24 stundir - 15.12.2007, Page 51

24 stundir - 15.12.2007, Page 51
24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 51 Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is „Þetta er í fyrsta skipti sem tónlist eftir mig er gefin út síðan ég var í MR og samdi árshátíðarlag sem kom út á diski,“ segir Una Svein- bjarnardóttir fiðluleikari hlæjandi, en hún var að gefa út diskinn Fyrramál með tónlist úr ýmsum áttum. Fyrsta lagið er hennar eigin tónsmíð, etýðan More Links, og í kjölfarið kemur lagið Hvert ör- stutt spor eftir Jón Nordal í henn- ar eigin útsetningu. „Ég útsetti lagið og spilaði á opnun Nor- rænnar hátíðar í Greifswald í Þýskalandi árið 2003, þar sem Ólafur Ragnar hélt opnunarræð- una. Það vantaði tónlistaratriði en ekkert píanó var á staðnum þann- ig að niðurstaðan var sú að ég var fengin til þess að spila eitthvað ís- lenskt. Jón Nordal hefur sjálfur heyrt lagið og var mjög ánægður með mína útsetningu og það gladdi mig mikið,“ segir Una. Í kjölfarið koma nokkur lög frá bar- okk- og rómantíska tímabilinu. „Ég hef tekið svona æði fyrir mis- munandi tímabilum og það elsta er held ég rómantíska æðið sem hefur staðið yfir í mörg ár. Svo fyrir svona fimm árum tók ég bar- okk-æði og því fannst mér kjörið að spreyta mig á hvoru tveggja á þessum diski.“ Persónuleg upptaka Nýi diskurinn var tekinn upp á pínulitlu viðarklæddu stofulofti í Mosfellsbænum, enda lagði Una mikla áherslu á að hann hefði á sér svokallaðan stofutónlistarblæ. „Mörg af þessum verkum, eins og barokk- og rómantísku verkin, voru á sínum tíma samin sér- staklega fyrir stofutónleika. Ég vildi því ekki taka diskinn upp í risastóru rými enda vildi ég hafa flutninginn persónulegan og í formi eins konar díalógs við hlust- andann,“ útskýrir hún. Af svipaðri ástæðu valdi hún að spila verk úr ólíkum áttum og frá ólíkum tím- um. „Þegar fiðluleikarar spila sóló á tónleikum þurfa þeir yfirleitt að geta sýnt fram á fjölbreytni, bæði sögulega og tæknilega.“ Snúin heim Una hefur komið víða við frá því að hún byrjaði feril sinn 17 ára gömul í hljómsveitinni Skár- r’en ekkert og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún bjó á sínum tíma í Köln í tvö og hálft ár og Berlín í sjö ár við nám og störf, en þess á milli túraði hún um heiminn með Björk í tilefni af útkomu plöt- unnar Homogenic. Nú er hún hins vegar flutt aftur heim til Ís- lands og unir hag sínum vel. „Að vísu held ég ennþá tengslum við Þýskaland og vinn ennþá töluvert þar, enda ótrúlega margt spenn- andi í gangi þar,“ segir hún. En það er líka nóg að gerast á Íslandi, enda undirbýr Una þessa dagana frumflutning á nýjum ís- lenskum fiðlukonsert eftir Svein Lúðvík Björnsson á Myrkum músíkdögum ásamt því sem hún kennir nokkrum nemendum í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Nýja tónlistarskólanum og semur sína eigin tónlist. „Vonandi mun ég geta samið sem mest á næst- unni og gefið meira út,“ segir hún. Una spilaði í Kaffi Hljómalind í gær í tilefni af útkomu disksins en segist ætla að bíða með að halda eiginlega útgáfutónleika þar til eft- ir jól. „Ég fékk diskinn bara í hendurnar í fyrsta skipti í gær og það var auðvitað smá spennufall sem fylgdi því. En eftir nokkra daga fer ég til Ísafjarðar þar sem ég ætla að halda upp á jólin. Þegar ég bjó úti lofaði ég sjálfri mér að ég myndi vera dugleg að ferðast um Ísland þegar ég flytti heim. Ég fór til Vestfjarða í fyrsta skipti í júní síðastliðnum og líkaði svo vel að ég verð að skella mér aftur,“ segir hún að lokum. Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari hefur gefið út sinn fyrsta disk Tónlistin sem sam- tal við hlustanda Una Sveinbjarnardóttir hefur gefið út diskinn Fyrramál, en diskinn prýðir ljóð eftir Hauk Má Helgason og myndir eftir Höllu Kristínu Einars- dóttur. Tónlistin er úr ýmsum áttum. Una með fiðluna Heimasíða hennar er myspace.com/unaviolin. 24stundir/Ómar Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð AL B U N NI VTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA PAPPÍR HF BÝÐUR TIL HINNAR ÁRLEGU LAGERSÖLU Á PAPPÍRSBURÐARPOKUM VERÐ FRÁ 50-250 KR. OPIÐ LAUGARDADAGINN 15. DES. FRÁ KL. 12:00 - 18:00 JÓLA- OG GJAFAPOKAR Í MIKLU ÚRVALI Kaplahrauni 13 • 220 Hfj.• S: 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is A R T- A D .IS

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.