24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 24

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Ég, eins og eflaust margir, hef fylgst með ritdeilum og orðræðum um einhverja starfsemi kirkjunnar í leik- og grunnskólum. Ég hef undr- ast nokkuð hitann en jafnframt rökfátæktina sem fram kemur hjá gagnrýnendum þessa fyrirkomu- lags, því ég hef hvergi séð eða heyrt þessa aðila benda á einhverja beina hættu eða spillandi atriði sem í um- ræddri starfsemi felist. Óskandi væri að þeir sem gagnrýna þetta fyrir- komulag kæmu fram með málefna- leg rök í stað þess að vera með inni- haldslausar upphrópanir og órökstuddar dylgjur um heila starfs- stétt, sem er nú bara að vinna vinn- una sína, rétt eins og gagnrýnend- urnir sjálfir. Ég reikna með að þeim sé ljóst, líkt og flestum sem eru komnir á foreldraaldur, að ákvarð- anir um hvað er kennt í leik- og grunnskólum landsins er ekki ákvarðað af kirkjunni eða prestum hennar. Þess vegna er óeðlilegt að leggja þessa stétt manna í einelti vegna vinnu sinnar en beina heldur ritdeilum og orðræðum að þeim sem ákvarðanir taka. Réttindi í gíslingu Í blaðinu 24 stundir, þann 12. desember sl., ritar Brynjólfur Þor- varðarson sagnfræðinemi afar óvandaða samsuðu sem aðallega er hrakyrði um eina stétt manna, sem hann nefnir ekki með nafni, en lík- lega skilja flestir hverjir eiga í hlut. Í skrifum þessum telur hann það mannréttindi sín að prestur tali ekki við barnið hans þó u.þ.b. 80 prósent þjóðarinnar séu skráð í þjóðkirkj- una og kannski öll hin börnin í bekknum þar með skráð í þjóðkirkj- una. Ef það eru mannréttindi hans að prestur tali ekki við barnið hans, hvað þá um mannréttindi allra hinna? Hefur hann í huga að taka þau réttindi í gíslingu? Í grein sinni talar Brynjólfur um fámennan félagsskap ríkisstarfs- manna sem búi yfir áróðurstækni sem þróuð hefur verið um þúsundir ára og að þeir viti vel að börnin séu auðveldasta bráðin. Vitað er að börn á leik- og grunnskólaaldri taka sjaldnast langtíma bindandi ákvarð- anir og líklega getur Brynjólfur stað- fest það úr eigin æsku. Hins vegar hafa börn á þessum aldri mikla þörf fyrir að heyra talað um kærleikann og finna streymi þeirrar orku, sem því miður virðist of sjaldan vera ríkjandi á heimilum vegna anna og streitu lífsgæðakapphlaupsins. Kenning um kærleika Brynjólfur vísar til tveggja skoð- anakannana, gerðra árin 1986 og 2004, og fær þar út að þessi fámenni félagsskapur með hina miklu áróð- urstækni hafi jafnt og þétt verið að tapa fylgjendum, sem nú séu u.þ.b. átta af hverjum tíu Íslendingum. Í ljósi þess geti þessi stofnun talið sig fulltrúa um 40 prósenta þjóðarinn- ar, í besta falli. Einnig vitnar Brynjólfur til grundvallarkenninga í boðskap kristninnar og segir hana vera líf í Jesú. Óskandi hefði verið að hann, sem sagnfræðinemi, væri vandaðari í framsetningu grundvallarkenninga gamalla sagnaþátta. Kristni var til mörg þúsund árum áður en Jesús fæddist og margir meistarar verið á jörðinni á undan honum. Allir þess- ir aðilar boðuðu grundvallarkenn- ingu um kærleika, umburðarlyndi, fyrirgefningu og auðmýkt. Þetta eru grundvallarkenningar enn. Kærleikur Guðs Þegar framangreindar grundvall- arkenningar Guðs trúar eru skoð- aðar, sést að engar þeirra eru árás- argjarnar heldur bíða hljóðar og hógværar eftir því að eftir þeim verði tekið og taka fagnandi á móti hverjum sem snýr sér í átt til þeirra. Líklega hafa flestöll skipulögð trúar- brögð jarðarinnar gert sig sek um að setja í boðskap sinn kenningar og fyrirmæli, sem stjórnendur þeirra á hverjum tíma vildu koma fram, en treystu sér ekki til að fá fylgi við sjálfir og notfærðu sér að koma þeim áformum í framkvæmd sem fyrirmælum frá Guði. Af skrifum Brynjólfs má ráða að hann telji sig vera andsnúinn Guði. Ég er þó sannfærður um að Guð býr í honum, líkt og öllum mönnum. Spurningin er einungis hvernig hvert og eitt okkar leyfir honum að birtast. Ég er viss um að Brynjólfur finnur hita kærleikstilfinningarinn- ar þegar hann horfir á konu sína og börn. Vegna þess að Guð býr í hon- um er honum þetta mögulegt og mikil blessun. Ef hann leyfði sér að opna fyrir hina grundvallarþætti Guðs trúarinnar er ég viss um að honum myndi líða miklu betur og verða hamingjusamari í sínu lífi. Í veröld okkar hefur hlaðist svo mikið upp af streitu og neikvæðu áreiti á undanförnum áratugum að margir hafa misst fótfestuna á hamingju- brautinni. Það væri mikil blessun fyrir börnin okkar og komandi kyn- slóðir ef við gætum sameinast um að draga úr spennu í þjóðfélaginu og farið að njóta alls þess kærleika sem er allt í kringum okkur; ein- ungis ef við opnum augun fyrir honum. Höfundur er Guðs trúar en fer sjaldan í kirkju Kirkjan og skólastarfið UMRÆÐAN aGuðbjörn Jónsson Kristni var til mörg þúsund árum áður en Jesús fæddist og margir meistarar verið á jörð- inni á undan honum. Allir þessir aðilar boðuðu grundvallarkenningu um kærleika, umburðarlyndi, fyrirgefningu og auð- mýkt. 24stundir/KristinnNý se nd ing af g læ sil eg um sæ ng urf atn að i ZUCCHI Ármúla 10 · Sími: 5689950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.