24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 28

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Hvernig bjargar maður 3.600 far- þegum auk áhafnar sem er kannski nær helmingur af farþegafjöldan- um? Þannig spyr yfirmaður her- stjórnar Dana á Grænlandi, Henrik B. Kudsk, sem hefur meiri áhyggjur af því hvernig bjarga eigi farþegum og skipverjum skemmtiferðaskipa á hafinu milli Grænlands og Íslands lendi þau í sjávarháska, heldur en af landhelgisgæslu og eftirliti með fisk- veiðum. Georg Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, segir hættuna á öðru Titanic-slysi þykja augljósa. ,,Sérfræðingar hafa sagt að það sé ekki spurning um hvort annað Tit- anic-slys verði, heldur hvenær. Og það gæti alveg orðið á þessum slóð- um.“ Síðastliðið sumar komu 30 skemmtiferðaskip til Grænlands, að sögn Kudsk. ,,Flestöll voru risastór en svo komu einnig fyrrum rúss- nesk rannsóknarskip með farþega. Skemmtiferðaskipið Grand Princess sigldi í gegnum Prins Christians- sund þann 12. september síðastlið- inn með 3600 farþega auk áhafnar. „Siglingaleiðin þar er ein sú hættu- legasta í heiminum,“ segir Knudsk. Hann segir björgunarstarf á Grænlandi skipulagt fyrir allt annað en björgun þúsunda manna í æv- intýraleit á hættulegum slóðum. ,,Skipin sigla æ norðar, og sunnar reyndar líka, þegar heimskautaísinn er farinn að bráðna. Þeim sem hafa áhuga á þess háttar ferðalögum fjölgar sífellt auk þess sem menn hafa meira fé á milli handanna en áður til að ferðast fyrir. Ekki Karíbahafið Ég efast ekki um hæfni áhafna þessara skipa en þessar siglingaleiðir eru ekki hættulausar. Þarna eru ís- jakar og allra veðra von. Það er stór munur á að sigla um Karíbahaf og við austurströnd Grænlands,“ bendir Kudsk á. Hann tekur það fram að sam- starfið við íslensk yfirvöld og ís- lensku landhelgisgæsluna um að- gerðir til að auka öryggið á hafinu milli Grænlands og Íslands sé gott. ,,Það er verið að setja reglur um hvernig þessu verði best háttað.“ Georg Lárusson segir að meðal annars hafi verið rætt um að skip hafi samflot. ,,Við höfum rætt um það okkar á milli að gera hugsanlega þá kröfu að skip sigli tvö og tvö sam- an. Ég á þá ekki við að þau sigli með 5 metra millibili, heldur að það verði eitthvert skipulag á siglingun- um. Það er augljóst að þótt við sendum björgunarþyrlur af stað til að koma 5000 manns í sjávarháska til hjálpar gætum við kannski bjarg- að 20 manns með þeim. Þess vegna verður að vera meira og öruggara skipulag á þessu hafsvæði. Dóms- málaráðherra hefur sýnt frumkvæði um öryggi siglinga á Norður-Atl- antshafi og í framhaldinu hófst viðamikið starf. Við ætlum fyrst og fremst að taka á breyttu mynstri í siglingum og áhættuþáttum. Við höfum ekki bara áhyggjur af umferð skemmtiferðaskipa á Grænlandshafi vegna aðstæðna þar, heldur einnig af aukinni umferð flutningaskipa með gas og olíu á þessum slóðum.“ Hvernig bjargar maður 3.600 farþegum? ➤ Skemmtiferðaskipið Titanicrakst á ísjaka á Atlantshafi ár- ið 1912. Talið er að um 1500 manns hafi farist með skip- inu. ➤ Óttast er að miklu fleiri getifarist lendi stór skip nú í sjáv- arháska. TITANIC-SLYSIÐ Sigldi á ísjaka Farþegaskipið MS Explorer sigldi á ísjaka undan Suðurskautslandinu í nóvember. Farþegum og skipverjum, sem voru alls 154, var bjargað um borð í annað skip. Ingibjörg B. Sveinsdóttir ingibjorg@24stundir.is FRÉTTASKÝRING  Yfirmaður herstjórnar Dana á Grænlandi hefur áhyggjur af siglingum skemmtiferða- skipa við landið  Samstarf við Ísland um aukið öryggi  Rætt um samflot skipa Alls komu 76 skemmti- ferðaskip með um 56 þúsund farþega og 28 þúsund skip- verja til Íslands síðastliðið sumar. ,,Nú þegar hafa 83 skemmtiferðaskip bókað komu sína fyrir næsta sumar og við getum tekið við miklu fleiri. Flest skipin koma frá Þýskalandi, Bretlandi og Dan- mörku,“ segir Ágúst Ágústs- son, markaðsstjóri Faxaflóa- hafna. Mörg skipanna sigla norður með vesturströnd landsins og síðan til Svalbarða og Noregs. Skemmtiferðaskip- unum sem sigla héðan til Grænlands og til baka fjölgar sífellt, að því er Ágúst greinir frá. Hann tekur það fram að færri hafi komist með skip- unum í sumar en vildu. Á þessu ári komu 30 skemmti- ferðaskip til Grænlands með um 23 þúsund farþega, að því er Henrik B. Kudsk, yfirmað- ur herstjórnar Dana á Græn- landi, greinir frá. Búist er við nær tvöfalt fleiri skemmti- ferðaskipum til Nuuk á næsta ári en í ár. Þetta er haft eftir Grace Julianne Nielsen hjá Nuuk Tourism á vefnum www.greenland.com. Gert er ráð fyrir að sam- anlagður fjöldi farþega með skemmtiferðaskipunum til Nuuk verði 15.000 en fjöldi farþega nú í sumar var rúm- lega 8.000. Skemmtiferðaskip Tugir þúsunda á siglingu ,,Nýtt ,,Titanic-slys“ sunnan Grænlands.“ Þetta var fyrirsögn fréttar um sjóskaða í janúar 1959 í Morgunblaðinu. Það var danska Grænlandsfarið Hans Hedtoft sem fórst í jómfrúarferð sinni milli Dan- merkur og Grænlands. Um borð voru 55 farþegar og 40 manna áhöfn og fórust allir. Það eina sem hafið skilaði var heillegur bjarghringur, merktur farinu, sem rak á fjöru í Grindavík í október sama ár, að því er segir í grein í Morgunblaðinu 40 ár- um eftir slysið. Skipið rakst á ísjaka suðaustur af Hvarfi. Þýskur togari var fyrstur á vettvang en gat ekkert aðhafst vegna óveðurs og ölduhæða. ibs Fórst í jómfrúarferð sunnan Grænlands Danskt skip sigldi á ísjaka SÓFASETT Mary Hermes Barbara Paula HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.