24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 68

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 200768 stundir LIGGUR Á HJARTA Hrafn Gunnlaugsson Kvikmyndagerðarmaður Fæddur 17.06.1948 Sendið fyrirspurnir á netfangið: femin@femin.is – Merkt: Fyrirspurn til ráðgjafa vegna 24 stunda Frelsið skal verja m eð boðu m og bön num! YFIRLÝSINGIN 24stundir/Frikki Ég var ekki viss til hvaða ráð- gjafa þetta heyrir en held þetta passi hér inn. Þannig er mál með vexti að ég hef nokkrum sinnum lent í því að verða hrifin af strák, þá meina ég virkilega hrifin. Ég er orðin 19 ára og hef aldrei átt kærasta, hef aðeins verið að hitta þá en svo yfir- leitt slít ég sambandinu. Þetta er orðin ákveðin rútína hjá mér. Kynnast honum að ákveðnu marki og þá hætta við allt. Ég verð ekki auðveldlega hrifin af strák og alls ekki hverjum sem er. Mér finnst útlitið ekki vera númer eitt en viðurkenni þó að það skiptir mig máli og ég geri ákveðnar kröfur sem höfða til mín. Þetta er alla vega mín aðferð í ástarmálunum: 1. Þegar ég er að kynnast strák og byrjuð að hitta hann þá reyni ég alltaf að finna alla gallana, ég gjörsamlega hugsa ekki um annað. Yfirleitt finn ég einhvern galla og einblíni þá gjörsamlega á gallana. 2. Það er þó í raun ekki út af gallanum sem ég vil ekki meira með þessum strák heldur er það í raun það að ég byrja að hugsa hvað hann sé að gera með mér. Ég byrja að fá neikvæðar hugsanir. Hvað ef hann dömpar mér? Hvað ef honum finnst ég vera leiðinleg? Hvað ef hann er bara að nota mig? Mér finnst ég alltaf vera svo leiðinleg og lokuð og sérstaklega þar sem ég er frekar feimin að ég skil ekki hvernig einhver nennir að hanga með mér (samt á ég fullt af vinum). Ég veit að ef einhver strákur hættir að tala við mig verð ég alveg eyðilögð og það er eitt- hvað sem ég get ekki hugsað mér að ganga í gegnum aftur. Ég hef einu sinni lent í því með einum af þessum strákum sem ég var orðin frekar hrifin af. Ég fór illa með hann, svo fór hann illa með mig. 3. Ég reyni alltaf eins og ég get að sleppa við öll óþægileg og vandræðaleg atvik eins og ég get því ég fer bara í hnút og verð eins og kjáni og líður illa. Og því byrja ég oft að hugsa að ég nenni þessu ekki, þetta sé hvort sem er tilgangslaust. Af hverju að láta sér líða illa ef maður þarf þess ekki? 4. Það síðasta sem ég geri er að ég ósjálfrátt sannfæri sjálfa mig um það að þessi galli á stráknum sé eitthvað sem ég get ekki um- borið í sambandi og slít samband- inu áður en það gengur lengra. Þetta hefur gerst nú þegar með 5 stráka! Þá er ég að tala um stráka sem ég var virkilega orðin hrifin af. Og nú hugsarðu kannski að 5 strákar sé há tala, en ég hef gert þetta síðan í 8. bekk. Þannig við erum að tala um 6 ár! Núna hef ég ekki talað almenni- lega við neinn strák í ár því ég vil ekki gera þeim þetta. Gefa þeim von og svo bara hætta við allt án gildrar ástæðu. Ég er ekki þannig manneskja að ég geti farið illa með manneskju án þess að fá brjálað samviskubit. En mig langar svo rosalega í kærasta. Er ég ekki tilbúin í samband? En verð ég það þá kannski aldrei? Ætti kannski að reyna að senda bréf til jólasveinsins og biðja um kærasta í jólagjöf? Bara ef það væri svo auðvelt. Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina. Af frásögn þinni að dæma virðist þú ekki eiga í vandræðum með að stofna til sambands. Hins vegar virð- ist þú eiga í erfiðleikum með að vera í sambandinu. Eins og þú sjálf segir leitar þú eftir einhverjum göllum í fari kærastans og notar það sem afsökun fyrir að slíta sambandinu. Það er alltaf erfitt að vera sagt upp, sérstaklega ef maður hefur verið mjög hrifinn. En það er eðlilegur hluti af lífinu að ganga í gegnum slíkt ferli. Sumir ganga þó auðvitað oftar í gegnum það en aðrir. Það er eðlilegt að óttast að missa það sem manni þykir vænt um en það má ekki stjórna