Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.01.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr frá Bretlandi  Leikandi línur og loftfjaðrir – 190 hestafla V6 dísil í reynsluakstri á morgun „FLÓÐBYLGJAN sópaði öllum húsunum í burtu, það er því ekkert eftir, fólk situr bara á rústunum,“ segir Vilhjálmur Jónsson, er hann lýsir ástandinu í sjáv- arþorpinu Thazhanguda, á Suður-Indlandi, eftir nátt- úruhamfarirnar annan í jólum. Um 3.000 manns, eða 450 fjölskyldur, búa í þorpinu. Hann segir að um 45 þorpsbúar, aðallega börn, hafi farist í hamförunum. „Mörg börn voru úti að leika sér í fjörunni, þegar flóðbylgjan skall á, en þau kunnu ekki að synda.“ Vilhjálmur hefur búið á Indlandi í 23 ár og helgað þar líf sitt mannúðarmálum, m.a. í gegnum alþjóðlegu samtökin The Family International. Hann fór til þorps- ins, Thazhanguda, í byrjun síðustu viku, á vegum sam- takanna, ásamt fjórum öðrum hjálparstarfsmönnum. „Við byrjuðum á því að hitta sýslumanninn á svæðinu, sem gaf okkur leyfi til þess að hefja hjálparstarf í þorp- inu,“ segir hann. „Þetta er eitt stærsta sjávarþorpið í sýslunni. Íbúarnir lifa af því að sækja sjóinn, en þeir týndu bátunum sínum og fiskinetum í flóðinu.“ Hann segir að verkefni sitt muni felast í því að hjálpa íbúunum að koma undir sig fótunum á næstu mán- uðum. „Við höfum tekið að okkur að byggja þetta þorp upp aftur.“ Síðustu dagar hafa þó aðallega farið í að dreifa matvælum og búsáhöldum til íbúanna. Einnig er vatn flutt í stórum bílum til þorpsins á hverjum degi þar sem salt vatn komst í vatnsbrunnana í flóðinu. „Fólk frá ýmsum hjálparstofnunum hefur verið að dreifa matvælum til íbúa þorpsins en það er þó aðeins bráðabirgðahjálp. Við ætlum að byggja þorpið upp til framtíðar.“ Vilhjálmur gerir ráð fyrir því að efniviður í bráða- birgðahúsnæði berist til þorpsins eftir helgi. „Við ætl- um að setja upp kofa sem eru gerðir úr bjálkum og kókoshnetublöðum.“ Hann segir fólkið í þorpinu mjög fátækt. Hann segir að rætt hafi verið um að flytja það fjær sjónum og byggja þar upp nýtt þorp, en telur þó ólíklegt að af því verði. „Íbúarnir eru vanir að sækja sjóinn og vilja ekki vera lengra inni í landinu.“ Vilhjálmur segir að þeir sem vilji styrkja hjálp- arstarfið í þorpinu geti lagt inn á eftirfarandi banka- reikning í Íslandsbanka, Kirkjusandi: 515 26 3470. Kennitalan er: 630300-3470. Vilhjálmur Jónsson er við hjálparstarf á Indlandi Ljósmynd/Vilhjálmur Íbúar sjávarþorpsins Thazhanguda geta ekki sótt sjóinn, þar sem bátar og net sópuðust burt í flóðinu. „Fólk situr bara á rústunum“ Vilhjálmur Jónsson ásamt íbúum í þorpinu. Í baksýn er bátur sem barst um 150 m frá ströndinni í flóðinu. ÁKVEÐIÐ hefur verið að næsta þing samtaka korta- og fasteigna- skráningarstofnana í Evrópu (Euro- Geographics) verði haldið hér á landi á þessu ári. Þorvaldur Braga- son, forstöðumaður upplýsingasviðs Landmælinga Íslands, segir að EuroGeographics vinni núna meðal annars að því að koma upp vektor gagnasafni af allri Evrópu í mæli- kvarða 1:250.000. Gert er ráð fyrir að gögn og upplýsingar um alls 25 lönd í álfunni verði í gagnasafninu fyrir árslok 2006. Landmælingar Íslands hafa unnið lagskipt vektor gagnasafn af öllu Ís- landi í mælikvarða 1:50 000 (IS 50V) sem nýtist fjölmörgum stofn- unum, sveitarfélögum og fyrirtækj- um hér á landi, en upplýsingar úr þessu gagnasafni og öðrum sem stofnunin býr yfir, verða nýttar í Evrópuverkefninu. Þorvaldur sagði að samstarf um landmælingar og kortagerð í Evr- ópu hefði staðið lengi, en upphaf- lega hefði það hafist vegna þess að menn hefðu þurft vettvang til að takast á við sameiginleg málefni. Samstarfið hefði þróast og eftir að löndin í A-Evrópu hefðu opnast hefði meðal annars þurft að fara út í umfangsmiklar endurmælingar. GPS-tæknin hefði dýpkað þetta samstarf enn frekar. Næsti ársfundur á Íslandi Ísland hefði notið góðs af þátttök- unni í samstarfi kortastofnananna þegar GPS-mælingar voru gerðar hér á landi árið 1993. „Á seinni árum hefur þetta þróast úr því að snúast mikið um starf vinnunefnda á tilteknum fagsviðum í að vera samtök þar sem verið er að gera lagskipt heildar- gagnasöfn af Evrópu. Með því er verið að bregðast við þörfum margra aðila, eins og Evrópusam- bandsins, fjölþjóðlegra samtaka eins og umhverfissamtaka og ann- arra, fyrir að fá upplýsingar af þessu tagi. Fyrsta verkefnið var að búa til gagnasafn um stjórnsýslumörk í Evrópu. Síðan var farið í að búa til lagskipt gagnasafn af Evrópu sem var í mælikvarða 1:1.000.000. Það tengist heildarverkefni fyrir alla jörðina, sem er draumur margra að verði til. Menn vilja hins vegar fá nákvæmari upplýsingar og nú er verið að vinna að gagnasafni í mæli- kvarðanum 1:250.000. Ísland mun taka þátt í því, en við höfum einnig verið þátttakendur í hinum tveimur verkefnunum. Stofnunin hefur einn- ig verið með í samstarfsverkefni sem miðar að því að miðla upplýs- ingum á Netinu um hvað er til af landfræðilegum gagnasöfnum í hverju landi.“ EuroGeographics voru í upphafi samtök stofnana á sviði landmælinga og kortagerðar, en síðan hafa fasteignaskráningar- stofnanir bæst við. Á síðasta árs- fundi gerðist Fasteignamat ríkisins formlegur aðili að samtökunum. Þorvaldur sagði að á síðasta árs- fundi hefði verið ákveðið að næsti ársfundur EuroGeographics yrði haldinn hér á landi í haust. Ársþing samtaka korta- og fasteignaskráningastofnana í Evrópu verður haldið á Íslandi í haust Vinna að gagna- grunnum fyrir alla Evrópu Ljósmyndari/Vigfús Birgisson Starfsmenn Landmælinga hafa haft mikið gagn af samstarfinu innan korta- og fasteignaskráningastofnana í Evrópu (EuroGeographics) en fundur samtakanna verður haldinn hérlendis á hausti komanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.