24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 38

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Í upphafi var ekki eitt einasta orð. Það var hugsun, það var til- finning, það var skynjun, það var lotning, það var dýrð og jafnvel gleði, en það var ekkert orð. Og ekki guð. Bara ég sjálfur í niðamyrkri með rauða útsaumaða skikkju á öxlun- um og prik í hendi. Og yfir mér hvolfdist alheimur- inn. Úti í kartöflugarði Ég var sjö ára og stóð úti í kart- öflugarði úti á Seltjarnarnesi, spöl- korn frá heimili mínu að Lindar- braut 10. Byggðin á Nesinu var ennþá strjál og ekki allt útbíað í ljósum; á stóru svæði andspænis Lindarbrautinni ríkti myrkrið eitt þegar kvöldaði. Þetta var síðla hausts, það var svolítið andkalt en samt var ég bara á peysunni og með þessa skikkju á öxlunum. Upphaflega var þetta rauður borð- dúkur þar sem mamma hafði saumað út skrípafígúrur sem pabbi teiknaði; ég hafði tekið hann til handargagns og gert hann að ridd- araskikkju. Og prikið í hendi mér var skínandi sverð. Það leið að kvöldmat á Lindarbrautinni en ég hafði brugðið mér út til að fella nokkra óvini áður en ég færi aftur inn að háma í mig soðnar kjötboll- ur í káli. Úti í kartöflugarðinum höfðu leynst nokkrir illskeyttir óvinir í myrkrinu og það tókst grimmileg orrusta. Að lokum réði ég samt niðurlögum þeirra allra. Og þar sem ég stóð nokkuð víga- móður í kartöflugarðinum með skínandi sverðið í hendinni þá varð mér litið upp. Allar stjörnur himinsins Þótt húsin á Lindarbraut væru ekki allfjarri og handan Lindar- brautar byggðin á Seltjarnarnesi og handan Seltjarnarness glóði Reykjavík, þá var birtan frá þessum ljósum samt ekki meiri en svo að ég sá himininn. Himininn með öllum sínum stjörnum. Þetta var ógnarleg sjón. Ég hafði auðvitað oft skoðað himininn áð- ur, já, ég hafði meira að segja sér- stakan áhuga á himninum og stjörnunum og reikistjörnunum, en í þetta sinn var þessi sjón eitt- hvað undarlega áhrifarík. Já, nú man ég! Það var eitthvað að. Ég hafði ekki bara farið út til þess að berjast glaðbeittur í kart- öflugarði við óvini. Ég hafði farið út til að losna. Losna við andrúms- loft sem ég man ekki lengur af hverju stafaði; það þarf ekki að hafa verið merkilegt. En var nógu þrúg- andi til að sjö ára piltur skrýddist skikkju og gyrti sig sverði og fór út í myrkið til að hefna þess í héraði sem hallaðist á alþingi. Og hafði nú lagt að velli óvinina í kartöflugarð- inum en ennþá var fjandi í sálinni. Svo þegar ég leit upp, þá var ég vissulega veikur fyrir. Stjörnurnar syngja Það þyrmdi yfir mig. Ég hef séð himininn seint að kvöldi norður á Ströndum þar sem sannlega var ekkert ljós í mílu fjarlægð og stjörnurnar fengu að njóta sín ein- ar, og ég hef verið í fullkomnu myrkri á Holtavörðuheiði og séð norðurljósin bylgjast um himininn í litbrigðum sem ég gæti ekki leikið eftir þótt ég fengi alla heimsins liti til að mála með. En aldrei hefur himinninn haft önnur eins áhrif á mig og þarna, í þessum kartöflu- garði á Seltjarnarnesi árið 1967. Ég á engin orð til að lýsa því. Ég get sagt stjörnur og ég get sagt myrkur og ég get sagt ótölulegur grúi af stjörnum og ég get sagt blika og skína og tindra og sindra og margt, margt fleira get ég vissu- lega sagt en engin mín orð komast samt nálægt því að lýsa þessari sjón af því ég er ekki skáld. En