24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 21

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 21
hrakninga síðustu ára. Þeir sakna Jóns Sigurðssonar og Halldórs Ásgrímssonar, sem þeir telja þó hafa rifið flokkinn upp með rótum til þess að arka með hann á mölina og þaðan til Brussel. Fleira hefur staðið í gömlu Framsókn, sem finnst nýliðum með kjötkatlahugsjón hafa verið skotið upp á stjörnuhimininn. Nú vanti bæði kjötkatlana og forystuna og jafnvel hugsjónina líka. Þingfréttamenn Ríkisútvarpsins segja þingið hafa farið hægt af stað og nýliðar og varaþingmenn sett svip á það. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir segir: „Það sem hefur einkennt þetta þing er að það er nýtt. Ný ríkisstjórn, nýir þingmenn. Margir að læra á nýtt hlutverk, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, eins og Samfylking og Framsókn. Framsókn hefur reyndar ver- ið það lengi í ríkisstjórn að það tekur örugglega sinn tíma að læra að vera í stjórnarandstöðu. Þess vegna hef- ur stjórnarandstaðan ekki náð þeim takti sem hún þarf að hafa.“ Konur tala minna „Viðveran er misjöfn, nýir þingmenn sitja meira en þeir eldri. Mjög mikið um að sama fólkið vermi ræðu- stólinn en áhyggjuefni að konur tala miklu, miklu minna en karlarnir,“ segir Jóhanna Vigdís. „Stjórnarmeirihlutinn er mjög stór og minnihlutinn á fullt í fangi með að veita meirihlutanum nauðsynlegt aðhald. Margir reyndir þingmenn hættu og það tekur tíma fyrir nýja að fóta sig. Eins tekur það tíma fyrir flokka að finna sig í nýjum hlutverkum, Samfylkinguna í ríkisstjórn og Framsóknarflokkinn í stjórnarand- stöðu,“ segir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður Útvarps, en telur þó að líf sé að færast í leikinn. beva@24stundir.is aBjörg Eva Erlendsdóttir Fréttamenn og þingmenn eru sammála um að einn ráðherra skeri sig úr með mikilli viðveru í þinginu, Össur Skarphéðinsson, og er hann af samflokks- mönnum orðaður sem lík- legur kandídat í embætti forseta Alþingis þegar fram líða stundir. 24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 21 Í þessari lokaviku þingsins var af- greitt margt þjóðþrifamálið. Auk löngu tímabærra breytinga á starfs- háttum þingsins bar sjálft fjárlaga- frumvarpið auðvitað hæst. Í því er ekki síst ástæða til að fagna mik- ilvægum áföngum í kjarabaráttu aldraðra og öryrkja. Einna mikilvægast í því er að með fjárlögunum er tryggt fé til að uppfylla afnám tengingar lífeyris við tekjur maka en kostnaður við það er tæpir tveir milljarðar á ári. Þessi stefna var mörkuð í stjórnar- sáttmála ríkisstjórnarinnar og með samþykkt fjárlaganna er tíu ára ein- beittri baráttu Öryrkjabandalagsins og samtaka aldraðra loksins lokið. Fyrir tíu árum bjuggu öryrkjar við það að væru þeir giftir eða í sambúð með manneskju með með- altekjur voru þeim skammtaðar um tuttugu þúsund krónur á mánuði af ríkinu. Þeir voru þannig dæmdir til að biðja ástvin sinn um vasapeninga og grunnframfærslu. Eftir að hafa árum saman rætt við stjórnvöld um sjálfsagðar lagfæringar á þessu, stefndi Öryrkjabandalagið ríkinu. Sá sögulegi dómur Hæstaréttar að ríkisstjórnin hafi, með því að svipta þetta fólk nær öllum bóta- rétti, brotið á grundvallarmannrétt- indum þeirra verður lengi í minn- um hafður. Málatilbúnaður ÖBÍ og Ragnars Aðalsteinssonar var vand- aður en það sýndi sjálfstæði Hæsta- réttar og kjark að kveða upp dóm í svo pólitísku máli. Dabbía Viðbrögð Davíðs Oddssonar og Framsóknarflokksins létu ekki á sér standa. Jón Steinar Gunnlaugsson var látinn semja nýtt fyrirkomulag svo áfram væri hægt að skerða tekjur fólks vegna tekna maka þeirra, þó ekki