24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 64

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Fjórmenningarnir skoðuðu Na- pólí þar sem þá bjuggu um 700.000 manns. Um borgina orti Davíð ljóðið „Neapel“ sem birtist í Kveðjum árið 1924. Þaðan fóru þeir svo í þann hluta Ítalíuferð- arinnar sem ef til vill mun lengst lifa í hugum Íslendinga, út í eyjuna Capri. Þetta er lítil eyja, rúmir tíu ferkílómetrar að stærð, sem er 25– 30 kílómetra undan borginni Sor- rento, skammt sunnan við Napólí. Svo kyrrt var veðrið þegar gufu- skipið sigldi inn á höfnina Marina Grande að það lóaði ekki á steini í fjörunni. Á eyjunni voru tveir bæir með alls sjö þúsund íbúum, Capri og Anacapri, en félagarnir leigðu sér herbergi á hóteli í bænum Capri og dvöldust þar í tvo eða þrjá daga. Voru þeir allir sammála um að eyjan væri með fegurstu stöðum sem þeir hefðu séð og um dvölina þar orti Davíð eitt frægasta kvæði sitt, „Caprikvæði“, sem birtist í bókinni Kvæði árið 1922. Fegurð bláa hellisins Sérstaklega varð þeim minnis- stæð ferðin í Bláa hellinn, Grotta Azzurra, sem er í hömrum á eyj- unni sunnanverðri. Inn í hann er aðeins hægt að komast á ládauð- um sjó þegar fjarar frá hellisopinu en það er afar lítið, svo lítið raunar að þeir félagarnir urðu að beygja sig niður í bátsskelinni til að kom- ast inn. Birtan í hellinum er sérstök vegna þess að ljós kemst aðallega inn í hann undir bergið gegnum sjóinn; allt er blátt. Þá félaga setti hljóða þegar inn kom, svo undr- andi urðu þeir yfir fegurðinni sem við þeim blasti. Ríkarður Jónsson lýsir viðbrögðum Davíðs þannig: „Davíð var ekki margmáll ferða- félagi og ekki uppnæmur, þótt eitt- hvað gæfi á bátinn. En í þetta sinn sá ég hann þó loksins skipta veru- lega um svip. Hann sat lengi vel steinþegjandi. … Loks eftir langa þögn leit Davíð á mig og sagði með miklum bassaþunga: „Þetta þykir mér fallegt.“ Skáldið lýsti sjálft þeim hughrifum sem það varð fyrir á þessum stað í kvæðinu „Blái hell- irinn“ sem er hluti áðurnefnds „Caprikvæðis“. Fyrsta erindið af fjórum er svona: Á hellinum bláa undir berginu háa eru brimsorfnar musterisdyr. Þó bylgjurnar syngi og svelli af kyngi, er særinn í hellinum kyr. Þó Miðjarðarhafið sé vorgeislum vafið, þó vestrið sé rautt eins og blóð, – á hellisins boga slær ljósbláum loga, sem lyftist frá Poseidons glóð. Útsýnið engu líkt Félagarnir lentu í ýmsum ævin- týrum á Capri og að minnsta kosti einu sinni munaði minnstu að þeir færu sér að voða. Þá voru þeir að skoða rústir Villa Jovis, hallar sem Ágústus keisari hóf að reisa en Tíb- eríus keisari endurbætti og breytti í keisarahöll. Ágústus kom fyrst til Capri árið 29 f.Kr., heillaðist af eyj- unni og fékk hana frá Napólí í skiptum fyrir eyjuna Ischia sem var og er stærri og ríkari. Frá Villa Jov- is, sem helguð var guðinum Júpíter og heitin eftir honum, stýrði Tíb- eríus Rómaveldi síðustu stjórnarár sín, 27–37 e.Kr. Höllin var á vest- urhluta Capri, efst uppi á Tíberíus- arfjalli sem nú heitir svo, byggð á um 300 metra hárri klettabrún. Þar er hengiflug niður í sjóinn en þá leið fóru margir óvinir keisarans sáluga, var hent fram af þar sem heitir Salto di Tiberio. Höllin var notuð af rómverskum keisurum fram á aðra öld en á miðöldum hreiðruðu spámenn eða munkar um sig í henni og gerðu ýmsar breytingar á mannvirkjunum en stór hluti byggingarinnar varð að rústum einum með tímanum vegna skorts á viðhaldi. Á nítjándu öld fóru listamenn að venja komur sínar til Capri og þegar Davíð og