ég heyrði stjörnurnar syngja. Í mínu litla hjarta sem hafði flúið út í myrkrið undan einhverju sem ég man ekki lengur hvað var en svolítið náð að braggast með því að fella þessa óvini sem lágu nú dauðir í kartöflugarðinum, í þessu litla hjarta þá heyrði ég stjörnurnar syngja. Ég heyrði dyn þeirra aftan úr öldum þegar þær voru að myndast, aftan úr myrkri svo dimmu að það svartnætti væri engin leið að skynja, aftan úr sögu sem ég mundi aldrei frétta; ég heyrði þrumandi dyn, lágværan klið, örlitla melódíu og allt í algjörri þögn. Nema bíll keyrði eftir Mela- brautinni. Tign og fegurð Ég hugsaði um tign, ég hugsaði um fegurð, ég hugsaði um ógurleg- an mikilfengleik þessa stjörnuhim- ins og ég hugsaði um hvar hann gæti endað. Ég hafði lesið greina- flokk um sólkerfið og himingeim- inn í barnablaðinu Æskunni og vissi vel að geimurinn var óend- anlegur með einhverju sem ég skildi ekki en vonaði að ég myndi skilja þegar ég yrði stór. Og þar sem ég stóð í sandbornum kartöflu- garðinum og góndi upp í bjartan himininn í myrkrinu, þá hvarflaði að mér að kannski væri allur sá al- heimur sem við sæjum og skynj- uðum ekki annað en örlítill partur af ennþá stærri og kannski allt öðruvísi alveröld – já, ég man ég hugsaði að kannski væri alheimur- inn okkar ekki annað en lítið sand- korn í hinum stærri heimi, eins og eitt þeirra korna sem marraði í undir fótum mér. Mér skilst að hinir lærðustu stjarneðlisfræðingar séu einmitt um þessar mundir að hugsa ná- kvæmlega þetta. Samt var ég bara einn í kartöflugarðinum, og sjö ára. Hvergi var við guð Kannski var það bara andartak sem ég stóð þarna og horfði upp í himininn og fannst ég skynja al- heiminn svo djúpt, og ég hugsaði og skildi svo margt sem ég kom engum orðum að og kem ekki enn. En mergurinn málsins er sá að þótt ég bæði bænirnar mínar samvisku- samlega á hverju kvöldi þá varð ég hvergi var við guð í þessum kraft- birtingarhljómi þarna í kartöflu- garðinum. Ég leiddi ekki einu sinni að honum hugann og furðaði mig svolítið á því seinna meir - en það rann þá upp fyrir mér að þessi heimur þurfti ekkert á guði að halda. Þaðan af síður ég. Ég var kannski einn undir þessum risavaxna himni og yrði alltaf einn. En ég var þarna samt og hver gat vitað nema í hverjum einasta blóðdropa mín- um, hverri frumu, væri sjálfstæður alheimur þar sem líka stæði sjö ára strákur með skikkju og prik og horfði upp í himininn. Rotturnar Þá heyrði ég þrusk. Ég sleit mig frá stjörnuþyrpingunum og leit í kringum mig. Sá hreyfingu, og aðra. Rotturnar á Nesinu voru komn- ar á kreik. Svo ég mundaði prikið og tók á rás heim. Mamma væri líka eflaust tilbúin með kjötbollurnar. Kraftbirtingar- hljómur alheimsins aIllugi Jökulsson horfði til stjarnanna Í mínu litla hjarta sem hafði flúið út í myrkrið und- an einhverju sem ég man ekki lengur hvað var, þá heyrði ég stjörnurnar syngja. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Nuddbekkir í miklu úrval • Ferðanuddbekkir • Rafknúnir meðferðabekkir • Fjölbreytt val fylgihuta • Viðurkenndar nuddolíur Verð ferðabekkja frá 43.000 krónum GARJA og fleira fólk á förnum vegi KENÍA, EÞÍÓPÍA, TANSANÍA OG BÓLIVÍA. TÆPLEGA 60 FRÁSAGNIR SEM SNERTA VIÐ OKKUR. TÆKIFÆRI TIL AÐ KYNNAST LÍFI, MENNINGU OG KJÖRUM FÓLKS Í FJARLÆGUM LÖNDUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.