24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 84

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 84
Bioshock var gerður af fyrirtæk- inu 2k games, en þeir eru þeir sömu og gerðu System Shock- leikina, sem hræddu líftóruna úr leikjaspilurum hér á árum áður. Leikurinn gerist árið 1960 og er leikmaðurinn settur í hlutverk Jack. Óheppnin virðist elta Jack því flugvélin hans hrapar í Atlants- hafið. Jack kallinn syndir að litlum vita sem er þarna og fer inn. Inni í vitanum finnur hann lítinn kafbát sem hann ákveður auðvitað að fara um borð í. Kafbáturinn fer með hann að risastórri neðansjávarborg sem kallast Rapture. Til að bæta gráu ofan á svart er borgin stútfull af stökkbreyttu mannfólki sem vill honum ekkert gott. Borgin var gerð af auðkýfingnum Andrew Ryan sem hafði fengið nóg af lífinu á yfirborðinu. Rapture var hugsuð Leikmaðurinn þarf að gera upp við sig hversu góður maður hann er, í leiknum eru karakterar sem kallaðar eru litlar systur. Þær líta út eins og litlar stelpur og labba um borgina í leit að dauðum íbúum hennar til að safna ADAM-efninu úr þeim. Leikmaðurinn þarf að gera upp við sig hvort hann eigi að drepa þær og stela efninu af þeim, eða láta þær í friði. Það er þó tekið strax fram í leiknum að þetta eru ekki börn, heldur líta bara út fyrir það. Bioshock er gullfallegur; ekki bara að grafíkin sé stórgóð heldur er borgin og umhverfið í leiknum ótrúlegt. Það er ekki annað hægt en að stoppa og skoða sig um í leiknum og njóta umhverfisins. Óvinirnir gera leikinn skemmti- legan, þetta eru ekki bara blóðþyrst skrímsli, heldur eru þetta menn, fíklar sem elta þig uppi til að svala fíkn sinni. Sumir þeirra biðjast meira að segja afsökunar meðan þeir reyna að binda enda á líf þitt. Bioshock er stranglega bannaður innan 18, en söguþráður leiksins, grafík, hljóð og leikspilun að ónefndum ótrúlegum stíl borg- arinnar kemur leiknum framhjá keppinautunum í toppsætið. Stórhætturlegur Big Daddy er líklega hættulegasti óvinur leiksins. Leikjagagnrýnendur 24 stunda velja leik ársins Bioshock er bara rosalegur Árið 2007 var gott ár í leikjum því nóg var af stórgóðum leikjum. Leikjagagnrýnendur 24 stunda stóðu í ströngu við að velja leik ársins. En Bioshock trónar á toppi leikjalistans. BIOSHOCK Bannaður innan 18 ára Frábær grafík, frábær söguþráður. Allur pakkinn. Eft ir Elías R. Ragnarsson elli@24stundir.is 95% Xbox360 & PC sem paradís frjálshyggjunnar. En eftir uppgötvun á efninu ADAM sem gerði fólki kleift að gefa sjálf- um sér ýmsa krafta eins og að skjóta eldingum úr höndunum eða kveikja eld með huganum, braust út borgarastyrjöld. Leikurinn er fyrstu persónu skotleikur, en að spila hann er ákveðin upplifun. Maður upplifir sig sem Jack meðan hann reynir að komast í gegnum rústir borg- arinnar og fiktar við að sprauta sig með ADAM-efninu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn er að prófa sig áfram með hina ýmsu krafta sem maður getur fengið, eins og að frysta óvini sína, kveikja í þeim eða skjóta þá með eld- ingum. Þannig er hægt að sigra óvini með því að sprengja vatns- pípur og skjóta eldingum í vatns- pollinn sem myndast á gólfinu. 84 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Halo 3 var einn af stærstu leikj- um þessa árs. Sjaldan eða aldrei hefur einn tölvuleikur vakið jafn mikla athygli og Halo. Það sem meira er, Halo 3 átti alla þessa at- hygli skilið og jafnvel meira til. Leikurinn sló öll sölumet um leið og hann kom út og er óhætt að fullyrða að Halo-æði hafi gripið heimsbyggðina í lok september þegar hann kom út. Sem fyrr fóru menn í fótspor stríðshetjunnar Master Chief þar sem barist er gegn illum innrás- arher geimvera til varnar jörðinni og öllu sólkerfinu. Leikurinn þykir hafa fært Halo-leikina upp á hærra plan en áður þekktist en sem fyrr er það fjölspilun leiksins sem mun halda aðdáendum leiksins við efn- ið allt þangað til næsti Halo-leikur kemur út sem er óvíst hvenær verður sökum nýlegs skilnaðar á milli Bungie og Microsoft. Fullkomnar þríleikinn HALO 3, BANNAÐUR INNAN 12 ÁRA. 98% endur leiksins höfðu vonast til, og rúmlega það, og hlutverka- leikurinn