24 stundir - 15.12.2007, Side 54

24 stundir - 15.12.2007, Side 54
54 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 24stundir ríkan hátt, eins og náttúran gerir sjálf í júlí og ágúst. Madonna, Mick Jagger, Sigga Beinteins og Diddú eru ljón og bera það með sér. Stjörnuspekin rannsakar ein- staklinginn. Fólk sem lætur gera stjörnukort sitt, rennir yfir það og segir jamm og jæja og setur það svo ofan í skúffu græðir ekkert. En þeir sem skoða stjörnukort sitt og átta sig um leið á veikleikum sínum og styrkleika og vilja vinna í eigin þroska græða heilmikið á stjörnu- speki. Hópsálir hafa minni áhuga á stjörnuspeki en þeir sem telja sig einstaklingshyggjumenn. Vísindin rannsaka hópa og þar er búið að skilgreina manninn sem vél - boð- efnamaskínu. Ef eitthvað er að þá fer maðurinn til lyfjatæknis sem gefur honum lyf og ef það virkar ekki þá fær hann annað lyf. Kannski finnst sumu fólki stjörnu- speki ekki virka vegna þess að hún er ekki pilla.“ Þarfir hverfa aldrei Hvers konar fólk leitar til þín? „Þetta er yfirleitt vel menntað og hugsandi fólk. Konur leita til mín í mun meira mæli en karlar. Margar þeirra eru óhamingjusamar í einkalífi. Eru með hundleiðinleg- um kalli sem er búinn að kaupa sér nýjan bíl og er að fara í veiði með nýju byssuna sína eða horfir á enska boltann og er sinnulaus um flest annað. Þegar þessar konur vilja tala um tilfinningar þá er maðurinn of mikill karlmaður til að nenna að standa í því. Vandamál fólks er að það ræktar of fáa eiginleika sína. Ef þú ferð í bókabúð og inn í karladeildina þá eru þar blöð um tækni, íþróttir, veiðar og byssur. Ef þú ferð inn í kvennadeildina þá eru þar blöð um heimilið, ástina og útlitið. Bæði karlar og konur hafa alla þessa þætti í persónugerð sinni. Einstak- lingurinn þarf heimili, ást, vinnu, menntun og áhugamál. Ef hann gleymir að rækta einhverja hvötina þá verður hún ómeðvituð og skap- ar vandamál. Þarfir hverfa aldrei. Þetta er eins og að eiga hús með sjö herbergjum en búa bara í þremur. Það skapast mótsagnir sem togast á. Ástæðan fyrir því að Karl Breta- prins er mjög ánægður með Ca- millu er að henni líður vel innra með sér og þess vegna fylgja henni engin vandamál. Díana var hins vegar mjög mótsagnakennd per- sóna og þjáðist vegna þess. Margir þeir sem njóta velgengni í lífinu, eru ríkir og frægir eru um leið mjög óhamingjusamir. Af hverju stafar öll þessi óhamingja? Af hverju leið Ritu Hayworth svona illa eða Marilyn Monroe eða Díönu? Það er af því að þær voru ekki meðvitaðar um innri eigin- leika sína og fengu ekki útrás fyrir þá. Svo spyrð þú hvort stjörnuspeki sé samkvæmisleikur! Einmitt!“ Leiðarvísir fyrir manninn Þú ert með mikla starfsemi, líka erlendis er það ekki rétt? „Ég var að opna Stjörnuspeki- stöðina í Síðumúla og býð þar upp á nýja tegund af stjörnukorti. Leið- arvísi, user manual, einfaldlega vegna þess að fólk þarf á slíku að halda. Við eigum leiðarvísi um bíl- inn, símann, iPodinn, DVD-tækið, en ekki um okkur sjálf, maka og börn. Við pælum í innviðum allra tækjanna en látum það sem skiptir öllu máli ósnert. Er þetta hægt? Fyrir sex árum stofnaði ég símafyr- irtæki og þar er gerð stjörnuspá í gegnum síma. Kannski má segja að það sé samkvæmisleikur, en það er allt í lagi að hafa leikina með. Þessir símaleikir ganga vel á Indlandi, Rússlandi, Bretlandi og í Banda- ríkjunum. En núna er ég orðinn þreyttur á þessu af því starfsemin fer eingöngu fram í tölvum. Það er hálf einmanalegt, ég vil vinna með fólki.“ Ertu trúaður? „Já.“ Geta stjörnuspeki og trú farið saman? „Hverjir komu til Krists við fæð- ingu hans? Vitringarnir þrír, það er að segja þrír stjörnuspekingar. Það var stjarna sem boðaði fæðingu frelsarans og þeir fóru langan veg til að líta frelsarann augum. Já, ég er mjög trúaður. Trú ömmu minn- ar var mjög falleg. Hennar Guð var góður og umburðarlyndur. Minn Guð er einnig þannig. Ég trúi á kærleiksríkan Guð. Lífið hefur kennt mér margt. Pabbi dó þegar ég var barn, amma dó þegar ég var unglingur og ég varð að halda áfram. Ég vældi ekk- ert út af því heldur hélt áfram að leita minna leiða. Þegar ég var rétt innan við þrítugt var ég nætur- vörður á hóteli, sat þar um nætur og las. Þetta var kannski þunglynd- islegt starf og ég fór að velta fyrir mér lífinu og tilverunni. Ég hafði miklar áhyggjur af veröldinni, eins og ungt fólk hefur oft. Mér fannst allt vera að fara til fjandans. Ég velti því fyrir mér hvort það væri þess virði að lifa. Ég sá lífið fyrir mér sem baráttu góðs og ills og ákvað að halda áfram að lifa og vinna að því sem mér fyndist vera jákvætt og uppbyggilegt. Það hef ég gert og ég ætla að halda því áfram. Viðhorf Oftrú fólks hefur reynst mér erfið engu síður en fordæmingarnar. a Annars vegar er fólk úti í þjóð- félaginu sem heldur að ég sé snargal- inn. Það telur stjörnu- speki vera bull og þvælu og er sannfært um að ég sé að spila á hjátrú og heimsku. Síðan er fólk í þjóðfélaginu sem heldur að ég viti allt og sjái allt. Ég væri mjög þakklátur fyrir einhvern milliveg. a Þegar fólk segir: Það sem þú ert að gera er bull og vitleysa þá reiðist ég. Hvaða rétt hefur þetta fólk til að segja að mín leið sé röng? Hvernig get- ur það leyft sér það? www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • Auðvelda þér að standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Verð frá 98.000 krónum VEL ÞRIFIÐ FYRIRTÆKI – vellíðan á vinnustaðnum Láttu okkur þrífa fyrirtækið þitt Sólarræsting ehf. • Kleppsmýrarvegi 8 104 Reykjavík • Sími. 581 4000 Fax. 581 4000 • solarraesting.is MEISTARAVERK! ANTONY B E E V O R STALÍNGRAD Orrustan um Stalíngrad kostaði meira en milljón mannslíf. Hér lýsir Antony Beevor þessari grimmu orrustu og byggir hann frásögn sína að verulegu leyti á áður óbirtum gögnum í söfnum í Þýskalandi og Rússlandi. Orrustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræðilegur vendipunktur síðari heims- styrjaldarinnar – hún breytti einnig nútímahernaði. holar@simnet.is M bl 92 72 57

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.