24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 74

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 74
74 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Í septembermánuði 1767 gekk Eggert Ólafsson, náttúrufræðingur og skáld, að eiga Ingibjörgu Hall- dórsdóttur. Eggert var einn mesti málverndarsinni 18. aldar og fór í frægar rannsóknarferðir ásamt Bjarna Pálssyni á árunum 1752- 1757. Hann er höfundur hins þekkta ljóðs Ísland ögrum skorið. Brúðkaup Eggerts og Ingibjargar var haldið í Reykholti og þótti sér- lega glæsilegt. Um hundrað manns mætti til veislu sem stóð í nokkra daga. Meðal gesta voru landlæknir, Skálholtsrektor, prestar, lögmenn og sýslumenn. Brúðhjón flytja Brúðhjónin höfðu vetursetu í Sauðlauksdal hjá bróður Ingibjarg- ar, séra Birni Halldórssyni í Sauð- lauksdal. Í maímánuði 1768 hugð- ist Eggert flytja ásamt konu sinni á Hofstaði í Miklaholtshreppi. Allt þeirra góss var var flutt í skip og sagt er að það hafi verið sex hundr- uð ríkisdala virði. Þar á meðal voru handrit Eggerts, gamlar og sjald- gæfar bækur og forngripir. Meðal gripa var atgeir sem talinn var vera vopn Gunnars á Hlíðarenda. Þegar Eggert gekk um borð í skipið sungu menn hann úr vör að forn- um sið. Með í för auk konu hans voru þjónustumaður Eggerts, þjónustukona Ingibjargar og fjórir sjómenn. Skipið sem var áttæringur var mjög hlaðið. Annar áttæringur, minni, var með í för og á honum voru ær sem Eggert vildi hafa með sér og einhverjir munir. Skipin létu frá landi í Keflavík og höfðu við- komu í Skor. Þar gengu flestir í land. Fljótlega tók að hvessa. Vér skulum fara í Guðs nafni Menn í Skor höfðu á orði að best væri fyrir ferðamennina að bíða af sér veðrið. Eggert ráðfærði sig við menn sína en þeir voru ekki sam- mála um hvað gera skyldi. Fleiri vildu þó fara en vera. Sagt er að Ingibjörg hafi lagt mikla áherslu á að komast heim í ný híbýli þeirra hjóna. Eggert mun hafa sagt: „Vér skulum fara í Guðs nafni. Þeir hérna vita ei betur hvað fært er en þið.“ Var þá gengið til skipa og lagt frá landi. Eggert settist sjálfur undir stýri. Þegar komið var út á flóann tók að þykkna í lofti og varð mjög hvasst. Minna skipið var komið nokkuð langt á undan því skipi sem Eggert stýrði. Skipstjórinn á því skipi lét fella segl og sneri við upp í Skor. Mönnum bar ekki saman um hvað síðast sást til Eggerts og skips- félaga hans. Sumir segja að Eggert hafi setið við stjórn skipsins allt þar til það sökk. Aðrir segja að Ingi- björg hafi skyndilega hrokkið út- byrðis. Eggert hafi sprottið upp og þrifið til hennar en við það hafi skipinu hvolft. Sagt var að Eggert og þjónustumaður hans hefðu margoft komist á kjöl áður en þeir drukknuðu. Seinni sagan er dramatískari en sú fyrri og hefur því orðið lífseig. Harmaljóð frá kaldri Skor Eggert var mönnum harmdauði. Hann var 42 ára gamall þegar hann drukknaði. Honum var lýst svo: „Eggert var vel gáfaður, nokkuð í hærra meðallagi á vöxt, grannleitur og grannlegur að öðru en herða- vexti og armliða, réttvaxinn og fljótstígur daglega, dökkhærður nokkuð en hvítur á skegg, ennis- mikill og hafði ljósgulan díla yfir vinstri gagnauga, fagureygður og nokkuð fasteygður, liður á nefi, hvöss kjálkabörð en stutt hakan og vel við sig, hyggilegur í tilliti, bratt- gengur og skíðfær mjög vel og létt- vígur.“ Mörg helstu skáld 19. aldar dáðu Eggert og má þar nefna Jónas Hall- grímsson. Matthías Jochumsson orti frægt kvæði um Eggert. Síð- ustu þrjú erindin hljóða svo: Það var hann Eggert Ólafsson, frá unnarjónum hann stökk, og niður í bráðan Breiðafjörð í brúðarörmun sökk. Það var hann Eggert Ólafsson Íslands vættur kvað - aldregi græt ég annan meir en afreksmennið það. Ef þrútið er loftið, þungur sjór og þokudrungað vor, þú heyrir enn þá harmaljóð, sem hljóma frá kaldri Skor. Það var hann Eggert Ólafsson Þrútið var loft og þungur sjór Eggert Ólafsson var dáð- ur maður á sinni tíð. Nokkrum mánuðum eftir glæsilegt brúðkaup lagði hann í örlagaríka sjóferð ásamt konu sinni. a Menn í Skor höfðu á orði að best væri fyrir ferðamennina að bíða af sér veðrið. Eggert ráðfærði sig við menn sína en þeir voru ekki sammála um hvað gera skyldi. Fleiri vildu þó fara en vera. Koparrista af drukknun Egg- erts Ólafssonar Hann var mönnum mikill harmdauði. Breiðafjörður Þar dukknaði Eggert Ólafsson árið 1768. Mynd/Ragnar Th. Of sjaldan eru umskipti höfð á rúmfötum og þau viðruð eða þvegin heldur eru ein og hin sömu allt- af brúkuð. Hey, viður og hvað annað, sem liggur neðst í rúmum, geymist í mörg ár og er aldrei um- skipt og eigi heldur fiður í sængum ... Enn nú sjaldnar eru hrákar sjúklinga af- þvegnir eða brjóst- hryðjum þeirra safnað og útkastað. Gott þykir þá saurindi þeirra og þvag er strax út borið og ekki látið standa inni nokkra stund áður. Allra sjaldnast eru gólfflögur á pöllum og loftum inni upp skafnar eða út færðar, ryki og hégóma uppi og innan um hús burt sópað, borð og bekkir þvegnir eða loftið sjálft inni í húsunum hreinsað, hvaða fýlu sem það inn drekkur af margs slags þess háttar skarni, mannasudda og óhreinindum. Jón Sveinsson landlæknir 1784 Landlækni er nóg boðið Oss vantar menn sem eru eitt- hvað öðruvísi en allir aðrir, menn með skýrt markað ein- staklings- eðli, menn sem hafa siðferð- isþrek til að lifa frjálsir og óháðir samábyrgð almennrar heimsku. Og oss vantar reynslu sem er eitthvað frábrugðin reynslu allra ann- arra. Oss vantar tilbreytingu í hið sviplausa þjóðlíf vort og bókmenntir. Oss vantar frum- leik, hugrekki og hreinskilni. En sérstaklega vantar oss frumlega hreinskilni. Þórbergur Þórðarson - Bréf til Láru Það sem þjóðina skortir SKEMMTILEGTSKRÝTIÐ FRÉTTNÆMT ÚR FORTÍÐINNI frettir@24stundir.is a Stór er sá einn er sitt hjarta ei svíkur. Einar Benediktsson Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.