Rogue Galaxy bauð leik- mönnum sínum upp á einn viða- mesta söguþráð sem sést hefur á leikjatölvunum. Lifi rokkið og launmorðin Guitar Hero-leikirnir hafa á skömmum tíma orðið vinsælustu partíleikir heimsbyggðarinnar enda fátt skemmtilegra en að rokka í góðra vina hópi. Með tilkomu Guitar Hero III jókst enn fjörið og ekki skemmir það fyrir að þráð- lausir gítarar létti mikið áhyggjum eigenda leiksins af að æstir spilarar dragi leikjatölvuna niður á gólf. Síðast en ekki síst ber að nefna As- sassins Creed sem, þrátt fyrir fjöl- marga galla, gerði stórgóða hluti á árinu sem er að líða. Þrátt fyrir að Bioshock hafi verið valinn sem leikur ársins og Halo 3, Uncharted og Mario Galaxy í næstu sætum fyrir neðan þá er fjarri lagi að það hafi verið einu leikirnir sem voru peninganna virði á árinu. Zelda: Phantom Hourglass er án nokkurs vafa besti leikurinn sem kom út á lófaleikjatölvurnar þetta árið enda ekki við öðru að búast þar sem Zelda-leikirnir hafa löngum verið þekktir fyrir gæði og góða spilun. Loðinkjammi og róbóti Ratchet & Clank: Tools of Dest- ruction var án efa sá leikur á árinu sem komst næst því að vera Pixar- teiknimynd en leikurinn bauð leik- mönnum upp á frábæra spilun, grafík og söguþráð. Svipaða sögu er að segja af hinum stórbrotna Mass Effect sem færði mönnum vetrarbrautina, og lesbískt kynlíf með geimverum, á silfurfati. Call of Duty IV: Modern Com- bat sannaði það í eitt skipti fyrir öll að það er hægt að gera stríðsleiki án þess að hafa nasista sem skot- mark en Call of Duty býður þar að auki upp á eina skemmtilegustu netspilun sem völ er á þessa dag- anna. Góðir á gleymdri vél Það sem kemur mikið á óvart varðandi leikjaárið er að tveir leikir sem eiga fyllilega rétt á því að flokkast sem leikir ársins eru fyrir hina „úreltu“ Playstation 2- leikjatölvu. God of War II var allt sem aðdá- Aðrir stórgóðir tölvuleikir á árinu Ratchet og Clank Loðinkjamminn og hans vélræni vinur sigruðu hjörtu margra Playstation 3-manna á árinu með stórgóðum leik. Loðinkjammi, grænklædd hetja og stríðsguð Fyrirfram var vonast til þess að Uncharted: Drakés Fortune yrði sá leikur sem myndi sanna fyrir heimsbyggðinni hvers Playstation 3-tölvan væri í raun megnug. Uncharted gerði það af stakri prýði en bauð jafnframt upp á einn skemmtilegasta söguþráð sem sást í tölvuleik þetta árið. Leikmenn fóru í hlutverk ævintýramannsins Nathan Drake þar sem hann fylgdi eftir slóð forföður síns, Sir Francis Drake, í leit að fornfrægum fjár- sjóði. Ekki nóg með það að Uncharted hafi boðið upp á spennandi spilun og áhugaverðan söguþráð heldur skartar leikurinn einnig einni bestu og fallegustu grafík sem sést hefur á leikjatölvunum þetta árið og er ótrúlegt hversu vel hefur tek- ist að gæða leikinn lífi. Léttir biðina eftir Indiana UUNCHARTED, BANNAÐUR INNAN 16 ÁRA. 92% 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Bioshock er gullfallegur; ekki bara að grafíkin sé stórgóð heldur er borgin og umhverfið í leiknum ótrúlegt. Það er ekki annað hægt en að stoppa og skoða sig um í leiknum og njóta umhverfisins. Super Mario Galaxy er klárlega einn af leikjum ársins og ætti í raun að fá sérstök aukaverðlaun sem glaðlegasti og hressasti leikur ársins en spilun leiksins mun gera jafnmikið fyrir sálarlíf manna og að innbyrða heljarinnar magn af geðlyfjum. Það var aldrei spurning að þessi leikur yrði góður heldur var spurningin frekar hvort hann yrði stjarnfræðilega góður, sem hann er vissulega. Í leiknum feta menn enn eina ferðina í fótspor hins feitlagna, ítalska pípulagningamanns þar sem hann reynir að bjarga prins- essunni Peach úr klóm hins lang- lífa illmennis, Bowser. Galaxy er á margan hátt frá- brugðinn fyrri Mario-leikjum en einn helsti munurinn liggur í því að nú flakkar Mario á milli reiki- stjarna, sem hver hefur sitt ein- kenni og þyngdarafl. Leikurinn þykir skarta nokkuð góðri grafík, miðað við Nintendo Wii, og að venju er tónlistin í leiknum fyrsta flokks. Mario mun ekki valda neinum vonbrigðum. Ítalskt eðalþunglyndislyf SUPER MARIO GALAXY, BANNAÐUR INNAN 3 ÁRA. 96%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.