félagar voru þar á ferð var fyrir löngu búið að uppgötva hallar- rústirnar en kerfisbundið voru þær ekki rannsakaðar fyrr en á fjórða áratug tuttugustu aldar. Via Tiberio, leiðin frá hótelinu upp þröngan stíginn að klettahæð- inni þar sem rústir Villa Jovis eru, reyndist nokkuð brött og það kostaði þá félaga svita og þolin- mæði að komast á leiðarenda. Fólk getur auðvitað hvílt sig á leiðinni upp og víða við stíginn má væta kverkarnar á krám og veitingahús- um. Þegar upp er komið fá göngu- menn umbun erfiðisins. Útsýnið er mikið og undurfagurt; sjá má yfir flóann til Napólíborgar og Ve- súvíusar, eldfjallsins fræga sem spúði ösku og leðju yfir Pompei og Herkúlaneum árið 79, og einnig til Sorrentoskagans þar sem marga fallega bæi er að finna: Sorrento, Positano, Amalfi og fleiri. Sundið er blátt og tignarlegt og það rifjast upp fyrir þeim félögum að á eyj- unni Li Galli Archipelago sunnan Sorrentoskagans og á Capri voru, samkvæmt frásögn Hómers í Ódysseifskviðu, heimkynni Síren- anna, fagurra kvenna sem ginntu og heilluðu sæfarendur að kletta- ströndum. Þeir hvíla sig eftir gönguna en skoða síðan hallar- rústirnar gaumgæfilega. Skammt frá þeim stað þar sem fyrrum voru vistarverur Tíberíusar keisara hagar svo til að nokkur tré og annar gróður hefur náð að festa rætur á dálitlum moldarstalli áður en lóðréttur hamraveggurinn tek- ur við. Nú er þarna timburslá sem varnar því að ferðamenn fari sér að voða og árið 1921 var þar svip- aður umbúnaður. Ríkarður fer samt af einhverjum ástæðum út fyrir öryggisgirðinguna og hrapar næstum því fram af brúninni. Hefðu þá sömu örlög beðið hans og þeirra sem lentu í ónáð hjá Rómarkeisara. En hann á vini í raun sem koma honum til bjargar; Tryggvi kastar sér í „einni logandi snarsveiflu“ að Ríkarði og nær að grípa í hann svo allt fer vel að lok- um. Drukkið beint úr víntunnu Þegar félagarnir eru búnir að fá nóg af rústunum og stórfenglegu útsýninu halda þeir aftur af stað niður í bæinn. Þótt enn sé aðeins 7. apríl og vetur konungur herji heima á Íslandi skín sól á Capri og hiti er í lofti. Þeir koma því við á veitingahúsi og fá sér hvítvínstár til að hressa sig. Þegar búið er að bera glösin á borð bregður Tryggvi Svörfuður sér frá í leit að salerni. Hann er lengi í burtu og vinir hans ætla að fara að grennslast fyrir um hann þegar hann loks birtist í dyra- gættinni glaðbeittur og þéttfullur. Segist hann hafa farið niður í kjall- ara en ekki fundið þar neitt náð- hús, þess í stað hafi hann gengið fram á víntunnu með krana á. Hann langaði til að smakka á veig- unum en fann ekkert ílát og lagðist því bara á bakið undir kranann og skrúfaði frá. Drykkurinn var góður og því teygaði hann mjöðinn góða stund. Allt í einu kom að honum afgreiðslustúlka sem hljóðaði upp yfir sig og fór að skamma hann. Þá stóð Tryggvi á fætur, tók stúlkuna í fang sér og kyssti hana rembings- kossi. Róaðist hún þá og gerði ekki meira í málinu. Þegar Tryggvi hefur sagt sögu sína krefst hann þess að þeir hætti að drekka sullið sem fyrir þá hafði verið borið og fái sér frekar al- mennilegt vín. Davíð og Ríkarður hlýða og upphefst þá heilmikil skemmtun og drykkja sem Tryggvi stjórnar. Heima á Íslandi hafði hann samið leikrit og vill nú setja á svið sýningu sem hann er handviss um að aðrir gestir knæpunnar muni hafa gaman af. Davíð og Rík- arður taka þeirri ósk vel en Valdi- mar lætur sér fátt um finnast og líkar ekki sem best hversu mikið vín flýtur um glösin. Fyrst syngja þeir saman fyrir gestina en