24 stundir - 15.12.2007, Page 15

24 stundir - 15.12.2007, Page 15
24stundir LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 15 Anders Fogh Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, blæs á vangaveltur um að hann sækist eft- ir einni af toppstöðunum sem myndast hjá Evrópusambandinu í kjölfar Lissabon-sáttmálans. Segir hann í viðtali við Jótlandspóstinn að hann sé ekki á leið frá Dan- mörku. Nokkuð er síðan Fogh var fyrst nefndur í tengslum við störf á veg- um Evrópusambandsins. Hann lék meðal annars stórt hlutverk í ferl- inu sem leiddi til þess að tíu ný ríki voru tekin inn í sambandið. Hefur því þótt líklegt að til Fogh yrði litið þegar manna þarf stöður forseta leiðtogaráðs Evrópusam- bandsins og utanríkismálastjóra þess. andresingi@24stundir.is Fogh ekki á leið í toppstöðu í ESB Áfram í Danmörku Leiðtogar Evrópusambandsins gætu boðist til að taka umsókn Serbíu um aðild til flýtimeðferðar gegn því að dregið verði úr andstöðu við sjálfstæði Kósóvó. Hugmyndir í þessa áttina munu hafa verið ræddar á fundi sambandsins í Lissabon, að sögn Reuters. Til þessa hefur umsókn Serbíu um aðild að ESB strandað á kröfu sambandsins um að Ratko Mladic verði dreginn fyrir stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Carla del Ponte, fráfarandi yfirsak- sóknari dómstólsins, hvetur ESB til að slá ekki af kröf- um sínum um framsal Mladic. „Ég er furðu lostin yfir afstöðu Frakklands, Þýska- lands og Ítalíu, sem vilja lina afstöðu sína. Þar sem ákvarðanir þurfa að vera samþykktar einróma treysti ég á að Belgía og Holland gefi ekki eftir,“ segir del Ponte í belgíska blaðinu Le Soir. Stjórnvöld Serbíu gefa lítið fyrir þessar hugmyndir. „Slík málamiðlun kemur ekki til greina,“ segir Vuk Jeremic, utanríkisráðherra Serbíu. „Það væri ósæmilegt tilboð og þar sem leiðtog- ar Evrópu eru sómakært fólk hafa þeir ekki gert slíkt tilboð.“ andresingi@24stundir.is Hugmyndir Evrópusambandsins til lausnar Kósóvódeilunni Bjóða Serbíu flýtimeðferð Á vaktinni Hermenn Atlants- hafsbandalagsins ganga um Pristina, höfuðborg Kósóvó. Fimm karlmenn voru á fimmtudag kærðir fyrir að hafa komið af stað eldi sem eyddi 53 húsum í Malibu í nóvember og skildi eftir 2.000 hektara af sviðinni jörð. Að sögn lögreglu virðast mennirnir hafa verið við gleð- skap í helli síðla kvölds. Drykkja og kæruleysi hafi síð- an valdið því að varðeldur mannanna læsti sig í gróður og breiddist út. Verði mennirnir fundnir sekir kunna þeir að verða dæmdir í allt að tíu ára fangelsisvist. aij Skógareldar í Kaliforníu Fimm ákærðir Á síðasta ári greindust fíkni- efni í 769 hermönnum á Bret- landi, mun fleiri en árin áður. Helst greindust í hermönn- unum kannabisefni, heróín, alsæla og kókaín. John Donnelly ofursti vill ekki gera of mikið úr þessari aukn- ingu, þar sem hann telur fíkniefnanotkun minni meðal hermanna en almennra borg- ara. „Meira en 99% hermanna okkar ná skilaboðunum og halda sig frá lyfjum.“ aij Breski herinn Meira dóp STUTT ● Ebóla Heilbrigðisráðherra Úg- anda hefur staðfest að 119 til- felli nýs afbrigðis ebóla- veirunnar hafi komið upp und- anfarna mánuði og 35 manns látist. Faraldurinn hefur staðið síðan í ágúst á svæði sem liggur upp að grannríkinu Austur- Kongó. ● Jól í steininum Darwin- hjónin, sem sökuð eru um að setja dauða eiginmannsins á svið, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. janúar. ● Simbabve Robert Mugabe er einn í framboði í forsetakosn- ingum sem fram fara á næsta ári. Á fundi þar sem þetta var tilkynnt sagðist Mugabe ekki vilja bregðast kalli þjóðar sinn- ar. Espressó-kaffivélar, bjóðum upp á mikið úrval. Tilvalin jólagjöf handa heimilisfólkinu. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A K M I / F ÍT Fyrir jólin Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Gæðaryksugur frá Siemens. Virkilega þrífandi hrífandi. Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn. Er ekki upplagt að fá sér ný ljós fyrir jólin? A T A R N A / K M I / F ÍT Jólaþrifin verða leikur einn.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.