24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 51

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 51
24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 51 Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is „Þetta er í fyrsta skipti sem tónlist eftir mig er gefin út síðan ég var í MR og samdi árshátíðarlag sem kom út á diski,“ segir Una Svein- bjarnardóttir fiðluleikari hlæjandi, en hún var að gefa út diskinn Fyrramál með tónlist úr ýmsum áttum. Fyrsta lagið er hennar eigin tónsmíð, etýðan More Links, og í kjölfarið kemur lagið Hvert ör- stutt spor eftir Jón Nordal í henn- ar eigin útsetningu. „Ég útsetti lagið og spilaði á opnun Nor- rænnar hátíðar í Greifswald í Þýskalandi árið 2003, þar sem Ólafur Ragnar hélt opnunarræð- una. Það vantaði tónlistaratriði en ekkert píanó var á staðnum þann- ig að niðurstaðan var sú að ég var fengin til þess að spila eitthvað ís- lenskt. Jón Nordal hefur sjálfur heyrt lagið og var mjög ánægður með mína útsetningu og það gladdi mig mikið,“ segir Una. Í kjölfarið koma nokkur lög frá bar- okk- og rómantíska tímabilinu. „Ég hef tekið svona æði fyrir mis- munandi tímabilum og það elsta er held ég rómantíska æðið sem hefur staðið yfir í mörg ár. Svo fyrir svona fimm árum tók ég bar- okk-æði og því fannst mér kjörið að spreyta mig á hvoru tveggja á þessum diski.“ Persónuleg upptaka Nýi diskurinn var tekinn upp á pínulitlu viðarklæddu stofulofti í Mosfellsbænum, enda lagði Una mikla áherslu á að hann hefði á sér svokallaðan stofutónlistarblæ. „Mörg af þessum verkum, eins og barokk- og rómantísku verkin, voru á sínum tíma samin sér- staklega fyrir stofutónleika. Ég vildi því ekki taka diskinn upp í risastóru rými enda vildi ég hafa flutninginn persónulegan og í formi eins konar díalógs við hlust- andann,“ útskýrir hún. Af svipaðri ástæðu valdi hún að spila verk úr ólíkum áttum og frá ólíkum tím- um. „Þegar fiðluleikarar spila sóló á tónleikum þurfa þeir yfirleitt að geta sýnt fram á fjölbreytni, bæði sögulega og tæknilega.“ Snúin heim Una hefur komið víða við frá því að hún byrjaði feril sinn 17 ára gömul í hljómsveitinni Skár- r’en ekkert og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún bjó á sínum tíma í Köln í tvö og hálft ár og Berlín í sjö ár við nám og störf, en þess á milli túraði hún um heiminn með Björk í tilefni af útkomu plöt- unnar Homogenic. Nú er hún hins vegar flutt aftur heim til Ís- lands og unir hag sínum vel. „Að vísu held ég ennþá tengslum við Þýskaland og vinn ennþá töluvert þar, enda ótrúlega margt spenn- andi í gangi þar,“ segir hún. En það er líka nóg að gerast á Íslandi, enda undirbýr Una þessa dagana frumflutning á nýjum ís- lenskum fiðlukonsert eftir Svein Lúðvík Björnsson á Myrkum músíkdögum ásamt því sem hún kennir nokkrum nemendum í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Nýja tónlistarskólanum og semur sína eigin tónlist. „Vonandi mun ég geta samið sem mest á næst- unni og gefið meira út,“ segir hún. Una spilaði í Kaffi Hljómalind í gær í tilefni af útkomu disksins en segist ætla að bíða með að halda eiginlega útgáfutónleika þar til eft- ir jól. „Ég fékk diskinn bara í hendurnar í fyrsta skipti í gær og það var auðvitað smá spennufall sem fylgdi því. En eftir nokkra daga fer ég til Ísafjarðar þar sem ég ætla að halda upp á jólin. Þegar ég bjó úti lofaði ég sjálfri mér að ég myndi vera dugleg að ferðast um Ísland þegar ég flytti heim. Ég fór til Vestfjarða í fyrsta skipti í júní síðastliðnum og líkaði svo vel að ég verð að skella mér aftur,“ segir hún að lokum. Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari hefur gefið út sinn fyrsta disk Tónlistin sem sam- tal við hlustanda Una Sveinbjarnardóttir hefur gefið út diskinn Fyrramál, en diskinn prýðir ljóð eftir Hauk Má Helgason og myndir eftir Höllu Kristínu Einars- dóttur. Tónlistin er úr ýmsum áttum. Una með fiðluna Heimasíða hennar er myspace.com/unaviolin. 24stundir/Ómar Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð AL B U N NI VTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA PAPPÍR HF BÝÐUR TIL HINNAR ÁRLEGU LAGERSÖLU Á PAPPÍRSBURÐARPOKUM VERÐ FRÁ 50-250 KR. OPIÐ LAUGARDADAGINN 15. DES. FRÁ KL. 12:00 - 18:00 JÓLA- OG GJAFAPOKAR Í MIKLU ÚRVALI Kaplahrauni 13 • 220 Hfj.• S: 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is A R T- A D .IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.