síðan skipar Tryggvi þeim að syngja ein- söng. Davíð og Ríkarður gera það umyrðalaust og uppskera klapp knæpugesta fyrir en Valdimar fær- ist lengi undan. Leikstjórinn hótar honum öllu illu svo hann gefur sig loks og byrjar að syngja „með heið- arlegri viðleitni“ passíusálm með langdregnu lagi. Fyrst hlusta fé- lagarnir á hann en þegar Tryggvi áttar sig á því að bóndinn ætli að syngja sálminn til enda hótar hann honum lífláti ef hann hætti ekki tafarlaust „þessu helvítis söngli“. Valdimar hlýðir og mælir varla orð það sem eftir er kvöldsins, svo hissa er hann á hamförum leikstjórans sem hann þekkir ekki í þessum ham og hefur hann þó margt séð til hans. Hið talandi skáld Nú vill Tryggvi breyta til. Hann hafði séð Ríkarð dansa sveifludans við stúlkur í Kaupmannahöfn þeg- ar þeir voru þar saman nokkrum árum fyrr. Sveiflaði hann þá döm- unum upp á öxl sér og sneri þeim á gólfinu af mikilli leikni. Nú skipar Tryggvi Ríkarði að dansa svona við ítölsku stúlkurnar á kránni en Dav- íð lætur hann setjast á stól úti á miðju gólfi og skal hann taka við dömunum að dansi loknum, sitja undir þeim og yrkja eða lesa ljóð yfir þeim. Áður en sýningin hefst tilkynnir Ríkarður að Davíð sé prestur norðan úr Íshafi og muni lesa bænir yfir meyjunum. Fyrsta stúlkan sem Ríkarður fær til að dansa við sig tekur gríninu létt og dansinn lukkast svo vel að fleiri vilja reyna. Lætur hann þær svo eina af annarri í kjöltu Davíðs sem flytur þeim ljóð með sinni karl- mannlegu rödd. Stúlkurnar horfa heillaðar á Íshafsprestinn, sem greinilega hefur gaman af að sitja undir þeim, og gefa til kynna með látbragði að þær skilji að ekki sé fullkomlega að marka bænir hans. Eftir dansinn bjóða Íslending- arnir Ítölunum upp á fleiri skemmtiatriði og það er glaumur og gleði á knæpunni þar til henni er lokað þegar komið er fram á nótt. Halda þeir félagar þá af stað áleiðis heim á hótel og eru orðnir þremur klukkustundum of seinir að sækja herbergislyklana. Hálf- tíma gangur er að hótelinu. Á leið- inni rennur mikill skáldeldmóður á Davíð og hann yrkir reiprenn- andi um alla skapaða hluti. Segir Ríkarður svo frá að eftir að Tryggvi slóst í för með þeim Davíð hafi hann oft verið að skora á skáldið í kappyrkingu. Davíð hafði yfirleitt tekið því treglega því það lá ekki sérlega vel fyrir honum en nú er hann aftur á móti í banastuði – „hið talandi skáld“. Dansað við Katarínu Þegar þeir koma á hótelið vakir eftir þeim ung fiskimannsdóttir, Capri Ein fegursta eyja heims þangað sem ferðalangar sækja jafnt í dag sem á tímum Davíðs Stefánssonar. Kafli úr ævisögu Davíðs Stefánssonar Komið allir Caprisveinar Friðrik G. Olgeirsson hef- ur skráð ævisögu Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi en mörg ljóða hans hafa lifað með þjóðinni og margar persónur hans úr leikritum hafa tekið sér bólfestu í þjóðarsál- inni. Hér er birtur kafli þar sem Davíð fór til hinnar fallegu ítölsku eyjar Capri þar sem hann samdi eft- irminnileg ljóð. a Hvíslaðu að henni Katarínu litlu að ég gleymi henni aldrei og sigli með hana í hug- anum inn í bláu sæhöll- ina undir berginu. MENNINGBÆKUR menning@24stundir.is a Hann langaði til að smakka á veigunum en fann ekkert ílát og lagðist því bara á bakið undir kranann og skrúfaði frá. Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið og kostar aðeins 5000 kr. K R A FT A V ER K Fæst hjá N1, veiðibúðum og á www.veidikortid.is Frí heimsending þegar verslað er beint á vefnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.