lífi manns og verða þess valdandi að maður þori ekki að tengj- ast fólki á ný vegna hættu á að vera hafnað á ný. Það sem þú þarft að gera er að skoða sjálfa þig og vinna að því að auka sjálfstraust þitt. Þegar skortur á sjálfstrausti er farinn að hamla okkur í lífinu er nauðsynlegt að bregðast við með ákveðnum aðgerðum. Sjálfstraustið mótast af þeirri reynslu sem við höfum gengið í gegnum í lífinu. Það er hægt að byggja upp sjálfstraust á marga vegu, t.d með því að hugsa um það góða og jákvæða sem maður gerir í stað þess að einblína á það sem fer úrskeiðis. Fyrst og fremst þarf maður að minna sig á að hugsa raunsætt um hlutina. Reyndu t.d. að einblína á hvað þú átt nú þegar, eins og til dæmis fullt af vinum. Þú ættir þá ekki ef öllum þætti þú leiðinleg. Þú þarft að vera dugleg að sannfæra sjálfa þig og minna þig á það þegar neikvæðu hugsanirnar koma. Sú hegðun sem stjórnast af hugsuninni: Hegðun = slítur sambandi, hugsun = ég er svo leiðinleg, viðheldur lélegu sjálfs- trausti vinnir þú ekki markvisst í að bæta það. Með því að vinna að því að styrkja sjálfsmynd þína og auka sjálfstraust þitt muntu án efa slaka meira á í samskiptum við hitt kynið og njóta þess að vera í sambandi. Þú þarft að þora að láta tilfinningar þínar í ljós og þora að sýna mikið af sjálfri þér til þess að það sé grundvöllur fyrir því að sam- bandið geti þróast. Gangi þér vel kveðja Sigrún Ása Þórðardóttir - ráðgjafi hjá www.femin.is. www.salarlif.is Kærasta í skóinn takk Sæl Guðrún. Mig langar að leita hjá þér ráða varðandi veislu um áramót. Í áraraðir hefur mér verið boðið í veislu á gamlárskvöld sem sami alkinn eyðileggur í hvert sinn. Á þessum árstíma byrjar alltaf spennan að magnast og maður vonar svo innilega að í þetta sinn verði ekkert áramóta- boð svo maður þurfi ekki að afþakka. Einhvern veginn hef ég ekki haft brjóst í mér að segja sannleikann, en núna er svo komið að ég er staðráðin í því í þetta sinn að leika ekki í annarra manna leikriti lengur. Á ég að segja gestgjöfunum sannleikann, hvernig ég hafi upplifað síðustu gamlárskvöld eða á ég að koma með einhverja hentugri sögu um hvers vegna ég geti ekki komið til að særa nú engan á þessum við- kvæma árstíma? Vona að þú getir ráðið fram úr þessu sem fyrst. Með kveðju, leikkonan Sæl og blessuð, kæra leikkona. Það er vandlifað í þessum heimi! Átt þú að segja sannleikann eða leika með í þessu „asnalega leikriti”. Mín skoðun er sú að þú eigir að segja þig úr áramótaboðinu, þakka fyrir en þú ætlir ekki að mæta og að það sé vegna þess að þér líði illa í boðinu vegna hegðunar alkóhól- istans og að þú sért að reyna að forðast að vera í aðstæðum þar sem þér líður illa. Aftur á móti er nauðsynlegt fyrir þig að koma þessu frá þér á þann hátt að það særi aðra sem minnst og ég held að það sé best með því að segja hlutina beint út en á varfærn- islegan hátt. Ekkert með of miklum útskýringum en af heiðarleika. Mér segir svo hugur að þú sért ekki sú eina sem verður fyrir vanlíðan í þessu boði og kannski bara gott að einhver þori loksins að segja eitthvað. Kannski veit sá sem þú talar við þegar þú afþakkar boðið alveg hvernig þér líður og kannski er líðan hans svipuð. Það er svo erfitt þegar sami „fíllinn” mætir ár eftir ár og allir láta eins og hann sé ósýnilegur þótt hann fylli út í stofuna! Og svo er loksins lítil mús sem réttir upp hönd og segir: „Afsakið, en það er fíll hérna sem treður á okkur hinum og tekur allt plássið.” Og þá gerist það að allir varpa öndinni léttar og horfast í augu við það sem er að gerast og fíllinn þarf vonandi að færa sig... Gangi þér vel, Guðrún, ráðgjafi hjá www.femin.is. Veisla um áramótin Skeifan 8 - s. 568 2200 Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Jólagjafir fyrir yngstu börnin Ókeypis -heim til þín - kemur þér við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.