24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 88

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 88
88 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Unglingatískan setur stóran svip á samfélagið og er jafnan vísir að því sem koma skal fyrir okkur „eldri“ borgarana. Viktoría Rós Guðmundsdóttir til- heyrir yngri hópnum en hún er 16 ára gamall Álftnesingur og nemandi í Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Hún segist afar hneigð til tískunnar. „Ég kaupi mér föt í hverjum mánuði,“ segir Viktoría sem aflar fjár með því að vinna hjá Snæ- lands videói. „Þeir borga alveg ágætlega og standa undir þessari fataneyslu minni. Ég á því alveg helling af fötum, sem ég líka nota mikið. Við erum svona vinkonurnar, höfum gaman af því að vera töff og smart,“ segir Vikt- oría keik en viðurkennir ekki að hún sé að klæða sig upp á fyrir strák- ana. „Nei, ég er bara að þessu fyrir sjálfa mig. Ég fékk þetta tískuæði í sumar við lok 10. bekkjar. Það er stórt stökk að fara í framhaldsskóla og auðvitað vill maður líta vel út og svona.“ Viktoría viðurkennir að sökum þeirrar samkeppni sem ríki milli stúlkna þegar kemur að útliti kjósi hún að feta aðrar tískubrautir. „Ef það koma ný föt í 17 til dæmis þá rjúka allar stelpurnar til og enda allar í eins fötum. Ég reyni að vera aðeins öðruvísi, vil ekki vera eins og allar hinar,“ segir Viktoría, sem er þó ekki alveg fullviss í hvaða tískuflokk hún fellur. „Ætli ég sé ekki hálfgerður pönkari hvað það varðar. Ég reyni yfirleitt að vera sæmilega samræmd, ef ég er til dæmis í rauð- um bol, þá er ég líka í rauðum sokkum.“ Tíska framhaldsskólanna hefur orð á sér fyrir hópaskiptingu. Verslingar þykja almennt mjög vel klæddir, snyrtilegir og fylgjandi meg- instraumnum. Lopapeysan og trefillinn er eins konar vörumerki MR-ingsins og MH- ingar þykja vera miklar týpur, þar sem óhefðbundnari klæði eru áberandi. Viktoría er nemandi í Flensborg sem hún segir mjög blandaðan skóla þegar kemur að tískunni. „Ég er bara týpískur Flensborgari má segja. Það er enginn ákveðinn stíll sem hefur fest við okkur svo ég viti, því hér er enginn eins.“ Viktoría segist eiga uppáhaldsbúð á Íslandi, en hér vanti þó sárlega eina aðra verslun. „Allar flíkur sem ég kaupi í Outfitters Nation í Kringlunni eru uppáhaldsflíkin mín. Þetta er nýleg tískubúð fyrir unglinga og mér finnst allt æðislegt þar inni. En þegar ég fer til útlanda, til dæmis í æfingabúðir með fim- leikunum, þá fer ég í HM (Hennes&Mauritz). Hún er alveg æði,“ segir Viktoría, sem stefnir á að læra ljósmyndun og verða einkaþjálfari í framtíðinni. Viktoría Rós er sannkölluð tískudrós Kaupir föt í hverjum mánuði Viktoría Rós Guðmundsdóttir á kynstrin öll af fötum og segist eflaust geta klætt lítið Afríkuríki ef svo bæri undir. Hún segist vera fatasjúk og kaupir nýjar flíkur í hverjum mánuði. Hún reynir þó að skera sig úr og segist vera hálfgerður pönkari hvað stílinn varðar. TÍSKA 24TÍSKA tiska@24stundir.is a Ég reyni yfirleitt að vera sæmilega samræmd, ef ég er til dæmis í rauð- um bol er ég líka í rauðum sokkum. Ég er tiltölulega nýbúin að raka af mér hárið. Það var ekki gert í neinni uppreisn eða þannig, svona er ég bara. Það eru ekki margar stelpur á mínum aldri með svona klippingu! Hálsmenið keypti ég í gær á Laugaveginum. Ég er ekki mikil glingurmanneskja, en þetta er það eitt af fáu sem ég gæti hugsað mér að hafa um hálsinn. Ég gæti ekki gengið með marga hringa, en þessi eini sem ég nota er af- mælisgjöf frá mömmu og hefur mikið tilfinningalegt gildi. Ef ég er ekki með hann finnst mér alltaf eitthvað vanta. Ég er oft með eyrnalokka, enda með sjö göt alls! Þrjú í öðru og fjögur í hinu. Ég fékk þessi hefð- bundnu tvö þegar ég var sex ára, en síðan hefur bæst við. Ég fékk eitt til dæmis úti í Tyrklandi í sumar. Mamma segir lítið við þessu en hún dregur samt línuna við húðflúr. HÁR OG SKART Ég er oft í peysum yfir bolina eða skyrtu við gallabuxurnar. Þetta er mjög létt og fín peysa úr Zöru. Hún er ekki með hettu, en er hneppt að framan. Ætli ég eigi ekki svona um 10 peysur, í mörgum litum og gerðum. PEYSA Þetta er bara þessi klassíski hvíti bómullarbolur. Hann er reyndar mjög síður, nær alveg niður fyrir rass. Ég er oft í bolum og á eflaust milli 30 og 40 boli, í öllum litum og gerðum. Þeir mynda ansi stóra röð í skápnum mínum að minnsta kost! Ég vona bara að ég sé hætt að stækka svo ég geti haldið áfram að nota mína stærð, ég get allavega notast við ársgömul föt enn þá, sem er bara fínt! BOLUR Buxurnar eru frá Outfitters Nation. Þetta eru svartar gallabux- ur með víðu sniði. Þær rifna ekkert þó að maður setjist á hækjur sér eins og sumar þessara gulrótargallabuxna. Þær passa við allt eiginlega, get verið í þeim við nánast hvað sem er, eins og með flest það sem svart er. Samtals á ég um 14 pör af buxum, að íþróttabuxum meðtöldum. Ég held að ég eigi um þrennar buxur frá Outfitters Nation, tvenn- ar Diesel-gallabuxur, sem eru dýrastar, enda fæ ég mömmu og pabba til að kaupa þær! Svo á ég líka frá Zöru og svona, en annars þykja Levi’s-buxurnar flottastar hjá mínum aldurs- hópi. BUXUR Þessa skó keypti ég í Fókus í Kringlunni, eins og svo marga aðra skó sem ég á. Þessir eru mjög þægilegir fyrir skólann til dæmis, opnir og góðir. Ég fékk þá í haust einhvern tímann og kann mjög vel við þá. Ég held að ég eigi um 17 pör allt í allt og hef keypt um það bil sjö pör í Fókus. Ég er samt hálfgerður skóníðingur, því ég hugsa voða lítið um þá þannig. Ég kaupi bara nýtt par þegar aðrir eru farnir að láta á sjá! SKÓR Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.