24 stundir - 15.12.2007, Side 24

24 stundir - 15.12.2007, Side 24
24 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Ég, eins og eflaust margir, hef fylgst með ritdeilum og orðræðum um einhverja starfsemi kirkjunnar í leik- og grunnskólum. Ég hef undr- ast nokkuð hitann en jafnframt rökfátæktina sem fram kemur hjá gagnrýnendum þessa fyrirkomu- lags, því ég hef hvergi séð eða heyrt þessa aðila benda á einhverja beina hættu eða spillandi atriði sem í um- ræddri starfsemi felist. Óskandi væri að þeir sem gagnrýna þetta fyrir- komulag kæmu fram með málefna- leg rök í stað þess að vera með inni- haldslausar upphrópanir og órökstuddar dylgjur um heila starfs- stétt, sem er nú bara að vinna vinn- una sína, rétt eins og gagnrýnend- urnir sjálfir. Ég reikna með að þeim sé ljóst, líkt og flestum sem eru komnir á foreldraaldur, að ákvarð- anir um hvað er kennt í leik- og grunnskólum landsins er ekki ákvarðað af kirkjunni eða prestum hennar. Þess vegna er óeðlilegt að leggja þessa stétt manna í einelti vegna vinnu sinnar en beina heldur ritdeilum og orðræðum að þeim sem ákvarðanir taka. Réttindi í gíslingu Í blaðinu 24 stundir, þann 12. desember sl., ritar Brynjólfur Þor- varðarson sagnfræðinemi afar óvandaða samsuðu sem aðallega er hrakyrði um eina stétt manna, sem hann nefnir ekki með nafni, en lík- lega skilja flestir hverjir eiga í hlut. Í skrifum þessum telur hann það mannréttindi sín að prestur tali ekki við barnið hans þó u.þ.b. 80 prósent þjóðarinnar séu skráð í þjóðkirkj- una og kannski öll hin börnin í bekknum þar með skráð í þjóðkirkj- una. Ef það eru mannréttindi hans að prestur tali ekki við barnið hans, hvað þá um mannréttindi allra hinna? Hefur hann í huga að taka þau réttindi í gíslingu? Í grein sinni talar Brynjólfur um fámennan félagsskap ríkisstarfs- manna sem búi yfir áróðurstækni sem þróuð hefur verið um þúsundir ára og að þeir viti vel að börnin séu auðveldasta bráðin. Vitað er að börn á leik- og grunnskólaaldri taka sjaldnast langtíma bindandi ákvarð- anir og líklega getur Brynjólfur stað- fest það úr eigin æsku. Hins vegar hafa börn á þessum aldri mikla þörf fyrir að heyra talað um kærleikann og finna streymi þeirrar orku, sem því miður virðist of sjaldan vera ríkjandi á heimilum vegna anna og streitu lífsgæðakapphlaupsins. Kenning um kærleika Brynjólfur vísar til tveggja skoð- anakannana, gerðra árin 1986 og 2004, og fær þar út að þessi fámenni félagsskapur með hina miklu áróð- urstækni hafi jafnt og þétt verið að tapa fylgjendum, sem nú séu u.þ.b. átta af hverjum tíu Íslendingum. Í ljósi þess geti þessi stofnun talið sig fulltrúa um 40 prósenta þjóðarinn- ar, í besta falli. Einnig vitnar Brynjólfur til grundvallarkenninga í boðskap kristninnar og segir hana vera líf í Jesú. Óskandi hefði verið að hann, sem sagnfræðinemi, væri vandaðari í framsetningu grundvallarkenninga gamalla sagnaþátta. Kristni var til mörg þúsund árum áður en Jesús fæddist og margir meistarar verið á jörðinni á undan honum. Allir þess- ir aðilar boðuðu grundvallarkenn- ingu um kærleika, umburðarlyndi, fyrirgefningu og auðmýkt. Þetta eru grundvallarkenningar enn. Kærleikur Guðs Þegar framangreindar grundvall- arkenningar Guðs trúar eru skoð- aðar, sést að engar þeirra eru árás- argjarnar heldur bíða hljóðar og hógværar eftir því að eftir þeim verði tekið og taka fagnandi á móti hverjum sem snýr sér í átt til þeirra. Líklega hafa flestöll skipulögð trúar- brögð jarðarinnar gert sig sek um að setja í boðskap sinn kenningar og fyrirmæli, sem stjórnendur þeirra á hverjum tíma vildu koma fram, en treystu sér ekki til að fá fylgi við sjálfir og notfærðu sér að koma þeim áformum í framkvæmd sem fyrirmælum frá Guði. Af skrifum Brynjólfs má ráða að hann telji sig vera andsnúinn Guði. Ég er þó sannfærður um að Guð býr í honum, líkt og öllum mönnum. Spurningin er einungis hvernig hvert og eitt okkar leyfir honum að birtast. Ég er viss um að Brynjólfur finnur hita kærleikstilfinningarinn- ar þegar hann horfir á konu sína og börn. Vegna þess að Guð býr í hon- um er honum þetta mögulegt og mikil blessun. Ef hann leyfði sér að opna fyrir hina grundvallarþætti Guðs trúarinnar er ég viss um að honum myndi líða miklu betur og verða hamingjusamari í sínu lífi. Í veröld okkar hefur hlaðist svo mikið upp af streitu og neikvæðu áreiti á undanförnum áratugum að margir hafa misst fótfestuna á hamingju- brautinni. Það væri mikil blessun fyrir börnin okkar og komandi kyn- slóðir ef við gætum sameinast um að draga úr spennu í þjóðfélaginu og farið að njóta alls þess kærleika sem er allt í kringum okkur; ein- ungis ef við opnum augun fyrir honum. Höfundur er Guðs trúar en fer sjaldan í kirkju Kirkjan og skólastarfið UMRÆÐAN aGuðbjörn Jónsson Kristni var til mörg þúsund árum áður en Jesús fæddist og margir meistarar verið á jörð- inni á undan honum. Allir þessir aðilar boðuðu grundvallarkenningu um kærleika, umburðarlyndi, fyrirgefningu og auð- mýkt. 24stundir/KristinnNý se nd ing af g læ sil eg um sæ ng urf atn að i ZUCCHI Ármúla 10 · Sími: 5689950

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.