24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 20

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. Biðlistar eftir læknisþjónustu eru eilífðarvandamál. Hér í blaðinu í gær voru nefnd tvö dæmi; í haust biðu meira en þúsund manns eftir skurð- aðgerð á augasteini á Landspítalanum. Meðalbiðtíminn var 13 og hálfur mánuður. Í byrjun mánaðarins biðu 555 eftir aðgerð á bæklunarskurðdeild spítalans. Meðalbiðtíminn eftir nýjum hnélið er kominn yfir ár. Í hvaða þjónustugrein annarri en heilbrigðisþjónustu myndu viðskipta- vinir sætta sig við aðra eins bið? Í landi þar sem er eilífur skortur á iðn- aðarmönnum eru hús reist á skemmri tíma en tekur að bíða eftir nýju hné. Ástæðan er ekki bara skortur á fjármunum til heilbrigðisþjónustu. Hún er líka einokun á þjónustunni. Viðskiptavinir venjulegra fyrirtækja snúa sér til keppinautarins ef þeir fá seina eða lélega þjónustu. Hvert eiga við- skiptavinir Landspítalans að snúa sér? 24 stundir sögðu frá því fyrr í vikunni að möguleiki væri á því, ef löng bið eftir læknisaðgerð væri farin að hamla árangri meðferðar, að fólk gæti fengið aðgerðina í öðru landi á kostnað ríkisins. Sárafáir hafa sótt um slíkt. Evrópu- dómstóllinn hefur fellt dóma um rétt ESB-borgara til að sækja sér lækn- isþjónustu í öðru aðildarríki Evrópusambandsins. Svíar áforma nú að sjúk- lingar þar geti sótt læknisþjónustu til annars ríkis ef bið verður of löng. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra segist í blaðinu í gær vera hlynntur því að til verði sameiginlegur norrænn heilsumarkaður, sem síðan geti runnið inn í samevrópskan heilsumarkað. Það getur verið skynsamlegt að taka slík skref í þá átt, að geti íslenzka heilbrigðiskerfið ekki veitt sjúkling- um þjónustu innan hæfilegs tíma, geti þeir einfaldlega sótt hana annað. Þannig skapast forsendur fyrir alþjóðlegri samkeppni um sjúklinga. Ís- lenzkar heilbrigðisstofnanir gætu jafnvel tekið þátt í henni. En frumskilyrðið hlýtur að vera að koma á inn- anlandssamkeppni; að sjúklingar eigi val um fleiri en einn kost þegar þeir þurfa að gangast undir læknisað- gerð á borð við að fá skipt um hné. Ríkisstjórnin hefur heitið að breyta fjármögnun heil- brigðisstofnana, þannig að fé fylgi sjúklingum og stofn- anirnar fái peninga í samræmi við fjölda verka, sem þær vinna. Með slíku kerfi heldur ríkið áfram að borga, en lögmál markaðarins eru virkjuð í þágu sjúklinganna. Slík markaðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar er nauðsynleg til að hún sé sá ríki þáttur í velferðar- kerfinu, sem við viljum að hún sé. Markaðsvæðing læknisþjónustu SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST En það bregst ekki ef verkalýðs- hreyfingin lætur í sér heyra þá stormar fram á völl fréttastof- anna formaður efnahagsnefndar Pétur Blöndal og tekur viðtöl við sjálfan sig. Fer mikinn og slær um sig með alls- konar sleggju- dómum og yf- irlýsingum, það helst að verkalýðshreyfingin sé með óþolandi frekju að vilja koma skilaboðum á framfæri við þingheim. Pétur tekur einungis tillöguna um sértæka persónu- afsláttinn og sleppir viljandi öðr- um tillögum m.a. um barnabæt- ur, vaxtabætur ofl. Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is BLOGGARINN Slær um sig Mér gafst tími til að renna yfir grein í tímaritinu Mannlífi, sem kynnt var í gær með þeim hætti, að ég væri að hverfa frá ráð- herrastörfum. Það er alrangt eins og svo margt annað í þessari grein Þórarins Þórarinssonar, ritstjóra Mann- lífs. Tilgangur greinarinnar virðist vera að koma illu af stað innan Sjálfstæð- isflokksins með vísan til orða fólks, sem hefur ekki kjark til að segja til nafns. Mér finnst með ólíkindum, að það kjósi nafn- leyndina af ótta við einhvers kon- ar hefnd frá forystu flokksins ... Björn Bjarnason bjorn.is Ekki að hætta Sveitarfélagið sem þau búa í er eitt ríkasta og blómlegasta sveitarfélag á Íslandi. Það er lögð sérstök rækt við mennt- un og búið mjög vel að grunn- skólunum og í skólunum þar er unnið gott starf. Ég veit að þar hefur verið unn- ið fagmannlega að úrræðum fyrir nemendur með sérþarfir. Það er því íhugunarefni hvers vegna skólaganga fatlaða barns- ins var með þessum hætti og hvernig nýfelldur hæstarétt- ardómur verður túlkaður af öðrum sveitarfélögum. Salvör Gissurardóttir salvor.blog.is Skrýtinn dómur Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Skrýtnasta og slappasta haust- þing í áraraðir segja almennir þingmenn á leið í jólafrí eftir fyrstu lotu á Alþingi í rík- isstjórnartíð Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæð- isflokksins, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, for- manns Samfylkingarinnar. Sorglegur minnihluti, sterkur meirihluti, klofnir flokkar og eina raunverulega stjórnarandstaðan kemur innan frá úr ríkisstjórn- arflokkunum sjálfum, segja stjórnarliðar. Þeir efast jafnvel um að minnstu flokkarnir lifi kjörtímabilið af. Þetta telja þingmenn Framsóknar og Frjálslyndra raun- ar gróflega móðgandi og sjá sóknarfæri fyrir sína flokka í sundurlyndi á stjórnarheimilinu. Vinstri grænir líta á sig sem hina raunverulegu stjórnarandstöðu og kalla hina flokkana þingskapameirihlutann. Allir í meirihluta nema VG Þingfundir hafa farið út um víðan völl það sem af er og oftar en ekki hafa leiftursóknir einstakra stjórnar- andstæðinga runnið út í sandinn og minnihlutamenn deilt hverjir á aðra, frekar en ríkisstjórnina. Framsókn virðist sakna velmektaráranna og þingmenn hennar stilla sér upp í ræðustól til að þakka sjálfum sér góð- ærið. Guðni Ágústsson formaður gagnrýnir ríkis- stjórnina helst fyrir lausatök og fyrir að slá af landbún- aðarráðuneytið. Framganga Frjálslyndra einkennist af sterkum einstaklingum með skýra persónulega sýn á afmörkuð mál. Enginn slær út vinstri græna í ræðu- flutningi og eru nýliðar VG vaskir líka. Nýir þingmenn og varamenn hafa verið áberandi og fullyrt er að breyt- ingar séu framundan í forystu VG. Stjórnarand- stöðuflokkarnir reyna varla samvinnu og geta stjórn- arliðar horft á minnihlutann skemmta skrattanum ef þeir nenna. Þeirra átök, ef einhver eru, fara fram ann- ars staðar en í þinginu. En geysisterkur meirihluti gefur þó þingmönnum stjórnarinnar meira persónulegt svig- rúm en þeir eru vanir. Mismikil fjarvera ráðherra Ráðherrar eru ekki þaulsætnir á þingi en einn sker sig úr. Össur Skarphéðinsson er þar mikið og er af sam- flokksmönnum talinn líklegur í embætti forseta Al- þingis þegar fram líða stundir. Framsóknarmenn eru ekki lausir við áhyggjur eftir Skrattanum skemmt á Alþingi SKÝRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.