með jafn ósann- gjörnum hætti og áður. Á næsta ári verða þær tengingar semsagt úr sög- unni Þegar maður lítur nú til baka er óskiljanlegt hvers vegna Davíð Oddssyni var svona mikið kapps- mál að geta skert greiðslur lífeyr- irsþega með tekjum maka þeirra. Málið er augljóst mannréttindamál og snýst um það grundvallaratriði að vera sjálfstæður einstaklingur. Tekjutenging við maka leiddi einnig til þess að fólk í erfiðum félagsleg- um aðstæðum skráði ekki sambúð sína og giftist ekki. Þannig var órétt- lætið jafnvel andstætt hjónaband- inu og sjálf Þjóðkirkjan lét það til sín taka þess vegna. Þetta er líka brýnt jafnréttismál, því auðvitað voru það oftar konur sem þurftu að gjalda tekna maka sinna. Þetta er nú öllum augljóst en hitt furðulegt, hve langt stjórnvöld sukku í þá dabbíu sem málaferlin við öryrkja voru. Sjálfsbjargarviðleitni Annar mjög mikilvægur þáttur í þeim breytingum sem við gerum á næsta ári er að draga verulega úr öðrum tekjutengingum, þ.e. við at- vinnutekjur. Það er skrýtið hvað löggjafinn gekk langt í að refsa fólki fyrir sjálfsbjargarviðleitni. Svo langt var gengið að tekjutengingar eru næstum orðnar skammaryrði. Eru þær þó hugsaðar til þess að eyða ekki dýrmætu skattfé í aðstoð við þá sem ekki þurfa. Þar að auki hefur reglufrumskógur og hans óréttlæti hvatt til undanskota og rangrar upplýsingagjafar. Í tilfelli öryrkja hefur þetta verið jafnvel enn fráleitara, því fyrir mörg okkar sem fötluð eru, er það mik- ilvæg endurhæfing og félagslegur stuðningur að vinna. Það ætti þess vegna að vera sérstakt keppikefli samfélagsins að hvetja öryrkja á vinnumarkað en ekki refsa þeim. Sömu sjónarmið geta líka átt við um suma aldraða en síðar á kjör- tímabilinu verður líka hætt að refsa þeim fyrir ráðdeildarsemi, með því að hætta að skerða lífeyri ef þeir taka út séreignarsparnað. Enda eru það í hæsta máta einkennileg skila- boð til fólks að refsa því fyrir að leggja til hliðar fyrir elliárin. Þó það kosti mikið á pappírunum að hætta að refsa fólki fyrir allt að 100 þús- und króna atvinnutekjur á mánuði og fyrir sparnaðinn, er ég sannfærð- ur um að þegar dæmið er gert upp mun samfélagið hagnast á þessum breytingum. Því þegar við hvetjum fólk til sjálfshjálpar og ráðdeildar- semi skilar það sér í sköttum, betra heilsufari og sterkara samfélagi. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðir einstaklingar VIÐHORF aHelgi Hjörvar Fyrir tíu ár- um bjuggu öryrkjar við það að væru þeir giftir eða í sambúð með mann- eskju með meðaltekjur voru þeim skammtaðar um tuttugu þúsund krón- ur á mánuði af ríkinu. Tilboð 4 - Canon Ixus 70 7.1 megapixla myndflaga. Þrefalt zoom. Traust og örugg Canon vél. 3570 Staðgreiðsluverð 34.900 Verð á mánuði kr. Tilboð 1 - Kodak C713 7.0 megapixla myndflaga. Þægileg í notkun með Kodak EasyShare. 1667 Staðgreiðsluverð 14.900 Verð á mánuði kr. Tilboð 3 - Canon Ixus 960 IS 12.1 megapixla myndflaga. Dúxar á öllum prófunum. 4995 Staðgreiðsluverð 49.900 Verð á mánuði kr. Tilboð 2 - Kodak M873 8.0 megapixla myndflaga. Traustur kassi, létt og meðfærileg. 2523Verð á mánuði kr. Staðgreiðsluverð 23.900 Lítil Minni Minnst www.hanspetersen.is Auka rafhlað a og taska f ylgja! * Meðalverð á mánuði m.v. 12 mánaða greiðslukortasamning. nóv 2007 Sími 562 2600 Fyrir öll börn sem eru að missa tennur Þessi skemmtilega bók er fyrir alla forvitna krakka. Bókin svarar með myndrænum og einstaklega skýrum hætti algengum spurningum um tennurnar. Tannabox fylgir með til að varðveita gömlu tennurnar. N æ st Tannlæknafélag Íslands mælir eindregi› me› þessari bók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.