Morgunblaðið - 05.01.2005, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 2005 19
MINNSTAÐUR
Munið
að slökkva
á kertunum
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
Er reykskynjari á
þínu heimili?
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
❄
❄
❄❄ ❄
❄
❄
❄❄
❄
SUÐURNES
Reykjanesbær | „Já, tvímælalaust.
Við unnum alla titla sem í boði voru
og sjálf átti ég gott tímabil,“ segir
Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði
körfuknattleiksliðs kvenna í Kefla-
vík, þegar hún er spurð hvort síð-
asta ár hafi verið hennar besta í
körfuboltanum til þessa. Birna var
útnefnd íþróttamaður Reykjanes-
bæjar á íþróttahátíð Íþrótta-
bandalags Reykjanesbæjar.
Birna átti gott ár með liði Kefla-
víkur í körfuboltanum. Þær urðu
Íslandsmeistarar og sigruðu auk
þess í bikarkeppninni, Hópbíla-
keppninni og urðu deildarmeist-
arar og meistarar meistaranna.
Birna er ánægð með þetta en segir
að eftirminnilegasti atburðurinn
frá árinu sé þó Promotion Cup,
smáþjóðamótið í körfuknattleik
sem fram fór í Andorra, þar sem
hún náði því marki að leika sinn
fimmtugasta leik með landsliði Ís-
lands. Níu leikir hafa nú bæst við og
er Birna einum leik frá því að jafna
landsleikjamet félaga síns úr Kefla-
víkurliðinu, Önnu Maríu Sveins-
dóttur. „Ég ætla að ná gömlu kon-
unni,“ segir Birna þegar hún er
spurð að því hvort metingur sé milli
þeirra um landsleikjafjölda.
Kom á óvart
Birna er fædd á Sauðárkróki fyr-
ir bráðum 29 árum og hefur leikið
með Keflavík í átta ár. Hún horfir
bjartsýn til áframhaldandi vel-
gengni á þessu ári. Markmið henn-
ar er að bæta sig enn og vinna alla
titla sem í boði verða á árinu.
„Verður maður ekki að reyna að
toppa síðasta ár?“ segir hún.
Birna hefur nú um áramótin ver-
ið heiðruð á ýmsan hátt. Hún var
útnefnd körfuknattleiksmaður
Keflavíkur, íþróttamaður Keflavík-
ur, körfuknattleikskona ársins hjá
Körfuknattleikssambandi Íslands
og íþróttamaður Reykjanesbæjar.
Hún segir að síðastnefndi titillinn
hafi komið mest á óvart og hafi
mikla þýðingu fyrir sig í ljósi þess
hvað margir afreksmenn í íþróttum
séu í Reykjanesbæ. Er þetta í fyrsta
skipti sem hún nær þeim titli og
segist ekki hafa látið sig dreyma
um að ná honum nokkru sinni. Hún
er einnig ánægð með að útnefn-
inguna sem körfuknattleikskona
ársins en hún hefur einu sinni áður
verið heiðruð með þeim hætti.
Birna vinnur við prentun hjá
Margt smátt – Bolur ehf. í Reykja-
vík og ekur daglega á milli. Liðið
æfir fimm til sex sinnum í viku
þannig að ekki er mikill tími eftir
fyrir önnur áhugamál. Hún segir að
það sé helst að hún nái smátíma
með fjölskyldunni eftir æfingar.
Margir afreksmenn
Jóhann Rúnar Kristjánsson,
borðtennismaður úr Íþróttafélag-
inu Nesi og ólympíufari, varð í öðru
sæti í kjöri íþróttamanns Reykja-
nesbæjar og Erla Dögg Haralds-
dóttir, sundkona úr Njarðvík, varð í
þriðja sæti.
Á hátíðinni voru einnig útnefndir
íþróttamenn einstakra greina: Sæv-
ar Ingi Borgarsson í lyftingum,
Daníel Þórðarson í hnefaleikum,
Karl Þór Harðarson í siglingum,
Birna Valgarðsdóttir í körfuknatt-
leik, Jóhann Rúnar Kristjánsson í
íþróttum fatlaðra, Örn Ævar Hjart-
arson í golfi, Erla Dögg Haralds-
dóttir í sundi, Viktoría Sigurð-
ardóttir í hestaíþróttum, Selma
Kristín Ólafsdóttir í fimleikum,
Stefán Gíslason í knattspyrnu,
Helgi Rafn Guðmundsson í taek-
wondo, Guðni Pálsson í skotfimi og
Guðjón Björnsson í badminton.
