24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 15

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 15
24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 15 Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, blæs á vangaveltur um að hann sækist eft- ir einni af toppstöðunum sem myndast hjá Evrópusambandinu í kjölfar Lissabon-sáttmálans. Segir hann í viðtali við Jótlandspóstinn að hann sé ekki á leið frá Dan- mörku. Nokkuð er síðan Fogh var fyrst nefndur í tengslum við störf á veg- um Evrópusambandsins. Hann lék meðal annars stórt hlutverk í ferl- inu sem leiddi til þess að tíu ný ríki voru tekin inn í sambandið. Hefur því þótt líklegt að til Fogh yrði litið þegar manna þarf stöður forseta leiðtogaráðs Evrópusam- bandsins og utanríkismálastjóra þess. andresingi@24stundir.is Fogh ekki á leið í toppstöðu í ESB Áfram í Danmörku Leiðtogar Evrópusambandsins gætu boðist til að taka umsókn Serbíu um aðild til flýtimeðferðar gegn því að dregið verði úr andstöðu við sjálfstæði Kósóvó. Hugmyndir í þessa áttina munu hafa verið ræddar á fundi sambandsins í Lissabon, að sögn Reuters. Til þessa hefur umsókn Serbíu um aðild að ESB strandað á kröfu sambandsins um að Ratko Mladic verði dreginn fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Carla del Ponte, fráfarandi yfirsak- sóknari dómstólsins, hvetur ESB til að slá ekki af kröf- um sínum um framsal Mladic. „Ég er furðu lostin yfir afstöðu Frakklands, Þýska- lands og Ítalíu, sem vilja lina afstöðu sína. Þar sem ákvarðanir þurfa að vera samþykktar einróma treysti ég á að Belgía og Holland gefi ekki eftir,“ segir del Ponte í belgíska blaðinu Le Soir. Stjórnvöld Serbíu gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. „Slík málamiðlun kemur ekki til greina,“ segir Vuk Jeremic, utanríkisráðherra Serbíu. „Það væri ósæmilegt tilboð og þar sem leiðtog- ar Evrópu eru sómakært fólk hafa þeir ekki gert slíkt tilboð.“ andresingi@24stundir.is Hugmyndir Evrópusambandsins til lausnar Kósóvódeilunni Bjóða Serbíu flýtimeðferð Á vaktinni Hermenn Atlants- hafsbandalagsins ganga um Pristina, höfuðborg Kósóvó. Fimm karlmenn voru á fimmtudag kærðir fyrir að hafa komið af stað eldi sem eyddi 53 húsum í Malibu í nóvember og skildi eftir 2.000 hektara af sviðinni jörð. Að sögn lögreglu virðast mennirnir hafa verið við gleð- skap í helli síðla kvölds. Drykkja og kæruleysi hafi síð- an valdið því að varðeldur mannanna læsti sig í gróður og breiddist út. Verði mennirnir fundnir sekir kunna þeir að verða dæmdir í allt að tíu ára fangelsisvist. aij Skógareldar í Kaliforníu Fimm ákærðir Á síðasta ári greindust fíkni- efni í 769 hermönnum á Bret- landi, mun fleiri en árin áður. Helst greindust í hermönn- unum kannabisefni, heróín, alsæla og kókaín. John Donnelly ofursti vill ekki gera of mikið úr þessari aukn- ingu, þar sem hann telur fíkniefnanotkun minni meðal hermanna en almennra borg- ara. „Meira en 99% hermanna okkar ná skilaboðunum og halda sig frá lyfjum.“ aij Breski herinn Meira dóp STUTT ● Ebóla Heilbrigðisráðherra Úg- anda hefur staðfest að 119 til- felli nýs afbrigðis ebóla- veirunnar hafi komið upp und- anfarna mánuði og 35 manns látist. Faraldurinn hefur staðið síðan í ágúst á svæði sem liggur upp að grannríkinu Austur- Kongó. ● Jól í steininum Darwin- hjónin, sem sökuð eru um að setja dauða eiginmannsins á svið, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. janúar. ● Simbabve Robert Mugabe er einn í framboði í forsetakosn- ingum sem fram fara á næsta ári. Á fundi þar sem þetta var tilkynnt sagðist Mugabe ekki vilja bregðast kalli þjóðar sinn- ar. Espressó-kaffivélar, bjóðum upp á mikið úrval. Tilvalin jólagjöf handa heimilisfólkinu. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A K M I / F ÍT Fyrir jólin Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Gæðaryksugur frá Siemens. Virkilega þrífandi hrífandi. Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn. Er ekki upplagt að fá sér ný ljós fyrir jólin? A T A R N A / K M I / F ÍT Jólaþrifin verða leikur einn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.