24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 90

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 90
90 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Leikstjórinn John Singleton upp- lýsti nýverið í viðtali við Black- Voices.com að hann væri að und- irbúa endurgerð á sjónvarpsþáttunum The A-Team sem voru gríðarlega vinsælir á ár- unum 1983 til 1987. Í þáttunum sagði frá hópi fyrrum hermanna sem lifðu á því að góma glæpa- menn gegn hóflegri borgun við- skiptavina sinna. vij A-Team snýr aftur á skjáinn Það kemur kannski fáum á óvart en leikkonan Jodie Foster er samkynhneigð. Þetta er að minnsta kosti ályktun sjónvarps- stöðvarinnar CNN sem komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa horft á þakkarræðu leikkonunnar á nýafstöðnum hátíðarmorg- unverði fjölmiðlakvenna í Holly- wood þar sem Foster var heiðruð fyrir störf sín. Í ræðunni þakkaði Foster sér- staklega Cydney Bernard, sem hef- ur lengi verið sögð vera sambýlis- kona Foster en þær stöllur munu hafa verið par um 15 ára skeið. Friðhelgi einkalífsins Jodie Foster hefur alla tíð haldið einkalífi sínu utan sviðsljóssins og hefur ítrekað neitað að ræða um kynhneigð sína en orðrómur um samkynhneigð leikkonunnar hefur verið þrálátur í gegnum tíðina. Foster er tveggja barna móðir en hún hefur aldrei viljað upplýsa hver sé faðir barnanna. Afhjúpuð í sjónvarpi Það er ekki á hverjum degi sem virðuleg sjónvarpsstöð á borð við CNN ákveður að opinbera sam- kynheigð fólks í beinni útsendingu og því hefur uppátæki CNN vakið gríðarlega athygli vestanhafs. Varðandi ástæður Foster fyrir því að gefa í skyn að hún sé sam- kynhneigð þá eru uppi margar kenningar um hvers vegna hún sé loks núna að játa þetta eftir að hafa umborið orðróminn um árabil. Sérfræðingur um slúðurmál fræga fólksins, Kiki King hjá tíma- ritinu Grazia, viðraði þá skoðun sína í fyrrnefndri umfjöllun CNN að líklega væri Foster nú komin á þann aldur og það tímabil í lífinu að staðfesting á samkynhneigð hennar myndi ekki hafa of skaðleg áhrif á feril hennar. vij Gefur í skyn samkynhneigð sína CNN ýtir Foster út úr skápnum Nordic-Photos/Getty Gay og glöð Jodie Foster hefur nú gefið orðróminum um samkynhneigð sína byr undir báða vængi. Bandaríski þjóðsöngurinn mun verða leikinn á tónleikum Fílharm- óníusveitar New York sem fara fram í N-Kóreu í febrúar á næsta ári. Á tónleikunum verður einnig leikinn norðurkóreski þjóðsöng- urinn ásamt laginu American in Paris eftir Gershwin. Þetta mun vera stórt skref í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Norður-Kóreu en lengi hefur andað köldu á milli þessara tveggja þjóða. „Það eina sem ég get sagt er að ein lítil sinfónía er stórt stökk fram á við,“ sagði Zarin Mehta, stjórn- andi fílharmóníusveitarinnar á blaðamannafundi sem hann hélt ásamt sendiherra N-Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, Pak Gil Yon, þar sem tónleikarnir voru kynntir. Mehta sagði að pólitík myndi ekki ráða lagavalinu heldur yrði bara leikin góð tónlist á tónleik- unum en samkvæmt Pak Gil Yon er óvíst hvort leiðtogi N-Kóreu, Kim Jong-il, mætir á skrallið. vij Bandarískt í Norður-Kóreu Mætir varla Kim Jong-il mun lík- lega sleppa tónleikunum. Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes eru Russell Crowe og Ni- cole Kidman oflaunuðustu leik- ararnir í Hollywood í dag en tíma- ritið komst að þessari niðurstöðu eftir að hafa rýnt í laun leikaranna, framleiðslukostnað kvikmyndanna og þá upphæð sem myndin þénaði, bæði í kvikmyndahúsum og á leigu- og sölumarkaði. Russell Crowe hlotnast sá vafa- sami heiður að vera oflaunaðasti leikarinn í heiminum í dag. Fyrir hvern einasta dollara sem Crowe fékk greiddan fyrir leik sinn í myndum á borð við Master & Commander og Cinderella Man, þénuðu kvikmyndaverin sem stóðu á bak við myndirnar ein- ungis fimm dollara. Það verður að teljast afskaplega lítið, sérstaklega ef litið er til stjarna á borð við An- gelinu Jolie, sem er með mun hóf- samari launakröfur en skilar þó að jafnaði 15 dollurum til kvik- myndaveranna fyrir hvern dollar sem hún fær greiddan í laun. Kidman oflaunuð drottning Ef Russel Crowe er konungur oflaunuðu leikaranna þá hlýtur Nicole Kidman að vera ókrýnd drottning oflaunaðra leikkvenna. Um þessar mundir er nýjasta mynd Kidman, The Golden Compass, að valda miklum von- brigðum en fyrir þá mynd fékk Kidman um 15 milljónir dollara í laun. Á frumsýningarhelgi mynd- arinnar vestanhafs þénaði myndin einungis 26 milljónir dollara sem er skelfilegur árangur fyrir mynd sem kostaði um 200 milljónir í framleiðslu. Þar að auki hafa þrjár síðustu kvikmyndir Kidman skilað kvik- myndaverunum einungis 8 doll- urum hvern hvern einasta dollar sem hún þiggur í laun. Það er því ljóst að há laun leik- ara og velgegni mynda haldast eng- an veginn í hendur í Hollywood. Russell Crowe og Nicole Kidman Oflaunuðustu leikarar heims Hinn oflaunaði konungur Russell Crowe græðir mikið en myndir hans ekki. ➤ Grínistinn Jim Carrey hefurítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár. Kvikmyndaverin græða átta dollara fyrir hvern einn sem hann fær í laun. ➤ Sömu sögu er að segja af WillFerrell, átta dollarar á móti einum, og Adam Sandler, níu á móti einum. AÐRIR OFLAUNAÐIR Mörgum blöskrar þegar þeir heyra hvað Holly- wood-stjörnurnar fá í laun fyrir kvikmyndaleik. En það er spurning hvort stjörnurnar hafi unnið fyrir laununum sínum. Fólki þykir fátt skemmtilegra en að smjatta á ylvolgu slúðri um næstu Bond-mynd og þökk sé ný- legu sjónvarpsviðtali Daniel Craigs við breska sjónvarpsstöð hefur fólk svo sannarleg fengið eitthvað bitastætt til að japla á. Í viðtalinu var Craig spurður hver titill næstu myndar myndi verða og virðist vera sem Craig hafi þá aðeins talað af sér. „Nafnið er frekar númer. Af því að fyrsta myndin fjallaði um hvernig hann fékk 00-titilinn og nú er hann 007 í fyrsta sinn.“ Eftir að hafa sagt þetta var hann spurður hvort titill næstu mynd- ar yrði einfaldlega 007 og sagðist Craig líklega hafa sagt of mikið og vildi ekki ræða málið frekar. Ef þetta reynist satt verður þetta næststysta nafn á Bond-mynd frá upphafi en Dr. No skartaði styttra nafni. vij Heitir sú næsta bara 007? 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Það eina sem ég get sagt er að ein lítil sinfónía er stórt stökk fram á við. Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Fylltur og flottur í CD skálum á kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,- Mjög vel fylltur, stækkar þig um skálastærð, fæst í BC skálum á kr. 2.350, buxur í stíl á kr. 1.250,- Mjúkur, saumlaus í BCD skál á. kr.2.350, buxur í stíl á kr. 1.250,- Blóðug ástarsaga úr gagganum. Villi, Sirrí & Eva. Nýr bóka- flokkur tindur@tindur.iswww.tindur.is Óbæri- leg spenna!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.