Birna Valgarðsdóttir átti gott ár í körfuboltanum
Reynir að gera enn betur
Morgunblaðið/Golli
Sigurvegari Birna Valgarðsdóttir
tekur við fimmta bikar ársins.
Reykjanesbær | Karen Valdimarsdóttir leikskólastjóri
hefur tekið við rekstri leikskólans Gimli í Njarðvík
samkvæmt þjónustusamningi sem hún hefur gert við
Reykjanesbæ. Gimli er fyrsti leikskólinn í Reykja-
nesbæ sem rekinn er af einkaaðila.
Karen sóttist sjálf eftir að taka við rekstri leikskól-
ans og naut við það stuðnings foreldrafélagsins. Hug-
myndir hennar féllu í frjóan jarðveg hjá stjórnendum
bæjarins, meðal annars Árna Sigfússyni bæjarstjóra
og Böðvari Jónssyni, formanni bæjarráðs, sem rituðu
undir samninginn við hana. „Ég hef starfað í tæp þrjá-
tíu ár hjá Reykjanesbæ, þar af rúm tuttugu sem leik-
skólakennari. Eftir allan þennan tíma er ég orðin for-
vitin að kanna nýtt rekstrarform og er tilbúin að
takast á við þetta ögrandi verkefni,“ segir Karen í
samtali við Morgunblaðið. „Ég er að sækjast eftir
auknu sjálfstæði og frelsi til að auka gæði leikskóla-
starfsins. En þessu fylgir einnig mikil ábyrgð,“ segir
Karen.
Aukið samstarf við heimilin
Samningurinn er gerður til eins árs, til reynslu.
Karen tekur húsnæði skólans á leigu og fær ákveðna
fjárhæð á mánuði hjá Reykjanesbæ til að reka leik-
skólann. Börnin eru innrituð hjá leikskólafulltrúa bæj-
arins og Gimli innheimtir sömu leikskólagjöld og aðrir
leikskólar í Reykjanesbæ.
Hún segir að breyting á rekstrarformi eigi ekki að
hafa neinar breytingar í för með sér fyrir börnin í leik-
skólanum og foreldra þeirra, nema þá til batnaðar.
„Meginmarkmið mitt er að auka gæðin. Í þeim tilgangi
legg ég áherslu á meira samstarf milli heimilis og
skóla,“ segir Karen.
Hún leggur áherslu á að hún hafi mikið af góðu fag-
fólki og leiðbeinendum í leikskólanum og byggi því á
góðum grunni. Tveir kennarar hafa fengið aukið hlut-
verk, Guðrún Þorsteinsdóttir er rekstrarstjóri og Guð-
rún Sigurðardóttir aðstoðarleikskólastjóri er fagstjóri.
Í leikskólanum eru nú 74 nemendur og hann starfar
samkvæmt Hjallastefnunni, sem byggir upp þau við-
horf í starfi að jákvæðni, gleði og kærleikur ráði alltaf
ferðinni. Karen segist hafa notið dyggrar ráðgjafar
Margrétar Pálu Ólafsdóttur, höfundar Hjallastefnunn-
ar.
„Ég tekst á við þetta ögrandi og spennandi verkefni
full bjartsýni og jákvæðni,“ segir Karen og kveðst
vonast til að þetta fyrirkomulag muni leiða til fram-
fara sem nýtist Reykjanesbæ. „En ljóst er að við þurf-
um að vanda okkur og vera einlæg, hreinskiptin og ög-
uð í vinnubrögðum,“ segir Karen Valdimarsdóttir.
Gimli er fyrsti einkarekni leikskólinn í Reykjanesbæ
Stefnt að auknum gæðum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Í leikskólanum Karen Valdimarsdóttir með þremur nemendum sínum sem voru að koma inn af leikvellinum.