24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 40

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Hvaða lifandi manneskju líturðu upp til og hvers vegna? Ég lít upp til pabba míns, Björgvins Hall- dórssonar, og vina minna, því þeir hafa ein- lægni að leiðarljósi. Hver er þín fyrsta minning? Þegar mamma var að hugga mig með tónlist The Carpenters. Hver eru helstu vonbrigðin hingað til? Að ríkisstjórn okkar hafi tekið undir stríðið við Írak og öll þessi helvítis álver. Hvað í samfélaginu gerir þig dapran? Of mikil efnishyggja og: lesa svar við spurn- ingu 3. Leiðinlegasta vinnan? Að keyra út Svala fyrir bolinn. Uppáhaldsbókin þín? Þessa stundina er það Into The Wild eftir Jon Krakauer. Hvað eldarðu hversdags, ertu góður kokk- ur? Kjúkling með brúnni sósu og gratíner- uðum kartöflum. Ekta pakkmatur! Ég er fínn kokkur eða svo segir kærastan mín. Hver myndi leika þig í kvikmynd byggðri á ævi þinni? Björn Hlynur Haraldsson. Að frátalinni húseign, hvað er það dýrasta sem þú hefur fest kaup á? Ekki hugmynd, pæli ekki í svona hlutum. Mesta skammarstrikið? Þegar ég kom heim fullur í fyrsta skipti . Hvað er hamingja að þínu mati? Ástríða, innlifun og einlægni. Vera sam- kvæmur sjálfum sér og ástin, vinir og fjöl- skylda . Hvaða galla hefurðu? Óþolinmæði og sjálfs- gagnrýni. Listinn er endalaus, það er enginn fullkominn. Ef þú byggir yfir ofurmannlegum hæfi- leikum, hverjir væru þeir? Að geta læknað hvaða sjúkdóm sem er. Hvernig tilfinning er ástin? Óútskýranleg, falleg og hættuleg. Hvað grætir þig? Fráfall ástvina og dauði Jesú. Hefurðu einhvern tímann lent í lífshættu? Ég og vinir mínir keyrðum næstum því út af þegar við vorum á leið frá Akureyri en snögg viðbrögð vinar míns björguðu okkur. Guði sé lof! Hvaða hluti í eigu þinni meturðu mest? Vínylplöturnar mínar sem skipta hundr- uðum ef ekki þúsundum. Hvað gerirðu til að láta þér líða vel? Kúri með konunni, flyt tónlist, fer í heitt bað og horfi á góða bíómynd. Hverjir eru styrkleikar þínir? Einlægur og ástríðufullur. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst lítill? Myndlistarmaður eða teiknari. Er gott að búa á Íslandi? Það er dásamlegt! Hefurðu einhvern tímann bjargað lífi ein- hvers? Ekki svo ég viti. Kannski mínu eigin. Hvert er draumastarfið? Það sem ég er að gera núna. Hvað ertu að gera núna? Ég er að láta renna í heitt bað og að hlusta á ástina mína elda fiskibollur í karrísósu. Oddur Hrafn Björgvinsson Krummi Krummi í Mínus hefur á sér yf- irbragð harðkjarnarokkara. Hann er þó ekkert illfygli og eig- inleikar hrafnsins, gæfa og trygglyndi, einkenna hann öðru fremur og Krummi á sér líf utan Mínus-sveitarinnar. Einhvern tímann sagði hann í viðtali við erlent dagblað að pabbi hans, Björgvin Hall- dórsson, væri eins konar Elvis Ís- lands. Elvis var einmitt nafn fataverslunar sem Krummi rak um tíma. Nú stígur Krummi á leiksvið og hlutverkið er ekki lít- ið. Krummi mun leika sjálfan Jesú í uppfærslu á söngleiknum Jesus Christ Superstar. Sjálfur er Krummi trúaður og segist verða hryggur er hann hugsar um endalok frelsarans. a Til að láta mér líða vel kúri ég með konunni, flyt tónlist, fer í heitt bað og horfi á góða bíómynd 24spurningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.