september sl. Þá skreið lítil, hvít skúta að landi á Fáskrúðsfirði. Þar fannst stærsta fíkni- efnasending sem lög- regla hér á landi hefur nokkru sinni lagt hald á. Í þeim kafla sem hér fer á eftir eru raktar síðustu stundirnar áður en skút- an lagðist að hafnarkant- inum fyrir neðan frysti- húsið á Fáskrúðsfirði. Pólstjarnan Fimm karlmenn voru handteknir vegna fíkni- efnamálsins á Seyðisfirði. Stórfrétt Blaðamannafundur vegna stóra fíkniefnamálsins á Seyðisfirði var í beinni útsendingu útvarps og sjónvarpsstöðva Smyglarar yfirbugaðir a Kannski voru skútumennirnir alls ekki vissir um hvar þeir voru stadd- ir. Það var rigning, skyggni var mjög slæmt og aðeins fyrir kunnuga að átta sig á hvaða fjörð- ur var fyrir framan stefn- ið. Syngjandi kátir jólasveinar með nikku og gítar. Álfar og tröll, Grýla og Leppalúði og fjöldinn allur af þekkturm söngvurum og tónlistarfólki. Allir með bros á vör, tilbúnir að skemmta þér og þínum. Hafið samband við eina elstu og reyndustu jólasveina og skemmtanaþjónustu landsins. Mætum einnig á jólahlaðborðs skemmtanir. jóli.is S. 824 3677 joli@joli.is Geymið auglýsinguna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.