24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 46

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Hauk Harðarson haukurh@24stundir.is Plöturnar sem voru verðlaunaðar í gærkvöldi eru Tímarnir okkar, Allt fyrir ástina, Mugieboogie og Ég skemmti mér um jólin en ljóst er að fleiri plötur munu bætast við listann, en til þess þarf að selja yfir 5000 plötur, enda gífurleg gróska í íslensku tónlistarlífi. „Salan í ár er mun jafnari en í fyrra. Það eru færri toppar sem selja afgerandi mest og fleiri sem ná að fara yfir gullið,“ segir Jónatan Garðarson, framkvæmdastjóri Félags hljóm- plötuframleiðenda. Sprengja inn á markaðinn „Við erum rosaleg þakklátir og þetta snýst náttúrlega um að fólki líkar greinilega við plötuna okkar,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, forystusauður Sprengjuhallarinnar, sem er að slá í gegn með sinni fyrstu plötu. Lög sveitarinnar eru spiluð á flestum útvarpsstöðvum og eiga breiðan hlustendahóp. Bergur hefur sínar skýringar á því. „Við höfum það viðhorf að tónlist eigi frekar að sameina fólk en að búa til sérhópa. Við erum með frekar mismunandi tónlistarsmekk innbyrðis og við leyfum smá sér- kennum frá hverjum og einum að koma fram í tónlistinni okkar. Ætli útkoman höfði ekki til flestra en við tökum lífinu bara létt og ef ein- hverjum líkar ekki við tónlistina okkar er það bara allt í lagi.“ Mikil verðmæti í tónlist Páll Óskar er að gera frábæra hluti með sína plötu eftir langt hlé frá plötuútgáfu. „Ég er í skýjunum og vil fyrst og fremst þakka laga- höfundum sem unnu með mér að gerð plötunnar. Málið er einfalt, platan hefði ekki orðið neitt ef þessir höfundar hefðu ekki úðað í mig góðum popplögum,“ segir Páll Óskar sem skorar á ráðamenn þjóðarinnar að lyfta undir með ís- lenskum tónlistarmönnum. „Það er bullandi gróska í gangi og pláss fyrir alla. Ráðamenn þurfa að vakna til lífsins og átta sig á verð- mæti tónlistar, rétt eins og Svíar vöknuðu við vekjaraklukkuna sem Abba hringdi fyrir mörgum árum,“ segir popparinn sem fagnar 15 ára starfsafmæli á næsta ári. Mugison hefur selt plötur eins og enginn sé morgundagurinn að undanförnu. Mugieboogie er talsvert frábrugðin fyrri plötum kappans. „Síðasta platan mín gekk svo hrikalega vel að ég var nú bara hálfhræddur að sjá hvað fólk myndi segja þegar maður breytir svona um stíl og stefnu. Ég bjóst við að miklu fleiri myndu byrja að taka einhverja týpu og rífa kjaft, svo þetta kemur þægi- lega á óvart,“ segir Mugison sem segir að næsta skref verði að koma plötunni á framfæri erlendis. Hafa selt yfir 20 þúsund plötur Samstarf Guðrúnar Gunnars- dóttur og Friðriks Ómars Hjör- leifssonar hefur verið afskaplega farsælt undanfarin ár og hafa þau selt yfir tuttugu þúsund plötur á undanförnum þremur árum. „Við erum ekki að gera þessa plötu bara til þess að selja, heldur vegna þess að okkur finnst þetta gaman. Ég held að það skíni svolítið í gegn. Svo koma margir góðir aðilar að gerð plötunnar,“ segir Friðrik Óm- ar, sem hefur í nógu að snúast yfir jólin. Íslensk tónlist verður vinsæl í jólapakkana Sprengjuhöll úr skíragulli Mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir. Nú eru línur farn- ar að skýrast um hverjir það eru sem skara fram úr í sölu og vinsældum. Fyrsti skammtur af gull- plötum Félags hljóm- plötuframleiðenda var af- hentur í Íslandi í dag í gærkvöldi. Bergur Ebbi Sprengju- höllin hefur slegið í gegn. ➤ Í Svíþjóð er framleiðsla á tón-list stór hluti af þjóð- arbúskapnum. ➤ Páll Óskar Hjálmtýsson skorará íslensk stjórnvöld að standa betur við bakið á íslenskum tónlistarmönnum. VANNÝTTUR MARKAÐUR Skífan hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að verðlauna sér- staklega þá tónlistarmenn sem skara fram úr í þeirra eigin röð- um og mun verðlaunagripurinn bera nafnið Gullskífan. Strákarnir í Sprengjuhöllinni og Mugison munu verða fyrstir til að fá gull- skífur afhentar enda hafa plötur þessara listamanna hreinlega rok- ið út úr verslunum Skífunnar. Í tilefni af þessu verður blásið til tónlistarveislu fyrir framan versl- un Skífunnar í Kringlunni klukk- an þrjú í dag. Þar munu fyrr- nefndir tónlistarmenn spila lög af plötum sínum, Tímarnir okkar og Mugiboogie áður en þeir taka við fyrstu gullskífunum. Skífu- menn lofa miklu fjöri og gestir og gangandi í Kringlunni geta fengið plötur sínar áritaðar af lista- mönnunum á milli laga. Á næstu dögum nær verslunaræði Íslend- inga hámarki og er tilvalið að ná andanum í ösinni og njóta þess að horfa á þessa vinsælu tónlist- armenn. hh Skífan heiðrar listamenn sem hafa selt mest Gullskífur en ekki plötur Mugiboogie Mugison tekur lög af plötu sinni. Starfsmenn Grasagarðsins í Laugardal hafa búið garðinn undir jólin og geta gangandi veg- farendur notið Garðskálans sem er prýddur skrauti og ljósum. „Úti er skreytt sitkagrenitré og er þar kjörið tækifæri að brýna raustina við jólasöng með fjöl- skyldunni,“ segir Eva G. Þor- valdsdóttir, forstöðumaður Grasagarðsins. Garðurinn nýtur mikilla vinsælda hjá leik- skólabörnum á aðventunni. „Við sendum bréf til allra leikskóla á Reykjavíkursvæðinu og bjóðum þeim að koma í heimsókn,“ segir Eva. Garðskálinn er opinn alla helgidaga yfir jól og áramót milli klukkan 10-17. „Við viljum með þessu skapa góða kyrrðarstund og allir eru velkomnir.“ hh Grasagarðurinn í jólabúninginn MENNING menning@24stundir.is a Ætli útkoman höfði ekki til flestra en við tökum lífinu bara létt og ef ein- hverjum líkar ekki við tónlistina okkar er það bara allt í lagi. 24stundir/Ómar Jólatónleikar í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 20. desember kl. 20.00 - UPPSELT kl. 22.00 - Auka tónleikar Miðasala í síma 869 8407 / 849 8182 og á hljomar.is Miðaverð 5900 kr. X E IN N H L 07 1 1 00 6 carola á fimmtudaginn kemur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.