24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 56

24 stundir - 15.12.2007, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir Vín vikunnar Elísabet Alba Valdimarsdóttir vín- þjónn Bon Courage Inkará Shiraz 2004 Bon Courage Inkará Shiraz 2004 Opið í nefi með áberandi plómum, döðlum, mórberjum, myntu og eucalyptus. Eik- in er afgerandi með súkkulaði-, espresso- og reyktónum. Flókið í munni með ein- kennum sem minna helst á líkjörslegna ávexti, sæt krydd og sólber svo eitthvað sé nefnt. Silkimjúk og liðug tannín fylgja löngum krydduðum endi. Gífurlega stórt og mikið vín með kraft sem mætti mæla í hestöflum. Það er tilbúið til neyslu strax en geymist vel næstu 6-8 ár. Pottþétt val með nauta- kjöti með þungum soðgljáa og villisveppum, allskyns villibráð og veigameiri ostum. Ein þekktasta og virtasta víngerð Suður-Afríku, Bon Courage, hefur verið í eigu Bruwer-fjölskyldunnar síðan 1818 þó að það hafi ekki hlotið núverandi nafn fyrr en 1983. Feðgarnir og víngerð- armennirnir André og Jacques Bruwer leggja mikið upp úr flagg- skipslínunni Inkará. Nafn línunnar er óður til næstu kynslóðar víngerðarmanna þar sem það er dregið af nöfnunum Inge, Karl og André, börnum Jacques. Uppskeran fer fram á nóttunni til að koma í veg fyrir hitastigs- breytingar í þrúgunum fyrir gerjun. Vínið er svo látið liggja á nýrri franskri eik í 18-24 mánuði. Þrúga: Shiraz Land: Suður-Afríka Hérað: Robertson Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Guðlaug Pétursdóttir, eða Gulla í Gló eins og hún er jafnan kölluð, lærði að meta gildi þess að borða vel og reglulega þegar hún vann við kvikmyndagerð í Los Angeles fyrir nokkrum árum. „Til að vinna við svona starf þarf maður að borða reglulega og borða vel því að annars stenst maður ekki álag- ið. Ég brenndi mig einu sinni á því þegar ég bjó úti í LA og missti næstum heilsuna. Maður kaupir hana ekki úti í búð,“ segir hún. Matur sem byggir upp Þegar Gulla og Guðni Gunn- arsson, eiginmaður hennar, fluttu heim fannst þeim vanta veitinga- stað þar sem boðið væri upp á hollan og góðan mat fyrir fólk sem ynni mikið og hefði ekki tíma til að elda. „Við vorum vön að fara á stað þar sem maður borðar fylli- lega og stendur upp og heldur áfram að máltíð lokinni en þarf ekki að leggja sig eftir á því að maður á í erfiðleikum með að melta fæðuna,“ segir hún. Fyrr á árinu opnuðu þau veit- ingastaðinn Gló í Listhúsinu í Laugardal en hann er í góðu sam- býli við Rope Yoga setrið. „Í rope yoga hlúum við að fólki með jóg- anu og aðhlynningu en á veit- ingastaðnum gerum við það með fæðunni,“ segir Gulla. Líður eins og prinsessu Hún leggur áherslu á að um- hverfið skipti miklu máli og að veitingastaðurinn sé hannaður með það í huga. „Ég geri þetta eins kærleiksríkt og rómantískt og ég mögulega get. Það er ekki að- eins maturinn sem skiptir máli heldur öll upplifunin við að setjast niður í fallegu umhverfi og fá hollan og góðan mat sem er einnig fallega borinn fram. Manni líður eins og prinsessu og að maður sé að gera eitthvað virkilega gott fyrir sjálfan sig. Markmiðið er að fólk geti tekið sér tíma í hraða lífsins, sest niður og gengið út endurnært með bros á vör og blik í aug- unum.“ Að lokum deilir Gulla girnilegri uppskrift að kalkúnabringum með lesendum 24 stunda og gómsætri súkkulaðitertu. Gullu í Gló finnst mikilvægt að borða vel og reglulega Maður kaupir ekki heilsuna úti í búð Þeir sem vinna við álags- störf verða að gæta þess að borða vel og reglu- lega. Gulla í Gló brenndi sig á því þegar hún vann við kvikmyndagerð í Los Angeles á sínum tíma. Máltíðin má þó ekki vera svo þung að menn liggi óvinnufærir eftir. Matur í dagsins önn Þrátt fyrir annir og álag verður fólk að gefa sér tíma til að borða vel og reglulega að mati Guð- laugar Pétursdóttur í Gló. ➤ Guðlaug bjó og starfaði í LosAngeles í nokkur ár. ➤ Hún vann eitt ár fyrir upp-tökustjórann Trevor Horn. ➤ Eiginmaður hennar, GuðniGunnarsson, er frumkvöðull rope yoga æfingakerfisins. GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR 24stundir/Golli Tími jólahlaðborðanna stendur sem hæst um þessar mundir og á ófáum vinnustöðum gera menn sér dagamun og gæða sér á úrvals mat og drykk. Starfsfólk Múla- lundar hélt jólahlaðborð í gær þar sem hangikjöt, laufabrauð og aðrar kræsingar voru á boð- stólum. „Þetta er framkvæm- anlegt með stuðningi góðra aðila sem sjá sér fært að styðja við bakið á þeim sem eiga ekki greið- fært í jólahlaðborð víðar um bæ- inn,“ segir Helgi Kristófersson, framkvæmdastjóri Múlalundar. Hann vill þakka öllum sem komu til aðstoðar til að þetta væri framkvæmanlegt. Kræsingar á borðum Jólakræsingar Starfsmenn Múlalundar og gestir þeirra gæddu sér á kræsingum á jóla- hlaðborði í gær. LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is a Það er ekki aðeins maturinn sem skiptir máli heldur öll upplifunin við að setjast niður í fallegu umhverfi og fá hollan og góðan mat sem er einnig fallega borinn fram. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is frá kr. 73.560 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða frábært tilboð á allra síðustu sætunum í 14 nátta ferð til Dóminíska lýðveldisins 18. janúar. Njóttu lífsins við ótrúlegar aðstæður í Karíbahafinu á þessari fögru paradísareyju sem býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn. Heimsferðir bjóða einstakt tækifæri til að upplifa stórkostlegar strendur, frábæra tónlistarmenningu, fjölbreytta afþreyingu og einstakt mannlíf. Athugið mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar í boði! 18. janúar 2. janúar 9. janúar 16. janúar Verð kr. 73.560 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn (2-11 ára í 14 nætur á Tropical Casa Laguna *** með “allt innifalið”, 18. janúar. Verð kr. 89.790 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 14 nætur á Tropical Casa Laguna *** með “allt innifalið”, 18. janúar. Takmörkuð gisting í boði! Dóminíska lýðveldið Ótrúlegt tilboð - 14 nátta ferð - með allt innifalið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.